Líka klukkuð!

Beta er að hrella vinkonur sínar og vini um þessar mundir með klukki... og af því að ég geri alltaf eins og Beta segir mér að gera þá koma hér 8 atriði um mig sem fáir vita - án gríns!

** 

1. Er búin að vera á leiðinni að gifta mig í mörg ár en strandar á að ekki fæst niðurstaða í framkvæmdina. Skemmtilegasta hugmyndin so far er að stinga af til Las Vegas og láta Elvis Presley eftirhermu pússa okkur saman í gegnum bílalúgu! Wizard

2. Hef fordóma gagnvart Las Vegas. Því miður þar sem #1 gengur ekki upp fyrir vikið... Devil

3.  Ég er ekki karlahatari. Heart

4. Ég brosi oft á dag til karlmanna sem ég hef engan áhuga á að sofa hjá. Neyðist kannski til að endurskoða þessa syndsamlegu hegðun í kjölfar dóms héraðsdóms í síðustu viku. Bandit

5. Ég þoli ekki að kaupa skó. Sick

6. Ég er í mótþróa gegn hópsálinni og ætla því ekki að klukka 8 einstaklinga heldur færri... Halo

7.  Ég sagaði slatta af spýtum í handrið um helgina - og ég á hamar. Happy

8.  Fyrsti bíllinn minn var Citroen sem hét Litla gula hænan. Stundum þurfti að koma honum í gang með skrúfjárni. Sideways

**

Ég ætla að klukka:

Kristínu Ástgeirsdóttur 

Erlu Hlyns

Rósina

Byltingarsinnann

Kókoshnetuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jú, einmitt draumurinn að eyða giftingarnóttinni ælandi!

ps. en tókstu eftir að það verður ekkert brúðkaup...? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.7.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bömmer. Þarf kannski að endurskoða þetta - Grétars vegna. Hann er kannski ekkert svo æstur í að kaupa mig en held hann verði miður sín út af brúðkaupsþættinum...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.7.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Halla Rut

Kæra Katrín. Viltu lesa nýjasta bloggið mitt og gefa mér ráð.

Halla Rut , 12.7.2007 kl. 01:29

4 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Það er merkilegt hvað margar konur skíra bílana sína

 Margar, ef ekki flestar vinkonur mínar hafa gert það gegnum tímana.. .sumar hugsa um nöfnin eins og um barn væri að ræða, leggja mikla pælingu í það.

Sigurður Jökulsson, 12.7.2007 kl. 07:25

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Eins og í eltingaleiknum í gamladaga - klukk. Þýðir að þú þarf að blogga um 8 atriði sem fáir vita um þig og klukka 8 aðra bloggara, sem eiga þá að gera það sama! Have fun! :)

Halla - búin að kommenta hjá þér

Sigurður - held þetta sé ekki kynbundið - veit líka um slatta af strákum sem nefna bílana sína - svo ég tali nú ekki um alla sem kvengera bílana sína "þessi elska..."! En svo ég bæti við 9. atriðinu - þá er þetta eini bíllinn sem ég hef skírt - og eini sem ég tel að hafi átt það skilið... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.7.2007 kl. 11:52

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Haha.. frábær hugmynd að giftingu!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 12.7.2007 kl. 13:09

7 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Ég viðurkenni það alveg að það eru strákar sem skíra bíla líka. Einn vinur minn gerði það. Þó tel ég að þetta mun algengara sport hjá konum.

Sigurður Jökulsson, 12.7.2007 kl. 13:58

8 identicon

Mér finnst fátt kjánalegra en að skíra bílinn sinn, svona eins og hann væri eitthvað annað en dauður hlutur, og ég kalla stundum fólk, sem gerir svoleiðis, bílkynhneigt. Bíllinn hennar móður minnar heitir Hnoðri og af því að mér finnst það svo hroðalega kjánalegt þá byrjaði ég að kalla bílinn minn Dúlla þegar ég fékk hann.

Það er skemmst frá því að segja að mér til töluverðrar mæðu er það nafn farið að festast á hann og ég þar með orðin hallærislega bílkynhneigð, þótt ég hafi ekki ætlað mér það...

hee (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 15:48

9 identicon

Ég hef skýrt alla bílana sem ég hef átt og ætla ekki að hætta því. Reyndar þarf maður að huga betur að nöfnunum þegar það á að skýra gamlan bíl en nýjan. Þá þarf nafnið að passa við karakterinn í bílnum og gamlir bílar sýna oft meiri karakter en nýir.

Reyndar er gott að koma fram við bíla eins og persónur, tala við þá, klappa þeim og strjúka svo þeir verði nú þægir og bili ekki, eða láti mann að minnstakosti vita áður en þeir bila. Það virkar nefninlega....

Ég átti t.d. einusinni bíl sem fór aldrei í gang ef maður var í vondu skapi eða var að blóta einvherju eða einhverjum. Um leið og maður brosti, sýndi smá stillingu, sagði nokkur falleg orð um bílinn þá hrökk hann alltaf af stað.

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 18:05

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sá er ríkastur, sem skemmtir sér við minnstan kostnað. Sjaldan skemmt mér eins vel og að lesa listann þinn og kommentin.

Edda Agnarsdóttir, 12.7.2007 kl. 20:53

11 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ég skírði líka fyrsta traktorinn minn.............

Mæli með að giftast bara í kyrrþey. Ég gerði það fyrir 26 árum heima hjá prestinum og prestfrúin spilaði á píanó. Bara með foreldrum okkra beggja og dóttur sem var skýrð í leiðinn. Heldur enn ........

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 12.7.2007 kl. 21:16

12 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Úbs árin eru víst næstum 29.............

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 12.7.2007 kl. 21:16

13 identicon

Ég hef ekki nefnt bíla hingað til - bara þann sem ég á núna. Kalla hann Fúsa - enda Ford Fusion - og einkar fús og viljugur. Keypti hann nýjan.

kókoshnetan (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband