Karlar, konur og börn - og ég

Alltaf finnast mér svona fyrirsagnir skrýtnar. Má túlka þær annars vegar svo að líf karlmanna séu minna virði en kvenna og barna og hins vegar að það sé karlmannsverk að verja líf kvenna og barna - jafnvel með sínu eigin. Að mínu mati er þetta úreltur hugsunarháttur sem á vel heima í kynjaskiptu karlrembuþjóðfélagi... en á illa heima í jafnréttissinnuðu samfélagi. Miðað við stöðu jafnréttismála er samt kannski ekki skrýtið að þetta lifi enn! 

**

Upplýsingaskyldan bendir síðan á lesbók Moggans í dag. Þar erum við stöllur, Auður Magndís og ég, í hlutverki lesara og glápara. Ég er glápari og kem hér um bil til dyranna eins og ég er klædd. Ljósmyndarinn mætti hálftíma of snemma - þegar ég var um það bil að skella mér í sturtu og var enn í jogginggallanum. Ég hljóp upp og skipti um föt en verð að segja að myndin er einkar lýsandi fyrir mig - lítið pjatt og prjál og soldið kaós í gangi. Þegar ljósmyndarinn var farin uppgötvaði ég að ég var enn með stýrurnar í augunum - sést samt ekki á myndinni. Ég er pínku hrifin af svona óreiðumyndum í fjölmiðlum. Wink Þó skiptir öllu meira máli hvað við stöllur höfum að segja - ég um sjónvarpsþættina The L word og Auður Magndís um skaðsemi hlutleysis! Endilega kíkið á... 


mbl.is Konur og börn meðal látinna í Rauðu moskunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vá ég er svo sammála þér að ég hreinlega brosi útaf eyrum vegna þess að ég er fyrst til að kommenta hjá þér! ég hef reynt að tala um þetta sjálf en það fær aldrei neinn hljómgrunn, vonandi vonandi VONANDI verður breyting á því núna. Þetta er óþolandi hugsunarháttur, þ.e að ímynda sér að karlmannslíf séu eitthvað minna virði en kvenmannslíf.  Það hugsar engin lifandi vera þannig í alvörunni en samt viðgengst þessi talsmáti. Þessi frétt gerði mig líka brjálaða, einsog svo margar svipaðar, en ég bara nennti ekki að blogga um það. 

halkatla, 15.7.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hjartanlega sammála! Önnur fyrirsögn, þessi hér að neðan á mbl-bloggfærslu í dag pirraði mig líka, sérstaklega þetta með kvennahópana. Svona eins og venjulegir karlmenn hafi engan áhuga á að bjarga lífi karla. Nennti þó ekki að kommentera á viðkomandi síðu.

Barnamorð á Indlandi: tilefni til aðgerða mannréttindasinna og kvennahópa

Guðríður Haraldsdóttir, 15.7.2007 kl. 01:19

3 identicon

Lásuð þið fréttina? Það var einfaldlega verið að benda á ósamræmi í tilkynningum frá Pakistönsku stjórninni annarsvegar og fréttafluttningi dagblaðsins "Down" hinsvegar. Stjórnin sagði að það væri búið að sleppa öllum konum og börnum en "Down" (réttara sagt "heimildir frá innanríkisráðuneyti Pakistans") hélt því fram að 15 konur og börn hafi látist.  Ég veit að Katrín var að tala um fyrirsögnina ("Alltaf finnast mér svona fyrirsagnir skrýtnar") en ég held að við verðum að meta þær út frá samhenginu, með því að lesa greinina sjálfa. Dæmi : segjum sem svo (nú er ég algjörlega að skálda) að eftirfarandi fyrirsögn birtist í blaði : "Poebe Buffey var ekki sýknuð fyrir morðið á Chandler". Nú les ég þessa fyrirsögn og álykta (án þess að lesa greinina) að Poebe hafi drepið Chandler. En raunin var sú (skv. greininni) að Poebe var aldrei ákærð fyrir morðið á Chandler og þar af leiðandi ekki sýknuð! Ég er 100% pro-Jafnrétti, ekki misskilja mig, en mér finnst í þessu tilviki að það eigi ekki heima í "kynjaskiptu karlrembuþjóðfélagi" að segja að konur og börn hafi í raun verið á meðal látinna í þessari aðgerð Pakistönsku stjórnarinnar.

"The greatest enemy of knowledge is not ignorance, it is the illusion of knowledge - Stephen Hawking" 

Rena (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 02:44

4 Smámynd: GeirR

Sæl

Fín mynd af þér í Dagbók. Mun betri en sú sem þú notar á blogginu.

Kveðja

Geir

GeirR, 15.7.2007 kl. 18:21

5 identicon

ofboðslega held ég að það sé erfitt að vera þú :) áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum og sérð samsæri í hverju horni :)

 kv. Zetor

zetor (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 22:24

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Gurrí: Já, jafnrétti hefur löngum verið talið kvenmannsverk... Væri nú gaman ef það færi að breytast í stórum stíl...

zetor - mun meiri líkur á að lífið verði súrt ef fólk hugsar ekki. Cogito ergo feminista sum... Ég hugsa þess vegna er ég femínisti!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.7.2007 kl. 09:50

7 identicon

Híhí.. Elísabet og Gurrí, semsagt allir sem ekki deila ykkar lífsýn sem btw á fátt skylt við jafnrétti, eru ekki hugsandi fólk?  Minnir nú um margt á annan -isma sem var í vinsæll sumstaðar á 4. og 5. áratug síðustu aldar :)

zetor (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 10:11

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

æi góði zetor - þú byrjaðir á þessu sjálfur með áhyggjum af því hvað það hlyti að vera erfitt að vera hugsandi yfir stöðu mála...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.7.2007 kl. 10:24

9 identicon

Hæ Katrín,.. já já ég var eitthvað að básúnast yfir því hve það hlýtur að vera erfitt að vera í þínum sporum, en ég var nú ekkert að láta liggja að því að þú værir hugsunarlaus ;) sem ég er ekki heldur, þótt ég sé ekki sammála þér í flestu.

zetor (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 11:31

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þetta er reyndar góður punktur... en vonandi verður þetta einhvern tímann liðin tíð

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 332490

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband