11.9.2007 | 13:22
Svörin á Hittinu
Þá er enn ein launakönnunin komin sem sýnir að launamunur kynjanna er ekki að minnka - heldur er hann að aukast. Þessi þróun á væntanlega eftir að halda áfram næstu árin. Hvað er til ráða?
Ja þegar stórt er spurt er fínt að tékka á svörunum hjá Femínistafélaginu. Fyrsta Hitt vetrarins er í kvöld:
Hvað á að gera í þessu?
Fyrsta Hitt Femínistafélags Íslands veturinn 2007-2008
Femínistafélag Íslands heldur fyrsta Hitt vetrarins þriðjudaginn 11. september næstkomandi kl. 20 á Bertelstofu Thorvaldsen bars, Austurstræti 8. Þar munu Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Kristín Ástgeirsdóttir, nýskipuð framkvæmdastýra Jafnréttisstofu halda stutt erindi. Að framsöguerindum loknum er opnað fyrir umræður, en dagskráin stendur í tvo tíma.
Fundarstýra er Auður Magndís Leiknisdóttir, talskona Femínistafélags Íslands.
Á hittinu bjóðum við ráðherra jafnréttismála og framkvæmdastýru Jafnréttisstofu velkomnar til starfa en spyrjum þær um leið hvernig þær hyggist vinna að jafnrétti kynjanna, hvaða verkefni þær vilji setja í forgang og hvert þær sæki innblástur í starfi sínu að jafnrétti kynjanna.
Femínistar leita svara við því hvert hlutverk stjórnvalda eigi að vera í jafnréttisbaráttunni og hvernig megi vinna að jafnrétti á þeim sviðum sem erfitt er að mæla, t.d. kynfrelsi kvenna og virðingu fyrir störfum þeirra, innan heimilis og utan. Þá er launamunur kynjanna að því er virðist óendanlegt vandamál sem leita þarf nýrra og varanlegra lausna á. Bæði ráðherra og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu eru nýjar í starfi og er Hittið því tilvalinn vettvangur til umræðu um framtíð mála.
Hitt Femínistafélags Íslands eru haldin mánaðarlega yfir vetrartímann. Þau eru vettvangur fyrir femínista af báðum kynjum til að skiptast á skoðunum og ræða það sem er á döfinni hverju sinni.
Viðvarandi kynjabundinn launamunur hjá FVH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Til hamingju með fyrsta fundinn og sannarlega aldrei of mikið talað um kynjajafnrétti frá öllum hliðum.
Óútskýrður launamunur hefur verið talinn 10-20 % ef ég fer rétt með og meiri ef útskýrður launamunur er tekinn með.
Það er því fróðlegt að skoða hjálagða skýrslu http://www.gender-agenda.co.uk/downloads/GenderEqualityIndex.pdf
sem fjallar um jafnréttisstuðla. (Gender Equality Index ). Þar kemur m.a. annars fram að mæður eyða að meðaltali 12 % meiri tíma með börnum en feður þegar foreldrar búa saman. "mothers recorded an average of 2 hours 32 minutes per day looking after their children, compared with 2 hours 16 minutes by fathers, which is a gap of 12%." Það er fróðlegt að þessi prósentutala endurspeglar í sjálfu sér prósentutölu hins óútskýrða launamunar kynjanna á vinnumarkaði.
Foreldraábyrgð rýrir á vissan hátt sveigjanleika einstaklings á vinnumarkaði. Konur bera ennþá meiri foreldraábyrgð´. Ég held að vísasta leiðin til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er að samfélagið taki enn frekar höndum saman og stuðli að því að kynin beri jafna foreldraábyrgð óháð hjússkaparstöðu foreldra. Þá sækja kynin fram á vinnumarkaðnum á jafnari forsendum.
Gísli Gíslason, 11.9.2007 kl. 22:58
Þetta finnst mér mjög áhugaverður punktur og hef séð þig nefna þetta ansi oft. Hef hins vegar aldrei séð nein comment um þetta og hef aldrei séð þetta nefnt hjá femínistum sem eitthvað sem beri að horfa á í samhengi við launamuninn.
Björn Viðarsson, 12.9.2007 kl. 10:17
Gísli aukin heimilisábyrgð feðra hefur verið stór hluti af kvennabaráttunni þannig að við styðjum þig heils hugar þar.
Björn - greinilegt að þú ert ekki að fylgjast með - eða ekki að hlusta. Tek sem dæmi Kvennafrídaginn árið 2005 þar sem m.a. heildarlaunarmunur karla og kvenna var notaður sem eitt viðmiðið - nákvæmlega til þess að taka heildarmyndina með. Hér er brot úr pistli sem ég skrifaði í Viðskiptablaðið og birtist 2. nóv 2005.
"En launaður vinnudagur er ekki eina vinnan sem inna þarf af hendi. Fjölskylda og heimilislíf útheimtir líka vinnu og þar er munurinn mun meiri en á vinnumarkaði. Konur bera um 80% af heimilis- og uppeldisstörfum samkvæmt könnun frá 2003. Markmið framkvæmdanefndar um Kvennafrí var að taka heildarmyndina á stöðu kynjanna og endurheimta þannig umræðuna frá því að tala einungis um sömu laun fyrir sömu störf og útvíkka hana í að tala einnig um launamun á milli kvenna- og karlastétta, lóðrétta skiptingu á vinnumarkaði og ójafna skiptingu heimilisstarfa. Síðastnefnda atriðið er ekki hvað síst mikilvægt vegna þess að sú ábyrgð sem konur bera á heimilinu er talin hefta framgang kvenna á vinnumarkaði. Svo ekki sé minnst á að með því að konur taka á sig hin ólaunuðu og oft á tíðum vanþakklátu heimilisstörf er körlum gert kleift að vinna lengri vinnudag og ná þeim frama í starfi sem uppfyllir þeirra metnað án þess að þurfa að bera sinn skerf af heimilisstörfum og barnauppeldi."
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 10:58
Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa könnun frá 2003 niður á aldurshópa. Hygg að það sé æði mikill munur á yngra og eldra fólki þegar kemur að heimilisstörfum, enda tíðarandinn allt annar.
Björn Viðarsson, 12.9.2007 kl. 12:41
Veit ekki hvort unnið hafi verið úr aldursdreifingunni.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 14:06
ÉG vil þakka Katrín Önnu ágætt svar.
Mér finnst sjaldan fjallað um samhengið á milli launamunar og foreldraábyrgðar, sem ég held að sé ein megin orsök launamunarins. Ágæt tilvitnun Katrínar Önnu er þannig 2ja ára gömul.
Nú þegar okkar ágæti félagsmálaráðherra ætlar aðfara að skoða þessi mál, með aðilum vinnumarkaðarins, þá hef ég ekki heyrt getið um að skoða eigi þetta samhengi.
Bresk feðrasamtök hafa bent á að sá ríki tími sem báðir foreldrar eyða með börnum á meðan sambúð stendur ætti að vera hvati til að breyta skilnaðarlöggjöf þannig að megin spurningin við skilnað ætti ekki að vera hver fær forsjá og lögheimili (sem svo ræður öllu stóru og smáu í lífi barns og fær allar opinberar bætur) heldur ætti að löggjöfin að ganga út á það að tryggja rétt barns til beggja foreldra, þannig að barn eigi tvö jafnrétthá heimili í sama skólahverfi þegar foreldrar skilja, líkt og löggjöf í Frakklandi frá 2002. Sömu rök má færa fyrir lagabreytingum hér á landi. Slíkt myndi minnka mun í foreldraábyrgð kynjanna og jafna þannig stöðu kynjanna á vinnumarkaði.
Á Íslandi eru 20 þúsund börn yngri en 18 ára hafa lögheimili hjá 14 þúsund mæðrum sínum og 12 þúsund feður þessara barna hafa þá helsta skyldu að greiða sinn hlut í framfærslunni á hinum heimilinu og hafa börnin aðra hverja helgi, en þann tíma sem þau dveljast hjá þeim sjá þeir alfarið um framfærsluna. Þessir 26 þús foreldrar (14+12 þús) eru um 16% af vinnandi fólki á Íslandi. Á meðan munur í foreldraábyrgð er þetta mikil í þessum hóp þá held ég að launajafnrétti náist seint. Jöfnun á foreldraábyrgð og jöfnun á launamun kynjanna mun haldast í hendur. En fyrst og fremst eru það bestu hagsmunir barnanna að alast upp hjá báðum foreldrum óháð hjúskaparstöðu foreldranna.
Gísli Gíslason, 12.9.2007 kl. 14:52
Mætti bæta því við að ef jafnrétti eykst, bæði innan heimila og utan er ekki ólíklegt að skilnaðartíðni lækki... enda slitnar upp úr mörgum samböndum út af misréttinu. Það þarf að skoða þetta allt í stóru samhengi. Allt helst þetta í hendur.
Annars hefur ójöfn skipting heimilisábyrgðar verið á dagskrá og mikið rædd innan kvennahreyfingarinnar, innan femínismans og innan kynjafræðinnar allt frá því að rauðsokkurnar voru og hétu. Hér vill hins vegar kveða við að allt verði vitlaust þegar feðrahlutverkið er sett í samhengi við kynbundið uppeldi. Ég hef til dæmis oft bent á leikfangabæklinga sem dæmi - þar sem tilvonandi móðurhlutverk er áberandi hjá stelpunum en föðurhlutverkið algjörlega fjarverandi úr dóti strákanna. Svörin sem oft og iðulega heyrast í þeirri umræðu eru að "strákar verði alltaf strákar" og að við eigum ekki að gera alla eins... Þessu þarf að breyta, eitt dæmi af mörgum. Strákar þurfa að finna frá blautu barnsbeini að þetta er inn á þeirra ábyrgðarsviði eftir að þeir fullorðnast.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 15:01
Mikið er ég sammála þér þegar þú segir að þetta helst allt í hendur. Ég er handviss um að foreldrajafnrétti og launajafnrétti er eitthvað sem helst í hendur og trúlega er lykillinn að launajafnrétti, foreldrajanfrétti. Einhvern tímann "í denn" var sagt að jafnréttið byrjaði á heimlinu.
Gísli Gíslason, 12.9.2007 kl. 17:35
Já, en heimilið og launin eru bara 2 þættir. Síðan eru allir hinir. Aristoteles sagði á sínum tíma eitthvað í þá áttina að annað kynið ætti að vera æðra og hitt óæðra, annað kynið ætti að stjórna og hinu ætti að vera stjórnað - og þannig þyrfti það nauðsynlega að vera fyrir allt mannkyn. Í þessari hugsun kristallast hugsun kynjakerfisins og henni er viðhaldið með ýmsum hætti. Ein leiðin til að sýna fram á að karlkynið sé æðra er að meta störf kvenna lægra. Önnur leið er að halda konum frá völdum. Enn önnur að hlutgera konur, t.d. í gegnum klámið og klámvæðinguna - eða að ná yfirráðum með því að beita ofbeldi. Svona mætti lengi áfram telja. Þess vegna þarf að vinna á öllum þessum sviðum. Klámið og klámvæðingin eru að mínu mati eitt skæðasta vopnið sem elur á karlrembunni og kvenfyrirlitningunni. Á meðan þau sjónarmið eru svona vinsæl náum við aldrei jafnrétti, hvorki á heimilunum né á vinnumarkaði.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 18:10
Ég held nú að flestir í dag líti ekki á kynin sem annað æðra og hitt óæðra og ungt fólk lítur þessa hluti allt öðrum augum en gamla fólkið.
Almennt er mikið fjallað um launamun kynjanna en lítið um mun í foreldraábyrgð. Það væri þarft fyrir jafnréttisumræðuna að fjalla meir um þetta samhengi. Það myndi lyfta umræðunni um jafnréttismál upp.
Það er þó nokkuð fjallað um kynbundið ofbeldi og klámvæðinguna og er það þörf umræða. Ég er þó handviss um að það vantar heildstæða umræðu um ofbeldismál og fjalla um allt ofbeldi líka ofbeldi sem karlar verða fyrir. Ég vil benda á vísindagreinasafn sem fjallar um að konur eru minnst jafn ofbeldisfullar og karlar. Þetta eru nær 200 vísindarannóknir og nær til nær 200 þús manna. Skv rannsóknum eru oftast báðir aðilar ofbeldisfullir, þegar ofbeldi er í parasamböndum og konur svipað ofbeldisfullar og karlar, en ofbeldið öðruvísi. Um það má lesa HÉR. Þar er fjölþjóðlegar rannsóknir og þar er bent á að í yfir 50% ofbeldissambanda er ofbeldið gagnkvæmt. Hitt er annað að allt ofbeldi er algerlega óafsakanlegt.
Gísli Gíslason, 12.9.2007 kl. 21:16
Þú meinar að frasar eins og eftirfarandi heyrist aldrei í dag?
Hver er húsbóndinn á þínu heimili?
Hver gengur í buxum á þínu heimili?
Hættu að væla svona eins og stelpa.
Þú sparkar (kastar) eins og stelpa.
Þú keyrir eins og kelling
Oj, þú tapaðir fyrir stelpu...
Þó fólk hafi þetta ekki orðrétt eftir Aristóteles þá er þetta orðið svo innmúrað í okkar menningu að fólki þykir það eðlilegt. Þetta segir auðvitað ekkert um raunverulega hæfni og getu kynjanna - en segir margt um viðhorfin.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.9.2007 kl. 02:04
Kellingar eiga bara ekkert að keyra.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.9.2007 kl. 23:13
Jæja ég er ekki að fá nein viðbrögð og kann ekki við að fara að sofa nema að segja fyrst að ég var að fíflast og ég get alveg sagt þér hver er húsbóndinn á mínu heimili.
Ég er búinn að vera að lesa ykkur Gísli og Katrín Anna og hef haft af því gaman þið eruð að tjá ykkur á mjög góðum nótum bæði og er ég sammála ykkur báðum í kvöld.
Þetta með sama hverfið Gísli, áttu þá við að skikka foreldrana til að búa í sama skólahverfi eftir skilnað?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.9.2007 kl. 23:36
ÉG held að búseta í sama hverfi verði forsenda fyrir jafnri búsetu í framtíðinni.
Ég vil vekja athygli á því að Frakkar hafa haft lög frá 2002 sem segja að jöfn búseta barns hjá báðum foreldrum er meginregla við skilnað foreldra. Franski löggjafinn lítur sem svo á að meginhlutverk laga við skilnað er að tryggja að barn alist sem mest áfram upp hjá báðum foreldrum. Þannig á barn heima á tveimur heimilum. Ef búseta er 50/50 þá er ekkert meðlag og opinberar bætur og réttindi skiptast jafnt. Ef búseta 70/30 þá skiptast réttindi og bætur m.v. það búsetuhlutfall .
Um Franska kerfið er fjallað m.a. .hér á bls 16.
Í dag eru breskar mæður aðeins 12 % meir með börnin en feður þegar báðir foreldrar búa saman, Sænskir feður gera um 45% af ungbarnaumhyggju. Í nýlegu erindi Ingólfs Gíslasonar er fjallað um að íslenskir feður hafa aldrei verið jafn mikið með börnin.
Þegar svo íslensk skilanaðar löggjöf gengur útfrá því að barn eigi heima á einum stað og börn eru í besta falli aðra hverja helgi hjá hinu foreldrinu, þá verður skilnaðurinn miklu meira sjokk fyrir barnið heldur en ef það er nokkuð jafnt hjá báðum foreldrum, viku og viku. Barnið var jú varnt mikilli umhyggju beggja á meðan sambúð stóð og ætti að fá ríka umhyggju beggja foreldra eftir skilnað. HÉR ÞEGAR KEMUR AÐ SKILNAÐARLÖGGJÖF ERUM VIÐ FÖST Í ÞVÍ KERFI AÐ MÓÐIRINN ER UPPALANDINN (FORSJÁRFORELDRI) OG FAÐIRINN FYRIRVINNA (MEÐLAGSGREIÐANDI SEM "PASSAR" AÐRA HVERJA HELGI). Það er mikið jafnréttismál að breyta þessu en fyrst og fremst eru þetta bestu hagsmunir barnanna okkar.
Katrín, ég held að setningarnar þínar geti vel einhverjar verið í gildi. Varðandi slagorð eins "Hættu að væla svona eins og stelpa." , þá er þetta dæmi um kynhlutverk sem er svo slæmt fyrir drengi og hefur verið slæmt fyrir karla. Þeir hafa alist upp við að bera ekki tilfinningar sínar og borð verða oft fyrir lífstíð lokaðir á að tjá tilfinningar sínar.
Ég benti á vísndagreinar sem segja konur séu ekki síður en karlar ofbeldisfullar en birtingamynd ofbeldis þeirra er annað. Mér finnst þetta forvitnilegt vegna þess að m.v. fréttaflutning af ofbeldi þá finnst manni alltaf eins og það sé nánast allftaf karlar gerendur.
Ég vil hrósa Katrín Önnu fyrir málefnaleg skrif og finnst tíma mínum vel varið að skiptast á skoðunum við hana.
Gísli Gíslason, 15.9.2007 kl. 21:12
Takk og sömuleiðis.
Ég er 100% sammála í því að þetta uppeldi "hættu að væla eins og stelpa" er líka skaðlegt fyrir stráka. Þá á ekki að ala stráka upp við þá kröfu að hafa ekki tilfinningar eða mega ekki sýna þær - aðrar en gleði, reiði og kynhvöt... Partur af því að vera manneskja er að vera með tilfinningar og tjá þær. Kynjafræðin hefur verið að stúdera þetta nokkuð - og þar er einmitt bent á mikilvægi þess að tala um að kynin séu 2, þ.e. að karlkyn er líka kyn. Kynbundið uppeldi á ekki síður við um stráka en stelpur. Þess vegna skiptir gífurlega miklu máli að skoða karlmennskuímyndir og hvaða kröfur eru gerðar til drengja.
Varðandi ofbeldið - hef ekki náð að skoða þessar rannsóknir sem þú vísar í. Geri það í góðu tómi einhvern daginn. Þær rannsóknir sem ég veit um benda til þess að karlar séu í meirihluta gerendur þó það þekkist að sjálfsögðu að konur séu gerendur líka. Ofbeldi þarf að rannsaka mun betur og ítarlegar til að við öðlumst meiri þekkingu á því, hvort sem er ofbeldi af hálfu karla eða kvenna. Ræðum það betur seinna.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.9.2007 kl. 21:31
http://www1.vg.no/helse/artikkel.php?artid=2904483°
Kvinner slår oftere enn menn
Gísli Gíslason, 16.9.2007 kl. 23:22
Þú gætir viljað kíkja á þessa umræðu.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.9.2007 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.