20.6.2007 | 12:18
Hvað er til ráða?
Vona að það verði fluttar fleiri fréttir af þessu og að þá komi fram til hvaða leiða þarf að grípa til að sporna gegn kynferðisbrotum gagnvart börnum. Eftir að kynferðisbrot gegn börnum urðu opinbert mál, þ.e. byrjað að tala um þau opinberlega og gripið til úrræða gegn þeim hefur okkur eingöngu miðað eitthvað áfram hvað varðar lagaleg réttindi og úrræði fyrir þolendur eftir að brotið hefur átt sér stað. Einhverjar framfarir hafa orðið í réttarkerfinu en það er ennþá handónýtt og ekkert hefur gengið í að fækka ofbeldisverkunum. Skýrsla Ameríska sálfræðifélagsins, sem ég hef minnst á áður, telur að einhverjar líkur séu á aukningu á kynferðisbrotum gegn börnum í kjölfar klámvæðingarinnar. Einnig er greint frá þar að kynferðislegar tilvísanir í börn hafi aukist á undanförnum árum og spáð enn meiri aukningu í því. Þetta er mjög ógnvekjandi framtíðarspá og ég er enn að vona að þjóðin geti tekið sig saman, verið á varðbergi og hafnað öllum kynferðistengingum í börn.
Í þessu samhengi langar mig að minnast á bloggið hennar Ellýar Ármanns. Þar er núna færsla um fertuga konu sem tælir dreng sem "er í mesta lagi 16". Í mesta lagi þýðir hámark - en gefið er í skyn að hann geti jafnvel verið yngri. Kynferðislegur lögaldur á Íslandi er 14 ár sem er lægra en í löndunum í kringum okkur. Einstaklingar hér eru skilgreindir sem börn til 18 ára aldurs. Þegar kynferðisbrotakafli hegningarlaganna var endurskoðaður voru nokkur samtök sem lögðu fram tillögu þess efnis að kynferðislegur lögaldur yrði hækkaður í þeim tilgangi að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi/ágangi af hálfu fullorðinna einstaklinga. Það gekk ekki í gegn og rökin sem voru gefin voru að börn á þessum aldri væru sum hver byrjuð að stunda kynlíf með hvort öðru. Tillögurnar miðuðu samt allar við að gefinn væri sveigjanleiki fyrir þessu þannig að t.d. væri ákvæðið þannig að þetta gilti um einstaklinga sem væru einhverjum x árum eldri en viðkomandi barn. Slíkt hefði verið auðvelt að setja í lögin en var ekki gert. Því var haldið fram að þessi grein verndaði börn að hluta til gegn fullorðnum:
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni [yngra en 18 ára]1) til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum
Þessi klausa er einfaldlega ekki nóg. Það er áhugavert að skoða hegningarlögin út frá bloggfærslu Ellýar Ármanns um fertugu konuna og drenginn sem er í mesta lagi 16 ára. Mín skoðun er sú að með því að samþykkja svona færslur sem "saklausa skemmtun" sé fullorðið fólk að bregðast skyldum sínum um að vernda börn gegn kynferðisofbeldi. Það getur vel verið að málið sem Ellý setur fram myndi standast gagnvart lögum ef þetta væri sönn saga en þarna er verið að normalisera kynlíf eldri kvenna með drengjum sem eru ennþá börn. Í raun er verið að normalisera kynlíf fullorðinna með börnum. Veldur það fáum áhyggjum að þetta er vinsæla efnið sem selur?
Rætt um hvernig hægt er að sporna við kynferðisbrotum gagnvart börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Ég þekki menn sem misstu sveindóminn 'í fermingargjöf' frá sér mikið eldri konum, og hvorki þeim né öðrum hefur dottið í hug að kalla það kynferðislega misnotkun. Það er frekar að þeir segi stoltir frá því ef þeir eru inntir eftir því.
Annaðhvort eru drengir ólíkir stúlkum þegar kemur að kynlífi á þessum aldri, og að þeir upplifi það á annan hátt, eða að það er of mikið gert úr því að stimpla kynlíf ungra stúlkna 'misnotkun'.
Ég hallast að því fyrrnefnda.
Fransman (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:40
Síðan eru dæmin um drengina sem "misstu sveindóminn" með sér eldri konum eða körlum og upplifa það sem martröð sem hefur haft margvíslegar og erfiðar afleiðingar í lífi þeirra.
Halldóra Halldórsdóttir, 20.6.2007 kl. 13:19
Fransmann ég held að það sé líka að krafan um að strákar séu með kynlíf á heilanum og alltaf til í tuskið geri það að verkum að þeir segja ekki frá að þetta hafi einmitt verið martröð, eins og Halldóra lýsir, en ekki "gjöf". Þetta er eiginlega vanrækt umræða í kynfrelsisumræðunni, þ.e. að vissu leyti er "kynlíf á eigin forsendum" tekið af strákum/körlum með þessari pressu um tilfinningalaust kynlíf sem karlmennskutákn.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.6.2007 kl. 13:29
Elísabet: í málefnalegri umræðu á ekki að skipta neinu máli hver það er sem skrifar. Það getur jafnvel verið betra að skrifa undir dulnefni því, eins og dæmin sýna, það er til fólk sem þykir ekkert athugavert að klína einhverju á persónu þess sem skrifar ef það hefur ekkert annað að segja.
Katrín: Ég les út úr þessu svari hjá þér að þú teljir drengi/menn ekki vilja 'tilfinningalaust kynlíf' á "eigin forsendum". heldur sé það eitthvað sem umhverfið krefst af þeim. (Endilega leiðréttu mig ef ég er að misskilja eitthvað)
En segjum sem svo að 'tilfinningalaust kynlíf' sé eitthvað sem karlmenn hafa raunverulegann áhuga á (ekki eingöngu samt). Hefur þú spáð í hvaða merkingu sá áróður fær þá, að þeir eigi ekki að hafa það ?Fransman (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:14
Fransman ég tala um pressu á karlmenn í þessum efnum. Kynlíf á eigin forsendum er ekki stundað út af pressu. Með þessu er ekki útilokað að einhverjir einstaklingar, af hvoru kyninu sem er, vilji stunda kynlíf án tilfinninga heldur er verið að tala um að það sé pressa á karlmenn um þess háttar kynlíf - burtséð frá þeirra eigin löngunum.
Svona for the record - þá geri ég nú ráð fyrir því að karlmenn séu tilfinningaverur en ekki tölvur...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.6.2007 kl. 15:19
guð hvað ég er sammála þér. Ef þetta væri 40 karlmaður með 16 ára stúlku væri eitthvað sagt. Það getur vel verið að einhverjir drengir reyni að fela skömmina og yfirfæra það í eitthvað kúl. Ef kona um 40 hefur áhuga á drengjum á þessum aldri þarf hún hjálp, það er eitthvað mikið að.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 20.6.2007 kl. 15:36
Fransman (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 15:37
Tölvutæknin eitthvað að stríða mér hérna..
Katrín: Ég skal alveg skrifa undir það að karlmenn fá litla fræðslu um þær tilfinningar sem síðan koma upp við hinar ýmsu aðstæður sem þeir geta lent í tengdar kynlífi og samböndum, en ég kannast ekki við að það sé verið að reyna að ýta mér, eða öðrum karlmönum, út í kynlíf sem ég við höfum ekki áhuga á.
Ég er líklega að misskilja þig eitthvað, en hvað er það sem þú skilur sem 'pressu á karlmenn um að stunda kynlíf án tilfinninga' ?
Fransman (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 16:04
Elísabet: Hvað hafa skoðanirnar eiginlega að gera með það hvort umræðan er málefnaleg eða ekki ?
Af hverju ætti ég ekki að skilja þetta innlegg þitt sem svo að þú teljir alla umræðu um skoðanir andstæðar þínum eigin, ómálefnalegar ?
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá ætla ég að taka það fram að ég hef ekki þær skoðanir sem Elísabet telur sig vera að svara.
Fransman (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 16:17
Ég er hrifnust af fólki sem þorir að standa og falla með skoðunum sínum. Ég geri þó ekki kröfu um að þeir sem skrifi hingað inn skrifi undir fullu nafni. Hins vegar gúddera ég ekki alla nafnlausa umræðu - þ.m.t. þar sem verið er að réttlæta kynmök fullorðinna með unglingum. Þeir sem vilja taka þá umræðu hér á þessu bloggi verða að gjöra svo vel að þora að láta sjá framan í sig. Skrifa þetta að sjálfsögðu vegna þess að ég var að eyða út athugasemd.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.6.2007 kl. 17:00
Ef þú trúir því í alvöru að þær það sem ég skrifa, jafnvel það sem ég skrifa í neikvæðu ljósi, verði að jákvæðum hugmyndum í huga fólks og einhverskonar "fræi" sem þá vex og dafnar, þá held ég að verði að segja nei-takk við þessum stalli sem þú hefur sett mig uppá.
Ég tel mig hvorki vera að fela það né auglýsa það hver ég ég í raunheimum, en þessi sjúklegi áhugi þinn á því er þá líklega tengdur þessu að þú álítur mig eitthvað ofurmenni og ætlar væntanlega að verða einhverskonar 'stalker' ef þú kemst að því hver ég er
Því miður, ég er frátekinn og þar að auki þá deita ég ekki eldri konur.
Fransman (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.