15.9.2007 | 00:16
Dæmisaga
Dæmisaga:
Ef einhver myndi stela útvarpi af konu sem heitir Sóley og gefa manni að nafni Pétur það, væri hann rosa góður gaur ef hann notaði útvarpið og neitaði að skila því til Sóleyjar? Eða getur Pétur bara krafist þess að vera réttmætur eigandi útvarpsins vegna þess að hann stal því ekki sjálfur? Væri Sóley fasisti ef hún gerði þá kröfu að fá útvarpið sitt tilbaka?
Bara spyr...
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Stöðvið fjöldamorðin á Gaza
Spurt er
Myndir þú kjósa nýtt kvennaframboð?
Hefurðu lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Nærtækara dæmi:
Stjórnmálamaður, sem við skulum kalla Sólmund, hefur sig mjög í frammi á opinberum vettvangi og talar fyrir nýrri nálgun í velferðarmálum, þar sem beitt verði faglegum og nútímalegum aðferðum til þess að ná bestun og auknu valkvæmi í þessum veigamikla málaflokki.
Í fréttabréf frjálshyggjufrímúrara skrifar hann hins vegar tæpitungulaust að auðvitað þýði ekkert að púkka upp á pakkið, það verði veskú að bjarga sér sjálft og geti ekki sífellt leitað á náðir venjulegs fólks. Þess vegna verði neyðarþjónustunni lokað, afgangurinn seldur FL Group og síðan haldin málstofa um firringu nútímaþjóðfélags
Einum reglubræðranna blöskrar þetta og þegar hann hittir blaðakonu, sem við skulum kalla Petru, niðri á Segafredo, sýnir hann henni fréttabréfið. Petra áttar sig á fréttnæmi skrifanna og vekur á þeim athygli í fjölmiðli sínum, þó hún fullnægi ekki lágmarkslífræðilegum kröfum reglunnar, eigi engin kjólföt og hafi aldrei múrað, ekki einu sinni í fríum. Stórdreki frjálshyggjufrímúraranna hefur því samband og bendir Petru á að hún — kvensnipt og blaðasnápur — hafi birt helstu launhelgar reglunnar, þvert á fyrirmæli, sem letruð séu með gylltum stöfum á vegg kyndiklefa í kjallara hins rammgerða musteris frjálshyggjufrímúrara.
Petra geispar og segir að sér hafi verið sýnd ummælin, sem bendi til óheiðarleika og hræsni höfundarins. Þau eigi því brýnt erindi við almenning, sem veiti eða synji stjórnmálamönnum umboðs. Hún hafi því ekki í hyggju að láta undan þessum þöggunartilburðum stórdrekans. Væri stórdrekinn fasisti ef hann krefðist þess að Petra dáleiddi alla lesendur sína til þess að gleyma fréttinni og tvískinnungi Sólmundar?
Bara smyr…
......................
Annars er það alveg merkilegt í þessu máli, að hvorki Pétur Gunnarsson né aðrir skoruðu á Sóleyju Tómasdóttur að halda kjafti og vera sæt. Þvert á móti tóku menn orð hennar alvarlega.
Eina tilraunirnar til þöggunar hafa komið frá Katrínu Önnu, sem fyrst setti fram ósk í athugasemdum á bloggi Péturs og svo í orðsendingu til Egils Helgasonar um að þeir eyddu færslum sínum í heild. Skömmu síðar skrifaði hún eigin færslu um tjáningarfrelsið hér á þessum bloggi og sagði að því vegið ef einhver vitnaði póstlistann, sem væri verndaður vettvangur, svo fólk þyrði að tala opinskátt. Í framhaldinu setti hún vitaskuld fram ásakanir á hendur Pétri og Agli um að þeir væru í samsæri um að þagga niður í einni einustu konu og það femínista: Sóleyju.
En hvernig væri að rökstyðja þær ásakanir áður en þeim systrum, Þöggun og Ritskoðun, er sigað á hina meintu sökudólga. Fyrir að segja satt.
Andrés Magnússon, 15.9.2007 kl. 13:20
Sóley Tómasdóttir að halda kjafti og vera sæt? Annað erfitt og hitt ómögulegt. Þú gerir heldur betur kröfur Andrés minn.
Himnasmiður, 15.9.2007 kl. 13:40
Bara Andrés sem vill þagga niður í Sóleyju með því að blogga innantómt þvaður út í eitt. Merkilegt hvað fylgir hægri mönnum þessi eiginleiki að geta talað endalaust um akkúrat ekkert.Kannski ætti að hafa sérstök verðlaun fyrir það
Margrét (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 14:25
Geturðu bent á rannsóknir sem sýna fram á að hægrimenn séu gjarnari á að tala endalaust? Eða ertu bara í fýlu og viltu frekar varpa fram innihaldslausum staðhæfingum en að taka þátt í rökræðum? Ég skal alveg játa það að ég hef gaman að því að vera í seinni hópnum. Viltu vera með mér í leynifélaginu?
Himnasmiður, 15.9.2007 kl. 14:36
Mér finnst þetta með útvarpsþjófnaðinn ekki alveg vera sambærilegt dæmi. Reyndar held ég að það ætti ekki að þurfa að taka neitt sambærilegt dæmi til að fólk áttaði sig. Þegar það skráir sig inn á póstlistann þarf maður fyrst að samþykkja reglur hans áður en maður gerist meðlimur. Ef maður treystir sér ekki til að fara að reglum hans eða finnst þær ósanngjarnar, þá getur maður sleppt því að skrá sig!
Reyndar finnst mér ummæli Sóleyjar T, sem ýmsir aðilar hafa bloggað um, vera gagnrýniverð og ég lét þá skoðun mína í ljós á póstlistanum. Það breytir því ekki að mér blöskrar þessi endalausa þráhyggja hjá vissum aðilum í garð Sóleyjar.
Hildur Edda (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 14:46
Hildur Edda dæmin eru kannski ekki alveg sambærileg en pointið sem ég er að reyna að koma á framfæri er þegar maður brýtur á réttindum annarra. Pétur segir í bloggheimum að þar sem hann hafi ekki samþykkt reglur póstlistans komi honum beisikally ekki við þó einhver annar hafi gert það og sent honum efnið.
**
Það sem Sóley segir:"Það hlýtur að vera lykilatriði svo umræðan sé konum í hag og heimsvaldastefnunni síður, að ræða um stöðu kvenna út frá samfélögum og hugmyndakerfum þeirra. Alveg er það fráleitt að ætla einhverjum að kúga aðra af mannvonsku einni saman (nema kannski heimsvaldarsinnunum sjálfum :o/ ). "
Sem sagt - allir karlarnir sem hingað til hafa hamast við að segja að femínistar segi að allt misrétti heimsins sé körlum að kenna af því að þeir séu svo vondir - fá hér upp í hendurnar yfirlýsingu frá femínista sem segir að það þurfi að skoða samfélögin og hugmyndakerfi þeirra - það sé fráleitt að ætla að þetta sé út af mannvonsku... þá trompast þeir hinir sömu karlar og vilja ólmir meina að auðvitað sé þetta út af mannvonsku og komi samfélagsgerðinni ekkert við
Næsta sem Sóley segir er að það þurfi að fjölga konum í fjölmiðlum.
Já, mikið hrikalega er þetta nú slæmt... Femínistar ættukannski frekar að fara að taka upp orðræðuna um að þetta sé allt körlum að kenna og að karlar séu vondir??
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.9.2007 kl. 15:47
Það er unun að lesa spekinu sem drýpur úr pennum ykkar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.9.2007 kl. 16:35
Já Heimir og öll þín orð eru sem greypt í stein.
Hildur (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.