Krúttlegasti forsætisráðherrann

Það verður fróðlegt að sjá hvort að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu tekst að mynda nýja ríkisstjórn - og halda henni út kjörtímabilið! Enn fróðlegra verður að sjá hversu mikil áhersla verður lögð á jafnrétti kynjanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir lélega frammistöðu í þeim málaflokki... og hefur í raun gert eins lítið og hann hefur komist upp með á þessu 16 ára valdatímabili, ef fæðingarorlof feðra er undanskilið. 

Femínistafélagið sendi í dag frá sér eftirfarandi áskorun á formenn stjórnmálaflokkanna og fréttafjölmiðla:

Í tilefni af stjórnarmyndunarviðræðum skorar Femínistafélag Íslands á þá stjórnmálaflokka sem mynda með sér stjórnarsáttmála að leggja áherslu á jafnréttismál.

Grípa þarf til aðgerða og fylgja þeim eftir.  Samþykkja þarf ný lög um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna, sporna gegn klámvæðingunni, kynbundnu ofbeldi og vændi, þ.m.t. að samþykkja sænsku leiðina. Það þarf að stórefla Jafnréttisstofu og veita fjármagni í málaflokkinn svo hægt sé að stuðla að framförum. Útrýma þarf kynbundnum launamun með virkum aðgerðum og jafna laun á milli hefðbundinna kvenna- og karlastarfa.

Femínistafélagið bendir á að Ísland er eftirbátur allra Norðurlandaþjóða hvað varðar jöfn kynjahlutföll á þingi. Lýðræði er ekki einkamál karla og nauðsynlegt að bæði kyn komi jafnt að ákvörðunartöku. Við skorum því á nýja ríkisstjórn að sýna jafnrétti í verki með því að hafa jöfn kynjahlutföll í ráðherraliði. Einnig er mikilvægt að viðurkenna og nýta betur þá þekkingu og fræði sem til eru í jafnréttismálum kynjanna.

**

Fyrir nokkrum mánuðum fór ég á fyrirlestur Lisa Johnson, sem sérhæfir sig í markaðssetningu til kvenna. Hún talaði mikið um tæknina og breytingarnar sem eru að verða í markaðssetningu. Sérstaklega sniðugt fannst henni þegar neytendum (væntanlegum) er gert kleift að búa til sitt eigið dót... sem hægt er að senda áfram út um allt. Varla hægt að beita ódýrari og skilvirkari aðferð ef vel tekst til... Hér er eitt dæmi. Fann þetta hjá Salvöru og fannst þetta svo krúttlegt að það verðskuldar dreifingu.  

ps. ekki að mér finnist Ingibjörg vera minna krútt... hún er bara ekki orðin forsætisráðherra... ennþá! 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Klassíska spurningin um jafnrétti á þingi. Eiga konur að fara á þing vegna kynferðis eða málefna? Nú var á annsi mörgum stöðum prófkjör. Þar kusu konur karla til þess að vera fulltrúar sínir á alþingi. á að ganga gegn vilja þessara kvenna?

Nú er formaður VG alltaf verið Karlkyns. Verður þessu ekki að breyta hið snarasta til þess að leiðrétta kynja misrétti? 

Fannar frá Rifi, 18.5.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Samfylkingin er eini flokkurinn þar sem kona er formaður. Óþarfi að pikka VG eitthvað sérstaklega út sem flokkinn þar sem þarf að breyta... Það er óeðlilegt að karlar séu alltaf í meirihluta - og það er ekki lýðræðislegt. Karlar njóta forgjafar í krafti kyns... og virðast bara ansi sáttir við það...

Það hefur sýnt sig og sannað að konur bera frekar upp þingmál sem snerta konur. Dagvisturnarmál, launamál, kynferðisofbeldi, vændi, fæðingarorlof... allt dæmi um mál sem konur komu á koppinn. Í sumum málum stangast hagsmunir kynjanna beinlínis á eða afstaðan er ólík eða með mismunandi forgang. Ef karlar eru alltaf í meirihluta er það líka raunveruleiki karla sem hefur vinninginn -  með öðrum orðum, forgangur á lífssýn karla. Skil ekki hvers vegna þeir sem baula hæst um að ekki eigi að vera kvóti því það sé svo niðurlægjandi fyrir konur að komast inn á kvóta skuli ekki baula jafnhátt eða hærra um þá forgjöf og neikvæðu mismunun sem karlar njóta í krafti kyns. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.5.2007 kl. 00:46

3 identicon

Katrín Anna: Það er mjög einföld ástæða fyrir Því af hverju konur eru færri á Alþingi... Konur eru tæplega 1/3 þeirra sem taka beinan þátt í pólitík, þetta hlutfall endurspeglast svo einnig hjá þeim sem komast áfram í lykilstöður. Því er ómögulegt að hafa konur sem helming þingmanna, helming ráðherra o.s.frv. án þess að það sé á kostnað karlmanna. Þið feministar ættuð að byrja á réttum enda og hvetja fleiri konur til þess að bjóða fram í pólitík í stað þess að krefjast helmings þegar kemur að lykilstöðunum. Sem betur fer eru ennþá flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem lýta á einstaklinginn og málefnin í stað þess að raða eftir kynferði. Annars var konum að fjölga á Alþingi og er það meðal annars Sjálfstæðisflokknum að þakka, kvenþingmönnum frá þeim var að fjölga um helming. 

Geiri (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 02:12

4 identicon

þetta verður hægri stjórn heilbrigðisgeirinn einkavættur

leeds (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 06:51

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er kona og stend með kynsystrum mínum ef það er að vera Femíisti þá er ég forfallin Femínisti. Takk fyrir Bloggvináttuna. Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.5.2007 kl. 09:26

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Geiri það er bara alls ekki rétt að konur séu ekki að bjóða sig fram. Set hér inn útreikninga frá Auði Magndísi Leiknisdóttur frá einhverju prófkjörinu í vetur - sem Sóley er nýbúin að rifja upp á blogginu sínu:

  • 7 karlar af þeim 11 sem buðu sig fram komust á topp 10.
  • 3 konur af þeim 7 sem buðu sig fram komust á topp 10.
  • Karlar sóttust að meðaltali eftir sæti nr. 4,4.
  • Konur sóttust að meðaltali eftir sæti nr. 5,5.
  • Karlar komust að meðaltali í sæti nr. 3,1.
  • Konur komust að meðaltali í sæti nr. 6,7.
Sóldís - takk sömuleiðis fyrir bloggvináttuna!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.5.2007 kl. 09:54

7 identicon

Síðasti ræðumaður kom með ágætis dæmi um það sem fer í taugarnar á mörgum í sambandi við (forréttinda?)feminista. Það er setningin "Ég er kona og stend með kynsystrum mínum". Það mætti halda að þetta sé eitthvað stríð á milli karla og kvenna stundum. Á móti hverjum?

En það sem ég ætlaði að segja (þó það tengist þessum pistli kannski ekki alveg :P ) var í sambandi við umtal ykkar í sambandi við klæðaburð og kúgun. Mér finnst einsog þið séuð að rugla saman tveim hugtökum; kröfur og kúgun. Það er alveg eðlilegt og í beinu samræmi við reglu Darwins að í þjóðfélaginu séu gerðar kröfur til einstaklinga um að vera betri, flottari og gáfaðri en næsti maður. Það er ekki kúgun.

Það að segja að g-stengir séu tákn um kúgun er kjánaskapur. Það neyðist engin kona til þess að klæðast þeim; þær eru ekki kúgaðar/neyddar til þess.  Þær sem klæðast þeim gera það ekki í nafni kreddufylltrar trúar, heldur útaf því að þær vilja (legg áherslu á orðin "þær vilja") fylgja tískustraumum. Það er fullt af fólki sem gerir það ekki og er bara sátt með sig og aðra. Engin kúgun. Kröfur og frjálst val.

Jósep Birgir Þórhallsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:02

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jósep - geturðu ekki sett kommentið um klæaðburðinn á réttan stað...! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.5.2007 kl. 10:05

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Konur sóttust að meðaltali eftir sæti nr. 5,5.

liggur þarna ekki vandinn? hvað ef konur hefðu sótt að meðaltali í sæti nr 4? Kannski hefði þeim gengið betur. En kannski eru við bara að sjá núna aukna þáttöku kvenna í stjórnmálum. Í kjör til miðstjórnar sjálfstæðisflokksins er mikill meirihlutinn konur. Þessar konur eiga eftir að fara í pólitík. Síðan hvað varðar fyrirtæki þá eru um 60% háskólanema konur.

Er ekki málið að konur munu eftir 10-20 ár verða komnar í um 50-60% stjórnenda stöður af eigin verðleikum? 

Fannar frá Rifi, 18.5.2007 kl. 15:02

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ef það væri málið ættu konur að vera komnar í stjórnunarstöður núna. Það er langt síðan t.d. hlutfallið varð jafnt í viðskiptafræði og vinnumarkaðurinn fullur af hæfum konum með menntun og reynslu. Málið er flóknara en það... það er mismunun í gangi... svo ölum við kynin líka upp á ólíkan hátt...metum hið karllæga meira en hið kvenlæga o.s.frv. Samlagningaráhrifin af öllum þessum þáttum þýðir að staða kvenna og karla er ójöfn og "lýðræðið" virkar betur fyrir annað kynið en hitt.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.5.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband