16.7.2007 | 09:40
Lærdómur gærdagsins og Jafnréttisstofa
Það tekur tvo og hálfan tíma að setja saman 6 skúffu kommóðu frá IKEA ef 2 vinna verkið. Innifalið í því er samsetning, 1 kaffipása og þrif. Burður og bakverkir ekki talið með!
**
Hlakka ógó mikið til að sjá hvaða kona verður ráðin framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Staðsetning Jafnréttisstofu er líka alltaf til umræðu. Reykjavík eða Akureyri? Skiptar skoðanir á því eins og öðru. Helstu rökin með því að stofan eigi að vera í Reykjavík eru að eitt af hennar hlutverkum er að vinna náið með stjórnsýslunni - og stjórnsýslan er í Reykjavík. Fjarlægðin gerir ekki bara fjöllin blá heldur einnig Jafnréttisstofu erfiðara um vik að vera í hringiðu jafnréttismála. Ég segi allavega fyrir mína parta að samstarfið og samskipti við Jafnréttisstofu hefðu pottþétt orðið meiri ef hún hefði verið í höfuðborginni. Sumir vilja meina að flutningur stofunnar út á land hafi verið liður í að draga úr vægi jafnréttismála - í það minnsta hafi það sýnt að þessi mál eru langt í frá í forgang.
Aðrir vilja meina að stofan sé jafn vel staðsett út á landi og að fólk úti á landi verði fyrir mismunun. Konur úti á landi verði t.d. fyrir tvöfaldri mismunun sem landsbyggðarkonur.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Merkir broskallinn semsagt djókinn að það er gert ráð fyrir því að kona taki starfið? eða hafa bara konur sótt um það? -spyr sá sem ekki veit. Væri það semsagt hneyksli ef að karlmaður fengi vinnuna?
Annars er ég sammála því að samstarf er auðveldara þegar því er haldið á höfðuborgarsvæðinu. Það þyrfit allavega að setja upp öflugt samskiptanet og heimasíður ef að það ætti að setja það á landsbyggðina svo að enginn hlyti hnjóta af.
Sigurður Jökulsson, 16.7.2007 kl. 10:16
Broskonan merkir einlæga tilhlökkun eftir að komast að því hver verður ráðin. Enginn djókur í því að bara konur sóttu um - einfaldlega staðreynd og þess vegna hlakka ég til að sjá hvaða kona verður ráðin... enda enginn karl í boði.
En ég á mér auðvitað uppáhalds kandídat. Kristín Ástgeirs hefur allt sem þarf í starfið. Er gífurlega öflug, vel inn í öllum málum, vel tengd, hefur mikla og góða reynslu af fjölbreyttum starfsvettvangi, m.a. sem þingkona Kvennalistans. Svo er hún einstaklega skemmtileg og góð í mannlegum samskiptum. Væri mikill fengur fyrir Jafnréttisstofu að fá hana sem framkvæmdastýru.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.7.2007 kl. 10:33
Áhugaverðar pælingar kæra Katrín Anna. Það er rétt að konur á landsbyggðinni verða fyrir tvöföldu misrétti og ég held að það sé gott og mikilvægt að hafa Jafnréttisstofu á Akureyri. Öll samskipti eiga að geta farið fram með nútíma tækni og svo er flogið sex sinnum á dag á milli Rek og Akureyrar og samskipti við allt landið eiga að vera auðveld sem og samskipti til útlanda. Það væri frábært að fá Kristínu Ásgeirs norður og hún er að mínu mati lang hæfasti umsækjandinn. En því miður er ekki alltaf hæfasti einstaklingurinn ráðinn! En ég vona það besta. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 16.7.2007 kl. 10:40
Höfuðstöðvar í Reykjavík og útibú á Akureyri er það sem koma skal.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 10:49
Já væri það ekki draumurinn? Ekki bara ein Jafnréttisstofa heldur útibú á sem flestum stöðum, almennilegt fjármagn í málaflokkinn og stanslausar aðgerðir... það fer um mig sæluhrollur
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.7.2007 kl. 10:53
Ef út í það er farið, þá er eflaust ekkert að því að hafa höfðustöðvar á Akureyri og útibú í Reykjavík, svo fremi sem að útibúið sé ekki bara einhver skúr.
Sigurður Jökulsson, 16.7.2007 kl. 12:08
Sæl Katrín Anna
Ég tek undir þín orð. Kristín Ástgeirsdóttir er mjög öflug manneskja, víðsýn með langa reynslu að baki bæði úr stjórnmálum, fræðimennsku og stjórnun stofnunar. Ég myndi líka styðja fleiri útibú, meira fjármagn því það þarf eitthvað að efla þessa stofnun ef hún á að taka til í jafnréttismálum fyrirtækja og stofnana og vinna að meiri eftirfylgni með að farið sé að jafnréttisáætlunum og svo framvegis (ekki vanþörf á)
Anna Karlsdóttir, 16.7.2007 kl. 13:48
ég vil fá Krisínu Ástgeirsdóttur.
Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 14:35
skh Kristín er einn af kennurunum í kynjafræðinni...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.7.2007 kl. 15:09
rosalega leiðinlegt að sjá ekki karla á listanum, alveg hundleiðinlegt.
Tryggvi H., 16.7.2007 kl. 18:26
skh - nenni ekki að svara þér þegar þú ert í þessu slæma skapi með allt á hornum þér...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.7.2007 kl. 19:21
Katrín. Las í fyrsta kommentinu þínu "broskonan" þurfa nú feministar að gera konu úr öllu? Af hverju má sumt ekki bara vera karl og ...
Nei bara bull fannst þetta svo sniðugt að ég varð að hrósa þér fyrir þetta. Mitt uppáhald hefur verið að tala um grænu og rauðukonuna á umferðarljósum við vinina og uppskorið marga reiðilestra yfir framgangi feminista. Nú mun ég að sjálfsögðu taka þetta upp og tala um "broskonu" félögum og vinum sjálfsagt til mikillar andmæðu.
manuel (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 22:45
Mikið hefði það nú verið þarft að einhver hefði sótt um (og fengið starfið) sem tilheyrir öðrum þeim hópum samfélagsins sem viðurkennt er í lögum að eigi á hættu að verða fyrir mismunun. Vonandi hefði sá aðili hætt að einoka orðið jafnrétti um kynjajafnrétti eingöngu. Jafnréttismál eru ekki bara kynjajafnréttismál.
En miðað við umsækendur þá er víst langt í land að jafnrétti allra verði á dagskrá Jafnréttisstofu. Því væri einfaldast að tala hreint út á þeim bæ og breyta nafninu til samræmis við þröngt starfssvið hennar og kalla hana Kynjajafnréttisstofu.
Viðar Eggertsson, 16.7.2007 kl. 23:51
Viðar starfssvið Jafnréttisstofu er kynjajafnrétti. Það þyrfti bæði lagabreytingar og aukið fé til að breyta því. Hins vegar eru konur í flestum hópum þjóðfélagsins sem verða fyrir mismunun og kynjafræðin tekur á því. Með öðrum orðum þá eykur kynjafræðin oft næmi fyrir mismunun annarra hópa. Ég er t.d. búin að spá mun meira í mismunun eftir uppruna, kynhneigð, trú, fötlun, aldri o.s.frv. í gegnum femínísk fræði en ég hefði ellegar gert.
En hvað meinarðu með að einhver sem tilheyrir öðrum hópi? Að allar konur ættu að vera útilokaðar eða bara hvítar, gagnkynhneigðar, ófatlaðar konur á "vitlausum" aldri?
Ef þú hefur gaman af svona pælingum þá mæli ég eindregið með bókinni "Business not politics - the making of the gay market". Hún fjallar um markaðssetningu til samkynhneigðra og fjallar þar um hvernig sú þróun hefur orðið, þ.e. frá því að auglýsendur vildu hvorki sjá né heyra af samkynhneigðum til þess að skilgreina þá sem eftirsóknarverðan markhóp. Það er með samkynhneigðina eins og kynjajafnréttið - um leið og einum áfanga er náð koma önnur mál upp á yfirborðið. Í bókinni er t.d. bent á að aðrir hópar en hvítir, vel stæðir hommar hafi verið jaðraðir í sýnileikanum þar sem hann ræðst af hversu eftirsóttur markhópurinn er talinn. Þetta er mjög áhugaverð og fróðleg bók.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 00:11
ps. manuel - já njóttu broskonunnar í góðra vina hópi! Skil ekki hvers vegna mér datt þetta ekki í hug fyrr... þetta er jú ekki brosmaður ... og konur eru ekki karlar.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 00:14
Sæl Katrín Anna, mín fljót til svara!
Mér þykir mjög mikilvægt að gera greinarmun á þessum orðum Jafnrétti og Kynjajafnrétti.
Ég er hlynntur því að þeir sem eru beittir misrétti geti leitað réttar síns. Því finnst mér mikilvægt að tæki og tól jafnréttisbaráttunar séu ekki eingöngu fyrir afmarkaðan hóp (þó hann sé helmingur mannkyns!). Enn verra er þegar jafnréttistækin verða til þess að auka misrétti þeirra sem þegar eru ofurseldir því.
Auðvitað á að breyta jafnréttislögum og jafnréttisstofu í þá veru að hún berjist fyrir jafnrétti til handa öllum þeim sem eru beittir misrétti. Ef ekki þá köllum við hlutina þeim nöfnum sem þeim ber: Jafnréttisstofa heitir þá Kynjajafnréttisstofa og Jafnréttislög heitir Kynjafnréttislög og Kærunefnd jafnréttismála heiti þá Kærunefnd kynjajafnréttismála... En er ekki einfaldara að breyta lögunum og reyna þannig að tryggja öllum jafnan rétt - þó það kosti aðeins meiri fyrirhöfn og peninga?
Mér er ljúft að hugga þig með því að ég átti ekki við að það hefði átt að útiloka konur... o.sv.frv. Eingöngu að það væri mikilvægt að sjónhorn þeirra sem eru ekki endilega konur, en beittir misrétti, hefði komið uppá yfirborðið. Ég treysti ekki alveg feministum til að krefjast þess að jafnréttisstofa - ráð - lög - verði séð með öðrum augum en sem bara kynjajafnrétti. Væri sko alveg til í að fá múslima, sem væri lesbísk svört kona í hjólastól og mikil baráttumanneskja fyrir jafnrétti allra, í starfið!
Ég þakka þér fyrir góða ábendingu um bók - kannski til í að lána mér hana?
Svo getum við snúið bökum saman og barist fyrir jafnara samfélagi - öllum til handa!
Með góðum kveðjum...
Viðar Eggertsson, 17.7.2007 kl. 00:26
skh segir: Glæsilegt hjá þér að sjá það út að til þess að karlmaður yrði ráðin þyrfti hann að sækja um.
Ég hafði satt að segja ekki séð ástæðu til að óska þér til hamingju með að sjá hið augljósa en fyrst að skh þykir merkilegt að til sé fólk sem er fært um það óska ég þér að sjálfsögðu líka til hamingju. Þú ert greinilega einstök í huga hans. (p.s. ég fattaði þetta samt líka.)
Hvað Kristínu Ástgeirs varðar þá kennir hún vissulega við kynjafræðiskor þó að hún sé sagnfræðingur. Þess má einnig geta að hagfræðingurinn Lobbi, eða Guðmundur Ólafsson, hefur einnig kennt við fleiri deildir en hagfræðina, s.s. í félagsfræðideild. Þannig eiga fræðimenn til að deila þekkingu sinni með fleirum en þeim sem eru sérmenntaðir í faginu.
erlahlyns.blogspot.com, 17.7.2007 kl. 01:35
Viðar - já get lánað þér bókina. Er einnig sammála um að gott sé að hafa aðskilin orð til að greina á milli mismunandi tegunda jafnréttis - eins og við höfum "rætt" um áður á kommentakerfum bloggsins Hins vegar er ég ekki sannfærð um ágæti þess að skella öllum jafnréttismálum undir sama hatt. Mikið er tekist á um einmitt þetta í fræðunum núna - þ.e. hvað er áhrifaríkasta leiðin. Það er til of mikils mælst að t.d. ein manneskja geti haft sérþekkingu á öllum málflokkunum - einfaldlega vegna þess að það er of umfangsmikið að fylgjast með og ná að sérhæfa sig í jafnrétti allra. Getur engu að síður vel verið að það sé skynsamlegt að hafa þetta undir sama hatti í þeirri merkingu að láta alla málaflokka heyra undir sömu stofnun en skipta upp í mismunandi deildir þar sem mismunandi sérfræðingar vinna að hverjum málaflokki en með samráð sín á milli þar sem mörg málanna skarast.
Varðandi starfssvið jafnréttisstofu þá þyrfti lagabreytingar ef stofnunin á að sinna fleiri málaflokkum. Eins og staðan er í dag er stofnunin þvílíkt undirfjármögnuð + staðsett fjarri stjórnsýslunni. Töluverðar breytingar þyrfti því til að hægt sé að breyta svo vel væri. Lögin sjálf heita hins vegar "Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla". Þó þau séu oft nefnd jafnréttislög í daglegu tali þá er það ekki heiti laganna.
Eins freistandi og það kann að hljóma að skella öllu undir sama hátt þá getur það þýtt að málaflokkurinn verði í raun "útþynntur". T.d. að eitt stöðugildi verði látið nægja til að sinna öllum málaflokknum - en eins og ég sagði áðan þá er ómögulegt fyrir eina manneskju að vera sérfræðingur í öllum tegundum jafnréttis - þó vissulega geti hún haft næmi fyrir og einhverja þekkingu á öllum málum.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 09:01
Já ég held að þetta væri alveg rétti tímapunkturinn í það
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 12:18
Þetta var auðvitað svar við Betu kommenti. En alveg rétti tíminn að benda að skh á að Kristín hefur það sem flokkast undir seinni hlutan af setningunni "kynjafræði eða sambærilega menntun". Er hins vegar ekki viss um að það þýði nokkuð að benda skh á ýmislegt annað í sambandi við menntun, ráðningar eða kynbundið menntunar- og starfsval...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 12:20
Og viltu þá meina að það sé bara eitt kyn og karlar séu kynlausir? Eða af hverju heldurðu að þeir flokkist ekki með í kynjafræðum?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 12:24
Hér er tengill á reglugerð um starfsemi Jafnréttisstofu. Þar kemur skýrt fram að "Hlutverk Jafnréttisstofu er að stuðla að því að markmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla náist ásamt því að hafa eftirlit með framkvæmd laganna."
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 12:33
skh það vita allir sem þekkja Kristínu að hún hefur gífurlega þekkingu á þessum málaflokki. Kynjafræðin er þverfaglegt nám og hægt að stunda ýmist annað nám með áherslu á kynjafræðina. Kristín m.a. þeirra sem þetta hefur gert. Meistagráðan hennar í sagnfræði er með áherslu á kynjasögu. Hún hefur einnig mikla starfsreynslu á þessu sviði auk margs annars. Það sem gerir hana einmitt að svona góðum kandídat í starfið er að hún býr yfir þekkingu og reynslu varðandi jafnréttismál af fjölbreyttum vettvangi. Þess vegna er hún uppáhalds kandídatinn - að öðrum kandídötum ólöstuðum og það eru aðrar í þeim hópi sem ég þekki og hef í miklum metum.
Annars er ég orðin hundleið á þessum útúrsnúningum hjá þér og nenni ekki að spjalla við þig meir... Hef það sterklega á tilfinningunni að þér finnist það ókostur að manneskjan sem er í forsvari fyrir Jafnréttisstofu hafi þekkingu á málaflokknum - enda er þekkingarleysi það sem tryggir viðvarandi stöðu, þ.e. misrétti - og mér sýnist þú halda fast í það. A.m.k. verður ekki betur séð en þér sé meinilla við jafnrétti.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 13:16
Það hlýtur að vera baráttumál allra jafnréttissinna að breyta jafnréttislögum í þá veru að hún taki á jafnréttismálum allra. Eins er um Jafnréttisstofu og Kærunefnd jafnréttismála. Ef þarf þá á að auka fjármagn og starfsemenn til að ná slíkum markmiðum, en ekki nota fjárskort til að afsaka að Jafnréttislög og Kærunefnd jafnréttismála auki misrétti í þjóðfélaginu, eins og hætta er á í núverandi ástandi.
Tökum sem dæmi Kærunefnd jafnréttismála. Hún fellir úrskurð sinn eingöngu á forsendum kynjajafnréttis. Slíkir úrskurðir geta aukið verulega á misréttið sem aðrir hópar þegar búa við þegar þeir eru orðnir aðilar í málum sem Kærunefndin úrskurðar um - og í nafni "jafnréttis". Það er alvarlegt mál þegar krafan nú er sú að úrskurðir Kærunefndar fái vægi dómstóla. Reyndar er þá orðin spurning um hvort úrskurðir Kærunefndar séu ekki í raun brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar?
Ég á mér þá ósk að feministar hætti að einangra jafnræðisumræðuna um kynjajafnrétti og fari að sjá hlutina í stærra samhengi mannréttinda. Ekki trúi ég því að þær/þeir vilji auka rétt kvenna með því að auka misrétti annarra sem brotið hefur verið á alltof lengi.
Því er mikilvægt að við starfinu á Jafnréttisstofu taki víðsýn manneskja. Manneskja sem er tilbúin til að láta breyta jafnréttislögum og því sem fylgir í þá veru sem ég hef rætt.
Kannski er Kristín Ástgeirsdóttir það - vonandi, ef hún fær starfið, sem allt bendir til.
En ég er viss um að manneskjur eins og Rannveig Traustadóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson eru það. En þau sóttu ekki um. Því miður.
Viðar Eggertsson, 17.7.2007 kl. 16:31
Katrín Anna - hvar nálgast ég bókina og hvenær er best fyrir þig?
Viðar Eggertsson, 17.7.2007 kl. 16:34
Ok Viðar. Ertu viss um að þú sért búinn að pæla þetta út í gegn? Ég sé t.d. ekki hvernig kynjajafnrétti getur verið hamlandi fyrir annað jafnrétti og held einmitt að það sé þveröfugt. Konur eru í velflestum þeim hópum sem berjast fyrir auknu jafnrétti og þannig kemst femínisminn og kynjafræðin ekki hjá því að taka á þeim málum, enda er oft sagt að kynjafræðin auki næmi fyrir misrétti annarra hópa.
Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að það að blanda öllum tegundum jafnréttis saman í einn poka sé endilega árangursríkasta lausnin. Hvað heldurðu t.d. að myndi gerast ef Femínistafélagið, Samtökin 78, Öryrkjabandalagið, Félag kvenna af erlendum uppruna og fleiri sambærileg félög væru sameinuð? Heldurðu að það yrði jafnréttinu til framdráttar?
Lögin sem þú vilt breyta heita "lög um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla". Af hverju ertu svona sannfærður um að það sé árangursríkast að búa til ein lög sem ná yfir mismunun allra hópa þrátt fyrir að vitað sé að mismun kemur mismunandi fram og mismunandi baráttumál eigi við um hvern hóp fyrir sig? Kynjajafnrétti er þar að auki frábrugðið öðrum hópum að því leytinu til að konur eru ca helmingur mannkyns. M.ö.o. þá eru konur ekki minnihlutahópur og ættu ekki að vera flokkaðar sem slíkar.
Mér finnst þú full neikvæður í garð femínista og finnst augljóst að þú annað hvort gerir þér ekki grein fyrir hversu t.d. mikið er fjallað um samkynhneigð, tvíkynhneigð og hinar ýmsu hneigðir í kynjafræðinni (hinsegin fræðin eru partur af kynjafræðinni t.d.) eða þá að kannt ekki að meta allan þann stuðning sem aðrir hópar sem eru í jafnréttisbaráttu hafa fengið í gegnum femíníska baráttu! Ég allavega fullyrði að í engum öðrum hópi sem stendur í jafnréttisbaráttu er tekið eins mikið mið af fjölbreytileika og baráttu annarra hópa eins og gert er í kynjafræðinni og femínismanum. Þar með er ég ekki að segja að leggja eigi niður alla aðra réttindabaráttu, alls ekki, hana á að efla. Ég er hins vegar engan vegin sannfærð um að sú leið sem þú stingur upp á sé vænleg til árangurs. Get gefið þér eitt dæmi úr Femínistafélaginu, sem er vissulega ekki það sama og að tala um lög og framfylgd en getur samt sýnt annað sjónarhorn. Í upphafi var stofnaður í félaginu margbreytileikahópur og átti hann að taka á málefnum hinna ýmsu hópa. Þau sem mættu á fyrstu fundina voru þar til að skoða málefni lesbía, heyrnalausra og kvenna af erlendum uppruna. Það varð fljótlega ljóst að þessi blanda gekk ekki upp og hópurinn lognaðist út af. Nákvæmlega sama hættan er fyrir hendi ef allt er sett undir sama hatt án þess að afmarka baráttumál, mismunun, fjármagn, mannauð og annað sem setja á í hvern málaflokk fyrir sig. Vissulega er þarft og gott að láta þetta allt vinna einhvern veginn saman líka en besta leiðin til þess er ekki endilega að setja þetta allt undir sama hatt - gæti þess vegna líka leitt til innra stríðs á milli hópa í staðinn fyrir baráttu gegn mismunun.
Með öðrum orðum - það eru margir fletir á málunum.
Skal skutla bókinni til þín fljótlega. Set hana bara í lúguna hjá þér ef þú ert ekki heima...
***
skh. viltu ekki útskýra muninn á milli kvenréttinda og jafnréttis?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 19:04
hmmm og eru þá réttindi samkynhneigðra ca 10% af jafnrétti og réttindi gagnkynhneigðra ca 90% af jafnrétti?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 20:36
Eru kvenréttindi ekki mannréttindi? Er jafnrétti ekki mannréttindi? Er réttindabarátta samkynhneigðra ekki jafnréttisbarátta? Er ekki verið að berjast fyrir jöfnum rétti gagnkynhneigðra og samkynhneigðra?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:59
Vona að þér líði betur með að hafa komið þessu frá þér. Einhvern tímann flögrað að þér að jafnréttisbarátta sé í raun mannréttindabarátta og að það sé ekki eins skýr lína þarna á milli og þú heldur?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 00:29
Skemmtileg og spennandi umræða hérna! Takk skh og Katrín Anna.
Ég vil halda mig við lítið og afgerandi sjónarhorn að þessu sinni, til að renna stoðum undir þá skoðun mína að þröng sýn á jafnréttismál skaðar beinlínis aðra þá sem misrétti eru beittir.
Segjum að auglýst sé starf og um það sæki mishæfir einstaklingar, 9 kk og 1 kvk. Starfið fær kk. Efir standa 8 kk og 1 kvk. Flestir af körlunum eru hæfari en sá sem fékk starfið og konan jafnhæf honum. Hún ein getur kært en ekki þeir fyrir karunefnd jafnréttismála. Kærunefndin tilkynnir opinberlega að freklega hafi verið gengið framhjá henni og að hún hefði átt á fá starfið. Kærunefndin skoðar ekki stöðu karlsins sem fékk starfið. Hann á við líkamlega fötlun að stríða og er af erlendum uppruna og líklega hommi.
Ef svona kærunefnd fær dómsvald, eins og óskir hafa komið fram um, þá yrði manninum mismunað herfilega. Kærunefnd vinnur alltof afmarkað að "jafnréttismálum" og getur og hefur, skaðað aðra sem almennt eiga á hættu að vera beittir misrétti, með úrskurðum sínum. Úrskurðir kærunefndar geta hæglega verið brot á stjórnarskránni.
Slíkt gerist þegar þröngsýn sýn á jafnrétti fær til þess tól og tæki, eins og kærunefndin er.
Ég sætti mig ekki við svo léleg rök að það sé of flókið að ein skrifstofa vinni að jafnrétti fyrir alla. Né heldur að það þýði ekki að óska eftir meira fjármagni til að taka á slíkum málum.
Ég áskil mér allan rétt til að tala um jafnrétti í víðari merkingu en bara sedm kynjajafnrétti.
Viðar Eggertsson, 18.7.2007 kl. 00:45
skh. Amnesty International er ekki mannréttindaskrifstofa heldur alþjóðleg mannréttindasamtök. Mikill munur þar á. Auk þess er Amnesty International með ákveðna sérhæfingu. Þau berjast mikið fyrir almennum mannréttindum, fangelsunum án dóms og laga, dauðadómum o.fl. en þau eru ekki mikið að berjast í jafnréttismálum.
Sérhæfing er nefnilega nauðsynleg til að málefnið þynnist ekki út.
Guðrún (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 18:57
Þess vegna er svo nauðsynlegt að það sé ákveðin stofnun eins og Jafnréttisstofa sem berst fyrir ákveðnu málefni. Það væri alveg möguleiki að hafa hana sem deild inni á öðru batteríi, einhverri allsherjar mannréttindastofu, en Jafnréttisstofa yrði þá að vera ákveðin deild þar innan, með eigin forstöðumann o.s.frv.
Guðrún (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 19:00
Langt best menntunin i þetta starf er lögfræðingur. Kona eða karl.
kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 19.7.2007 kl. 01:25
ógó mikið ???
Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.7.2007 kl. 08:46
skh. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna er heldur ekki ríkisstofnun. Við erum hérna að tala um stofnun, Jafnréttisstofu, sem rekin er af íslenska ríkinu. Ekki alþjóðlega stofnun sem fjallar um mannréttindi glóbalt.
Það er bara málið að þegar reynt er að setja öll málefni undir einn hatt að þá þynnist málefnið út. Það er jú bara ákveðinn tími í sólarhringnum og ákveðið fjármagn og því þarf að skipta á milli allra málefnanna og þá verður að forgangsraða o.s.frv.
Baráttan verður miklu markvissari ef ekki er reynt að setja öll málefni undir einn hatt.
Guðrún (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 16:32
Það á náttúrulega að vera krafa um það að yfirmanneskja jafnréttisstofu sé með lögfræði menntun, enda snúast öll málefni þessarar stofnunar um þau lög sem að gilda þegar kemur að rétti einstaklinga.
Kynjafræði eru pseudo science sem að nýtast engan veginn þegar það kemur að lagalegum málafluttningi jafnréttistofu, enda er ekki um jafnrétti kynjana það eina sem að skiptir máli hjá þessarri stofnun, heldur jafnrétti einstaklinga.
Gummi (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 21:12
Ja kynjafræðingur er ekki skárri þó að hún sé kona, enda hefur ábyggilega ekki vit á réttindum allra þjóðfélagshópa, td. eins og innflytjendum.
Jafnrétti er ekki bara kynjajafnrétti þó að þið rauðsokkurnar haldið það.
Gummi (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 10:22
Gummi. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu hefur ekkert með málefni innflytjenda að gera. Hún fjallar eingöngu um jafnréttismál. Þannig að hún þarf ekki að hafa vit á málefnum allra þjóðfélagshópa.
Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.