„Boys will be boys“

Þá er Bjarni Ármanns stiginn fram með það sem hann kallar einlægt uppgjör við bankahrunið. Jújú, það er allt í lagi að gefa Bjarna plús fyrir að stíga fram. Ég hallast þó á sveif með henni Jenný í þessu máli. Það vantar mikið upp á að uppgjörið geti í raun reynst bæði einlægt og nothæft. Það er afar fátt nýtt sem kemur fram í máli Bjarna. Jú hann er sorrý. Minna má það ekki vera.

Ég hallast að því að Bjarni búi yfir mun meiri upplýsingum en hann kemur fram með - upplýsingum sem gætu í alvörunni orðið að gagni. Þeim hefur hann þagað yfir. Hvað með alla spillinguna, svo ég tali nú ekki um strákastemninguna í þessum bransa. Þegar Femínistafélagið var nýstofnað héldum við morgunverðarfund um launamál þann 24. október (þetta var árið 2003). Þangað mættu 200 konur - og 2 karlar ef frá eru taldir þeir karlar sem voru þarna tilneyddir, þ.e. sem hluti af pallborði eða sem blaðamenn. Bjarni var annar af þessum tveimur. Hann sýndi sem sagt lit. Eftir bankahrunið hafa m.a. borist fréttir af launakjörum í bönkunum. Þá kemur í ljós að þar er gífurlegur launamunur á milli kynja og eru til dæmi um allt að 100% launamun hjá fólki sem vann hlið við hlið sama starf. Ekki veit ég hvort þetta dæmi sé frá Glitni eða einhverjum öðrum banka en í það minnsta hafa ekki borist fréttir af því að einn bankinn sé undanskilinn í fréttum um launamun kynjanna.

Allir bankarnir voru alræmdir fyrir kynjamisrétti í stöðuveitingum. Konur voru fáséðar í stjórnum bankanna sem og í hæstu stjórnunarstöðum. Til marks um það má árétta að fyrir bankahrun hafði kona aldrei gegnt stöðu bankastjóra hjá viðskiptabanka á Íslandi. (Kona varð ekki bankastjóri í neinum banka fyrr en Auður Capital var stofnað - af konum). Ekki nóg með að konur ættu ekki sjens í bankastjórastólinn voru konur afar sjaldséðar í framkvæmdastjórastólum. Eins og ég hef áður bloggað um þá var mantran líka sú að í bankana þyrfti áhættusækið fólk með killer instinct. Þetta er með öðrum orðum ein leið til að útiloka konur frá þessum stöðum því ef staðalmyndir kynjanna eru skoðaðar þá á þessi ímynd ekki við um kvenímyndina en passar hins vegar ljóandi vel við karlímyndina og möntruna um að boys will be boys - þeir muni vera uppátækjasamir, baldnir, óþekkir og sleppa því að hugsa um alfeiðingar gjörða sinna - langtímahugsun er ekki inn í myndinni, hvað þá ábyrgð. Þetta smellpassar við lýsingar Bjarna á þeim bisness sem bankarnir stunduðu. Ég tek fram að með þessu er ég ekki að segja að konur væru sjálfkrafa betri í þessum bisness, hér þarf að skoða hugmyndafræðina sem unnið er eftir en ekki einblína of sterkt á líkamlegt kyn. Konur eru alveg fullkomlega jafnvel færar og karlar að vinna eftir karllægri hugmyndafræði eins og lýst er hér að ofan, rétt eins og sumir karlar eru gjörsamlega „ófærir“ um það, þ.e. þetta hentar sumum konum og alls ekki sumum körlum. Hugmyndafræði jafnréttissamfélags hefur því miður ekki átt nógu mikið upp á pallborðið hér en hún snýst ekki um kynjahlutföllin per se heldur að stórum hluta um gildismat og samfélagsgerð.

Ef Bjarna væri í alvörunni alvara með að gera upp bankahrunið þá er tvennt sem hann þarf að gera:

1. Tala afdráttarlaust um allt sem gerðist á bakvið tjöldin.

2. Skila peningunum - hann getur haldið því sem sanngjarnt væri að ætla að hann hefði getað unnið sér inn sem launamaður í þess að vera sjálftökumaður. Auðæfi hans eru ekki fengin með heiðarlegum hætti. Hann gæti átt ágætt hús, skuldað ca helminginn í því, hann mætti þess vegna eiga tvo bíla og 10 milljónir í sparifé. Þá ætti ekki að væsa um hann. Restinni ætti hann að skila til þjóðarinnar í stað þess að ætlast til að við borgum fyrir hans klúður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband