Takk

Takk fyrir að gefa upp heildarfjárhæð styrkja í þennan mikilvæga málaflokk. Kynbundið ofbeldi er smánarblettur á þjóðfélaginu og því er veitt allt of lítil athygi. Tölur um t.d. kynferðislegt ofbeldi eru skuggalegar háar, bæði hvað varðar börn og fullorðna. Þá er tiltakanlegt hversu lítið er vitað um heimilisofbeldi og nánast ekkert til af rannsóknum í þeim efnum þó mér skiljist að það standi til bóta.

Miðað við útbreiðslu og alvarleika ofbeldisins er furðanlega litlu fé veitt í málaflokkinn. Svona fyrst við erum að ræða um Nýja Ísland og hvernig við viljum sjá samfélagið í framtíðinni væri ekki úr vegi að stefna að ofbeldislausu samfélagi og gera allt hvað við getum til að svo megi verða. 8,5 milljónir duga skammt í það verkefni en það er allavega hugmynd fyrir sitjandi ríkisstjórn að ef veita á fé til atvinnusköpunar þá væri tilvalið að ráða fólk til að sinna forvarna- og fræðslustarfi um kynbundið ofbeldi ásamt því sem auka mætti starfsemi þeirra sem taka að sér að aðstoða þolendur við að takast á við afleiðingarnar.


mbl.is 8,5 milljónir í styrki gegn kynbundnu ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er smánarlega lítið en kemur ekki á óvart.

Jösses hvað við eigum langt í land.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 08:45

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jamm, við erum hellisbúar...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.1.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband