10.5.2007 | 11:29
Barátta gegn nauðgunum
Rauði krossinn í Noregi er með auglýsingu á heimasíðunni sinni um eina afleiðingu stríðs fyrir konur - þegar nauðganir eru notaðar sem vopn í stríði. Textinn sem fylgir myndunum þrem, útleggst einhvern veginn svona á íslensku:
1) Versta vopnið er ekki endilega lengst til vinstri
2) Í stríði gerast ekki bara hræðilegir hlutir á vígvellinum
3) Hjá mörgum konum setur stríðið augljós spor
Á heimasíðu norska Rauða krossins er hægt að skoða átakanlega stuttmynd um málið.
Ps. og fyrir áhugafólk um birtingarmyndir kynjanna... og hvaða nekt er leyfð og hvaða ekki... athyglisvert að spá í að ekki var hægt að hafa konuna í fötum... þó það sé mjög auðvelt að mynda konur í fötum þannig að óléttan sjáist... en hins vegar er bannað að sýna "vopnið" sem notað er í stríði gegn konum! Af hverju er karlinn ekki ber?
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
ja er það ekki útaf því að hann á að vera með byssuna þarna á myndinni, hangandi í belti á buxunum...hef aldrei séð allsberann hermann, eingöngu með byssubelti utan um sig...þó svo það sé örugglega til
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 10.5.2007 kl. 12:09
Annars finnst mér svona óléttumyndir af konum mjög fallegar, veit ekki hvað fólki fyndist um karlmann með delann í einni og byssu í annarri, frekar klámfengið kannski...þessi mynd af konunni er bara mjög smekkleg og fín... En hvað er málið ? Langaði þig svona að sjá vopnið, hvort þetta væri skammbyssa eða fallbyssa
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 10.5.2007 kl. 12:17
Það eru ekki svo mörg ár síðan hætt var að líta á nauðgun sem sjálfsagðan hlut af löndum heims. Það tekur sennilega einhverja mannsaldra fyrir karlmenn í stríðum að hætta að nauðga konum og börnum. Takk fyrir link.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.5.2007 kl. 12:59
ég ætlaði að sjálfsögðu að skrifa "Það eru ekki svo mörg ár síðan hætt var að líta á nauðgun sem sjálfsagðan hlut í stríði, af löndum heims"
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.5.2007 kl. 13:01
Góður linkur. Málum er nefninlega þannig farið að þegar þjóðir lýsa yfir stríði gegn hvorri annari þá er ekki bara verið að samþykkja dauða hermanna, því stríði fylgja nauðganir, ofbeldi gegn saklausu fólki og dráp á saklausu fólki. Það er enginn "góður" í stríði, allir breytast í einhverskonar villidýr. Þetta eigum við Íslendingar að hafa í huga næst þegar við stöndum frammi fyrir því að leggja blessun okkar yfir stríðsrekstur, því um leið erum við að leggja blessun okkar yfir allt það sem fylgir stríði.
Guðmundur Örn Jónsson, 10.5.2007 kl. 14:06
Nú er nauðgun auðvitað glæpur og eitt form af ofbeldi, nú fylgir ofbeldi oftast nær stríðum er það ekki? Heldurðu að þetta tiltekna form af ofbeldi eigi eitthvað eftir að hverfa frekar en annað?. Held að það hafi nú aldrei verið litið á nauðganir sem einhvern "sjálfsagðan" hlut...en því miður þá fylgir stríðum ofbeldi og þetta form af því er ekkert undanskilið frekar en dráp og limlestingar, ekki satt?
Eru hlutskipti karlmanna í stríði eitthvað betra en kvenna?
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 10.5.2007 kl. 14:09
Ég efast um að hlutskipti nokkurs í stríði sé gott. Þó hlýtur að vera ögn skárra að vera karlmaður og þurfa ekki að hafa áhyggjur af að vera nauðgað ofaná allt hitt ofbeldið...
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 14:31
Skipulagðar nauðganir eru notaðar sem vopn í stríði. Eins eru þær notaðar sem partur af þjóðarmorði... sérstaklega í samfélögum þar sem viðhorfin eru þannig að konurnar verða fyrir aðkasti á eftir, enginn vill giftast þeim o.s.frv. Einnig þar sem konurnar verða stundum ófrískar á eftir og þar með eignast þær börn sem eru "blönduð" - þetta er sem sagt ein leið til að útrýma ákveðnum þjóðarbrotum.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 19:31
Óskar þú klikkar á einu mikilvægasta atriði varðandi stríð í dag. Það er sú staðreynd að mikill meirihluti þeirra sem deyja eru saklausir borgarar - EKKI hermenn!! Þannig hefur það verið allt síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Og nauðgunum hefur verið beitt skipulega til þess að gera útaf við samfélagið innan frá, og útiloka um leið þessar konur og börnin sem til verða, frá þátttöku í samfélaginu. Það eru ekki konur sem eru að etja þjóðum útí stríð, það eru karlar, það eru þeir sem eru þjóðarleiðtogarnir.
Ég velti því fyrir mér hvort það væri ekki vænlegra að lifa í heimi þar sem konur hefðu sömu völd og karlar?
Guðmundur Örn Jónsson, 10.5.2007 kl. 23:04
Óskar ertu sem sagt á móti því að það sé barist gegn nauðgunum í stríði?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 23:15
Óskar þannig að ef einhver er í baráttu gegn hjartasjúkdómum þá skammarðu þann sama fyrir að minnast ekki baráttu gegn krabbameini, HIV, fuglaflensu, sykursýki, kvefi og öllum hinum sjúkdómunum líka á sama tíma?
Hvar stoppar listinn hjá þér? Finnst þér ekkert skrýtið að tala bara um stríð þegar það er fullt af fólki sem deyr úr hungursneyð og bílslysum? Er þér bara nákvæmlega sama um það fólk???? Sérðu ekkert athugavert við svona málflutning?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 00:16
Óskar held líka að þú hefðir gott af að lesa þetta. Og af hverju finnirðu ekki tölur um hversu margar konur voru teknar af lífi... þýðir lítið að bera saman tölur ef þú kemur bara með annað kynið... Eins og fram kemur í því sem ég benti þér á þá eru 70% þeirra sem eru drepin í stríði almennir borgarar.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 00:28
Soldið einhæft sjónarhorn af stríðum sem kemur fram hérna.
Konum er nauðgað af sömu ástæðu og karlenn eru drepnir í stríðum. Sóley er semsagt þeirri skoðun að það sé betra að deyja en vera nauðgað. Á þá ekki bara að taka öll fórnalömb nauðgana af lífi, það er náttúrlega miklu betra að vera dauður. Svo má ekki gleima því að oft eru þessir menn neiddir til að nauðga og sína óvininum fyrirlitingu.
Svo eins og réttilega kemur fram þá eru flestir sem fara í stríð karlmenn. Ég hef nú heyrt að menn sem komi heim úr stríði séu ekkert betur á sig komnir andlega en konum sem hefur verið nauðgað. Fullt af fónalömbum þar sem ekki er talað mikið um. Hver ætli hlutföllin milli kynjanna hafi verið í stórum stríðum eins og heimstyrjöldunum, hef á tilfinningunni að meir hlutinn hafi verið karlmenn. Sama má gegna um sudan og darfur og fleiri ríki í afríku. Svo þessi 30% sem eru ekki almennir borgarar eru karlmenn. Það þýðir að minnsta kosti 65% þeirra sem deyja í stíðum eru karlmenn. Karlmenn eru lika kynferðislega niðurlægðir í stríðum, fer ekki jafn mikið fyrir því.
Var það ekki kona sem var að misþyrma aumingja köllunum í Abu Grabi
Svo þetta með hvaða nekt er leyfð og hvaða ekki, ég skil ekki eitt þar. Hvort viljiði að bæði séu nakin eða bæði í fötum ? Persónulega finnst mér þetta fínt eins og þetta er, ég er ekki viss um að lafandi skinnsokkur sé heillandi og ef það er komið smá blóð í hann þá er ekki ólíklegt að orðið klám hefði heyrst einhverstaðar. Svo eru kvennmanslíkamar í langflestum tilfellum miklu fallegri en karlmannslíkamar, held að bæði konum og körlum þyki fallegt að sjá bera óléttubumbu. Ósanngjarnt að karlmenn séu ekki jafn lögulegir og konurnar.
Svo held ég að það verði ekkert minna ofbeldi þótt konur væri við stjórnvölinn. Konur eru ekkert minna grimmar er karlmenn og miskunnarlausar þegar kemur að ofbeldi. Ég hef sko séð konur slást og lemja mennina sína. Svo var ég að lesa að það er miklu líklegra að konur beiti börnin sín ofbeldi en karlmenn, reyndar eru konur ekkert minni gerendur í heimilsofbeldi en karlar. Ofbeldið sem konur beita er ekki jafn öfgafullt og skilur ekki jafn sýnileg ör eftir sig en ofbeldi engu að síður.
Skrítið að maður fái það alltaf á tilfinninguna að hlusta á feminista að þeir einu sem eru færir um að beita ofbeldi séu karmenn og þá á kostnað kvenna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 21:11
Bjöggi þú ert að gera það sama og Óskar hér. Við erum að tala um einn afmarkaðan hluta af stríði. Satt best að segja finnst mér ótrúlegt að hlusta á það að ekki sé hægt að ræða um þennan hluta af stríði án þess að það komi "en hvað með karlana?" Já - hvað með karlana? Þarft og gott umræðuefni - og um að gera að stöðva stríð. Ég styð það heils hugar. Tek líka undir það að stríð fer mjög illa með karlmenn. Krefst þess af þeim að þeir séu skepnur - og þeir breytast sumir hverjir í algjörar skepnur. Margir koma heim illa farnir á sál og líkama og ná sér aldrei. Hér var ég hins vegar að benda á nauðganir sem stríðstæki og baráttu gegn þeim. Finnst mjög leitt að sjá að þið 2 þolið ekki svoleiðis umræðu... né takið undir að það þurfi að berjast gegn þessu.
Varðandi myndbirtinguna - þá finnst mér líka skrýtið að þið talið um að þessi auglýsing eigi að þjóna þeim tilgangi að sína ykkur fallegan kvenmannslíkama. Auglýsingin snýst ekki um að sýna óléttu og börn sem fallega afurð af stríði. Mæðurnar verða oft á tíðum fyrir útskúfun úr samfélaginu og þetta er ekki þeirra val. Konur koma sjaldnast að ákvörðun um stríð, þær hafa ekki aðgang að völdum í að semja um stríð og frið en margar þeirra eru fórnarlömb stríðs. Þær velja ekki að vera nauðgað og þær velja ekki að verða ófrískar. Það er kannski stærsti gallinn við þessa myndbirtingu - allavega miðað við þessi komment hér - auglýsingunni er ætlað að vekja athygli á óhugnalegum afleiðingum stríðs fyrir konur og þessi börn en ekki "mmm fallegt... en gaman fyrir hana að eignast barn".
Varðandi það að kvenmannslíkaminn sé fallegri en karlmannslíkaminn þá er það samkvæmt skilgreiningu hins gagnkynhneigða karlmanns sem hefur skilgreint heiminn út frá sínum veruleika. Sumar konur apa þessa sýn upp... sem kemur enn og aftur inn á kynjakerfið og hversu lærðum augum við horfum á okkar umhverfi.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 22:53
Það skiptir ekki máli þótt að auglýsingin eigi ekki að sýna eitthvað fallegt, hún á að ná til okkar og hún gerir það afþví að hún er falleg. Hún væri líka óaðlaðandi ef það væri typpi á myndinni. Þetta er eina leiðin til að fá mig til að skoða svona augýsingu, þá er maður bara fara eftir frumhrifum sem held að breytist ekki mikið úr þessu.
Nei, líkami karmanna er ekki jafnlínulegur og hlutfallsega "góður" fyrir augað. Óléttir kvennmenn eru lika fallegir, konan er að fara fæða nýtt barn í heiminn. Fólk tengir þessa hugsun við ólétta kvennmenn, það er ekki karlegt sjónarhorn, ég held að bæði konum og körlum finnst það fallegt að vera fæða nýtt líf inn í heiminn. Það hafa líka stærðfræðingar og tölfræðingar sem hafa haldið því fram að líkami kvenna línurnar og annað eru "betri fyrir augað" svona eins og gullinsnið af svipuðum ástæðum.
bjöggi (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.