Getuleysi

Ein vísbendingin um að ekki sé verið að taka þetta nógu föstum tökum er að enginn hefur verið látinn sæta ábyrgð. Það er alveg ljóst að þau sem eru nú við störf eru ekki fær um að takast á við stór og krefjandi verkefni - annars hefði verið griptið til fyrirbyggjandi aðgerða fyrir kreppu en ekki eftir á. Aðgerðarleysi eftir kreppu segir sína sögu. Það er því alveg ljóst að það þarf að láta þessar „linkindur“ fara og setja inn í staðinn fólk sem er ekki hrætt við að axla ábyrgð. Fólk sem getur látið þau sem eiga að sæta ábyrgð axla þá ábyrgð og sýn dug í að taka á málunum á hátt sem kemur þjóðinni til góða. Enn sem komið er eru valdhafar á fullu að tryggja hagsmuni þeirra sem komu okkur á hausinn, þ.e. hagsmunni þeirra sjálfra og auðmanna. Þjóðin situr á hakanum. Ef þau væru í alvörunni hæf til að takast á við verkefnið þá væri búið að skipta út bæði stjórn og æðstu stjórnendum Seðlabankans. Forstjóri FME og stjórn hefðu verið látin víkja. Miklu meiri mannabreytingar hefðu orðið í Landsbankanum (og þar hefði Tryggvi Jónsson ekki fengið að vera - hvað þá heldur að koma nálægt Baugsmálum) sem og öðrum bönkum og síðast en ekki síst hefðu í það minnsta nokkrir ráðherrar fengið að taka pokann sig. Það að þetta fólk sitji enn þægilega í sínum sætum sýnir að það er ekki dugur til að taka á málunum. Í staðinn eru skúringakonurnar reknar (í bókstaflegri merkingu) og fólki boðin 70 ára íbúðalán. Þetta heitir á kjarngóðri íslensku gunguháttur, dugleysi og vanmáttur.  Með öðrum orðum - getuleysi til að takast á við vandamálin.
mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko; ábyrgð er eitt algengasta orðið í munnum landsmanna nú um stundir.

Ábyrgð er hins vegar stunduð í lágmarki af þeim sem hafa hana mesta fyrir hönd þjóðarinnar.

ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband