Yrðum við sátt?

Segjum sem svo að einhver ríkisstjórnin myndi ákveða að banna áfengi og klám í Reykjavík í þeim tilgangi að stemma stigu við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í öðrum sveitarfélögum yrði ekki gripið til sömu aðgerða. Segjum sem svo að Reykvíkingar yrðu óánægðir með leiðina sem er valin og ákvæðu í framhaldinu að banna ferðamönnum að koma til Reykjavíkur. Segjum sem svo að í kjölfarið af því birtust fréttir út um allan heim sem segðu að Reykvíkingar bönnuðu ferðamenn í Reykjavík vegna þess að þeir væru ósáttir við að reynt væri að stemma stigu við kynferðisofbeldi gegn börnum.

Værum við sátt við svona fréttaflutning? Þætti okkur hann sanngjarn og lýsandi fyrir ástæður óánægjunnar? Ekki það... Er nokkuð ástæða til að ætla að því sé öðruvísi farið með frumbyggja í Ástralíu þar sem nákvæmlega þetta gerðist?

Frétt af ruv.is:

Ástralía: Frumbyggjar bregðast við áætlun stjórnvalda

Ástralskir frumbyggjar hafa hótað að meina ferðamönnum aðgang að fjallinu Uluru vegna nýrrar áætlunar ástralska stjórnvalda sem stemma á stigu við misnotkun á börnum í samfélögum frumbyggja. Fjallið Uluru er eitt helsta aðdráttaraflið í augum margra sem ferðast um Ástralíu.

Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir þarlend yfirvöld kemur fram að misnotkun sé mjög útbreidd í samfélögum frumbyggja. Við það bætist þættir eins og fátækt, áfengis og eiturlyfjaneysla sem auki enn á þennan vanda og þá er einnig fundið að heilbrigðis- og félagsþjónustu innan samfélaganna. Þó sumir frumbyggjaleiðtogar hafi lýst ánægju sinni með tillögur stjórnvalda segja aðrir þær óframkvæmanlegar. Hinir sömu fullyrða að þessar áætlanir séu í raun dulbúin leið ríkisstjórnarinnar til að ná á ný yfirráðum yfir landsvæðum frumbyggjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sorglegt

Edda Agnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Rasískar athugasemdir eru fjarlægðar

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.6.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband