13.7.2007 | 12:37
Gott
Gott að heyra að dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá síðustu viku hefur verið áfrýjað. Þá er enn von til að réttlætið nái fram að ganga og að íslenskir dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að nauðgun er glæpur.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Stöðvið fjöldamorðin á Gaza
Spurt er
Myndir þú kjósa nýtt kvennaframboð?
Hefurðu lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Vildi héraðsdómur ekki meina að nauðgun hafi ekki átt sér stað ?? Er þá ekki áfrýjunin til þess að fá það viðurkennt hjá hæstarétti að nauðgun hafi átt sér stað? Ég býst við að dómstólar séu alveg með það á hreinu að nauðgun er mjög ljótur glæpur, en þeir dæma þá væntanlega ekki nauðgun ef þeir telja að nauðgun hafi ekki átt sér stað, sem virðist vera niðurstaða héraðsdóms í þessu máli.
Gísli Gíslason, 13.7.2007 kl. 13:15
Gott. Þetta mál er það fordæmisgefandi og veltur á það miklum prinsippatriðum og grundvallarskilgreiningum að í mínum huga kom ekkert annað til greina en að áfrýja. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer í Hæstarétti. Enn er von.
Þarfagreinir, 13.7.2007 kl. 13:18
Gísli, dómstólar geta ekki tekið afstöðu til þess hvort nauðgun hafi átt sér stað, þar sem nauðgun er hugtak sem hvergi kemur fyrir í lögum. Þeir geta bara tekið afstöðu til þess hvort að eitthvað athæfi teljist að 'með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngva manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka', eins og segir í 194. grein almennra hegningarlaga. Niðurstaða Héraðsdóms valt að miklu leyti á því að athæfið sem hinn ákærði hafði frammi taldi rétturinn ekki teljast til ofbeldis. Þetta er mikið túlkunaratriði sem Hæstiréttur verður að mínu mati, og margra annarra, að skera úr um.
Þetta sagði Héraðsdómur:
Ef byggt er á frásögn X af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inni á snyrtingunni lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti X inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni.
Þarfagreinir, 13.7.2007 kl. 13:23
Sammála, gott að það er búið að áfrýja þessum dómi, nú er að sjá hvort Hæstiréttur stendur sig
Thelma Ásdísardóttir, 13.7.2007 kl. 13:53
Hvers vegna finn ég ekkert hér á mbl um þessa áfrýjun?
Maja Solla (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 21:20
hmmm... finn ekkert heldur á mbl.is. En hér er fréttin á ruv.is. Orðalagið finnst mér mjög skrýtið. Svona er fréttin:
Fyrst birt: 13.07.2007 07:55Síðast uppfært: 13.07.2007 07:56Sýknu vegna nauðgunar á Sögu áfrýjað Sýknudómi yfir manni sem ákærður var fyrir nauðgun á Hótel Sögu í mars hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Atburðurinn átti sér stað á salerni í kjallara hótelsins.Í dómsorði héraðsdóms sagði að gloppur væru í frásögn konunnar. Ákærða hafi ekki hlotið að vera ljóst að samræðið væri gegn vilja konunnar. Atburðarrásin þótti ekki ofbeldisfull í skilningi almennra hegningalaga.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:24
Já, óhætt að segja að það sé stiklað á stóru þarna...
Maja Solla (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 23:56
FUCK!!!
Já (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 05:02
Jæja?
Já (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 05:10
Erum við virkilega ennþá á tímum rannsóknarréttarins í þessum málum???????? Hvað í andskotanum er að ??????
Ingi Geir Hreinsson, 14.7.2007 kl. 08:23
Já, mjög gott að það er búið að áfrýja þessum stórfurðulega dómi héraðsdóms Reykjavíkur. Hæstiréttur hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu að hér hafi verið um nauðgun að ræða. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 14.7.2007 kl. 10:37
Hver vill að saklaus ungur drengur sé fangelsaður eða snýst þetta um "Body Count" að fá sem flestar sakfellingar því svo mörg mál komi ekki til dómstóla og því alveg eins gott að koma einum og einum saklausum í fangelsi til að vinna upp bókhaldið? Ég er alveg orðlaus yfir þessum blóðþorsta hjá íslenskum femínistum.
K Zeta (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 12:07
Það vill enginn að saklaus ungur drengur sé fangelsaður. Hins vegar vill fólk að sekir ungir karlmenn séu látnir sæta ábyrgð fyrir það sem þeir gera. Íslenskir femínistar vilja að fólk sem er nauðgað geti leitað réttar síns fyrir dómsstólum og að nauðgarar fái dóm fyrir þá glæpi sem þeir fremja. Getur verið að það sé á skjön við "hugsjónir" þeirra sem vilja að löglegt sé fyrir karla að nauðga konum...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.7.2007 kl. 12:25
Má ég minna þá vantrúðu á að meirihluti kvenna sem er nauðgað kæri ekki að ótta við að ganga í gegnum það sama og veslings stúlkan gerði til einskis. Þess fábjánalegi dómur er hreinlega skilaboð um að íslenskar konur séu bara druslur til nota fyrir erlenda karlmenn. Er þetta ekki eins og að færast margar aldir aftur í tímann. Ég skammast mín fyrir þá íslensku karlmenn sem trúa því að þetta hafi ekki verið nauðgunn.
Sigurbrandur (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 22:41
Til eru fjölmargir óskiljanlegir sýknudómar í kynferðisbrotamálum þar sem íslenskir karlmenn eiga í hlut. Þjóðerni brotamannsins er málinu óviðkomandi.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.7.2007 kl. 00:38
Ég er ennþá að bíða eftir því að einhverjir þeirra sem hafa látið sem hæst um að að 'dómurinn sé illskiljanlegur' bendi á hvaða verknaður eigi að hafa brotið hvaða lagagrein.
Fransman (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.