Bara spyr...

Ætli Bílabúð Benna hefði dottið í hug að láta frá sér svona auglýsingu? Bara spyr...

porsche


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þær í feministafélaginu geri sér enga grein fyrir því hve lélegir málsvarar þær eru fyrir jafnrétti kynjanna? Stundum hljóma þessir pistlar þeirra og greinaskrif einsog einhverjir illa heppnaðir brandarar aftan úr fornöld.  Það er einhver fasískur blær yfir þessu öllu hjá þeim, staðráðnar í að skipta öllu upp í lið, svart og hvítt, karlar og konur.. lið sem virðast enga samleið hafa í þeirra huga. 

Þær eru álíka góðir málsvarar fyrir jafnrétti einsog hitlersæskan var fyrir barnauppeldi.

zetor (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 14:42

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hm, spurning? Skyldi hún eiga höfða til kvenna?

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2007 kl. 14:50

3 identicon

Það bara passar ekki. Hefði þetta verið 10 tonna aflmikill trukkur myndi þetta passa. En það sem B.B var að reyna að koma á framfæri var dulbúinn kraftur. Þarna sérðu nettann bíl með rosalegt afl. Það er auðvelt að sjá líkingu milli lítils netts smábíls og fallegrar konu (ekki það að ég sé að mæla þessu bót enda felst staðalýmynd í því). Það passar hinsvegar síður að líkja litlum nettum smábíl við sterkann karlmann, og enginn "dulbúinn kraftur" í þeirri myndlíkingu.

manuel (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 16:34

4 identicon

Flott auglýsing...

Eru karlmenn ekki að meðaltali sterkari líkamlega? Er bannað að tala um það?

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 17:01

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvern ætlar þú að slá eða berja Geir?

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2007 kl. 17:06

6 identicon

Held að feminstum þætti þessu auglýsing slæm. Hún fer ekkert fyrir brjóstið á mér en höfðar samt als ekki jafn mikið til mín og hin auglýsingin. Ég myndi fagna þvi að svona auglýsingar sæust oftar. Þá værum við búin að ná fram jafnrétti, það má slá konur jant sem karlmenn.

Mér finnst sko algerlega sambærilegt að vera slegin að kvennmanni og keyra sprotbíl. Myndi örugglega fá jafnmikið út úr báðum hlutunum.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 17:10

7 Smámynd: Þarfagreinir

Ég skil bara ekki þessa auglýsingu. Hún er bara rugl. Reyndar eru flestar auglýsingar að mínu mati algjört rugl. Kynjavinkillinn er aukaatriði í mínum augum - mér finnst óþarfi að vera að reyna að lesa of mikið úr einhverju sem er í grunninn óskiljanlegt rugl.

Þarfagreinir, 22.7.2007 kl. 17:10

8 identicon

"Hvern ætlar þú að slá eða berja Geir?"

Ég er á móti ofbeldi, hef aldrei lent í slagsmálum alla mína ævi. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 17:18

9 identicon

Merkileg er réttsýnin hjá feministum.  Ekki sást orð frá þessum svokölluðum talsmönnum jafnréttis í þjóðfélaginu þegar fréttir bárust af ójanfrétti í lögum um lífeyrissjóð húsmæðra og brot þeirra á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.  Ég skoðaði blog hjá nokkrum slíkum talsmönnum og fann ekki staf um þetta ójafnrétti.

Hvernig skyldi standa á því að ójafnrétti er ekki það sama og ójafnrétti hjá Katrínu Önnu, Sóleyju Tómasdóttur, Guðfríði Lilju og fleirum.

Jahh, spyr sá sem augljóslega ekki veit og hvað þá skilur

Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 19:43

10 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Ég nenni ekki að lesa milli línanna svo ég spyr.  Finnst þér eitthvað að þessari auglýsingu og ef svo er hvað þá?

Hafrún Kristjánsdóttir, 22.7.2007 kl. 23:33

11 identicon

Úff kraftmikill bíll maður verð að fá mér einn svoleiðis.

Því kjaftshögg frá sterkum karlmanni er svo kraftmikið!

Mín túlkun á þessari auglýsingu í boði Karlrembufélags Íslands hlýtur að vera. 

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 23:54

12 Smámynd: SM

upphaflega auglysingin er bara asnaleg

SM, 23.7.2007 kl. 00:00

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Verður það ekki alltaf, eða oftast, þannig að við skiljum aulýsingar á mismunandi hátt, en ég er sammála þeim sem tala um að feministar, er orðið feministi ekki karllægt, sjái alltaf eitthvað misjafnt eiginlega sama hvað er veriðað fjalla um og eru fyrir löngu orðnir ósamkvæmir sjálfum sér.

Mér dettur oft í hug spurningin sem guttinn 10 ára spurði, hvað er femínisti ? Jú það er "kelling"sem vill meira en jafnrétti. Ég hef grun um að þeir vilji sixtí/fiftí skiptinguna.

Jæja ég á víst að fara að sofa.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.7.2007 kl. 00:30

14 Smámynd: Kolgrima

  þetta er bara skemmtilegt!

Kolgrima, 23.7.2007 kl. 02:39

15 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Svo er spurningin hvort að umtal sé ekki alltaf gott... þessi umræða mun gleymast, en fólk mun muna betur eftir Porche...

Leiðinlegar auglýsingar eru gleymanlegar, líka jafnréttissinnaðar, og hlutlausar (flestar)-Hver man hvaða jeppar hafa verið auglýstir keyrandi um íslenska þjóðvegi? Kannski þessi auglýsing var ætluð til að stuða feminista. Bara til að fá þá til að veita bílnum athygli. Hver veit. Hvernig væri að ræða beint við þá sem gerðu auglýsinguna?

Þeir gætu líka auglýst horfðu á Top Gear og heyrðu hvað þeir dást að bílnum okkar... virkar kannski ekki eins vel. -En þess bíll leynir helling á sér, óháð auglýsingum, þá væri ég ekkert á móti því að eiga einn.

Vona að allir sem kaupa Porche hér eftir verði ekki álitnir sem karlrembur, eða ójafnréttissinnar, eða hvað annað... kannski álitnir hafa smá aur, það er amk það sem ég held um fólkið sem keyrir þessa bíla (sem og aðra ofur-bíla). 

Sigurður Jökulsson, 23.7.2007 kl. 07:52

16 Smámynd: Sigurður Jökulsson

60/50? já það ERU öfgar... það er hvorki ójafnrétti né jafnrétti.. það er ofurrétti! 110% alla leið

Sigurður Jökulsson, 23.7.2007 kl. 07:55

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hafrún auglýsingin í þessari færslu er viðsnúningur, þ.e. hún er ekki frá Bílabúð Benna. Auglýsingin sem kom frá þeim er nokkrum færslum neðar og þar er textinn: "Slær þig eins og góður kinnhestur, frá fallegri konu." Ég útskýri í kommentum í þeirri færslu hvað mér finnst athugavert við þá auglýsingu. 

ps. Út af skilgreiningunni á femínista sem einhver minntist á hér fyrir ofan: "Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því." Synd að það skuli ekki vera fleiri femínistar á Íslandi!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 09:14

18 identicon

En vill bara ekki gera neitt þegar karlmenn eru beittir ójafnrétti.

Kristjan Kristjansson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 10:20

19 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já ég lék mér svolítið með orðið femínisti og er nú ekki sammála þér að það sé synd að ekki séu fleiri femínistar því að oftar en ekki þá eru femínistar duglegri við að fá fólk upp á móti sér en með sér en jafnrétti ætti að vera sjálfsagður hlutur en er það ekki ennþá því miður.

Hvað er svo jafnrétti, er það ekki hugarfar hvers og eins eða er það orðhengilsháttur þeirra sem ætla sér áfram á frekjunni en finna í huga sér fyrir einhverri minnimáttarkend.

Ættum við ekki að vera að tala um einstaklingarétti eiga einstaklingarnir ekki að vera jafn réttháir hvar sem er hvenær sem er hvort heldur viðkomandi er karl eða kona, nú hugsar einhver femínistinn SJÁIÐI HANN LÆTUR KARL Á UNDAN KONA, en það er nú bara vegna þes að a er á undann o í stafrófinu.

Enn hvað um það þá er auglýsingastofan búin að fá fín viðbrögð við sína vinnu þó svo að hún hafi ekki verið um vöruna heldur hugarfar femínista.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.7.2007 kl. 10:21

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kristján soldið skondið að þú skulir láta þetta út úr þér þegar gagnrýnin á auglýsinguna er akkúrat varðandi það að búa ekki til einhvern glamúr í kringum konur að lemja karla... og búa til einhverja staðalmynd um að körlum finnist það gott... Hefðir nú eiginlega átt að velja þér aðra færslu til að setja þetta komment inn því það er svo gjörsamlega út úr kortinu hér...

Högni... jamm sumir eru á móti því að eitthvað sé gert í því að ná fram jafnrétti. Það er yfirleitt það sem stuðar fólk - eins og á sínum tíma stuðaði það suma að veita ætti konum kosningarétt. Núna stuðar það fólk að ekki eigi að líta á það sem sjálfsagðan rétt karlmanna að geta keypt sér konu... eða ef gera á eitthvað til að stuðla að jöfnum launum fyrir sömu störf... eða að konur fái að hafa áhrif til jafns á við karla. Það er engin minnimáttarkennd fólgin í því að vilja laga stöðuna. Sé ekki betur en þú sért að ýja að því að karlmenn séu betri en konur og konur upplifi sig minnimáttar? Sem er auðvitað hin argasta firra. Ástæðan fyrir jafnréttisbaráttu kynjanna er einmitt sú að fólk veit að karlar eru ekki hæfari en konur - og eiga þess vegna ekki að ráða öllu, sérstaklega ekki í krafti kyns. En það virðist nú vera svo að sumir eru hræddir við að mæta konum á jafnréttisgrundvelli...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 10:41

21 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er nú einn af þeim sem enn eru yfir sig hneyksluð á þessum lögum um vændið og taldi að af nógu öðru hafi verið að taka, fyrir Alþingi sem skipti máli, en þetta.

Já ég geri mér grein fyrir því að stundum þarf að skjóta fast til að skora.

Ég er ALLS EKKI að meina að karlar séu betri en konur á nokkurn hátt, en velti fyrir mér hvort að þær konur sem telja sig þurfa að fara fram í einhverju offorsi og frekju til að ná jafnrétti, helst að komast í 60/50 og skálki í því skjólinu að þær séu femínistar séu í raun með einhverskonar minnimáttarkend, því að staðreyndin er að femínistum tekst oftar að fá fólk uppá móti sér en með.

Ég er einstaklingssinni ég tel sem sagt að einstaklingurinn hver sem hann er eigi sama rétt og aðrir í þjóðfélaginu yfirleitt og eigi að fá sömu laun og aðrir sem skila sama vinnuframlagi og sömu meðferð umsókna um störf og aðrir einstaklingar og einstaklingar á vinnumarkaði og í pólitík eigi að fá umbunað eftir sínu framlagi t.d. er ég á móti kynjakvóta og vinnuveitandi á að meiga, hver sem hann er, umbuna eftir sínu mati, en æskilegt væri þá að hann geti hverju sinni sýnt fram á afhverju.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.7.2007 kl. 11:58

22 identicon

Konur geta keypt karla eins og karlar geta keypt konur. Vændið virkar í báðar áttir. Heyrst hefur að það séu til vændiskarlar á Íslandi eins og vændiskonur.

Launamunur kynjanna á að vera eitt stórt 0 og grípa skal til aðgerða sem gera það kleift að ná því fram.

Kynjakvóti er tímaskekkja að mínu mati. Áhrif kvenna og karla verður að ráðast af hæfileikum þeirra en ekki af hvaða kyni þau eru. Það er rangt að taka einstakling framyfir annan eftir því af hvaða kyni hann er. Æskilegast væri að það væru helmingaskipti í áhrifum karla og kvenna en ef einn karl er hæfari enn ein kona í eitthvað hlutverk þá verður það að vera svo, hann er sá rétti í hlutverkið. Eins með það ef kona væri hæfari en karl þá fengi hún hlutverkið. Hlutfall í áhrifum verður að ráðast af þessu.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 12:35

23 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Högni gætirðu komið með dæmi um það þegar femínistar fara fram á 60/50 skiptingu? Einnig væri gott að fá dæmi um meinta minnimáttarkennd. Mín reynsla er nefnilega þveröfug. Femínistar (kvenkyns) eru meðal sterkustu kvenna - og sterkustu einstaklinga sem ég þekki. Konur sem sætta sig ekki við að skipting sé í besta falli 30% konur og 70 karlar - en á flestum sviðum verri. Konur sem ekki sætta sig við að enn sé til staðar launamunur fyrir sömu störf eða að hefðbundin kvennastörf séu lægra launuð en hefðbundin karlastörf. Konur sem ekki sætta sig við að konur séu söluvara vegna þess að þær vita að konur eiga svo miklu, miklu meira og betra skilið. Minnimáttarkennd birtist ekki í að berjast fyrir sínum rétti heldur akkúrat þveröfugt - að þegja og láta það yfir sig ganga (eða kyngja eins og sumir myndu kalla það...). 

Vigfús Arnar - flestir kúnnar vændiskarla á Íslandi er karlmenn. Konur eru í minnihluta þeirra sem kaupa. Það hvað konur geta gert eins og karlar og það hvað konur gera segir kannski sína sögu. Konur hata kannski bara karlmenn minna en sumir karlar hata konur - og þess vegna vilja þær ekki gera þeim neitt svo illt eins og t.d. að kaupa þá... Svo getur það auðvitað bara verið blessuð minnimáttarkenndin - að vilja ekki níðast á öðrum...?  Annars er athyglisvert að skoða að t.d. í Bandaríkjunum þá eru þær konur sem kaupa vændi oft í valdastöðum í viðskiptalífinu. Segir kannski sína sögu um tengslin við valdið - að upplifa það sem hluta af valdi sínu yfir öðrum að geta keypt aðra manneskju. Jafnréttisbaráttan í dag snýst ekki um að búa til karla úr konum þar sem konur taka upp alla ósiði og kúgun sem tilheyrir karlaveldinu. Hún snýst um að stöðva kúgunina - ekki breiða hana út.

Ráðningar eftir kyni tíðkast mikið á Íslandi í dag, eins og sést glögglega á þeim valdamismun sem er á kynjunum þrátt fyrir jafnmikla hæfni. Karlar sitja í fjölmörgum stöðum sem þeir myndu ekki sitja í ef þeir væru nákvæmlega sama manneskjan bara kvenkyns. Karlar njóta enn forréttinda í krafti kyns þegar kemur bæði að kosningum og ráðningum. Staðreynd sem fáir vilja horfast í augu við en er margsönnuð af beinhörðum tölum um stöðuna í atvinnulífinu og stjórnmálum. Lokatakmarkið er að fólk verði ráðið eftir hæfni - það er bara ekki að gerast í dag. Kyn skiptir allt of miklu máli. Kynjakvótinn er umdeild aðferð og læknar ekki rót vandans - en getur gert það að verkum að hæfar konur komist að. Kynjakvóti er umdeild leið - hvort sem er innan eða utan femínismans. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 13:27

24 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta með 60/50 er að femínistar eru með rangar kröfur og hugmyndir um jafnrétti.

Þetta með minnimáttarkendina er að femínistar eru með rangar áherslur, kröfur og hugmyndir um jafnrétti.

Þetta með kynjakvóta er rangt gagnvart þeim sem eru hæfari en sú sem er tekin framfyrir vegna kyns í krafti kyns.

Vinnuveitandi hvort heldur sem er kjósandi eða forráðamaður rekstrar á að ráða því hvort hann ræður karl eða konu hann velur þann sem hann telur hæfa betur, það að ætla að neyða hann í nafni jafnréttis eða kynjakvóta er ekki jafnrétti það er ofbeldi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.7.2007 kl. 14:05

25 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

jæja. þannig að vinnuveitandi sem ræður ekki svertingja í vinnu burtséð frá hæfni er í fullum rétti? vinnuveitandi sem ræður ekki homma eða lesbíur í vinnu er í fullum rétti? Vinnuveitandi sem ræður ekki konur í vinnu er í fullum rétti?

Hljómar nú bara eins og frelsi til að mismuna. Hver ættu nú annars baráttumálin að vera?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 14:16

26 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Að sjálfsögðu eru þeir vinnuveitendurnir og kjósendurnir í þeim rétti já það á ekki að beyta hann ofbeldi til að gera annað en það sem hann telur best fyrir sinn rekstur.

Baráttumálin eiga EKKI að vera að neyða vinnuveitendur til að gera annað enn hann telur best fyrir sinn rekstur og það á EKKI að vera að neyða kjósendur til að sitja uppi með kynjakvóta og þannig hugsanlega óhæfa einstaklinga inni en hæfa úti vegna kvótans og þau eiga EKKI að byrtast ungu fólki þannig að alltaf sé allstaðar verið að reyna með öllum hugsanlegum og óhugsanlegum hætti að misskilja ALLT sem sagt er og skrifað.

Mig langar aðeins að segja frá mínum börnum sem eru orðin fullorðin eða eiga að vera það, það eru tvær stelpur sem vita alveg hvaða rétt þær eiga og hvernig við umgöngumst hvert annað með virðingu og tillytsemi, en strákarnir eru fæddir karlrembur og hafa oft bent þeim móður sinni og systrum á það hver á að gera hvað á heimilinu, á heimilinu er nú ekki nein skipulögð verkaskipting en þó meigum við karlpeningurinn ekki setja í þvottavél, en mættum aftur á móti alveg setja oftar í uppþvottavél en við höfum gert ofl. aftur á móti hefur svo bíllin meira verið á okkar herðum held að þetta sé algengt, en þetta einhvernveginn þróaðit svona, líklega þó mest vegna vinnutíma, móðirin mest verið heima og faðirinn unnið of mikið, því að eftir  á séð er samvistir með fjölskyldunni meira virði en nokkuð annað og heilsan.

Hvað með það, þegar drengirnir svo fóru að vera með telpum og búa, þá snérist allt við, allt í einu er óhreint borið umbeðið (nokkrum sinnum) fram að þvottavél og allt þvegið og strokið hátt og lágt, það er varla að maður komi í heimsókn að drengurinn sé ekki að strjúka yfir gólf og eða húsgögn og ekki er hægt að gera neitt því að það þarf að skutla stelpunni hingað og þangað, bara hið besta mál. Yngsta stelpan fór aftur á móti að heiman á mömmubíl.

Fyrirgefðu þessa langromsu hér á síðunni þinni þetta kom bara þegar ég var reyna að slá inn eitthvað gáfulegt til að svara þér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.7.2007 kl. 14:38

27 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Átti að vera að þvotturinn væri borinn óumbeðinn fram.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.7.2007 kl. 14:41

28 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

En Högni hver segir að mismunun eftir kyni, kynþætti, kynhneigð o.s.frv. sé  best fyrir rekstur atvinnurekandans? Mismunun er nú ekki byggð á neinni rökhugsun og ekki endilega á neinum viðskiptasjónarmiðum heldur. Það getur komið sér mjög illa fyrir reksturinn að mismuna.

Svo er auðvitað líka hægt að réttlæta endalaust út frá einhverjum peningahagsmunun. Gæti t.d. verið mjög peningalega hagkvæmt fyrir eitthvað fyrirtæki að stunda þrælahald. Gæti líka verið peningalega hagkvæmt að mismuna í launum svo framarlega sem það kemst ekki upp og þar fram eftir götum. Hins vegar stangast það á við mannréttindi - og það er nú einu sinni þannig að við femínistarnir viljum frekar samfélag sem byggir á mannréttindum og jöfnum tækifærum heldur en láta frumskógarlögmálin, misréttið eða fordóma ráða ríkjum... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 14:47

29 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já ég er ammála þér, enn við getum heldur ekki beitt vinnveitandann ofbeldi við hanns störf hann verður að fá að ráða því hvern hann telur heppilegastann við getum ekki farið að ráða því fyrir hanns hönd.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.7.2007 kl. 14:55

30 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Er vinnuveitandinn einhver guð? Er það eitthvað annað en ofbeldi ef fólki er neitað um vinnu eða mannsæmandi laun út frá þáttum eins og kyni, kynhneigð, kynþætti o.s.frv.? Verð nú að segja eins og er að mér þykir þú vera nokkrum áratugum á eftir í hugsunarhætti - en þetta er nákvæmlega sá hugsunarháttur sem leiddi til ákvæða í stjórnarskrám, þ.m.t. þeirri íslensku að mismunun væri óheimil.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 15:00

31 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hér er 65 gr. stjórnarskárinnar. Viltu sem sagt láta breyta henni?

"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 15:02

32 identicon

Af hverju verður ekki allt vitlaust þegar auglýst er eftir fólki sem reykir ekki? Þar er ekki tekið tillit til hversu hæft fólk er til starfsins. En ef það yrði auglýst eftir "grönnum einstaklingi" eða "karlmanni" eða eitthvað.. hversu brjálað yrði allt... ?

Bara pæling..

Sunna (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:22

33 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég er nú reyndar á því að mér finnst það vera mismunun að krefjast þess að einstaklingur sé reyklaus - annað mál að fara fram á að reykingar séu ekki stundaðar á vinnustað (sem er reyndar ólöglegt hvort sem er).

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 15:27

34 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það má vera Katrín að ég sé gamaldags í hugsun en ég get ekki verið sammála þér um það að við eigum að beita vinnuveitandann ofbeldi til að hann ráði fólk eftir okkar höfði.  Ég er samt ekki að réttlæta að ráðið sé eftir kyni eða reyk og því síður kvóta. Ég vil heldur treysta því að ráðið sé eftir hagsmunum rekstrar.

Ég held reyndar við séum ekki að tala um það sama, þ.e. ég lít svo á að það sé ekki það sama hvort að einhverjum sé neitað um vinnu af einhverri ástæðu eða einhver ráðinn í vinnu frekar en aðrir umsækjendur af því að viðkomandi er af vinnuveitanda talinn hæfari í starfið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.7.2007 kl. 16:07

35 identicon

Vinnuveitendur eru ekki guðir en ég myndi ekki vilja láta segja mér hverja ég ætti að ráða í vinnu. Eg ég vildi einungis ráða karlmenn eða útlendinga ætti mér að vera það frjálst. Ef sá sem "á" reksturinn telur það best þá má hann gera það.

Hafiði séð feitar eða ljótar stelpur vinna í tískufatabúðum. Fólk er reyndar ráðið í stöður eftir kyni, aldri og útliti mun oftar en manni grunar. Stundum er það óúthugsað en oft er þetta planað. Í markaðsfræðinni er þetta kallað casting, svona eins og þegar er verið að velja í hlutverk í bíómyndum. Það hefur nefninlega verið margoft sannað að þegar þú ert að selja eitthvað þá skiptir miklu máli hver er að selja þér það, hvernig manneskjan lítur út, hvað hún gerir hvað hún er gömul os.frv.. Svipað er upp á teningnum þegar kemur að ráða í stjórnunarstöður. Fólk hlustar frekar á djúpa rödd og tekur frekar mark á háum eða stórum einstaklingum, en karlar eru jú mun oftar stærri en konur. Þetta er svona eins og stóra ljónið sem öskrar hæst ræður.  Ef konur væru stærri og dýpraddaðri þá væru þær kannski oftar stjórnendur. 

Reyndar finnst mér líka að veitingahúsaeigndur mættu ráða því hvort þeir vilji hafa reyklaust eða ekki. Ég er samt að fíla reykingabannið í tælur þar sem núna er gott að fara á barinn og fá sér einn kaldann. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 23:01

36 identicon

Væri kannski hægt að kalla misrétti ef stórreykingamanneska kæmi ekki til greina sem talsmaður tóbaksvarnarráðs ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 23:02

37 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

ó ok... ég þarf greynilega að fylgjast betur með

Hafrún Kristjánsdóttir, 24.7.2007 kl. 02:24

38 identicon

Katrín Anna. Ástæðan fyrir því að ég læt þetta út úr mér hérna er sú að þegar karlar eru beittir ójafnrétti þá heyrist ekki múkk í femínistum sem eiga þó (að eigin sögn) að vera talsmenn jafnréttis í þjóðfélaginu.

Sérðu virkilega ekki mótsögnina í þessu ???

Kristjan Kristjansson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 08:59

39 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kristján - eins og ég sagði - gagnrýnin á auglýsingu Bílabúðar Benna er á misrétti sem karlmenn eru beittir. Þín athugasemd fellur því um sjálft sig. Kannski þú heyrir bara ekki þegar við erum að tala um stöðu karlmanna? Einnig þýðir aukið jafnrétti bættan rétt körlum til handa... Allt okkar tal varðandi staðalmyndir og þess háttar gagnast körlum, rétt eins og konum. Femínistar hafa líka barist ötullega fyrir jafnari skiptingu heimilisstarfa og aukinni þátttöku feðra í umönnun og uppeldi barna sinna. Það er ekki svo lítið. Hins vegar þegar kemur að launamálunum viljum við útrýma hinum kynbundna launamun - þar sem konum er greitt lægra fyrir sömu störf og einnig viljum við fjölga konum í valda- og áhrifastöðum. Það er hreinlega ekki þörf á að fjölga körlum sem forstjórum 300 stærstu fyrirtækja landins, enda eru þeir 278 nú þegar. Það er heldur ekki þörf á að fjölga karlmönnum sem alþingismönnum, ráðherrum eða hæstaréttardómurum. Hvort sem þú vilt horfast í augu við það eða ekki þá er konum mismunað meira í okkar samfélagi en körlum. Femínistar taka þó tillit til margra mála sem snerta karlmenn og t.d. fóru nýju fæðingarorlofslögin hljóðalaust í gegn þrátt fyrir að þau þýddu skerðingu á réttindum mæðra. Ég tek því lítið mark á svona bulli eins og frá þér kemur. Bæti því hins vegar við að oft á tíðum þegar ég heyri svona gagnrýni þá er það frá karlmönnum sem vilja auka réttindi karlmanna enn frekar en ekki gera neitt til að rétta stöðu kvenna. Sendi þessa pillu því til þín sjálfs og spyr hvað þú hefur gert til að bæta það misrétti sem konur eru beittar í íslensku samfélagi og hvaða jafnréttissmál hefur þú stutt?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 10:00

40 identicon

Ég verð að segja að Katrín er svolítið að misskilja þetta með réttindi vinnuveitenda. Ef að vinnuveitandi er á einkamarkaði, þá má hann/hún ráða hvern sem honum/henni sýnist og neita hverjum sem er um vinnu, alveg sama hvort að um sé að ræða karla/konur/hörundsdökka/samkynhneigða/trúaða/ o.s.frv. án þess að koma með útskýringu á afhverju.

Vinnuveitandinn er vissulega ekki Guð (þar sem að Guð er ekki til) en vinnuveitandinn ræður í stöður sem að hentar honum/henni og væntanlega fyrirtækingu best.

Td. ef að ég ætti fyrirtæki þá myndi ég spyrja alla sem að væru í atvinnuviðtali hjá mér hvort að þeir væru feministar. Svarið við þeirri spurningu myndi svo ráða úrslitum um hvort að þessi kandídat væri ákjósanlegur eða ekki.

Hákon Haraldsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 10:28

41 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ágætt að heyra Hákon að þú vilt eingöngu ráða femínista til starfa í þínu ímyndaða fyrirtæki. 

Hér er lesning fyrir þig:

Jafnréttislög

Stjórnarskráin 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 10:53

42 identicon

Þarf hvorki að lesa stjórnaskránna eða jafnréttislögin. Það stendur ekkert í þeim hvernig ég sem eigandi eða stjórnandi fyrirtækis þarf að haga vali mínu á starfsmanni.

Hákon (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 14:37

43 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það stendur heldur ekkert um hvernig þú þarft að haga vali þínu á viðskiptavinum. Hins vegar stendur skýrt að þú megir ekki mismuna eftir ákveðnum þáttum, eins og t.d. kynferði, kynhneigð, uppruna o.s.frv. Það nær yfir ansi margt og á ekki að vera þörf á að telja upp hvert einasta tilvik. Ef þú lest síðan jafnréttislögin sérðu að þú berð ýmsar skyldur sem atvinnurekandi. Þú ert þó nokkuð safe með að brjóta öll þessi lög þar sem þeim er lítið fylgt eftir. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 14:44

44 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. aðeins of fljót á mér - það stendur nefnilega í jafnréttislögum að öll störf þurfi að vera opin báðum kynjum. 

24. gr. Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kynferðis. Sama gildir um stöðuhækkun, stöðubreytingar, endurmenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsmanna.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 14:51

45 identicon

Katrín. Þú virðist eiga ansi auðvelt með að gera fólki upp skoðanir. Það er fátt sem fer meira í taugarnar en þegar fólk sem þekkir mig ekki baun í bala gerir mér upp skoðanir.

Legg til að þú hættir því strax. Kemur bara illa út fyrir sjálfan þig.

Kristjan Kristjansson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 15:02

46 identicon

Það skiptir engu máli það sem að stendur um þetta í jafnréttislögum. Þegar um einkafyrirtæki er að ræða, þá þarf atvinnurekandi ekki að gefa eina einustu skýringu á því hver er ráðinn og eða á hvaða grundvelli.

Hákon (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 15:26

47 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hákon - bara ef þú ert kærður...

Kristján - væri ekki tilvalið að þú sýndir gott fordæmi og færir eftir eigin ráðum. Veit ekki betur en þú hafir komið hingað með 2 innlegg - fyrsta með því að gera femínistum upp skoðanir og það seinna sem órökstudda og ósanngjarna fullyrðingu.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 15:45

48 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

+ svo auðvitað þetta þriðja til að kvarta yfir því að þér sé svarað...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 15:46

49 identicon

og hvað á að gerast ef að ég er kærður?

Hákon (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 15:49

50 identicon

Hákon. Jafnréttislögin ná yfir einkafyrirtæki líka. Ekki bara opinber fyrirtæki/stofnanir.

Guðrún (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 17:46

51 identicon

Jú það er alveg rétt að lögin ná yfir einkafyritæki, en það er ómögulegt að framfylgja þeim. Af þeirri einföldu ástæðu að atvinnurekandi þarf ekki að útskíra fyrir einum né neinum afhverju hann/hún réð þann einstakling sem hann/hún réð.

Ef að t.d. dómstólar gætu sagt að einkafyrirtæki yrði að ráða einhvern sem að eigendur þess ekki vilja ráða, þá getum við alveg eins bannað frjáls fyrirtæki í einka eigu, og sett allt undir ríkið.

En sem betur fer þá ráða eigendur fyrirtækja ennþá hvernig þeir ráðstafa sínum fjármunum. 

Hákon (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 18:07

52 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

skh - bara af því að ég hafði ekki lært lögin utan að þá þýðir það ekki að ég hafi ekki kynnt mér málaflokkinn eða látið hann mig varða. Það er hægt á margan annan hátt heldur en með því að vera lögfræðingur eða leggjast yfir lögin. 

Réttur mæðra var skertur á þann hátt að áður en breytingar urðu áttu mæður 6 mánaða fæðingarorlofsrétt (minnir að feður hafi mátt taka 2 vikur þar af) en eftir nýju lögin þá eiga mæður 3 mánuði, rétt eins og feður - en hinir eru til skiptana.  

Annars er ég ósammála því að líta á þetta sem eingöngu réttindi barns. Lít á þetta sem gagnkvæman rétt foreldra og barns. Svona win-win dæmi...  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 22:00

53 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hákon - spurðu lögfræðing.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 22:01

54 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ef þetta snerist eingöngu um rétt barnsins til að hljóta umönnun þá skipti engu máli hvernig fæðingarorlofinu væri skipt á milli foreldra. Þetta snýst hins vegar líka um rétt barnsins til að vera með og mynda tengsl við báða foreldra og vice versa. Þess vegna er þetta gagnkvæmur réttur. Réttur barnsins var aukinn, um það erum við sammála. Réttur feðra var aukinn. Um það erum við sammála. Réttur mæðra var hins vegar skertur ef litið er á þetta út frá þeim sjónarhóli að vera með barni sínu í fæðingarorlofi. Þá er rétturinn skertur um 3 mánuði - en síðan eru 3 mánuðir til skiptanna þannig að hugsanlega getur móðir verið jafnlengi í fæðingarorlofi og áður (og er það í flestum tilfellum þó ekki alveg 99%) en það er ekki lengur hennar lagalegi réttur. 

**

Lögin eru einfaldlega of mörg til að ég geti lagt þau öll á minnið. Ég skoða þau eftir því sem tilefni er til. Femínistafélagið (karlahópurinn) hefur bæði gefið út bækling þar sem fjallað er m.a. um hlutverk feðra, eins hélt hópurinn fund um nýju barnalögin á sínum tíma - fund sem ég sótti þó ég eigi ekki börn.

Hins vegar tel ég allt of þröngt að líta á aukna þátttöku feðra eingöngu út frá umgengnis og forsjármálum. Þessi mál eru mjög flókin, viðkvæm og eldfim og ég vil líta á þau í miklu víðara samhengi. Mitt framlag er t.d. í formi fræðslu um staðalímyndir og úrelt kynjahlutverk. Ég tala t.d. mikið um kynjuð leikföng og hvernig föðurhlutverkið er gjörsamlega fjarverandi úr leikfangabæklingum á meðan móðurhlutverkið er mjög sýnilegt. Þessi hluti mætir oft mikilli andstöðu - m.a. frá foreldrum sem eru skíthrædd um að strákarnir þeirra verði hommar ef þeir leiki sér með dúkkur... (sem leiðir okkur inn á aðra réttindabaráttu...).

**

Annað sem ég hef mikið rætt um er aukin þátttaka feðra í heimilishaldi og uppeldi á meðan á sambandi varir. Feður sem taka lítinn þátt í umönnun barna sinna á meðan á sambandi stendur eru í veikari stöðu þegar sambandi lýkur. Ætti að segja sig sjálft...

Eins og ég sagði hér ofar þá eru þetta flókin mál. Eitt sem t.d. þarf að huga að og gæta sín á er að koma ekki á karlaveldi sem gengur út á að feður geti haft þetta eftir behag - en sum barátta fyrir auknum rétti feðra gengur út á það.

Tek sem dæmi:

Barn kemur í heiminn. Fyrstu árin eru foreldrar í sambandi. Faðirinn er fyrirvinna og lítið heima. Móðirin sér um meirihluta heimilishalds og meirihluta uppeldis. Hún er í raun ábyrgðaraðili á barninu. Sér um að skipuleggja að það sé sótt í leikskólann, fari í ungbarnaeftirlit, læknis og þar fram eftir götum. Eftir nokkur ár skilja foreldrar. Í mínum huga er það ekki jafnrétti ef faðirinn getur ákveðið, án samráðs við móður eitthvað af eftirtöldu:

1. ganga í burtu, flytja úr landi og hitta barnið lítið sem ekkert.

2. velja að hitta barnið aðra hverja helgi en vill ekki sameiginlega forsjá/umsjá. 

3. velja sameiginlega forsjá en vill bara hitta barnið aðra hvora helgi.

4. velja að hafa barnið helming tímans.

5. velja að fá fullt forræði.

**

Þetta er ekki jafnrétti í mínum huga. Jafnrétti er þegar foreldrar komast að sameiginlegri niðurstöðu og allir möguleikar standa þeim jafnopnir. Mæður sem t.d. ákveða að fá börnin bara aðra hverja helgi mæta miklum fordómum - ég tala nú ekki um mæður sem fara til útlanda og hitta börnin sjaldan sem aldrei. Ekki misskilja mig samt - er ekki að mæla með þessari "uppeldisaðferð" eða þessum valmöguleika - en á meðan karlmenn hafa þennan valmöguleika þá líða þeir fyrir það á öðrum sviðum. Pabbar hafa mun meira val um hvort þeir vilja vera góðir pabbar eða slæmir pabbar - eða pabbar sem eru á staðnum eða fjarverandi. Mæður hafa ekki þetta sama val - og þá er ég ekki að tala um lagalegt val heldur félagslega samþykkt val. 

Það hefur oft verið bent á að hin tvöfalda byrði sem konur bera oft á tíðum - annars vegar að vera útivinnandi en á sama tíma að bera meirihlutaábyrgð á heimili og uppeldi standi konum fyrir þrifum hvað varðar framgang á vinnumarkaði og möguleikum á stjórnmálaþátttöku. 

Í jafnréttissinnuðum heimi væri heimilisábyrgðinni jafnara skipt, hvort sem er á hvert heimili eða að kynjaskiptingin í heildina á litið væri jafnari. Á meðan konur axla meirihluta ábyrgðarinnar þá mun það endurspeglast í forsjármálum, enda konan þá komin í hlutverk umönnunaraðilans.  

***

Annað sem þarf að taka tillit til varðandi lögin er þegar um heimilisofbeldi er að ræða í samböndum. Í slíkum tilfellum eru börnin stundum notuð sem "aðgangsmiði" að áframhaldandi ofbeldi gagnvart móður. Þau mál þarf að vera hægt að höndla lagalega séð.

Annars get ég bætt því við að lögfræðingurinn sem kynnti barnalögin á fundi karlahópsins sagði m.a. að þessi mál væru það flókin og erfið að engin lög muni nokkurn tímann ná yfir þau. Þetta veltur mjög mikið á því að foreldrarnir geti unnið í sátt og samlyndi og þannig verður það alltaf. Þegar fólk ákveður að eignast barn saman (eða ákveður að stunda kynlíf saman og barn kemur í heiminn) þá er það skuldbinding sem varir í a.m.k. 18 ár, hvort sem foreldrar eru saman eða ekki. Lögin geta ekki skikkað fólk til að vera alltaf kurteis við hvort annað, sanngjörn, réttlát og komast að samkomulagi í sátt og samlyndi. Það mun alltaf reyna á foreldrana í þeim efnum.  

Síðan er með þetta eins og flest annað hvað varðar jafnrétti - þetta hangir allt á sömu spýtunni. Aukin tækifæri kvenna á vinnumarkaði munu t.d. krefjast aukinnar þátttöku karla í heimilisstörfum/uppeldi. Launamunur kynjanna er oft þess valdandi að konan (sem er lægra launuð) velst í uppeldishlutverkið. Staðalmyndir sem ganga út á að hlutverk karla sé að vera fyrirvinnur og forstjórar hamla þeim í föðurhlutverkinu. Fordómar sem feður mæta þegar þeir taka lengra feðraorlof er líka hamlandi. Sömu sögu er að segja um fordómana sem konur sem fara snemma út á vinnumarkaðinn mæta. Svona mætti lengi áfram telja...  

Ég er sem sagt búin að kynna mér þessi mál alveg ágætlega, og bara brota brot er hér - en að líta á þetta eingöngu í samhengi við forsjár- og umgengnismál er allt of þröngt.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:14

55 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

skh. ég útskýrði hvernig framlag FÍ hefur verið - m.a. með bæklingi karlahóps og kvöldum tileinkuðum þessum málaflokki. einu kvöldi tileinkað sérstaklega nýju barnalögunum og fleirum þar sem t.d. fæðingarorlofið og fleira er tekið fyrir. síðan hefur auðvitað heilmikið verið tekið fyrir með óbeinum aðgerðum og umræðum. 

**

Varðandi umönnun og uppeldi barna þá skil ég ekki af hverju þú ert ekki löngu búinn að átta þig á að ég vil að feður taki aukin þátt í umönnun og uppeldi. Dæmið sem ég setti upp átti ekki að dæmigert fyrir hvernig málum er háttað heldur dæmi um hvernig mér finnst að málum megi ekki vera háttað. Ef fókusinn er eingöngu á forsjármál án þess að hitt fylgi með þá hef ég áhyggjur af því að þetta verði niðurstaðan - að feður geti valið að hafa þetta eftir dúk og disk eftir skilnað. Auðvitað er það einföldun á málinu en þú skilur vonandi hverjar áhyggjurnar eru og af hverju ég tel að það þurfi að skoða þetta í víðara samhengi.

Annars er sameiginleg forsjá orðin meginregla núna. Ég er ekki alls kostar sátt við þá breytingu. Tel að þetta sé slæmt þegar um ofbeldissambönd er að ræða. Þegar samkomulag er gott geta foreldrar náð þessari niðurstöðu saman í sátt og samlyndi (sem var reyndin áður en meginreglan brast á) og það er hvort sem er forsenda fyrir að þetta gangi.

**

Varðandi fæðingarorlofið þá tel ég að það sú breyting sem varð sé góð - og ég benti einmitt á að sú breyting fór í gegn með víðtæku samþykki - sem ætti að sýna að það er stuðningur við aukin réttindi feðra - eins og í þessu tilviki þegar það þýddi skert réttindi mæðra í staðinn.

Ég tel ekki að mæður ættu að hafa meiri réttindi en feður ef fæðingarorlofið er visst langt (vegna brjóstagjafar oþh). Ég hef t.d. alltaf sagt að ef fæðingarorlofið er lengt að þá þurfi að gera það þannig að það endi ekki með því að mæður verði í fæðingarorlofi í 9 mán og feður í 3. 

**

Annars væri ágætt að þú svaraðir nokkrum spurningum sjálfur. Hefur þú bara áhuga á að breyta lögunum varðandi forsjár og umgengnismál eða hefur þú áhuga á að breyta öllu öðru í kringum ábyrgð, réttindi, skyldur, þátttöku feðra?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:20

56 identicon

SKH - þarf aðeins að leggja orð í belg hérna. Alþjóðastofnanir hafa gert nokkrar athugasemdir við fæðingar- og foreldraorlofslögin hér á landi vegna þess að þau eru sniðin út frá þörfum foreldra, ekki þörfum barns. T.d. var í tilmælum Evrópuráðsins (sem voru einn hvatinn að núgildandi lögum, nr.95/2000 ef ég man rétt) að foreldrar mættu ekki taka orlof saman. Hugmyndin með því var að lengja tímann sem barnið hefði í umönnun foreldris - eða, taktu eftir þessu, annars aðila sem foreldrarnir kysu að fela umönnunina. Það er nefnilega alls ekki svo að foreldrar EIGI að hafa þennan rétt, ef rétturinn er barnsins þá líta mörg ríki og alþjóðastofnanir svo á að greiða megi t.d. ömmu eða afa fyrir að vera heima. Skilyrðin eru þó nokkuð mismunandi, t.d. þarf á sumum stöðum að sýna fram á að aðilinn sem tekur að sér umönnun barnsins hafi verið virkur á vinnumarkaði (líkt og foreldrar hér) til að fá greiðslu.

Þetta sumsé væru fæðingarorlofslög sem væru hönnuð út frá þörfum barns: bannað að taka orlof saman og framseljanlegt til annars nástadds aðila.

Jafnréttisstofa hefur gert athugasemdir við dómaframkvæmd í umgengnismálum. Þar eru (merkilegt nokk) karlar gjarnan í dómarasætinu. Það mætti halda að það þyrfti að vinna aðeins í þeim. Femínistafélagið fagnar öllum þeim sem vilja leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Baráttan markast þó, eins og í svo mörgum málum, af þeim málum sem eru efst á baugi. Dómar í forsjármálum eru (sem betur fer) alls ekki margir og það fólk sem hefur borið skarðan hlut frá borði hefur ekki tekið þátt í starfi Femínistafélagsins. Það er fullkomlega fáránlegt að ætla öðrum að fara í jafnréttisbaráttu í sínu nafni, það höfum við femínistar lært. Femínistafélagið starfar heldur ekki þannig að það "geri tillögur" að lögum. Það tjáir sig um lagafrumvörp sem snerta jafnrétti kynjanna.

Og ég veit ekki með þig, en ég les þessi orð Katrínar Önnu: "Í mínum huga er það ekki jafnrétti ef faðirinn getur ákveðið, án samráðs við móður eitthvað af eftirtöldu:" þannig að það sé jafnmikið misrétti ef móðirin getur gert eitthvað af því sem hún telur upp á eftir án samráðs við föður. Ég held hreinlega að þú hafir misst af lykilatriðinu í setningunni. Börn eru hvorki eign föður né móður, það er þeirra réttur sem skiptir mestu máli.

Kveðja frá femínista sem ólst upp hjá einstæðum föður eftir skilnað og þekkir næstum bara börn sem búa til jafns hjá fráskildum foreldrum

Silja (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 00:27

57 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. það er ekki rétt að móðirin og faðirinn séu í sömu stöðu varðandi að flytja. Ef að um sameiginlega forsjá er að ræða en barnið býr hjá móðurinn þá getur hún ekki flutt með barnið nema með samþykki föðurins. Faðirinn getur samt sem áður flutt þangað sem hann vill. Það eru því meiri höft á móðurinni - sem er, eins og þú bendir á, mun oftar með barnið. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:28

58 identicon

smá viðbót - þeir femínistar sem ég þekki og hafa tjáð sig um fæðingarorlof vilja sjá lenginguna í ár vera 5-2-5, til þess að tryggja að karlar njóti góðs af. Ef það verður lengt í 4-4-4 þá endar það með að mæður taka 8 og feður 4 mánuði.

Eins og staðan er núna eru konur skyldaðar til að taka 2 vikur í fæðingarorlof strax eftir fæðingu, allt annað má færa. Það er talið duga (þó að á Spáni þurfi konur að fara í orlof 6 vikum fyrir fæðingu).

Með skerðingu á réttindum kvenna, þá var það þannig fyrir 2000 að konur hjá hinu opinbera áttu 6 mánaða fæðingarorlof á fullum launum. Þetta var stytt niður í 3 mánuði með möguleika á að skipta 3 í viðbót og á 80% launum. Ég verð að viðurkenna að ég efast um að þessi breyting hefði gengið í gegn ef verið hefði að svipta karla sambærilegum rétti. Og konur eru nærri 70% starfsmanna hins opinbera, þannig að þær voru í miklum meirihluta. Svokölluð "grandfathering" regla (þar sem þeir sem eiga ákveðin réttindi fá að halda þeim þrátt fyrir lagabreytingar) var ekki virt hér og fjöldi kvenna því hreinlega sviptar réttindum. Stéttarfélög brugðust við með "styrktarsjóði" sem bætti þeim upp 80% af 20% sem töpuðust (þannig að þær voru með 96% af launum í allt að 6 mánuði) en karlar kærðu það (og réttilega svo) þannig að nú fá þeir þessar greiðslur líka, þrátt fyrir að hafa aldrei átt fyrri réttinn. Segðu svo að konur njóti forréttinda. Forsjá og umgengni skal ég gefa þér að einhverju leyti en dómarnir eru samt mjög fáir miðað við þann fjölda sem skilur og slítur samvistum á landinu.

Silja (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 00:33

59 identicon

Já, og eitt enn... ef fæðingarorlofslögin væru sett út frá þörfum barns, þá fengju einstæðir foreldrar að nýta sér allan tímann, þ.e. 3+3+3.

Silja (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 00:38

60 identicon

Jæja Katrín ég er búinn að tala við lögfræðing, og hún sagði mér nákvæmlega það sem að ég var að segja þér. Þe. að atvinnurekandi þarf ekki að gefa upp neina ástæðu eftir hverju hann/hún fer þegar starfsfólk er ráðið.

Einnig ber atvinnurekanda engin skilda til þess að rökstyðja sína ráðningu, eða gefa einhverja skýringu á því afhverju einhver var ráðinn en annar ekki. 

Hákon (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 08:18

61 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sagði hún sem sagt að ef þú yrðir kærður að þá gætir þú sent kærunefndinni svar þar sem stendur "kemur ykkur ekki við"? Finnst þetta svolítið skrýtið svar frá lögfræðingi og efast reyndar um að hún hafi verið að svara þér varðandi kærur.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.7.2007 kl. 09:01

62 identicon

Kemur ykkur ekki við voru ekki hennar orðalag. Við vorum samt að tala um kærur.

Nægilegt svar er að sá sem að ræður í stöðu lítist best á einhvern umsækjanda, og það þarf ekki að rökstyðja.

Mæli með að þú spyrjir  lögfræðing út í þetta.

Hákon (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 10:12

63 identicon

Hákon. Þetta er bara ekki rétt hjá þér. Í Jafnréttislögunum segir:

"Kærunefnd jafnréttismála getur, að kröfu gagnaðila, krafið aðila um gögn sem áhrif geta haft á úrlausn máls."

Þú þarft því, sem vinnuveitandi, að gefa upp áðstæður þess að þú réðst eina manneskju umfram aðra.

Guðrún (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:15

64 identicon

Málið er bara að ef fyrirtækið er eign einhvers þá ráða þeir sem eiga fyrirtækið. Það er ekki hægt að segja forsvarsmönnum fyrirtækis hvernig þeir eigi að nota peningana sína.  

Ein ástæða gæti verið að ég réði þig ekki væri að ég get ekki séð mig vinna með þér af persónulegum ástæðum eða skoðunum. Ekki hægt að neyða menn til að skipta um skoðun er það? Önnur góð ástæða er að sá sem ég réði í staðin fyrir þig er frændi minn og honum vantar svo pening.

Svona er þetta bara hjá einkafyrirtækjum. Hjá hlutafélögum eru hluthafar þeir sem hafa dómsvaldið ef það kæmi upp að einhverjum hefði verið mismunað við ráðningar eða vafasöm atriði komið upp. Þannig að það eru einungis ríkistofnanir og fyrirtæki þar sem jafnréttislögin ná til. Ef við ætluðum að láta þessi lög ná yfir fyrirtæki sem eru ekki í eigu ríkisins þá þyrfti að breyta eignarlögum og líklega stjórnarskránni og gera Ísland að kommúnistaríki.

Bjöggi (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:10

65 identicon

Bjöggi. Þetta er bara ekki svona einfalt. Jafnréttislögin ná yfir einkafyrirtæki jafn og opinber fyrirtæki/stofnanir. Og ef aðili kærir þá hefur kærunefndin rétt á gögnum frá fyrirtækinu um ráðninguna.

Guðrún (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:22

66 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

ps. aðeins of fljót á mér - það stendur nefnilega í jafnréttislögum að öll störf þurfi að vera opin báðum kynjum. 

24. gr. Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kynferðis. Sama gildir um stöðuhækkun, stöðubreytingar, endurmenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsmanna.

Jæja næsta skref hjá mér er að sækja um starf sem baðvörður í karlaklefa laugardalslaugar.  Ég hef áralanga reynslu sem baðvörður kvennamegin svo ekki geta þeir hafnað mér á reynslu né hæfnisforsendum.  Þá er kynið bara eftir og ég greynilega með lögin með mér!

Hafrún Kristjánsdóttir, 25.7.2007 kl. 21:23

67 identicon

 Sorry en þetta er bara svona einfallt en ef að ég á fyrirtæki og vill ráða bróðir minn í staðinn fyrir einvhern sem er hæfari en hann þá má ég það og hef lagalegan rétt til þess. Ef að gögnin eru þau að ég vill ráða bróðir minn þá má ég það og það getur enginn gert neitt í því. Ég get líka rekið fólk af persónulegum ástæðum ef ég á fyrirtækið, ég hef oft séð það gerast og fólk jafnvel hótað aðgerðum en ekkert geta gert.

Bjöggi (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:26

68 identicon

Þetta snýst ekkert um hvað jafnréttislögin segja, þetta snýst um eignir, hver á fyrirtækið, hver borgar. Snýst ekki um neitt annað. Það er ekki hægt að segja neinum hvað hann/hún má gera fyrir sína peninga.

Ef að fyrirtæki er kært af því að maður var ráðin en ekki kona, og eigandinn segir, "ja mér leist betur á manninn" þá er málið dautt. Það er ekki hægt að neyða fyrirtæki til þess að ráða starfsfólk sem að þau ekki vilja ráða.

Eina leiðin til þess að það verði hægt, er að banna einkafyrirtæki og láta ríkið sjá um allan pakkan.

Ef að þið eigið erfitt með að skilja þetta, fariði þá í mál við einkafyrirtæki og sjáið hvað gerist. 

Hákon (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:14

69 identicon

Hafrún, ég myndi styðja þig í þeirri umsókn, en verð að hryggja þig með því að talið er að næsti liður í 24. gr. myndi útiloka þig:

24. gr. Bann við mismunun við ráðningu og í vinnuskilyrðum.
*Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kynferðis. Sama gildir um stöðuhækkun, stöðubreytingar, endurmenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsmanna.
*Óheimilt er að auglýsa eða birta auglýsingu um laust starf þar sem gefið er í skyn að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu. Þetta ákvæði gildir ekki ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar og skal það þá koma fram í auglýsingunni. Sama á við ef gild rök mæla með því að einungis sé auglýst eftir öðru kyninu.

Þetta hefur verið talið nóg til þess að auglýsa megi eftir karli í karlaklefa og konu í kvennaklefa. Mér hefur reyndar alltaf þótt þetta frekar léleg rök - í lauginni sem ég ólst upp í unnu konur í báðum klefunum, karlinn sat í miðasölunni og gerði mest lítið.

Það hefur komið fyrir að auglýst hefur verið eftir öðru kyninu í starf, ég man eftir að hafa séð a.m.k. tvær slíkar auglýsingar, annars vegar var auglýst eftir karli til að vinna á geðdeild fyrir alvarlega veika karlmenn. Rökin þar voru að viðkomandi væri oft einn á vakt og hætta gæti skapast fyrir konu í þeirri aðstöðu. Hinsvegar auglýsti byggingavöruverslun sérstaklega eftir konu og þar voru rök framkvæmdastjóra (held það hafi ekki verið eigandi þó þetta hafi verið frekar lítil verslun) að það væru bara karlar að vinna þarna og hann vildi auka fjölbreytileikann. Sumsé, hægt að nota báða liði úr 2. mgr. 24. gr.

Silja (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 10:25

70 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

skh. Ætla að svara fyrir Silju því ég veit að hún er ekki í tölvusambandi akkúrat í augnablikinu. Get alveg fullyrt að hún er ekki að meina þetta - enda ekki hægt að taka dæmi um einn karlmann og yfirfæra það yfir á allar konur í sama starfi. Væri heldur ekki hægt að yfirfæra það yfir á alla aðra karlmenn. Þetta er eitt einstakt dæmi sem hún tók fyrir. Líka spurning hvort þú sért ekki einum of pikkí í þessu samhengi og bara að reyna að pikka fighting...

Hákon. Má vel vera að þetta sé rétt hjá þér. Ég veit ekki hvort einkafyrirtæki hafi nokkurn tímann verið kært á grundvelli ráðningar og hef ekki tíma til að fara í gegnum úrskurði kærunefndar. Lögin sjálf gera þó ekki greinarmun á milli einka- og opinberra fyrirtækja. Væri nú gaman ef látið yrði reyna á þetta til að sjá hvernig dómsstólar myndu bregðast við. Þekki til nokkurra mála í Bandaríkjunum þar sem látið hefur verið reyna á þetta. T.d. fór karlmaður í mál til að fá að vera flugfreyja. Flugfélögin héldu því fram að þau mættu hafa starfið sem kvennastarf þar sem viðskiptavinirnir (aðallega businesskarlar) vildu hafa konur að þjóna sér um borð í vélunum en ekki karla (skv markaðsrannsókn). Dómsstólar féllust ekki á þetta sjónarmið og sögðu að flugfélögin yrðu að opna starfið báðum kynjum. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 17:43

71 identicon

Ég er ekki viss um að niðurstaðan yrði sú sama ef kona hefði verið að reyna komast inn í karlastarf. UsA-menn eru ekki einusinni með tærnar þar sem við íslendingar höfum hælana þegar kemur að kvennfrelsi. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband