Ekkert spæld...

Mér finnst það dugnaður að hafa hjólað Mósó - Grafarvogur - Grafarholt í gær og Grafarholt - Grafarvogur - Mosó í dag! Bætir samt ekki kynjahlutfallið á þingi. Crying Stundum vildi ég að það væru kosningar einu sinni á ári. Afleitt að þurfa að bíða í 4 ár eftir að hægt sé að bæta úr málum. Annars er líka hægt að krossa fingur og vona að sem flestir karlkyns þingmenn með konu sem varaþingmann hætti á kjörtímabilinu... Stemninginn er svolítið eins og í gamla daga þegar karlarnir borðuðu fyrst og konurnar fengu svo það sem var eftir. Þær fengu samt líka að borða. Bara minna og seinna. Og karlarnir gátu valið sér bestu bitana. Svona svipað og núna... 

Nei, nei.... ég er ekkert spæld... Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Mér finnst líka dugnaður í þér að hjóla svona.

Önnur bloggvinkona mín segir lesendum sínum reglulega frá því hvað hún er dugleg að hjóla, og nú er ég komn með hálfgert samviskubit. Það á þó ekki eftir að standa lengi því ég ætla barasta líka að fara að skokka og/eða hjóla! 

Svona víðtæk áhrif getur það haft að segja frá afrekum sínum á hjólhestinum.  

erlahlyns.blogspot.com, 14.5.2007 kl. 03:53

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

LOL

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 12:09

3 identicon

ÁSKORUN

Nú hefur þú undanfarið rætt mikið um kynjahlutföll á þingi og kvartað mikið yfir óréttlæti o.s.frv.

 Ég skora á þig að fynna flokk sem þú getur átt samleið með, eða jafnvel stofna feministaflokk og bjóða þig fram til alþinis eftir 4 ár.

Það skilar alltaf meiri árangri að framkvæma hlutina en að tala um þá.

Ég gæti jafnvel kosið þig.  Ekki vegna þess að þú ert kona heldur vegna hæfileika þinna.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 12:52

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Segi bara eins og alltaf... be careful what you wish for - your wish might come true

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 13:32

5 identicon

Ég vona að þetta sé loforð hjá þér. 

X Kata

Ragnar (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 13:45

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Skal lofa að finna mér flokk... Það verður að duga sem loforð í bili.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 13:58

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Samfylkinguna vantar einmitt fleiri konur til að bæta kynjahlutföllin hjá sér! ;)

Svala Jónsdóttir, 15.5.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband