Frelsi án ábyrgðar

Ein af möntrum frjálshyggjunnar er að með auknu frelsi komi sjálfkrafa aukin ábyrgð. Nú súpum við seyðið af þessu svokallaða frelsi. Frelsi sem var ekki frelsi í raun heldur miklu frekar frelsi til sjálftöku, siðblindu og ábyrgðaleysis (eða landráða eins og sumir myndu kalla það). Við höfum séð menn taka stöðu gegn krónunni og þar með þjóðinni. Við höfum séð menn skammta sér fáránleg laun og svívirðilega bónusa án þess að blikna, og þeim finnst í alvörunni að þetta sé þeirra réttur af því að „frelsið“ er til staðar.

Við höfum hins vegar ekki séð að þessu aukna frelsi fylgi ábyrgð. Menn hafa ekki axlað þá ábyrgð sem frjálshyggjan sagði að þeir myndu sjálfkrafa gera án laganna. Nú hins vegar bregður svo við að ekkert á að skoða nema ef til vill ef einhver hefur gerst brotlegur við lög. Af hverju ekki að skoða hugmyndafræðina og siðfræðina? Af hverju ekki að skoða lýðræðið og rannsaka aðgerðir þessara manna út frá lögum um landráð? Af hverju ekki að láta menn axla ábyrgð fyrir gjörðir sínar óháð því hvort þær flokkist sem löglegar eða „bara“ siðlausar? Sú hugmyndafræði sem hefur ríkt hér er frjálshyggja og óheftur kapítalismi. Fyrst sú hugmyndafræði gerir út á að nafninu til að ávinningur, áhætta og ábyrgð fari saman þá eigum við að nota það til að kippa hlutunum aftur í lag. Ekki hengja okkur í lagabókstafinn heldur segja við þá sem græddu í óhófi að það hafi verið vegna þess að þeirra hugmyndafræði gekk ekki upp - lögin heftu þá ekki og nú megum við heldur ekki láta lögin hefta okkur í því að taka tilbaka það sem fengið er með siðlausum og óréttlátum hætti. Það er ekkert mál að taka til baka peninga auðmanna sem gátu komið þjóðinni á hausinni í krafti frelsis. Þetta er auðvitað verkefni stjórnvalda... þeirra sömu og létu sjálfstökuna og siðblinduna óáreitta, eða réttara sagt, þeirra sömu og voru í klappliðinu.  

Mæli svo með eftirfarandi lesningu - snilldarræður þarna á ferð:

Ræða Evu Hauksdóttur á Borgarafundi, fimmtudaginn 8. jan

Ræða Lilju Mósesdóttur á Austurvelli, laugardaginn 10. jan.

Hér er líka tengill á þáttinn Okkar í milli í morgun. Þar var Sigríður Ingibjörg í viðtali en hún er eina manneskjan sem hefur axlað ábyrgð á bankahruninu. Það gerði hún með því að segja sig úr stjórn Seðlabankans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

sæl góður pistill þessir frjálshyggju menn tala um frelsi sem hentar þeim þetta eru hræsnarar

Ólafur Th Skúlason, 13.1.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband