24.10.2007 | 10:38
Til hamingju með daginn!
Full ástæða til að fagna í dag - 24. október. Ekki bara dagurinn sem við minnumst fyrir Kvennafrídagana heldur einnig dagur Sameinuðu þjóðanna - þær eiga afmæli í dag. Birti af því tilefni pistil dagsins sem ég skrifaði fyrir Viðskiptablaðið - og óska Viðskiptablaðinu um leið til hamingju með nýja vefinn!
**
Til hamingju með afmælið
Sameinuðu þjóðirnar eiga afmæli í dag. Þær voru stofnaðar þann 24. október 1945 og frá árinu 1948 hefur 24. október verið dagur Sameinuðu þjóðanna. Árið 1971 var samþykkt að leggja til að aðildarríki SÞ gerðu daginn að hátíðisdegi.
Þjóðabandalagið
Sameinuðu þjóðirnar eru arftakar Þjóðabandalagsins, en hlutverk þess var að tryggja að stríð brytist aldrei aftur út. Þjóðabandalagið var stofnað 10. janúar 1920 í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar. Á Wikipediu er því haldið fram að þáverandi utanríkisráðherra Breta, Edward Grey, sé hugmyndasmiður Þjóðabandalagsins. Á öðrum stað er Woodrow Wilson, þáverandi Bandaríkjaforseta eignaður heiðurinn. Frakkinn Léon Victor Auguste Bourgeois er oft nefndur andlegur faðir Þjóðabandalagsins, ásamt því að vera fyrsti forseti þess.
Framlag kvenna
Svo virðist sem hlutur kvenna í þessari sögu sé rýr. Þegar betur er að gáð gegna þær stóru hlutverki. Á þessum tíma var mikil barátta í gangi fyrir kosningarétti. Nátengd þeirri baráttu var friðarbarátta kvenna. Árið 1915 skipulögðu nokkrar konur alþjóðlegan kvennafund í Hollandi og lágu þær undir ámæli um landráð fyrir vikið. Þangað mættu 1200 fulltrúar auk 700 gesta. Markmið fundarins var tvíþætt; berjast fyrir kosningarétti og setja á fót gerðardóm í lausn alþjóðlegra deilna. Á fundinum var samþykkt 18 punkta plagg til að enda fyrri heimstyrjöldina og stuðla að heimsfriði. Þetta plagg fékk Wilson Bandaríkjaforseti afhent ásamt öðrum þjóðarleiðtogum.
Friðarverðlaunahafar Nóbels
Árið 1918 lagði Wilson fram 14 punkta sem tillögu að hvernig ætti að stuðla að heimsfriði. Augljóst er að sumar af tillögum kvennanna frá 1915 hafa ratað inn í tillögur Wilsons. Óneitanlega mætti gera þessum hlut sögunnar hærra undir höfði. Wilson hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1919 og Bourgeois árið 1920. Fyrsta konan sem hlaut friðarverðlaunin var Jane Addams árið 1931. Jane Addams var einn af skipuleggjendum og fundarstýra alþjóðlega kvennafundarins í Hollandi 1915.
Kynbundin mótun
Þjóðabandalagið leið undir lok í apríl 1946, stuttu eftir að SÞ voru stofnaðar. Konur eiga mun stærri þátt í heimsskipan sem byggir á friðsamlegum baráttuaðferðum en þær fá heiður fyrir. Ef hugsað er til hefðbundinna kynhlutverka karla og kvenna er stríð nátengt karlmennskuhugtakinu á meðan sátta- og samningaleiðin er nátengd kvenleikanum. Þrátt fyrir að ég gangi ekki með neinar grillur í kollinum um að konur séu í eðli sínu friðsamlegri en karlar þá er ekki hægt að líta fram hjá þeirri kynbundnu mótun sem byggir á ofbeldisdýrkun tengdri karlmennskunni og þar með talið stríði sem samþykktri aðferð til að leysa deilur. Reynsluheimur kvenna byggir á öðrum væntingum, væntingum um að leysa málin í sátt og samlyndi án ofbeldis.
Völd til kvenna
Samkvæmt SÞ voru 90% fórnarlamba stríðs hermenn og 10% almennir borgarar í upphafi 20. aldarinnar. Nú, 100 árum síðar, hafa hlutföllin snúist við og eru meirihluti fórnarlamba konur og börn. Konur eru samt sem áður enn að mestu fjarverandi þegar kemur að ákvarðanatöku um stríð. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ, lét nýlega þau orð falla að Í dag skiljum við, jafnvel betur en stofnendur SÞ, að völd til kvenna er grundvallarskilyrði ef við eigum að ná árangri í átt að þeim markmiðum sem SÞ byggja á. Er ekki kominn tími til að koma því í framkvæmd?
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Það má endilega geta þess að aðalmanneskjan bak við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna sem er grundvöllur fyrir öllum með alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem á eftir komu var engin önnur en Eleanor Roosevelt. Hún stýrði nefndinni sem fékk yfirlýsinguna samþykkta og það verður að telja gríðarlegt grettisttak í mannkynssögunni, sem oft virðist þó gleymast.
Kata Odds (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.