Best að vera stærðfræðingur

Það er best að vera stærðfræðingur, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Shit er besta orðið sem mér dettur í hug... þegar ég var í fimmta bekk í Verzló var ég harðákveðin í því að verða stærðfræðingur, enda fannst mér fátt jafn skemmtilegt og að diffra og tegra. Aðalmálið var samt ánægjan yfir því að glíma við og leysa erfiða þraut. Það var samt tvennt sem truflaði þessa fögru framtíðarsýn. Annars vegar að mér fannst mengjafræði full leiðinleg og hins vegar að ég sá ekki fyrir mér glæsta möguleika á atvinnumarkaði. Vissi fátt um hvað stærðfræðingar tóku sér fyrir hendur nema ef vera skyldi að mæta í kosningasjónvarp á fjögurra ára fresti... Ég skipti því um gær og skellti mér í viðskipta- og markaðsfræði í staðinn! Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sem Viðskiptablaðið vitnar í hefði ég nú samt frekar bara átt að skella mér í stærðfræðina!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 332535

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband