Ekki fótboltamót

Í dag sem aðra laugardaga verða mótmæli á Austurvelli kl. 3. Ég vona að mætingin verði góð. Í mínum huga snúast laugardagsmótmælin um samstöðu - að ólíkir hópast sameinist í friðsamlegum mótmælum og sýni þannig að okkur er ekki sama og hvaða kraftur býr í fjöldanum. Í dag verða Svanfríður Anna Lárusdóttir og Gylfi Magnússon með ræður. Ég hlakka til að heyra hvað þau segja.

Ástþór Magnússon er ekki alveg á sama máli. Nú hefur hann skipulagt fund á Austurvelli á sama tíma. Hann er eitthvað ósáttur við að fá ekki að tala á þessum fundum og kemur því með hefndaraðgerð. Reyndar er hálf spaugilegt að sjá slagorðið hans, vitnun í Jón forseta um „sameinaðir stöndum við - sundraðir föllum vér“ því augljóslega og grímulaust er Ástþór að stuðla að sundrungu - og þar með falli skv hans eigin slagorði. Ef Ástþóri er svona mikið í mun að tjá sig og stuðla að sameiningu þá er honum í lófa lagið að halda sinn fund annað hvort beint á undan eða beint á eftir fundi Radda fólksins. Sennilega veit hann þó sem er að fólk lítur ekki á hann sem sameiningartákn og það er því hræðslan sem knýr hann til að halda fundinn á sama tíma og hinn... svona eins og að fyrst hann nái ekki samstöðunni þá megi enginn annar ná henni heldur... þess vegna kýs hann að tala ofan í aðra. Annars er fleira spaugilegt í yfirlýsingunni - eins og að hópurinn tengist hvorki Herði Torfa né Vinstri grænum... 2 helstu grýlurnar í samfélaginu í dag. Ég hef reyndar ekki heyrt Hörð notaðan sem grýlu áður en VG stimpillinn er óspart settur á allt sem ekki er skilyrðislaus hlýðni við yfirvaldið. VG er til dæmis notuð sem grýla til að fæla konur frá Neyðarstjórn kvenna, hef heyrt að konur í öðrum flokkum en VG sé sagt að þær eigi ekkert að láta sjá sig þar því þetta sé VG... Ég verð líka að fara að hlera hvað er þá sagt í VG - hvort þar sé konum sagt að þetta sé Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn - nú eða Frjálslyndi! Sjálf er ég óspart sett í VG við ýmis tækifæri þrátt fyrir ítrekaðar opinberar yfirlýsingar um að vera þverpólitísk.

Það sem er umhugsunarvert hér er hvort fólk hlustar bara á aðra svo framarlega sem það er í ákveðnum stjórnmálaflokki eða sé ekki í ákveðnum flokki? Einnig hvort það útiloki að fólk sé sammála því sem sagt er af viti ef sú manneskja sem segir orðin er í flokki sem er viðkomandi ekki þóknanlegur? Og er útilokað að fólk með mismunandi stjórnmálaskoðanir geti unnið saman að sameiginlegum markmiðum? (og hér má ég til með að bæta við að ég hef góða reynslu úr FÍ um samstarf kvenna og karla úr mismunandi flokkum þannig að þetta er alveg hægt og meira að segja ekkert mál þegar fólk er ekki of upptekið af því að það spili með ákveðnu liði og þetta sé allt eitt allsherjar fótboltamót...).

Hvað um það... Vonandi sýnum við samstöðu um að mótmæla ástandinu - burtséð frá því hvort við séum sammála um aðferðir og baráttumál að öðru leyti. Sjáumst á Austurvelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bó

Ein spurning.
Af hverju notið þið mótmælendur ekki þennan mikla kraft, sem þú villt meina að búi í ykkur, til að finna Íslandi leið út úr þeirri lægð sem það er nú statt í? Þið eruð að verða það mörg að þetta ætti ekki að vera erfitt fyrir ykkur. 
Er það kannski bara meira "cool" að mótmæla en að finna lausnir á vandamálunum.

Bara smá pæling.

Sorry, þetta urðu reyndar tvær spurningar;-)

, 17.1.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hmmm... þú veist að mótmælin á Austurvelli eru hluti af lausninni, er það ekki? Þar er lögð fram skýr krafa um breytingar. Síðan eru hópar út um borg og bý að gera alls kyns flotta hluti. Held þú sért bara ekki að fylgjast með!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.1.2009 kl. 16:58

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæl Katrín Anna, ég er Sjálfstæðismaður, eða var veit ekki með framhaldið, en ég er bara alveg sammála þér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.1.2009 kl. 23:33

4 identicon

Bó:  ég er ekki alveg sáttur við þetta orðalag þitt "þið mótmælendur".  Mér finnst að þú sért að annað hvort að einfaldlega málið um of eða að gera lítið úr fólki.  Þetta ágætis fólk sem er að mæta á þessa fundi á Austurvelli er ekkert annað er þjóðin sjálf.  Þarna er sómafólk sem sumt hvert hefur tapað aleigu sinni; fólk sem hefur misst vinnu sína, ekki vegna þess að það hefur staðið sig illa í vinnu heldur vegna þess að einhverjir ungir piltar í bönkunum hafa farið óráðlega með fé annarra; fólk sem er hrætt við framtíðina; fólk sem er reitt; fólk sem vill fá einhver svör, og því miður hafa stjórnvöld ekki séð sér fært um að gefa þjóðinni svör.  Þetta eru "mótmælendurnir".

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:24

5 Smámynd: Gunnar Þór Ásgeirsson

Þetta er ekki þjóðin frekar en að þeir sem eru ósammála mótmælendum eru þjóðin.  Þetta er bara hluti af henni.  Mótmælendur virðast aftur á móti yfirleitt gera sig að einhverjum fórnarlömbum í umræðunni, má vera að þeir hafi orðið fórnarlamb hrunsins, en þeir teljast seint fórnarlamb umræðu undanfarinna mánuða.  Ef þessi maður er ósammála mótmælendum þá er ekkert að því að nota orðalagið "þið mótmælendur" þar sem hann er víst partur af þjóðinni og er ekki sáttur með að mótmælendur tali í hans nafni frekar en mótmælendur eru sáttir með að ríkisstjórnin tali í þeirra nafni, munurinn er þó sá að ríkisstjórnin hefur allavega umboð frá meirihluta þjóðarinnar til að tala í nafni hennar sem að mótmælendur hafa ekki.

Hef ekkert á móti mótmælendum og er mjög mikill aðdáandi mótmæla sem fara friðsamlega fram enda nauðsynlegt aðhald, mér finnst bara leiðinleg þessi misnotkun á stórum orðum sem fer fram í umræðunni.

Gunnar Þór Ásgeirsson, 19.1.2009 kl. 21:36

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek undir þetta Gunnar það er soldil misnotkun á stórum orðum, enn það er líka fólk í umræðunni sem er búið að missa mikið og er andsk. reitt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.1.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband