Kaupþing hugsar styttra

Í nýjustu auglýsingaherfð KB banka, nánar tiltekið fyrir fyrirtækjaþjónustuna, er fullyrt að Kaupþing hugsi lengra. Samt eru þau með eintóma karla í auglýsingaherferðinni - 3 karlmenn í viðskiptum (örugglega ágætiskarla og ekkert við þá að sakast í þessu máli heldur beinist gagnrýnin að Kaupþingi).

Nú veit ég ekki alveg hvort ég eigi að segja að Kaupþing hugsi styttra, hreinlega bara afturábak til þess tíma þegar konur máttu ekki eiga neinar eignir... eða hvort ég á að líta svo á að Kaupþing spái massívu bakslagi þar sem framtíðin beri í skauti sér að konum verði útrýmt úr viðskiptaheiminum? 

Í öllu falli er ljóst að Kaupþing er þarna að staðfesta það sem sýnt hefur verið fram á fyrir löngu: Konur í viðskiptalífinu eiga ekki eins greiðan aðgang að fjármagni og karlar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög vel til fundin athugasemd.

Kári Geir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 18:28

2 identicon

Góð athugasemd hjá þér Katrín átti ég við, þessi hákarl virðist hafa misskilið færsluna og athugasemdin hans er út í loftið.

Kári Geir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 18:29

3 identicon

Það er með ólíkindum að þurfa að horfa upp á þetta á 21. öldinni, hélt hreinlega að svona lagað þyrfti maður ekki að horfa upp á.  Er þó sammála því að konur eiga að komast áfram á eigin verðleikum og tel að það séu þær að gera.  Þrátt fyrir það er þessi auglýsingaherferð hneyksli fyrir Kaupþing banka.

Elín (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 18:45

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Vona líka að hákarlinn fari að gera sömu kröfu á karlmenn - að þeir verði metnir eingöngu út frá hæfni en ekki kynferði. Tölfræðin sýnir svart á hvítu að í dag er við lýði karlakvóti þar sem sumir komast áfram á þeirri forsendu að vera karlkyns en ættu ekki sjens með sömu hæfileika en annað kyn - að komast á sama stað. Velti stundum fyrir mér hvort karlmenn séu ekki oft á algjörum bömmer yfir þessum forréttindum... enda er jú verið að gera lítið úr karlmönnum þegar þeim er hyglað á grundvelli kyns í stað þess að láta þá keppa á jafnréttisgrundvelli við bæði konur og karla - en ekki bara karla. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.10.2007 kl. 19:00

5 Smámynd: Guðmundur Gunnlaugsson

Það meikar alveg sens að það skuli vera bara karlmenn í þessari auglýsingu. Ef að markhópurinn er fyrirtæki á íslandi og flest þeirra eru rekin af karlmönnum þá er þetta sniðugt! Hvort þetta sé skref aftur á bak eða hvort konur eiga að hafa greiðari leið í viðskiptaheiminn er annað mál. Á meðan að staðan er svona þá meikar það sens að höfða til karl stjórnenda í auglýsingunni!

Þeir eru greinilega að höfða til karla en ekki kvenna. 

Guðmundur Gunnlaugsson, 26.10.2007 kl. 20:00

6 identicon

Í Aukakrónu-auglýsingum Landsbankans eru notaðir 8 karlar og bara 4 konur. Hvar er réttlætið???

Afhverju notarðu ekki orkuna þína frekar í að bölva þessum fyrirtækjum sem þessir menn vinna hjá? Eru það ekki þau sem eru með óæðrakynið (þín skoðun) í þessum stöðum? Heldurðu að PR hjá Kaupþing hafi bara valið karlmenn af því þeir væru bestir???

 Maður spyr sig....

Ragnar Már (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 20:48

7 identicon

Konur eru fallegri.

Hilmar Tomas (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 09:05

8 identicon

Ef þú dregur 3 einstaklinga tilviljanakennt úr poka þá færðu 3 af sama kyni í 25% tilvika.  Þannig að erfitt er að hafna því að þetta sé tilviljun.

portvaldur (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 10:55

9 identicon

Auðvelt að taka eina auglýsingu bankans út og gagnrýna. Ég veit ekki betur en í aðalsjónvarpsauglýsingunni þeirra er kona í aðalhlutverki. Í þeirri auglýsingu eru konur í meirihluta í aðalhlutverkum: Kona er aðalleikarinn og leikstjórinn, kona er "aðalóvinurinnn", fyrsta manneskjan sem ræðst að aðalleikaranum er kona.

Baldur (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:06

10 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér en ég veit samt að það á eftir að birta fleiri myndir í þessari auglýsingaherferð og þar verður a.m.k. ein kona.

Sigríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 13:48

11 identicon

Ragnar Már - ég held að þú sért að gera Katrínu Önnu upp skoðanir hér. Karlar óæðra kyn? Hvað meinaru?

Þarf annað kynið að vera óæðra? Hvað með að þau séu jöfn? Það má ekki líta svo á að ef að eitthvað ávinnist fyrir annað kynið þá tapi hitt einhverju um leið.

Allt tal um óæðra kyn (og þú ert sá eini sem ert að minnast á það) er í besta falli misskilningur.

Þórhildur Ólafs (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 14:54

12 identicon

Úff, það er alveg pínlegt að lesa þessa færslu Katrínar.  Af hverju ertu ekki búin að gera veður af því að það séu bara konur í öllum aðalhlutverkum í leikstjóraauglýsingu Kaupþings? Nei nei, það er bara sjálfsagður hlutur, en svo í næstu auglýsingu þar sem karlmenn eru í aðalhlutverki þá er auglýsingin hneyksli.

 Af hverju ertu ekki búin að gagnrýna ofurfeminstastöllu þína hana Sóleyu fyrir það að hafa eingöngu valið konur í "jafnréttis"ráð Reykjavíkur? Er það ekki álíka hneyksli eins og þetta?

AntiFeminasisti (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 16:46

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Baldur - athugaðu endilega hvaða þjónustu bankans er verið að auglýsa í báðum tilfellum. Snýst ekki "leikstjórinn í þínu lífi" um einstaklingsþjónustu? Það er mjög týpískt að búa til auglýsingu með konu í aðalhlutverki sem snýr að einkalífinu og með körlum sem snýr að opinbera lífinu - sbr verkaskiptinguna sem hefur viðgengist að konan sjái um heimilið og karlinn sjái um fyrirvinnuhlutverkið. 

Sigríður gott að heyra að það muni sjást kona í þessari herferð þegar líður á. Hins vegar breytir það því ekki að karlar eru í öllum hlutverkum þegar herferðin er birt og keyrt á þeirri ímynd.

Þórhildur - takk fyrir að taka upp hanskann :) Alltaf "jafngaman" að sjá þegar andfemínistarnir búa til skoðanir eftir eigin geðþótta, svona eins og til að koma í veg fyrir að þeir þurfi að hlusta...

Antisti - auðvitað dettur mér ekki í hug að gagnrýna þegar fyrirmyndarfemínisti eins og Sóley er komin með formennsku í mannréttindanefndinni. Enn síður dettur mér í hug að gagnrýna hana fyrir hverjir eru í nefndinni enda hefur hún nákvæmlega ekkert um það að segja. Hver flokkur fyrir sig velur sína fulltrúa. En engu að síður umhugsunarvert af hverju karlarnir slást ekki um að fá að vera í mannréttindanefndinni... er það ekki? Annars skil ég ekki hvers vegna þú ert að spá í mannréttindanefndina yfir höfuð - kemur hérna sem yfirlýstur andstæðingur jafnréttis. Þér hlýtur þá að vera í mun að sú nefnd verði sem máttlausust.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.10.2007 kl. 15:03

14 identicon

Það eru þrjár ástæður líklegar fyrir því að Kaupþing er bara mið karla í þessari auglýsingu.

1.  Þeir eru karlremur sem trúa því ekki að konur séu þess megnugar að reka fyrirtæki.

2.   Þetta er herferð með nokkrum auglýsingum og þeir eiga eftir að birta auglýsingu með konum

3.  Þeir hafa ekki fundið neina konu sem eru í fyrirtækjarekstri sem hefur viljað koma fram í auglýsingunni.

Ragnar (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 12:29

15 identicon

Bættu um betur í dag (30. okt.) og höfðu heilsíðuauglýsingu með Kollu grasalækni. Líklega lesið bloggið þitt

kókó (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:37

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

já örugglega skellt í eina auglýsingu eftir lesturinn!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.10.2007 kl. 17:47

17 identicon

Ætli Anti feministi sé ekki bara að benda á bullið í þér Katrín! Þú þarft ekkert að gagnrýna Sóleyju, en merkilegt að þú sjáir ekkert athugarvert við það að í einu ráði séu bara konur. Þú sem villt fá kvóta á sumt og sérð ástæðu til að skammast yfir einni auglýsingu af mörgum hjá KB. Getum náttúrulega snúið rökum þínum í hring og spurt hvers vegna konur slást ekki um að stjórna fyrirtækjum, leika í fyrrgreindri auglýsingu Kaupþings, sitja á þingi ofrv. Merkilegur málflutningur og kvennréttindarsinnum líkur. Ég er hlintu jafnrétti - ekki karlrétti eða kvennrétti,

Daníel (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 19:49

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Daníel - fínt að þú tjáir þig um þínar skoðanir á meðan þú gerir það á kurteisan og málefnalegan hátt. Hins vegar er betra að þú sleppir því að gera mér upp skoðanir. Nema auðvitað að þú teljir það málefnaleg skoðanaskipti að þú tjáir þig fyrir mína hönd og ég tjái mig fyrir þína. Ég gæti t.d. sagt um þig að þú sért á þeirri skoðun að karlar eigi að ráða öllu og konum sé best að halda sig á bakvið eldavélina - og að þú sért bara að bulla. Ef þú hefur áhuga á að vita hvað mér finnst um að í mannréttindanefnd séu bara konur þá væri t.d. kurteist að spyrja. Þangað til ég hef svarað þér þá hefur þú ekki hugmynd um hvað mér finnst um málið. Þú hefur augljóslega heldur ekki hugmynd um hvað mér finnst um kvóta. Eina sem er til í þessu hjá þér er að málflutningurinn er merkilegur!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.10.2007 kl. 21:31

19 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Mér sárnar ekki gagnrýni á þessa auglýsingu, enda tel ég hana óheppilega fyrir kaupþing. Það er hins vegar ljóst að auglýsing staðfestir ekki nokkurn skapaðan hlut um aðgang kvenna að fjármagni. Ef auglýsingin hefði verið gerð með þremur konum, 10 negrastrákum eða 6 pólverjum myndi hún heldur ekki staðfesta neitt um aðgang að fjármagni. Ég veit ekki hvað þér hefur verið kennt í markaðsfræðinni, en auglýsingar eru bara hugmyndir sem er miðlað í von um að þær hafi áhrif á hegðun fólks. Stundum eru þetta vel ígrundaðar hugmyndir, stundum bara eitthvað töff (lesist ímyndarrúnk) og stundum bara eitthvað heimskulegt kjaftæði. Ein stök auglýsing staðfestir aldrei neitt um neinn.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 31.10.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband