Á ferð og flugi

Hvað tekur langan tíma að ferðast frá Reykjavík til Helsinki? Ja, ef vélinni seinkar til landsins, bilar síðan og bilar síðan aftur þannig að þú missir af tengifluginu þá er svarið 16 tímar! Aðeins of langt fyrir minn smekk en því betra að komast á hótelið Smile

Það ætti að vera aðvelt að giska á hvar ég er... og hvers vegna lítið heyrist í mér þessa dagana. Ég kem heim á morgun svo þetta er stutt stopp.

Keypti mér bókina "Það er staður í helvíti fyrir konur sem ekki styða hvor aðra" í fríhöfninni. Skemmtilegasta lesning. Hún er frekar beisik fyrir lengra komna en ég mæli sérstaklega með henni fyrir fólk sem vantar fljótlesna aðgengilega bók um helstu málefni. Bókina skrifa þær Lisa Marklund og Lotta - sem ég man ekki eftirnafnið á. Þær taka fjölmarg dæmi um eigin reynslu og flétta það saman við stöðuna, mýtur og rannsóknir - allt mjög aðgengilegt og á mannamáli eins og sagt er.

Það er oft skondið að skoða hvernig vel meðvitað jafnréttissinnað fólk getur dottið í kynjagryfjurnar. Í bókinni er tekið dæmi um að önnum kafið fólk geti hugsanlega fengið ræstingarkonu heim. KONU nota bene, ekki karl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að núorðið væri alltaf talað um heimilishjálp..
Er það kannski bara vitleysa í mér? 

Maja Solla (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 19:34

2 Smámynd: Tryggvi H.

karl kona - whatever, nema: ég gauka: http://www.youtube.com/watch?v=CQqCAZCMxdI

og spyr er þetta póstmódernískur femínismi, femínismi, húmor eða bara sick? læt það samt fylgja að éghlóinnanímér,

kv th.

Tryggvi H., 14.6.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Ég gaf vinkonu minni þessa bók í jólagjöf. Hún var þá nýbökuð móðir og mér fannst við hæfi að dóttirin fengi femínismann með móðurmjólkinni.

erlahlyns.blogspot.com, 16.6.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tryggvi mér sýnist á kommentunum að þetta sé grínisti (comedian) sem syngur lagið. Ég sá það sem ádeilu á áhrif kláms á kynlíf kvenna... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.6.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 332541

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband