7.6.2007 | 16:57
Allt of mikið af hormónum
Tilkoma getnaðarvarna er eitt mikilvægasta og stærsta skref í kvenfrelsisbaráttunni. Það hefur skipt konur ótrúlega miklu máli að geta stjórnað barneignum og vera ekki óléttar nánast út allan barnseignaraldurinn... Því miður byggir rosalega mikið af getnaðarvörnum á inngripi í hormónastarfsemi líkamans. Aukarverkanirnar eru margvíslegar og sumar hverjar alvarlegar. Margar konur eru tilbúnar til að taka þá áhættu til þess að geta komið í veg fyrir getnað - og reyndar líka til að draga úr blæðingum, eins og fram kemur í greininni (gott dæmi um sjúkdómsvæðingu á því að vera kona...).
Það er nokkuð merkilegt að ekki skuli vera til getnaðarvarnarpilla fyrir karla. Hún hefur nefnilega verið þróuð. Ekki þótti ásættanlegt að setja hana á markað vegna aukaverkana - sem n.b. voru þær sömu/svipaðar og aukaverkanir sem konur þurfa að þola. Sama gengur því ekki yfir bæði kyn í þessum málum. Í samböndum þar sem konan getur ekki tekið pilluna út af aukaverkunum gæti það munað mjög miklu ef karlinn gæti tekið pillu í staðinn... þ.e.a.s. ef hann finnur ekki svona fyrir aukaverkunum eða er í áhættuhópi.
Annars er tvennt í fréttinni sem stakk mig. Annars vegar að fullyrt er að hormónalykkjan sé góð fyrir konur sem ekki geti verið á pillunni. Þessu er ég gjörsamlega ósammála - og tala þar af eigin reynslu. Þó að talað sé um að hormónarnir séu staðbundnir þá berast þeir út í blóðið og geta valdið þar aukaverkunum, rétt eins og pillan.
Hitt er varðandi hettuna. Ef ég skil fréttina rétt var hún tekin af markaði fyrst hún var óvinsæl. Þar með er tekinn úr umferð einn af fáum valkostum sem konur sem annaðhvort ekki geta eða vilja inngrip í hormómastarfsemi líkamans. Þeir valkostir eru allt of fáir og því leiðinglegt að sjá slíkan valkost tekinn út af borðinu.
Vona annars að einhverjum detti í hug snilldargetnaðarvörn sem er auðveld, þægileg og byggir ekki á hormónainngripi...
Ef ekki pillan, hvað þá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Smokkurinn hefur yfirburði yfir allar aðrar getnaðarvarnir, algjörlega hættulaus, fæst alls staðar og ver fólk líka fyrir sjúkdómum.
Bergþóra Jónsdóttir, 7.6.2007 kl. 19:57
"Það er nokkuð merkilegt að ekki skuli vera til getnaðarvarnarpilla fyrir karla. Hún hefur nefnilega verið þróuð. Ekki þótti ásættanlegt að setja hana á markað vegna aukaverkana - sem n.b. voru þær sömu/svipaðar og aukaverkanir sem konur þurfa að þola."
Það merkilega við heiminn er að nýjungar þurfa að uppfylla meiri kröfur en það sem var markaðssett fyrr á tímum. Pillan er nú ef ég las rétt einhversstaðar um 40 ára (sel það ekki dýrara en ég man það). En haldið hefur verið fram að ef að kaffi, eða sígarettur hefðu verið fundnar upp í dag, fengist ekki söluleyfi á þessa hluti. Teldist jafnvel vera ólöglegt, enda bæði fíkniefni (sígarettann kannski aðeins meira).
Þannig að ég tel að í heiminum sem við búum í dag, þurfi nýjungar að standast strangari kröfur, meiri en eldri vörur. (Bílar sem dæmi væru ekki leyfði til sölu með hönnun bíls frá 1940 og öryggisreglu þess tíma -í dag).
Annars er alltaf eitthvað í þróun, fyrir bæði kyn
Sigurður Jökulsson, 7.6.2007 kl. 20:05
Það hefur verið þróuð pilla fyrir karlmenn. Virka efnið í henni heitir gossypol og er unnið úr bómullarolíu. Þetta efni er mjög eitrað og getur haft meðal annars ollið hypokalemiu sem getur dregið fólk til dauða. Önnur aukaverkun er svo varanleg ófrjósemi. Það er því nokkuð augljóst afhverju þessi pilla er ekki komin á markað !
kvenkyns lyfjafræðinemi (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:26
Ef ekki pillan þá smokkurinn. Kannski gleymir karlinn að taka pilluna og konan situr eftir ófrísk. Engum hægt að treyst nema sjálfri sér.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 7.6.2007 kl. 20:58
Pillurnar sem settar eru á markað í dag fyrir konur, líka nýjar pillur, geta haft lífshættulegar aukaverkanir, sbr fréttin á mbl.is nýlega um ungu konuna sem fékk blóðtappa í bæði lungu. Það er umhugsunarvert af hverju ekki er hægt að gera pillu fyrir karla - og hvers vegna það þykir óásættanlegt að pillan þeirra hafi alvarlegar aukaverkanir en það þykir ásættanlegt kvennapilluna? Konum eru gefnir fleiri hormónar en til að koma í veg fyrir getnað, s.s. lyfin sem eru gefin við breytingarskeiðinu.
Annars eru mjög áhugaverðar umræður um þetta inn á blogginu hennar Sóleyjar - sem nú er komin í sumarlitina!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:26
Ég get ekki sagt að mér finnist þær umræður áhugaverðar. Snúast aðallega um það hvort ég svari öllum athugasemdum eða leyfi mér þann dónaskap að ákveða sjálf hvort og hvenær ég svara... En ég er ánægð með sumarlitina!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 22:54
Annars finnst mér magnað að þessi grein snýst um valmöguleika kvenna. Algjörleg viðurkennt sem staðreynd að getnaðarvarnir séu á ábyrgð kvenna og ekki stafkrók að finna um hvers vegna svo sé...
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 22:55
Já er alveg sammála - athugasemdirnar inn á blogginu þínu eru misáhugaverðar... Grétar sagði í gær að hann skildi vel að þú værir kölluð öfgafemínisti - þú vekur svo öfgafull viðbrögð hjá fólki!
En það er voðalega skrýtið að það séu ekki til getnaðarvarnir fyrir bæði kyn... örugglega fullt af karlmönnum sem villja geta stjórnað þessu sjálfir en ekki stóla á að konan gleymi að taka pilluna - og öfugt.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.6.2007 kl. 23:37
Það sem mér finnst áhugaverðast við umræðurnar á síðu Sóleyjar og svör hennar er að hún svarar helst þeim sem eru barnalegir og ómálefnalegir en lætur vera að svara málefnalegum og vel rökstuddum svörum frá m.a. lækni og læknanema. Þar er því til dæmis haldið fram að mun auðveldarar sé að koma í veg fyrir 28 daga ferli hjá konum en að stöðva framleiðslu 300.000 sæðisfruma á dag hjá körlum. Þar að auki að þessi karlapilla sé aðeins 70-90 prósent örugg meðan að kvennapillan er yfir 95 ef mig minnir rétt. Ekki það að ég hafi neitt vit á þessu en þetta eru sjónarmið sem mér væri til að heyra mótrök gegn.
Davíð R. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 01:07
Davíð. Ég svaraði þessu víst. Á meðan við getum klónað kindur, ætti ekki að vera mikið mál að þróa pillu fyrir 300 þús sæðisfrumur sem er jafnörugg og kvennapillan. Það eina sem virðist skorta er áhuginn - og meðvitundin um að konur eiga ekki einar að axla ábyrgð á getnaðarvörnum.
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 11:35
Nú er ég ekki alveg inn í lyfjafræðinni varðandi hvort að það sé eitthvað auðveldara að vera með inngrip inn í líkamsstarfsemi kvenna en karla... en gefum okkur, svona rökræðunnar vegna, að það sé rétt. Ef að það eru rökin fyrir því að pillan fyrir karla er ekki til - þýðir það þá að við eigum alltaf að fara auðveldustu leiðina? Nú er mun minna mál að kippa körlum úr sambandi en konum. Ættu sem sagt bara karlar að fara í ófrjósemisaðgerðir af því að það er auðveldara og hinn valkosturinn ekki að vera í boði?
Rökin um að annað sé auðveldara en hitt duga ekki. Þar fyrir utan eru mun meiri sveiflur í hormónastarfsemi líkama kvenna en karla. Ég hefði haldið að það þýddi að það væri minna inngrip að fikta í hormónastarfsemi karla miðað við það - ekki eins mikið af ófyrirséðum breytum varðandi flöktið. Mér skilst að hér áður fyrr hafi konur verið útilokaðar úr rannsóknum á t.d. hjartalyfjum þar sem hormónasveiflur þóttu hafa of mikil áhrif á prófanir. Í staðinn voru lyfin bara prófuð á körlun - en svo líka gefin konum - sem áttu að þola lyfin þrátt fyrir mismunin á líkamsstarfseminni. Það er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum að byrjað er að tala um að einkenni hjartaáfalla eru öðruvísi hjá konum en körlum. Hingað til hafa sjúkdómseinkennin sem okkur er sagt að fylgjast með verið einkenni karla. Það er mjög margt í heilbrigðismálum sem þarf að skoða með kynjagleraugum og breyta. Getnaðarvarnir eru eitt af því. Auðvitað eiga getnaðarvarnir að vera mál beggja kynja eins og Sóley bendir á - og það eiga að vera valkostir í boði fyrir bæði kyn.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.6.2007 kl. 12:07
Getnaðavarnir ER mál beggja kynja. Karlar myndu alveg taka in lyf sem væru jafn "óörugg" og pillan. Það er mun algengar að karlar eru teknir úr sambandi en konur einmitt vegna þess að það er auðveldara og líklegra ef til kæmi að tengja aftur án kvilla (þó það sé alls ekki öruggt).
Það er verið að þróa hin og þessi lyf til að skipta út pillunni. Heldur þú virkilega að lyfjafyrirtæki myndu slá hendinni við tækifærið að selja nýtt lyf? Bara út frá gróðrahugmyndinni að selja báðum kynjum lyf til að minnka líkur á getnaði. Fyrir utan það ef að bæði tækju inn lyfin, þá væri þetta nokkuð pottþétt gaman án áhyggja.
Ég veit ekkert um þróun, eða notkun hjartalyfja. En vissulega er þetta ábyrgðaleysi að gera ekki prufanir á báðum kynjum. Því til varnaðar þó, þegar hormónasveiflur eru minni, ætti fræðilega séð að vera hægt að stjórna betur áhryfunum, og ef að eitthvað kemur uppá, þá er auðveldara að sjá hvað gerðist, meðan hormónasveiflum gæti verið um að kenna hjá konum (bara smá pæling). Þetta er svipaður hugsanaháttur og að nota einfaldað módel til að útskýra markaði í hagfræði... ef það meikar eitthvað sens.. byrja í umhverfi sem hægt er að stjórna, svo víkka út.
Sigurður Jökulsson, 8.6.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.