Frétt

Nektardansmeyjar á súlustaðnum Goldfinger upplýsa í Ísafold sem dreift verður á morgun að erlendir dansarar hafi sætt meðferð sem einna helst líkist mansali. Stúlkunum var jafnvel óheimilt að fara frjálsar ferða sinna. Í tímaritinu er einnig sagt frá tengslum Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, og því að hann hafi verið tíður gestur á staðnum. Því til sönnunar er birt mynd af honum með tveimur dansmeyjum. Mikill titringur er þegar vegna málsins og hafa áhrifamenn reynt að stöðva birtingu greinarinnar ...

Ofangreint er að finna á vef Mannlífs. Fréttin er dagsett í gær og blaðið er komið í sölu. Þetta er fréttaefni en samt tekst mér ekki að finna þetta inn á neinum af veffréttamiðlunum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Svona karlar væru látnir fjúka úr embætti að minnsta kosti ef þeir byggju í öðrum löndum. Siðleysið hérna er alveg einstakt og er á heimsmælikvarða!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 31.5.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Þóra Kristín Þórsdóttir

Alveg er það magnað ef Gunnar lendir ekki í kastljósþætti út af þessu. Auðvitað krefst þetta umræðu! Ég veit ekki alveg með afsögn samt... maður sem samþykkir strippstað í bæjarfélagið sitt getur allt eins stundað hann líka. Hann átti bara aldrei að vera endurkjörinn.

Þóra Kristín Þórsdóttir, 31.5.2007 kl. 17:12

3 Smámynd: Paul Nikolov

Stúlkunum var jafnvel óheimilt að fara frjálsar ferða sinna.

Ég man eftir því þegar ég vann í veitingahús í 2000, Geir og nokkra dansmeyjar komu að fá sér hádegismat. Ein konu sagði mér einmitt það - hún var krefjast að vera annað hvort í vinnuni eða heima, þar sem hún bjó ásamt aðra dönsurum. Ef henni var leyft að fara, það var alltaf með "escort".

Paul Nikolov, 31.5.2007 kl. 19:13

4 identicon

Las greinina í Ísafold í dag. Hvers vegna er Gunnar Birgisson, maður sem kaupir vændi ennþá bæjarstjóri Kópavogs ?

Brynja Björg Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 19:35

5 identicon

Brynja, hver vegna ætti hann ekki að vera bæjarstjóri? Vændi er fullkomlega löglegt á Íslandi, og það hvort Gunnar kaupi vændi eður ei segir ekkert til um hæfni hans til að gegna Bæjarstjórastarfi. Það sem Gunnar Birgisson gerir í sínum frítíma kemur í raun engum öðrum við, það er einfaldlega hans einkamál.

Viktor Hrafn (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 19:47

6 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Það er vonandi að þetta verði ekki þagað í hel eins og svo margt annað í íslenskri pólitík.

Mæli með greininni, hún er vel unnin og sláandi.

Brynja Björk Garðarsdóttir, 31.5.2007 kl. 20:17

7 Smámynd: Paul Nikolov

Það sem Gunnar Birgisson gerir í sínum frítíma kemur í raun engum öðrum við, það er einfaldlega hans einkamál.

Nema að skattar séu að borga fyrir það að Gunnar Birgisson getur tekið þátt í mannsali.

Paul Nikolov, 31.5.2007 kl. 22:42

8 Smámynd: halkatla

þetta  virkar alveg rosalegt!  ekki hefði mig grunað þetta en ég er líka svo hryllilega bláeyg. Hvernig stendur á því að sumir virðast ekki enn hafa heyrt um mansal og illa meðferð á konum? Að bæjarstjórinn blandist í þetta er eiginlega einum of -  siðleysi Íslands er orðið hryllilega vandræðalegt. Gott hjá þessum stelpum að fara í fjölmiðla, framtakið er glæsilegt og sýnir hugrekki.

halkatla, 31.5.2007 kl. 22:51

9 identicon

hef nú ekki lesið greinina en það ættu flestir sem hafa eitthvað vit á þessu að vændi og tilheyrandi er ekki það versta sem þarna fer fram og að hann Gunnar okkar Birgisson er í vasanum á eiganda staðarins, spillingin leynist allstaðar maður þarf bara að vilja sjá hana..

G. Ó (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 23:29

10 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Nú er ég alveg ólesinn ogóupplýstur, en getur verið að stelpurnar séu í slíku aðhaldi til að koma "í veg fyrir" vændi? bara smá pæling. Annars þarf þetta mál að koma á yfirborðið til að fá á hreint hvað er í gangi þarna. Enginn íslendingur vill láta mansal viðgangast á Íslandi. En án þess að vera lesinn og með sannanir gegn einum eða neinum, læt ég hann njóta vafans á meðan.

Er þessi grein til í stafrænu formi? Ég er ekki beint staðsettur á klakanum um þessar mundir.

Sigurður Jökulsson, 1.6.2007 kl. 00:23

11 identicon

Það má tala endalaust illa um fólk en saklaus er uns sekur er fundinn.

Það að einhverjar ásakanir séu settar fram í Mannlíf eru ekki það áræðanlegar að ég nenni að taka það alvarlega.

Gunnar þekki ég bara af hinu góða og þangað til að hann er kærður og fundinn sekur um eitthvað sem er saknæmt mun ég ekki breyta minni skoðun á honum. Maðurinn hefur unnið mjög gott verk Kópavogi.

Óþolandi svona persónuníð.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 00:34

12 identicon

jafnvel er lykilorðið. Fengu þær aldrei eina einustu mínútu til þess að flýja? Til þess að kalla á hjálp? Greinilega voru þær bara sjálfar á sjálfseyðileggingarferli og væla svo yfir því eftir á og vilja kenna öðrum um. 

Og já... mannsal er ekki afsökun fyrir því að banna starfsemina. Við gætum alveg eins bannað framleiðslu á skóm til þess að koma í veg fyrir barnavinnu í sumum löndum. Það eru konur (og karlar) þarna úti sem vilja gera þetta af fúsum og frjálsum vilja og það er ekki réttlætanlegt að banna þeim það vegna erfiðleika annarra! 

Geiri (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 02:21

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Mæli með að fólk lesi greinina. Finnst hins vegar furðulegt að enginn skuli hafa flutt fréttir af þessu ennþá. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.6.2007 kl. 09:58

14 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hér er verið að vaða reyk og rugla fólk í ríminu. Blandað er saman hugsanlegu mansali eða illri meðferð á starfskrafti (sem í sjálfu sér getur verið ástæða til að rannsaka) og heimsókn bæjarstjórans á þennan vinnustað.

Gunnar er víðsýnn maður og húmoristi . Hann má láta mynda sig með hverjum sem er. Hann getur einnig farið í heimsókn í hvaða löglegt fyrirtæki sem er. Það segir nákvæmlega ekkert. Látið ekki eins og kjánar.

Mikið skelfing er mér illa við þessa rógburðaráráttu.

Guðmundur Pálsson, 1.6.2007 kl. 10:07

15 identicon

Og þá spyr sá sem ekki veit, hvaða sannanir eru fyrir þessum málflutningi?

Er það sannað þannig að ekki sé neinn vafi að Gunnar sé sekur um eitthvað það sem ýjað er að í greininni?

Ég efast á einhvern hátt stórkostlega um þetta, enda finnst mér þetta lykta af óvild og persónuníð og skil forsvarsmann kaupáss vel með þessa ákvörðun, enda finnst mér sum tímaritanna alveg mega missa sín, enda grunar mig að ef einhver fótur væri fyrir þessum "sögusögnum" þá hefðu hin stóru blöð, allavega annað þeirra hjólað í málið og við værum að lesa um málið á annaðhvort mbl.is eða visir.is.

Mér finnst fólk sem þarf að upphefja ósannaðar sögur um fólk á bloggsíðum sínum vera að reyna að upphefja sjálft sig í einhverskonar "heilagleika" - að það sé betra en allir aðrir.

Mér þykir miður að sjá þannig skrif hjá þér Katrín Anna, enda hefur þú nú oftar en ekki bloggað mjög flottar og skilmerkilegar greinar hér sem hafa svo sannarlega sýnt innsæi og skilning á samfélaginu frá þínu sjónarhorni, og fyrir mína parta verið ánægjuleg lesning.

Hins vegar get ég ekki orða bundist með að sjá nafngreindan aðila dreginn í svaðið með fullyrðingum án þess að nokkuð sé því til sönnunnar annað en getgátur blaðamanns.

Guðmundur Hrafn (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 10:08

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Guðmundur það er mynd af Gunnari á staðnum inn í blaðinu. Það er sönnunargagn. Mæli annars með lesningu á greininni. Hún er vel unninn og það sem þar kemur fram er í samræmi við það sem er þekkt í kringum aðferðir nútíma þrælahalds, eins og það er kallað. Þrælahald án fjötra. Það er satt best að segja einfeldningslegt af okkur Íslendingum ef við höldum virkilega að við sleppum við þrælahaldið á meðan allar aðrir Evrópuþjóðir sleppa ekki... Eiginlega of mikil bjartsýni þar á bakvið.... eða trú á að við séum eitthvað betri en rest. Ég hef oft furðað mig á því hversu lítið er skrifað um það sem fram fer á bakvið tjöldin í kynlífsiðnaðinum, hversu lítil rannsóknarblaðamennska er í gangi og hversu fá úrræði lögreglan hefur til að bregðast við. Það er t.d. í lögreglusamþykktum Kópavogsbæjar að einkadans er bannaðar. Samt er hann bæði stundaður og auglýstur af Goldfinger. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.6.2007 kl. 10:18

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi meinta frétt er undir liðnum "orðrómur". Væri þetta þar ef það væri eitthvað kjöt á beinunum. Er þetta ekki svona"let him denigh it" frétt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2007 kl. 10:30

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nú hefur Ísafold sent frá sér fréttatilkynningu um málið. Það er varla orðrómur... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.6.2007 kl. 11:59

19 identicon

Er hægt að lesa þessa grein á netinu? Ég er staddur í Danmörku og kem ekki heim fyrr en eftir mánuð.

En mér finnst þetta mál hrikalega loðið sérstaklega þar sem aðrir stórir fjölmiðlar hafa ekki gert sér mikinn mat úr þessu. Hljómar eins og slúður á hæsta stigi.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 13:41

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei, ég held að þetta sé ekki aðgengilegt á netinu. Greinin er hins vegar vel unninn. Hún byggir að hluta til á viðtölum við 3 konur sem hafa unnið á Goldfinger. Einnig fór  1 blaðamaður á staðinn (under cover) og ræddi við eina sem vinnur þar. Síðan eru alls kyns önnur gögn tínd til og skoðuð - ásamt auðvitað myndinni af Gunnari inn á staðnum.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.6.2007 kl. 14:07

21 identicon

Maður verður þá bara að bíða og sjá hvað kemur á netið og hvort það verða einhverjir eftirmálar af þessu. 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 14:29

22 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Þetta lyktar dáldið eins og "bubbi fallinn" grein, en jú, ég er í danmörku og get ekki lesið greinina til að staðfesta það

Sigurður Jökulsson, 1.6.2007 kl. 14:50

23 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Hef ekki lesið greinina og ætla því ekki að tjá mig um hana.  En mér finnst þetta frekar fyndið

Í tímaritinu er einnig sagt frá tengslum Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, og því að hann hafi verið tíður gestur á staðnum. Því til sönnunar er birt mynd af honum með tveimur dansmeyjum.

Getur einhv samt mér hvernig ein mynd, sem er tekin á einum tímapunti verið sönnun þess að maðurinn hafi verið tíður gestur?  Myndin er í mesta lagi sönnun þess að hann hafi mætt einu sinni.

Getur vel verið að Gunnar sé fastagestur, en þetta er klaufalega orðað.

Hafrún Kristjánsdóttir, 2.6.2007 kl. 01:22

24 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Það var reyndar aðeins sagt frá þessu í fréttum stöðvar 2 í gærkveldi og á eftir kom síðan hann Geiri Goldfinger og talaði við Ísland í dag.

Honum virtist þykja það ofur eðlilegt að hann færi fram á það við konurnar sem vinna fyrir hann að þær fengju fylgd heim og væru undir eftirliti í 8 tíma og að hann gæti farið fram á það að þær færu bara að sofa í 8 tíma eftir vinnu! Maðurinn er ekki með öllum mjalla. Reyndar fyndist mér það bara hið besta mál að þær sem vildu fengju fylgd heim til sín til þess að vernda þær fyrir áreiti sem þær gætu hugsanlega lent í... - en auðvitað er ekki eðlilegt að þeim sé skylt að fara að sofa ef þær vilja gera eitthvað annað eftir vinnu. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 2.6.2007 kl. 12:26

25 identicon

Mynd sannar ekkert, ef það næðist mynd af Geir Haarde í Bónus er hann þá innundir hjá Jóhannesi??

Ég þekki ekki til á svona stöðum nema lítið, en fylgd heim er bara hluti af því að vernda viðskiftaaðila sem þú ert með. Það eitthvað um að menn sem sæki staðina séu perrar sem væru líklegir til að veitast að þeim eftir vinnu (rétt eins og á öðrum djamstöðum). Þessar stelpur þekkja ekki til hérna og myndu hugsanlega nýta sér að selja sig ef færi tækist á því, amsk þessar úr fátækari löndum heimsins. Það sem ég hef heirt af þessum stað, þá er vændi ekki hluti af starfseminni, og líta á það sem svartan blett á þeim starfsvettvangi sem þeir starfa á.

Sigfus (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband