Víst kemur þetta íþróttunum við

Í fyrra var gerð tilraun til að fá FIFA og KSÍ til að berjast gegn vændi og mansali í tengslum við heimsmeistaramót karla í fótbolta sem fram fór í Þýskalandi. Þeirra svör voru að þeim kæmi þetta ekki við. Verður forvitnilegt að sjá hvernig íþróttahreyfingin bregst við þessu og hvort hún telji að barnaþrælkun í tengslum við stórviðburði sé yfirhöfuð á þeirra könnu. ÍSÍ bókaði andmæli út af vændi og mansali í Þýskalandi í fyrra þannig að ég hef nú allnokkuð meiri mætur á þeim en KSÍ.


mbl.is Börn í þrældómi búa til vörur fyrir Ólympíuleikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna,

Ég er sammála þér að það þarf að gera átak gegn þessum viðbjóði sem mansal er og barnaþrælkun. Ég vil þó aðeins verja FIFA:

Nr. 1: Vændi er löglegt í Þýskalandi

Nr. 2: Þessi mótmæli komu ansi seint fram

Nr. 3: Vændiskonurnar voru ekki að gera neitt fyrir eða á vegum FIFA

Þess vegna finnst mér undarlegt að þú skulir blogga um þetta undir þessari frétt, þó ég viti nú að vísu ekkert um það hvort barnaþrælkun sé heimil í Kína (kæmi svo sem ekkert á óvart). Vændið og aðgerðir gegn því eru umdeildar en ég held að fáir styðji barnaþrælkun.

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hafsteinn mansal er ekki löglegt í Þýskalandi frekar en annars staðar og því hefði átt að vera lítið mál fyrir FIFA að mótmæla. Þrýstingur á FIFA barst mörgum mánuðum fyrir mótið og því hefðu verið hæg heimatökin hjá þeim að segja eitthvað.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 14:45

3 identicon

Má vera en þú gleymir því að það er ákaflega mikið mál að halda svona mót og erfitt að skipta um stað etv (eins og ég sá að einhverjir vildu) jafnvel mörgum mánuðum fyrir mót. Ég var líka ekki að styðja mansal einungis benda á að vændi væri löglegt. En hvað er það sem þú hefðir viljað láta gera? Eina ályktun frá FIFA að þetta væri nú ekki nógu gott eða róttækari aðgerðir?

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 18:10

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Lágmark hefði verið að senda frá sér ályktun þar sem þetta er fordæmt. Íþróttafélögin þurfa síðan líka að taka til í eigin bakgarði, t.d. á herrakvöldum og vinna í alvörunni skv því að íþróttir eigi að vera vettvangur til að efla líkama og sál. There is no pay in fair game var m.a. gefið út í fyrra fyrir heimsmeistarakeppnina - bara ekki af FIFA, KSÍ né íþróttahreyfingunni....

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 19:15

5 identicon

Ég get tekið undir það að mansal hefði átt að vera fordæmt af FIFA en ég tel þá ekki eiga að skipta sér að því hvort að vændi er leyfilegt í þeim löndum þar sem þeir vilja halda mót.

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 21:58

6 identicon

Kata. Stóllinn berst fyrir lífi sínu hér á Ljósvöllum. Spurning um að fara að koma honum í öruggt skjól...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Oh - hefði þurft að muna eftir honum í dag...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 23:27

8 identicon

Fifa hefur tekið þá afstöðu að skipta sér ekki að innanrikismalum einstakra landa. Þetta er ópólitískt samband sem hefur með fótbolta að gera.

Það er ávalt á móti öllu ólöglegu og ætti ekki og vill ekki tjá sig sérstaklega um einstaka mál er varða lög einstakra landa. 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 06:58

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Í yfirlýsingunni sem FIFA sendi frá sér út af HM stóð beisikallý að þeim væri skítsama um mansalið og vændið - enda skiptu þau sér ekki af slíkum málum en að allur ágóði af leikunum færi í að byggja upp barnaþorp........ Þetta með að vera ekki að skipta sér af nær því ekki alla leið. Auk þess var vændið og mansalið  skipulagt í kringum HM og því augljóst að FIFA ætti að skipta sér af. Hvernig myndu þín viðbrögð verða ef aðstandendur Olympíuleikanna segja að þeim komi ekki við þó börn í barnaþrælkun framleiði minjagripi fyrir leikana? Dettur þér þá í alvörunni í hug að verja það með þeim orðum að íþróttahreyfingin tjái sig ekki um málefni einstakra landa?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.6.2007 kl. 09:38

10 identicon

Auðvitað fordæma svona sambönd alla ólöglega starfsemi.

Málið er hinsvegar að vændi er löglegt í Þýskalandi.
Mansal er að ég held ólöglegt um allan heim og íþróttasamtök eru á móti ólöglegu athæfi.

En íþróttahreyfingar munu ekki tjá sig um löglegt athæfi í einstaka löndum.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 10:15

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei og heldur ekki ólöglegt, ef það er í tengslum við fótboltann - eða fyrir fótboltaáhangendur. Bæði FIFA og KSÍ neituðu að taka afstöðu í fyrra - ekki bara gegn vændi heldur líka gegn mansali. Veit ekki hvað á ég að þurfa að segja þetta oft...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.6.2007 kl. 10:25

12 identicon

Ég væri til í að vita hvernig þessar spurningar voru.
Ef þær eru í líkingu við það sem maður heyrir frá róttækum femínistum kæmi mér ekki á óvart að fólk neiti að taka afstöðu.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:54

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bara að þú hefðir sömu trú á femínistunum og fótboltanum!

Hér er linkur á áskorun kvennahreyfingarinnar til KSÍ og þýska sendiráðsins. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.6.2007 kl. 12:12

14 identicon

Ég hef mikla trú á knattspyrnunni það er rétt.

Vandamálið er einfaldlega að Fifa og fleiri sambönd vilja ekki gagnrýna löglega starfsemi í hinum ýmsu löndum og þar strandar malið að öllu leyti.

Svo eru samböndin og ríkisstjorn Þyskalands greinilega ekki sammála ykkur með þær skilgreiningar sem þið notið.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 12:47

15 identicon

Mér finnst þessi áskorun asni loðin og hefði ég ekki viljað taka undir hana sem FIFA eða annað sambærilegt samband sem ekki vill skipta sér af innanríkismálum ríkja. Þið blandið þarna saman vændi og mansali (og ég nenni ekki að hlusta á fyrirlestur um órjúfanleg bönd þarna á milli). Vændi er löglegt í Þýskalandi og það kemur FIFA ekkert við, punktur.

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 14:04

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Excuses, excuses. Og auðvitað kemur það FIFA við þegar vændi, mansali og fótbolta er spyrt saman í eitt - jafnvel þó sumum finnist erfitt að koma auga á það. Hvers vegna ættu foreldrar að setja börnin sín í fótboltaþjálfun ef að einn af fylgifiskunum er vændi og mansal? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.6.2007 kl. 14:08

17 identicon

Þó að stuðningsmenn geri eitthvað er ekki þar með sagt að leikmenn eigi að gera það líka þannig að fólk getur alveg sett börnin sín i fótbolta. 

Málið er líka að fótboltinn er ekki rót vandans. Rót vandans er framboð og eftirspurn.

Þar sem svona margt fólk kemur saman þá munu einhverjir einstaklingar i hópnum stunda það sem er löglegt í landinu. 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 15:07

18 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Þessi yfirlýsing segir að mansal sé kynbundið ofbeldi? Hver er skilgreiningin á mansali eiginlega?

Er til einhverja tölur um vændi vs. mansal þeas hve mikið sé í gangi af hverju. Stundum (eða oft kannski) fer það saman, en hve mikið, mér þætti athyglisvert að sjá tölur, ekki tal. Nú er ég ekki að tala um viðhorfkönnun eða ályktanir, heldur tölfræðileg gögn.  Ég spyr hér því þú virðist hafa mikið af gögnum undir höndunum eins og þetta hljómar frá þér. -en í alvöru, getur þú bent mér á einhver tölfræðileg, hlutlaus, gögn sem að ég get notað til að draga mína eigin ályktun?

Sigurður Jökulsson, 12.6.2007 kl. 15:25

19 identicon

Tek undir með Guðmundi. Það að gera knattspyrnuna sem vandamálinu er afsökun og þar með er horft framhjá hinu raunverulega vandamáli.

Kannski kemur þetta ekki á óvart. Femínistar (eða einhver hópur þeirra) voru nú ansi mikið á móti HM í Japan og S-Kóreu árið 2002. Mótmæltu því að það ætti að sýna þetta vegna útsendingartímans, sem var oft á morgnanna. Ástæðan var sú að karlmennirnir á heimilinum myndu fara að drekka bjór og það væri ekki gott fyrir börnin. Svo eru femínistar að kvarta undan staðalímyndum...

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 16:06

20 identicon

Við skulum ekki gleyma því að Fifa var með átak gegn barnaþrælkun á síðasta HM. Nenni annars ekki að taka þátt í umræðu um vændið á síðasta HM enda ræddi ég það við þig til þrautar fyrir ári.

Ef að þessi frétt er sönn sem ég hef ekki hugmynd um, býst ég við að þetta verði fordæmt. Enda hefur barnaþrælkun verið fordæmd af íþróttahreyfingunni í gegnum tíðina.

En að öðru. Hefur FÍ fordæmt alþjóða viðskiptabankann fyrir kynjaórétti í stjórnunarstöðum innan bankanns? Nú á dögunum var kona sniðgengin þegar ráðið var í háttsetta stöðu innan bankans og varla getur FÍ sagt að þetta komi þeim ekki við, eða hvað? 

manuel (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband