22.10.2007 | 20:13
En er þetta sama mjólkin?
Af hverju fylgja ekki upplýsingar með svona skýrslum (og fréttum) um muninn á mjólkinni? Mjólk er ekki sama og mjólk... íslenska mjólkin er t.d. margfalt bragðbetri en sú bandaríski (mitt hlutlausa mat! ). Man ekki hvernig sú sænska er en get ekki ímyndað mér að hún sé betri - eða jafngóð. Síðan væri líka ekki vitlaust að skoða næringargildi og ýmislegt annað, t.d. stærð próteina.
Nýtt kúakyn gæti sparað rúman milljarð á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Stöðvið fjöldamorðin á Gaza
Spurt er
Myndir þú kjósa nýtt kvennaframboð?
Hefurðu lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Ég hef sossum ekki lesið skýrsluna, en þetta er ein hlið önnur er hreinleiki þ.e. hvort þarna blundi eitthvað sem nær sér á strik hér.
Ég fór að huga um nautakjötsframleiðsluna ef að þetta yrði til að fækka kúm verulega, eins og ein rökin eru - með.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2007 kl. 20:28
Það sem við þurfum virkilega að skoða erum við Íslendingar vanari og líkamar okkar hæfari til þess að prjóta niður efni í mjólk sem myndi annars setja okkur í hóp með þjóða sem eru með hátt mjólkur óþol. Getur verið að við séum sérstaklega hæf til þess að drekka Íslenska mjólk og öllum blöndun á kúa kyninu gæti ollið því að mjólkur óþol myndi aukast?
Síðan er það. Bretar hafa blandað kúastofninn sinn einna mest allra þjóða. blönduðu við kúastofna í nýlendum sínum og fluttu heim aftur til bretlands eyja. þar er ástand kúastofnins ekkert sérstaklega gott. Kúariða og annað. ég vil ekki fá slíkt ástand hingað.
Fannar frá Rifi, 22.10.2007 kl. 20:30
Voru ekki líka einhverjar upplýsingar um það að í íslensku kúamjólkinni séu einhver efni sem myndi ónæmi gegn ákveðinni tegund af sykursýki? Eða er það misminni?
María Kristjánsdóttir, 22.10.2007 kl. 20:59
Ég held að íslenska mjólkin sé ekki eins feit og sú útlenda. Allavega finnst mér alltaf smjörbragð af þeyttum rjóma í útlöndum, nú man ég ekki hvaða löndum. Allavega finnst mér alltaf jafn gott að koma heim og fá venjulegan þeyttan rjóma sem er ferskur, hann hefur eitthvert bragð sem ekki finnst annars staðar. En það er bara minn smekkur. Og það væri gaman að vita hvort það er eitthvað til í þessu með mjólkuróþolið.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 22.10.2007 kl. 22:04
Nýgengi sykursýki hjá börnum er lægri hér á landi en víða annars staðar.Sú kenning var uppi að það væri mjólkinni að þakka. Veit ekki hvort það var sannað eða afsannað.
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:20
Síðan mætti spyrja hvort ekki gæti skeð að einhverjar þær veirur fylgdu ekki með sem gætu reynst íslenskum klaufdýrum hættuleg.Hernig komst mæðiveikin inn í landið,ætli þessir herramenn séu búnir að gleyma henni.Svona innflutningur hefur ekki orðið landbúnaði hér til mikils framdráttar,nema síður sé.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 22.10.2007 kl. 22:51
Þessi umræða hefur komið upp áður og þá minnir mig að þetta hafi komið upp með mótefnin gagnvart sykursýki í börnum. Hunsum ekki íslenska kúakynið. ... "Íslenska kýrirn er falleg" eins og einn framsóknarmaður kvað.
Jóhanna Garðarsdóttir, 22.10.2007 kl. 23:09
Ég man ekki betur en talið sé að íslenska mjólkin valdi minni eyrnabólgum. Eða var það öfugt?
kókó (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 00:05
Mjólk er mjólk. Munurinn á milli landa fellst í framleiðsluaðferðum, fæði og bólusetningum/lyfjagjöf.
Ef þú kemur með útlenska belju hingað og ferð með hana alveg eins og íslensku beljurnar verður mjólkin eins.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 02:20
Má líka spyrja - hvers vegna eigum við að drekka kúamjólk, gerilsneydda og fitusprengda. Makalaus áróðurinn, sem rekinn er fyrir þessum steindauða drykk. Í einni sneið af osti er meira kalk en í einu glasi af mjólk...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.10.2007 kl. 08:10
Fréttir í gær hófust á fullyrðingu sem bæði er röng og gölluð fyrir nú utan að vera afkáralega heimskuleg. Hljómaði eitthvað á þessa leið:
"Hægt er að spara 1.25 milljarða á ári með því að flytja inn sænskt kúakyn"
Ég spyr, er ekki verið að styrkja bændurna nóg? Á líka að leyfa þeim að flytja in sænskt kúa kyn?
Það er mjög einföld staðreynd að íslensky kýrna mjólka ekki vel.
En það sem máli skiptir hér er að sykursýki á Íslandi er mjög sjaldgæf, sérstaklega miðað við hversu mikla mjólk Íslendingar drekka. EKki hafa verið færð óyggjandi rök fyrir þessu ...en hey, látum endilega bændurna njóta vafans, ekki restina af þjóðinni, hvað þá þessi ófæddu.
Hérna er smá grein (mind you, kannski ekki hlutlaus, en það voru fréttirnar nú í gær ekki.. ENGIN GAGNRÝNI, er fréttatíminn tilkynningamiðstöð fyrir íslensk bændur?)
http://www.ms.is/article.aspx?ArtId=53&catID=129
Hér er grein eftir gæja sem ætti að hafa meira authority, þekkingu og reynslu til að hafa rétt á að hafa skoðun á málinu heldur en allir aðrir sem hér skrifa og um málið hafa fjallað í fjölmiðlum:
http://www.bukolla.is/action.lasso?-database=multipax.fp3&-layout=bukollagreinar&-response=greinar.html&-recordID=34651&-search
Guðni hafði rétt fyrir sér um eitt mál allan sinn feril, það var að ekki megi taka áhættuna af því að flytja inn kúakyn að utan, einmitt vegna hættu á aukinni sykursýki. Efasemdarmenn halda því fram að ekki sé orsakasamband milli betakaseins A1 og sykursýki í börnum. Hið rétta er að ekki er sannað orsakasamband þarna á milli. En tökum bara sénsinn.
Efasemdarmenn, getið þið bent á líklegri ástæðu fyrir því að nýgengi sykursýki á Íslandi er 9,4 (per 100.000), 20,8 í Noregi, 21,5 í Danmörku, 24,4 í Svíþjóð og 35,3 (samhliða þessu þá er magn A og B kaseina á Íslandi 2,45 (g/d), 3,53 í Noregi, 3,26 í Danmörku, 3,78 í Svíþjóð og 3,88 í Finnlandi). Fylgnistuðull er 0,90 sem telst marktækt, P gildið (fyrir tölfræðinga) er 0.037. En lítum bara fram hjá þessari rannsókn ( http://www.landbunadur.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/8bbba2777ac88c4000256a89000a2ddb/58d509d84b4de2ba00256c30000478a1?OpenDocument )
Við ykkur sem ekki þekkið til sykursýki og haldið að þetta snúist um eina og eina insúlínsprautu, þá þekki ég fleiri en 2 sem hafa misst hendur, fætur og dáið úr sykursýki. Þetta er kannski ekki alnæmi en aldrei ímynda ykkur að þetta sé ekki alvarlegur sjúkdómur. Fólk deyr úr honum. Við RÚV langar mig að segja svei attan.
Ragnar (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 10:35
Bara svo þið vitið þá er sænska mjólkin ekkert síðri en íslenska mjólkin á bragðið, reyndar afskaplega góð.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.