12.6.2007 | 09:50
Eitthvað að gerast í auglýsingamálum
Fyrir nokkrum árum setti ég fram þá spá að til að hlutirnir gætu orðið betri þyrftu þeir að verða verri fyrst. Samhengið var augýsingar. Konur eru iðulega hlutgerðar og kynlífsgerðar í auglýsingum og margir eru orðnir svo vanir þessum auglýsingum að þeim dettur ekki í hug að mótmæla þó slíku efni sé dælt í okkar í tonnatali. Álíka myndir af körlum hafa verið sjaldséðnari þó þær hafi dúkkað upp kollinum af og til. Hins vegar hefur þeim fjölgað síðustu ár. Ég keypti t.d. karlablaðið FHM fyrir 2 árum til að nota í kennslu og þá brá mér nokkuð við að sjá hversu langt "þróunin" er komin varðandi karlmenn. Það er nefnilega ekki bara valdaójafnvægið og kynjamisréttið sem spilar rullu í hlutgervingu og kynlífsgervingu manneskjunnar í öllu mögulegu og ómögulegu samhengi heldur á markaðurinn stóran hlut líka.
Undanfarið hafa 2 dæmi vakið athygli mína. Annars vegar auglýsingin sem sést hér til hliðar og hins vegar auglýsingar Símans um að við eigum nú öll að fara í sund. Á þeim bregður svo við að myndefnið er ungur karlmaður og eldri kona. Venjulega er þessu mótívi snúið við - eldri karl og ung kona virðist hafa verið ófrávíkjanleg regla - þar til nú (og væntanlega með örfáum undantekningum í viðbót). Ungi karlmaðurinn sem prýðir strætóskýlin er nokkuð vel hærður á bringunni - sem ég spái að heyri sögunni til eftir 10 - 15 ár. Þá held ég að enginn sem vill vera maður með mönnum geti látið sjá sig opinberlega með bringuhár, ekki frekar en konur geta látið sjá sig með loðna leggi...
Að mínu mati höfum við 2 valkosti. Við getum valið að berjast gegn hlutgervingunni eða við samþykkjum að bæði kyn verði hlutgerð, stöðluð og stíliseruð. Ég hef valið fyrri kostinn. Svo er bara spurning hversu margir velja hinn. Þeir sem ákveða að velja ekkert eða sitja hlutlausir hjá eru þó ekki hlutlausir í raun því þeirra atkvæði mun falla seinni valkostinum í vil.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
-
konur
-
soley
-
vglilja
-
salvor
-
andreaolafs
-
kristinast
-
thelmaasdisar
-
ingibjorgelsa
-
truno
-
bryndisisfold
-
vefritid
-
poppoli
-
hlynurh
-
margretsverris
-
annapala
-
hafmeyja
-
ugla
-
halla-ksi
-
kamilla
-
ingibjorgstefans
-
feministi
-
stebbifr
-
hrannarb
-
aas
-
bjorkv
-
ibbasig
-
ingo
-
matthildurh
-
emmus
-
svartfugl
-
gattin
-
saedis
-
gurrihar
-
afi
-
kennari
-
eddaagn
-
steindorgretar
-
fanney
-
brisso
-
gudfinnur
-
rungis
-
730
-
killerjoe
-
kosningar
-
id
-
orri
-
kjoneden
-
halkatla
-
vilborgo
-
tommi
-
jenfo
-
tryggvih
-
heiddal
-
almapalma
-
hrafnaspark
-
fletcher
-
klaralitla
-
lauola
-
maple123
-
ruthasdisar
-
alfholl
-
heidathord
-
siggisig
-
kjarninn
-
bjorgvinr
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
paul
-
arh
-
bleikaeldingin
-
astamoller
-
bene
-
bergruniris
-
hrolfur
-
hrafnhildurolof
-
temsaman
-
oskvil
-
handsprengja
-
baddinn
-
begga
-
abg
-
elvabjork
-
lks
-
super
-
athena
-
perlaheim
-
thorak
-
hallarut
-
malacai
-
almaogfreyja
-
volcanogirl
-
sabroe
-
astan
-
bjargandiislandi
-
rustikus
-
evags
-
sannleikur
-
zeriaph
-
hildurhelgas
-
drum
-
minos
-
kerla
-
stjaniloga
-
larahanna
-
lotta
-
mariataria
-
manisvans
-
sigurjonsigurdsson
-
joklasol
-
snj
-
saethorhelgi
-
tara
-
toshiki
-
sverdkottur
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
thorsteinnhelgi
-
thuridurbjorg
Athugasemdir
..Daginn þegar kynlíf hættir að vekja áhuga fólks þá mun sigur vera unninn í baráttu þinni við kyngerfingu auglýsingamótíva.
Mér sýnast auglýsingar verða meir og meir unisexual. Sem er sannarlega framför frá því sem var (eins og þú bendir á) Er ekki best að taka framsóknarmennskuna á þetta og nota "If You Cant Beat Them - Join Them"-aðferðina á þessar hvimleiðu brjóstaskoru-auglýsingar sem eru í mínum huga sannarlega skaðlegar.
teitur atlason (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 12:21
Eins og Teitur nefndi, kynlíf selur. Fínt að þetta er að dreyfast, en þetta mun ekki hætta, ekki meðan kynlíf er áhugavert og spennandi, sem það vonandi hættir aldrei að verða... það myndi þíða endalok mannkyns (nema klónun væri hinn kosturinn). Kannski full dramatískt hjá mér. En stöðlun hefur verið stunduð frá því að tímum málverka. Það eru alltaf almenn sjónarmið hvað þykir fallegt (ekki bara fólk, heldur tónlist, málverk, náttúra, byggingar... o.þ.h.). Þegar auglýsingar hætta að vera nauðsynlegar til að selja vörur, þá verður fyrst einhver breyting (að mínu matir).
En hlutgerving er hluti af mannskepnunni. Þegar ég segi tré, hvernig tré dettur þér í hug? Væntanlega ekki jólatré, heldur tré fulllaufgað með engum greinum neðst sem hækkar í skrúðaðan topp... alveg eins og krakkar teikna þau. Það er reyndar annað þegar ég segi blóm. Fólk er ósammála um hvaða blóm er fallegast, þó að eflaust detti flestum rauð rós í hug.
En ég er sammála þér í því að hlutgervingin getur skapað fordóma. Kærasta mín sá mann berann að ofan, sköllóttan með stóra bumbu labbandi framhjá veitngastað sem við vorum að borða. Henni þótti þetta voðalega óviðeigandi og smekklaust, hafði jafnvel áhrif á matarlist hennar. Nú ef að þetta hefði verið "Brad Pitt" útgáfa af gaur, þá er ég ekki í nokkrum vafa að hún hefði ekki séð neitt að því að slíkt kjöt væri að labba framhjá. Persónulega skildi ég manninn vel í að labba beran að ofan, hann hélt á svörtum bol og hitinn var um 30°c. -Bara smá útúrdúr en markar smá hlutgerfingu sem þú varst að tala um.
Sigurður Jökulsson, 12.6.2007 kl. 15:17
Ég dáist að því hvað þið nennið að reyna að "laga" mannlegt eðli.
Fransman (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 16:21
Eftir að hafa lesið aftur yfir blogg færsluna þá held ég að þetta gæti barasta verið rétt hjá þér.
Doktorsneminn í félagsvísindum við Oxford Háskóla, Kolbeinn H. Stefánsson, værir etv til í að útskýra fyrir mér hvað felst í "hlutgerð og kynlífsgerð" í þessu samhengi ?
Fransman (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 18:13
Ég skal viðurkenna að ég fór dáldið illa með hugtakið hlutgerving. Átti kannski meira við fordómaog ímyndir býst ég við...
En ég er aðeins betur menntaður í hlutgervingu núna :)
Sigurður Jökulsson, 12.6.2007 kl. 21:30
Flottur gaur... fíla mjög fit og sólbrúna karlmenn.
Ef ég er fórnarlamb hlutgervingar þá verður bara að hafa það.
Geiri (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 03:37
Ég get bara ekki séð neitt að því að tengja kynlíf við eitthvað í auglýsingum. Þetta er svona eins og að sýna dæmigerða fjölskyldu í auglýsingu, sú auglýsing á að vekja upp ákveðna kenndir svona eins og þær auglýsingar sem eru kynþokkafullar, allar þessar kendir finnst mér mjög eðlilegar og ef eitthver vill tengja vöruna sína við þær þá má hann það.
Svo breytist það sem þykir kynþokkafullt í auglýsingum mjög ört en samt svo hægt að við tökum ekki eftir því. Þetta er svona eins og að reyna að sjá grasið vaxa. Reyndar finnst mér sem karlmanni að hár á bringu sé að koma sterkt inn, þau duttu mjög út um tíma en eru pottþétt inni í dag
Reyndar eru hár karlmannleg, andlits og líkams en andstæðan við það eru hárlausir kvennmenn.
Ég á nú voðalega bágt með að sjá hlutgervinguna sem gerir alla eins. Ég verð nú bara að segja að að mér finnst fólk aldrei hafa verið jafn ólíkt innbyrðis, óhrætt að hafa sínar skoðanir og óhrætt að gera það sem því langar til að gera, fólk lítur út eins og því langar, hegðar sér eins og því langar og er með líkamshár þar sem þau vilja. Reyndar held ég að markaðsvæðingin hafi haft mikið þar um að segja, þar sem að fólk er ekki bara heilalausir hálvitar sem hafa ekki styrk eða vilja til að hugsa sjáfstætt og horfa á og meðtaka auglýsingar og aðra hluti sem hverjar aðra upplýsingar sem fólk hafnar eða meðtekur. Sumir vilja líta út eins og beckham, sumir eins og Marlin Manson en sumir vilja bara vera þeir sjálfir
Ég fæ það stundum á tilfinninguna að þú katrín hafir enga trú á fólki þar sem þér finnist það vera svo vitlaust og þessvegna hægt að mata þau með hvaða vitleysu sem fólk apar svo eftir. Þótt eitthver vilji raka á sér bringhuhárinn af því að hann sá það á auglýsingu þá má hann það bara. Reyndar hefur fólk verið að breyta sér til að líta betur út síðan maðurinn varð til, að raka líkamshár eða safna þeim finnst mér ekkert öðruvísi en að setja hringji utan um hálsin á sér svo hann lengist. Reyndar finnst mér bara ekkert að þessu ef að fólk fær að taka ákvarðanir um það sjálft, eða heldur að það hafi gert það.
Bjöggi (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 00:21
Einu sinni þótti Fabio flottur, pældu í því
Sigurður Jökulsson, 14.6.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.