Afbrigði af fegurð

beauty-ideals

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það fer nú alltaf jafnmikið í mig að sjá afskræmdar fætur kvenna frá Kína. Það er svo stutt síðan að þetta hætti og er víst ennþá við líði í einhverju mæli.

Fegurðarímynd er nokkuð sem fylgt hefur manninum frá upphafi og nær ógjörningur að berjast á móti.  Það sem er en merkilegra er að ýkjur í fegurð hafa líka ávallt fylgt manninum eins og sést best á þessum myndum. 

Halla Rut , 10.10.2007 kl. 19:28

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já og með tilkomu allra skurðaaðgerðanna má búast við að ímyndirnar verði enn ýktari með tímanum og fjær raunveruleikanum. Man eftir bloggi þar sem einhver var að tala um að strákum í dag þættu teiknuðu kvenpersónurnar í tölvuleikjunum mest sexý - sem gæti þýtt að framtíðar staðalmyndirnar verði með horn, 3 brjóst, oddhvöss eyru og alls kyns aukadót... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.10.2007 kl. 19:42

3 identicon

Það þarf ekkert að fara endilega í framtíðina og mér skilst að einhverjir tölvuleikir séu orðnir svona. Og svo áfram með staðalímyndirnar og pyntingar...ef þið sláið t.a.m. inn "vaginal surgery", "labiaplasty" eða "clitoris/clitorial surgery" á google þá kemur upp fjöldin allur af síðum um umskurð á kynfærum kvenna á Vesturlöndunum og fyrst og fremst BNA. Sláandi að lesa muninn á þeim síðum þar sem kynfæri kvenna eru skorinn v/ t.a.m. krabbameins í neyðartilvikum og svo á fegrunarklínikum. Á "krabbameins"síðunum má finna langa texta um hve varasamar slíkar aðgerðir eru og að það sé ekki gert nema sem allra síðasta úrræði. Á sama tíma má lesa á fegrunarklínikunum að það skipti mestu að hafa það gott með útlit (innlit) líkamans/píkunnar.

 Kær kveðja

Gísli Hrafn Atlason (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:10

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já - þetta er komið í tölvuleikina - en ég er að meina að staðalmyndin verði svona í framtíðinni fyrir konur, þ.e. að þær muni fara í aðgerðir til að ná þessu útliti. 

Umskurður kvenna hér á Íslandi kostaði kr. 54.000 í fyrra skv verðlista sem hægt var að nálgast á stað sem framkvæmdi slíkar aðgerðir. Eftir umræðu var verðið tekið út.  Ég vil samt taka fram að þó mér finnist þessar aðgerðir algjörlega út í hróa hött þá eru þær ekki sambærilegar við t.d. þriðja stigs limlestingu á kynfærum kvenna í Sómalíu og víðar. Hér er ekki verið að skera í burtu hluta af snípnum eða sauma fyrir. En engu að síður eru þessar aðgerðir óþarfar í flestum tilfellum.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.10.2007 kl. 12:10

5 identicon

Angelina Jolie er gjarnan talin ein fegursta og kynthokkafyllsta kona heims en i myndinni um Lara Croft voru afturendi hennar og barmur lagadir i tölvu - hun er nefnilega ekki jafn sexy og su tölvuteiknada...

Hlökkum til thegar raunveruleikinn verdur talinn fallegur! kvedja fra Stokkholmi 

Silja (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband