Ísland er í Evrópu

Mál málanna núna er „vel meint“ aðvörun um fólki sé hollast að halda sig á mottunni ef það vill hljóta frama á opinberum vettvangi. Ég velti samt fyrir mér af hverju þetta vekur þessa miklu athygli. Vitum við ekki öll að þetta er satt? Vitum við ekki öll að þetta er hluti af vandamálinu? Höfum við ekki vitað það lengi? Vitum við ekki að hér er embættismannakerfi sem byggt er upp á tengslum (hvort sem það eru pólitísk tengsl, vinatengsl, fjölskyldutengsl eða kynjatengsl) og hlýðni við ríkjandi valdhafa hverju sinni? Í mínum huga voru þessi „vel meintu“ varnaðarorð bara að segja hið augljósa upphátt, svona eins og ISG hefði hringt í vinkonu sína til að segja henni að Ísland væri í Evrópu. Hér er ekki virkt lýðræði einmitt að hluta til vegna þess að fólk þorir ekki að gagnrýna opinberlega eða takast á við kerfið því það veit að því verður refsað á einn hátt eða annan - t.d. með því að útiloka það frá störfum. Símtal frá utanríkisráðherra er engin sérstök opinberun í þeim efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið!

Benedikt Halldórsson, 15.1.2009 kl. 06:12

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Uff. hélt að þú værir ESB sinni en allaveganna ég held að þetta sé miklu verra en kemur fram og jafnvel að nýliðar á Alþingi fá ekki að segja sinn hug. Það hefir viðgengist hroki hjá efstu stjórnendum og hugsaðu þér enn í dag er ráðherra einráður með stórar ákvarðanir.  

Valdimar Samúelsson, 15.1.2009 kl. 10:54

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sammála þér, einhverra hluta vegna varð ég ekkert hissa.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 15.1.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband