Hvernig ætli staðan sé hér?

Væri fróðlegt að sjá niðurstöður úr sams konar könnun hér. Man þegar ég var í BNA þá var talað um rannsóknir á því hversu margir karlmenn töldu ok að beita valdi ef þeir hefðu borgað fyrir matinn... það var ansi hátt hlutfall. Allt of hátt. Hér eymir líka eftir af öllum nauðgunarmýtunum. Get nefnt sem dæmi að á síðasta ári þegar nokkur nauðgunarmál urðu fjölmiðlamál þá þótti t.d. Morgunblaðinu ástæða til að skella því upp í fyrirsögn að í öllum tilvikum hafi konurnar verið einar á ferð. Samt á það sem er frávikið að vera frétt en ekki það sem er normið. Það hefði því mun frekar verið frétt ef konurnar hefðu ekki verið einar á ferð... því hitt er reglan. Konum er nauðgað þegar þær eru einar. Fyrirsögnin var eins og að segja að flugvélin hafi verið á lofti þegar hún hrapaði... Nú veit ég samt alveg að Mogginn meinti vel... og mörgum öðrum fjölmiðlum þótti líka ástæða til að gera mikið mál úr því að konurnar hefðu verið einar. En skilaboðin sem felast í svona eru skýr - "hvað í andskotanum eru konur að þvælast einar á ferð því þá getur þeim verið nauðgað!!!" Þarna er ábyrgðinni nefnilega að hluta til varpað yfir á konurnar, alveg burtséð frá því að á hverjum degi eru tugþúsindir kvenna einar á ferð án þess að vera nauðgað; einar með vinum sínum; einar með mökum sínum; einar með vinnufélögum sínum. 

Hér er líka talað um konur sem þiggja far með ókunnugum, konur sem drekka áfengi, konur sem klæða sig á vissan hátt, tala á vissan hátt eða sofa hjá. Á Hitti sem Femínistafélagið hélt fyrir nokkrum árum lét einn fyrirlesarinn út úr sér að það skipti máli að vita hvort konu sem hefði verið nauðgað hefði sofið hjá öðrum karlmanni fyrr um kvöldið - því það sýndi að hún vílaði ekki fyrir sér að sofa hjá ókunnugum og það drægi úr trúverðugleika hennar! 

Já, það er nefnilega margt óunnið hér á landi líka, sem sést líka á hinum mikla fjölda kynferðisglæpa og hversu vanbúið réttarkerfið er til að höndla þau mál... En vonandi erum við nú samt betri en Norsararnir! 


mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Þetta er erfitt viðfangs. Mér finnst líka mikilvægt að vara konur við því að vera til dæmis einar á ferð seint á kvöldin í miðbænum. Því reynslan hefur sýnt okkur að oftast er ráðist á konur sem eru einar síns liðs og hafa engan sér til hjálpar. Það eru alls ekki allar konur nógu varar um sig og um að gera að fræða þær um hvernig þær eigi að gæta sín á þeim skrímslum sem nauðga konum á götum úti.

Þessi könnun er þræláhugaverð og ég er sammála þér, það væri fróðlegt að sjá samskonar könnun gerða meðal karlmanna hér á landi.

Brynja Björk Garðarsdóttir, 25.4.2007 kl. 23:40

2 identicon

Eru karlmenn í Noregi almennt svona heimskir? Ætli þeir viti skilgreininguna á nauðgun? Ætli þeir viti muninn á nauðgun og kynlífi almennt? Það að halda því fram að kona beri ábyrgð á því að vera beitt ofbeldi fyrir það að daðra eða klæða sig á ákveðinn hátt er heimska.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:42

3 identicon

Enn ein bullkönninin sem er afbökuð og afskræmd í þeim eina tilgangi að láta karla líta út fyrir að vera einhver monster.  Auðvitað þorir enginn að draga í efa aðferðarfræðina eða niðurstöðurnar, slíkt yrði samstundis túlkað sem meðvirkni með ofbeldisfullum kallpungum.

Á minni æfi hef ég aldrei hitt karlmann sem hefur á nokkurn hátt réttlætt nauðgun, aldrei nokkurn tímann.  Annað er líka staðreynd að kynferðisglæpamenn eru ofsóttir í fangelsum af kynbræðrum sínum og eru þar lægstir í goggunarröðinni af öllu því úrhraki sem þar safnast.  Það segir miklu meira um viðhorf karla til kynferðisglæpa og kynferðisglæpamanna en einhver "könnun" einhverra "fræðinga".

Hinsvegar vekja svona "niðurstöður" áleitnar spurningar um upphaflegan tilgang könnunarinnar.  Það skildi þó ekki vera að tilgangurinn hafi verið fyrirsögn í dagblaði, frekar en vísindaleg staðreynd.  Tilgangurinn hafi verið að bæta við eldivið á nornabál feminista - "four legs good, two legs baaad, four legs goooood, two legs baaaad" (rollurnar í Animal Farm Orwells voru ekkert nema sniiiild).

Þrándur (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 02:11

4 identicon

"Bara karlar geta stoppað ofbeldi gegn konum"

Afsakaðu, en þarft þú ekki að leita þér hjálpar?  Getur svona skoðun virkilega talist heilbrigð?  Hver kemur svona kjaftæði inn í hausinn á þér kona?  Og svo segir þú "Hætta að kenna öðrum um.  Það leysir ekkert"

Er ekki miklu eðlilegra að skilja vandan frekar en að alhæfa og ala á hatri og fordómum?  Þegar þú "hættir að kenna öðrum um" og getur litið framhjá eigin fordómum og hatri, þá er möguleiki á að "hægt sé að horfast í augu við stöðuna eins og hún er".

En það er vissulega ákveðin opinberun að þú skulir hafa þá skoðun að helmingur karla þyki sjálfsagt að nauðga konum.  Hefur þú eitthvað fyrir þér í því annað en þessa "könnun"?  Þú hefur, ef marka má þín orð, sérstakt lag á því að "horfast í augu við stöðuna eins og hún er".

Hvernig annars samrýmist niðurstaða þessarar könnunar kærðum nauðgunum í Noregi?  Er öllum norskum konum nauðgað annað hvert ár?   Koma svo með tölulegar staðreyndir Elísabet, þú ert svo mikið inn í "stöðunni eins og hún er".

Þrándur (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 03:00

5 identicon

Þetta er alveg satt hjá þér, karlar sem nauðga eru ekki að fá næstum því nægar hegningar. Legg ég til að stofna nýlendu á Kolbeinsey, flytja þá þangað og leyfa þeim svo að redda sér sjálfir með mat og annað. Gæti verið gerður svona sjónvarpsþáttur í anda Battle Royale.

Jósep Birgir Þórhallsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:14

6 Smámynd: Tryggvi H.

þetta var stórgölluð spurning í lélegri könnun, sjá niðurstöðurnar og tímabært að spyrja sig hversu samfélagið er bætt með annarri eins vitleysu eins og að halda að helmingur karlmanna telji það konum að kenna ef henni er nauðgað, get off it!!!!

sjá http://tryggvih.blog.is/blog/tryggvih/entry/189195/

ps. spurningin var ekki einu sinni um nauðgun, hlýtur að skipta máli- eða hvað

Tryggvi H., 26.4.2007 kl. 10:13

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

það eru nú ekki allir sammála þér í þýðingu á orðinu overgrep - mér er sagt að það þýði árás... ekki áreitni... en er að tékka þetta betur.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 10:44

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Brynja Björk... það er rétt hjá þér að konur eru einar þegar þeim er nauðgað - en sjaldnast er það úti á götu. Miklu algengara er að það sé þegar þær eru einar með vinum, kunningjum eða mökum... Ef við ætlum sem sagt að skerða frelsi kvenna sem forvörn í nauðgunum væri skynsamlegast að segja konum að eiga hvorki vini, kunningja né maka.... Að segja konum að forðast bara ókunnuga menn úti á götu er nefnilega minnsta ógnin en ekki mesta... Það er samt ógnin sem okkur er tamast að samþykkja að skerða frelsi kvenna út af... Sem sagt - ef niðurstaðan á í alvörunni að vera sú að konur eigi að gera eitthvað til að forðast að vera nauðgað þá þýðir það beisikally að hætta að vera til...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 10:49

9 identicon

Er ekki alveg með á hreinu með hugtakið sem notað var en eitthvað hlýtur að segja að Stoltenberg lýsti yfir verulegum áhyggjum vegna niðurstöðu könnunarinnar. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:53

10 Smámynd: Tryggvi H.

Það hefði verið hægt að vera mun klárari og spyrja "bara" um nauðgun. Overgrep getur jú þýtt árás (sexual assault), líka áreitni (harassment) en líka óréttlæti. Málið er bara að þetta er óljóst og því ekki klárt hvað hver og einn er að hugsa þegar hann svarar spurningunni. - Algjör grundvöllur að fólk sé að tala um sama hlutinn í svona mælingumGallinn felst líka í því að leggja saman að jöfnu "ábyrgð" (ansvar) og "um að kenna" (skyld). Í fjölmiðlum hefur verið slegið fram að karlar telji nauðgun vera konum að kenna, það náttúrulega gengur ekki upp. Og síðast en ekki síst er verið að leggja að jöfnu "full ábyrgð" og "hlut ábyrgð"

Haft var efir Jorgen Lorentzen í fréttum í morgun (kynjafr) að hefðu konur svarað sömu spurningu þá hefðu niðurstöður líklega verið mjög svipaðar. Þannig að aðferðafræðin mun örugglega hljóta athygli fljótlega- (sjáum hvað setur)

með bestu kveðju og góðum vilja, Tryggvi H.

Tryggvi H., 26.4.2007 kl. 11:32

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tryggvi mér skilst á fólki sem hefur skoðað könnunina (ég er því miður ekki nógu sleip í norskunni sjálf) að í því samhengi sem spurt er um í könnuninni þá sé alveg klárt að ekki sé um kynferðislega áreitni að ræða. Einnig er annar flötur á því máli... sem er auðvitað að konur eiga heldur ekki að vera gerðar ábyrgar ef þær verða fyrir kynferðislegri áreitni - sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. 

En það er kannski ágætt að það komi fram líka að könnunin var gerð vegna þess að í Noregi er að fara af stað átak karla gegn nauðgunum, svipað og karlahópur Femínistafélagsins hefur verið með hér heima (karlmenn segja nei við nauðgunum). Eitt sem var jákvætt í könnuninni var að einhver hluti karla var tilbúinn til að beita sér gegn kynferðisofbeldi... og það er náttúrlega frábært! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 12:57

12 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Þetta er alveg rétt sem þú ert að segja Katrín Anna enda var ég ekki að segja að skerða ætti frelsi kvennanna eins og þú túlkar þetta. 

Einfaldlega að þetta er óhjákvæmilega hluti af forvörninni. Það er gott að hafa varann á þegar maður er einn á ferð. Árásum hefur fjölgað á konur á götum úti því verður ekki neitað. Og það er hræðileg þróun.

Ég er líka sammála því sem femínistar hafa bent á undanfarið að forvarnirnar ættu fremur að beinast að körlunum. Tvímælalaust, enda eru það þeir sem nauðga.  

Brynja Björk Garðarsdóttir, 26.4.2007 kl. 13:42

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jamm... en hér er einn brainteaser... af hverju ættu konur bara að hafa varann á sér þegar þær eru einar niður í bæ en ekki alltaf í kringum karlmenn?

Þó svo að ég vildi gjarnan skella þessari spurningu inn án nánari útskýringar þá er ég svo fullkomlega viss um að sumir muni misskilja mig að ég set með útskýringu líka. Samkvæmt tölfræðinni um hvar og hvenær nauðganir eru framdar þá eru konur í mun meiri hættu á að vera nauðgað þegar þær eru með karlmönnum sem þær þekkja. Samt sem áður er það talinn ásættanlegur hluti af forvörn að tala um að konur eigi að hafa varann á sér þegar þær eru einar á ferð en ekki ásættanlegt að tala um að þær eigi að hafa varann á sér þegar þær eru með karlmönnum sem þær þekkja. Ef við ætlum hins vegar að setja alla samfélagsgerðina til hliðar - og allt sem heitir PC - og einblína bara á tölfræðina - hvenær er þá mest ástæða til að vara konur við??? 

Svarið er í kringum vini/kunningja/maka... og það þykir ekki PC heldur karlahatur... enda eiga konur að treysta körlum... See my point? Forvarnirnar eru ekki endilega rökréttar/lógískar út frá staðreyndum mála heldur hvað er samfélagslega ásættanlegt - eins og að segja passaðu þig á ókunnugum karlmönnum, ekki vera ein úti eftir að dimma tekur, ekki drekka þig fulla, ekki vera í stuttu pilsi... En staðreyndin er sú að kona er öruggari ein úti að labba niður í miðbæ heldur en ein heima með vini sínum.... 

Án þess að ég vilji hvetja konur til að hafa aldrei varann á sér... þá finnst mér þetta samt verðugt umræðuefni - einnig út frá því hvaða frelsisskerðingu konur verða fyrir út af þessari ógn við ofbeldi.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 14:40

14 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Nú skil ég betur hvað þú átt við.

Maður er bara orðinn svo samdauna þessum "reglum" sem hamrað er á manni allt frá barnæsku að stundum þarf einhvern annan að benda manni á hið augljósa.

Brynja Björk Garðarsdóttir, 26.4.2007 kl. 15:43

15 identicon

Ég myndi ekki ráðleggja myndalegri konu að klæða sig sexy fara niður í bæ og daðra við mikið af köllum. Það kemur bara að því að það kemur einhver geðsjúklingur og nauðgar henni, eða eitthvað verra. En að sama skapi myndi ég ekki banna henni það.  

 Ég myndi líka telja það varasamt að vera einn á ferð, seint um nótt um helgi niðri í bæ. Meira að segja ef þú ert karlmaður getur það verið varasamt.

 Mér finnast þessar niðurstöður úr þessari könnun svolítið dulafullar.  Ég get ekki sagt að ég þekki marga karlmenn sem myndu einu sinni þora að segja þetta í gríni að það væri konum að kenna að vera nauðgað.

 Ég veit ekki alveg hvað það er en manni finnst einhvernvegin... miðað við allar þessar rannsóknir og allt þetta að stór hluti karlmanna séu bara eitthverjir nauðgara og kynvillingar. Maður fær orðið hálfgert samviskubit yfir því að vera karlmaður og fær á tilfinninguna pervertismi og nauðganir séu eitthverskonar sturlanir sem hrjái alla karlmenn einhvertíman í lífinu. 

Mér finnst að feminisatar ættu að fara tóna niður umfjöllun sína um karlmenn. Skilaboðin sem feministar eru að senda held ég að fari að mestu leiti ofan garðs og neðan þegar það er ráðist svona á karlmenn. Ef þið eruð á móti nauðgunum og viljið breyta hugarfari karlmanna til kvennmanna og fækka nauðgunum þá þurfið þið að setja skilaboðin í þannig form að karlmenn séu tilbúnir til að hlusta en fari ekki í vörn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 17:45

16 Smámynd: Pétur Henry Petersen

"En staðreyndin er sú að kona er öruggari ein úti að labba niður í miðbæ heldur en ein heima með vini sínum.... "

hmhm.... held að líklega sé ekki rétt að nota hér orðið "vinur". Kannski gefur það til kynna að talskona FF beri nokkurn vara til allra karla, vonandi ekki kalda. Vissulega eru kynferðisglæpir hérlendis oftast í heimahúsum enn ég held (og hef sossum engar tölur) en að það sé þá oft um að ræða kunningja eða semi-ókunnuga gestgangandi. En ekki vini, eins og ég skil orðið. Allaveganna ekki í raun.

Annars held ég að þessi umræða (og please please dont hate me) snúist um frávik milli raunveruleikans og þess sem við óskum og krefjumst. Við óskum öll eða krefjumst eftir því að lifa án ofbeldis og trúum að það sé okkar réttur, jafnt dag og nótt, ung sem gömull. Raunveruleikinn er annar og það er ljóst að við ákveðnar aðstæður eru líkur á því að verða fyrir ofbeldi einhverjar eða meiri þó að það sé ekki fórnarlambinu að kenna og sé á engann hátt réttlættanlegt. 

Ofbeldi er hér notað í víðum skilningi (sic), held ég geti haldið því fram að karlmenn séu frekar fórnarlömb almenns ofbeldis, í formi t.d. slagsmála jú af hendi annara karlmanna vissulega, en samt fórnarlömb. Því er hægt að gera tvennt, forðast slíkar aðstæður eftir fremsta megni,sem vissulega er frelsiskerðing eða reyna að breyta raunveruleikanum t.d. með fræðslu, löggjöf, hegningum, mildara þjóðfélagi o.sv. frv.  Aftur hér er þetta rætt frekar almennt, og t.d. má ekki gleyma öldruðum en ég get ekki ímyndað mér annað heldur en að margt eldra fólk forðist að vera á ferli af ótta við rán og barsmíðir.

Við eigum því að stefna að ofbeldislausu þjóðfélagi frá A til Ö, eins og það er mögulega hægt án þess að gelda okkur kalla greyin En samt lifum við ekki í því þjóðfélagi núna og því verður fólk að hafa varan á sér, hvort sem að það vill eða ekki, og líklega ekki til hagsbóta að loka augunum fyrir því.

Sit nú annars hér í Osló med dagbladet í hönd og ég held að þetta séu nú bara semi gul pressa að spúa út einhverju til að selja eða tilað æsa upp umræðuna. Og það hefur jú tekist  

Pétur Henry Petersen, 26.4.2007 kl. 19:34

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nenni varla að svara þessum innleggjum frá ykkur Pétur og skh... Pétur - ef þú gengur út frá því sem vísu að konur sem tala um kynferðisofbeldi beri kala til karla, þá er heldur ekki nema von að þú skiljir ekki umræðuna... 

skh... ef þú myndir fara í flugvél og hún hrapaði þætti þér þá rétt að vara alla karlmenn við að fara í bíltúr niður í bæ?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 20:38

18 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Ég sé nú ekki hvað það var sem að ég sagði sem mögulega réttlætir þetta svar:

"ef þú gengur út frá því sem vísu að konur sem tala um kynferðisofbeldi beri kala til karla, þá er heldur ekki nema von að þú skiljir ekki umræðuna..."

 Ég bara ALLS EKKI sagði að konur sem tala um kynferðisofbeldi beri kala til karla.  Bara ALLS EKKI og mér finnst það meiri háttar ömurlegt að þú haldir því fram að ég hafi sagt eða gefið það í skyn. Heldur sagði ég að fólk sem segir að vinir kvenna nauðgi þeim, beri mögulega kala til karla, því að slíkir menn eru ekki vinir (sagði líka vonandi EKKI kalda). Það að halda því fram að karlkyns vinir nauðgi sýnir brenglað viðhorf til karla, eins og ég skil orðir vinur. Og það er ekki einkenni kvenna almennt heldur ákveðinna kvenna, taki til sín sem eigi.

Afsökunarbeiðni óskast, ef þú lest það sem ég skrifa og það sem þú skrifar, sérðu að ég á hana inni hjá þér.

Pétur Henry Petersen, 26.4.2007 kl. 20:47

19 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hvað ef sagt er að afar, pabbar, stjúppabbar, eiginmenn og þar fram eftir götum beiti kynferðisofbeldi... ber það líka vott um kala til karla, svona eins og þú skilur þessi orð?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 20:53

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

shiiiiiiitttttt...steingleymdi að setja orðið sumir fyrir framan upptalninguna. Biðsta innilegrar afsökunar á því og mun reyna að gæta þess að það komi aldrei fyrir aftur!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 20:58

21 identicon

Ég myndi ekki ráðleggja myndalegri konu að klæða sig sexy fara niður í bæ og daðra við mikið af köllum. Það kemur bara að því að það kemur einhver geðsjúklingur og nauðgar henni, eða eitthvað verra. En að sama skapi myndi ég ekki banna henni það.  

 Ég myndi líka telja það varasamt að vera einn á ferð, seint um nótt um helgi niðri í bæ. Meira að segja ef þú ert karlmaður getur það verið varasamt.

 Mér finnast þessar niðurstöður úr þessari könnun svolítið dulafullar.  Ég get ekki sagt að ég þekki marga karlmenn sem myndu einu sinni þora að segja þetta í gríni að það væri konum að kenna að vera nauðgað.

 Ég veit ekki alveg hvað það er en manni finnst einhvernvegin... miðað við allar þessar rannsóknir og allt þetta að stór hluti karlmanna séu bara eitthverjir nauðgara og kynvillingar. Maður fær orðið hálfgert samviskubit yfir því að vera karlmaður og fær á tilfinninguna pervertismi og nauðganir séu eitthverskonar sturlanir sem hrjái alla karlmenn einhvertíman í lífinu. 

Mér finnst að feminisatar ættu að fara tóna niður umfjöllun sína um karlmenn. Skilaboðin sem feministar eru að senda held ég að fari að mestu leiti ofan garðs og neðan þegar það er ráðist svona á karlmenn. Ef þið eruð á móti nauðgunum og viljið breyta hugarfari karlmanna til kvennmanna og fækka nauðgunum þá þurfið þið að setja skilaboðin í þannig form að karlmenn séu tilbúnir til að hlusta en fari ekki í vörn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 22:39

22 identicon

Ég myndi ekki ráðleggja myndalegri konu að klæða sig sexy fara niður í bæ og daðra við mikið af köllum. Það kemur bara að því að það kemur einhver geðsjúklingur og nauðgar henni, eða eitthvað verra. En að sama skapi myndi ég ekki banna henni það.  

 Ég myndi líka telja það varasamt að vera einn á ferð, seint um nótt um helgi niðri í bæ. Meira að segja ef þú ert karlmaður getur það verið varasamt.

 Mér finnast þessar niðurstöður úr þessari könnun svolítið dulafullar.  Ég get ekki sagt að ég þekki marga karlmenn sem myndu einu sinni þora að segja þetta í gríni að það væri konum að kenna að vera nauðgað.

 Ég veit ekki alveg hvað það er en manni finnst einhvernvegin... miðað við allar þessar rannsóknir og allt þetta að stór hluti karlmanna séu bara eitthverjir nauðgara og kynvillingar. Maður fær orðið hálfgert samviskubit yfir því að vera karlmaður og fær á tilfinninguna pervertismi og nauðganir séu eitthverskonar sturlanir sem hrjái alla karlmenn einhvertíman í lífinu. 

Mér finnst að feminisatar ættu að fara tóna niður umfjöllun sína um karlmenn. Skilaboðin sem feministar eru að senda held ég að fari að mestu leiti ofan garðs og neðan þegar það er ráðist svona á karlmenn. Ef þið eruð á móti nauðgunum og viljið breyta hugarfari karlmanna til kvennmanna og fækka nauðgunum þá þurfið þið að setja skilaboðin í þannig form að karlmenn séu tilbúnir til að hlusta en fari ekki í vörn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 22:40

23 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

hmmm... spurning um að gefast bara upp og ráðleggja öllum konum að gera eins og þið segið strákar.... ekki vera einar niður í bæ, ekki drekka, klæðið ykkur í búrku, ekki deita, ekki daðra, ekki fara í partý, ekki giftast, ekki eiga vini eða kunningja! but remember at all times - þið eruð frjálsar! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 23:25

24 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Geturðu komið með upptalningu á hvað eru vafasamir staðir? Og hvers vegna viltu stoppa þar? Flestum konum er nauðgað af einhverjum sem þær þekkja - viltu ekki að konur hafi varann á í kringum karlmenn sem þær þekkja? Hvernig dregur þú línuna á milli við hvaða aðstæður konur eiga að hafa varann á til að vera ekki nauðgað? Eiga konur að hafa vantraust á ókunnugum karlmönnum en treysta karlmönnum sem þær þekkja??? Hver er rétta hegðunin fyrir konur?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 23:54

25 identicon

Það sem er mest sláandi við viðbrögðin við þessari könnun er framsetning fjölmiðla, sbr. fyrirsögn moggans "konunum sjálfum að kenna".  Annað er líka greinilegur vilji feminista til að túlka niðurstöðuna með sama hætti og fjölmiðlar, þó svo að það hafi verið bent á að könnunin er meingölluð og greinilega unnin af fúskurum.  Einhverjum hefði dottið í hug að feministar tækju því með fögnuði að könnunin væri fúsk og sannaði alls ekki að stórum hluta karla teldi nauðgun "konunum sjálfum að kenna", en svo er greinilega ekki.  Það er eins og "taking candy from a baby" að upplýsa þær um að könnunin er kjaftæði.  Hvaða annarlegar hvatir liggja þarna að baki hjá feministum?  Það veit ég, en ætla að láta hjá líða að nefna það augljósa.

Hitt er svo annað mál að miklu merkilegri niðurstaða er í þesari könnun, niðurstaða sem miklu frekar hefði átt erindi í fyrirsagnir fjölmiðla.  Sú staðreynd að 77% karla segja að ofbeldi gegn konum sé ekki réttlætanlegt, jafnvel þó konurnar beiti sjálfar ofbeldi af fyrra bragði. 

En slíkar niðurstöður verða aldrei að fyrirsögn í fjölmiðli, slík niðurstaða gengur þvert á markmiðið, hún sýnir karla í jákvæðu ljósi, og slíkt má ekki sjást í feminísku hysteríuni sem hefur heltekið skrílinn. 

Þrándur (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 01:11

26 identicon

Það er staðreynd að í yfir 60% tilvika þar sem börn sæta ofbeldi á heimili, eru konur gerendur. Þó hafa feministar ákveðið að heimilisofbeldi sé "kynbundið ofbeldi", þ.e. ofbeldi karla á konum. Tilkynningar til barnaverndarstofu eru c.a. tífalt það sem kvennaathvarfið getur "státað" sig af. Það hefur ekki áhrif á viðhorf feminista, þeir eru ennþá sannfærðir um að heimilisofbeldi sé "kynbundið". Eða þeir eru alla vega að reyna að sanfæra aðra um að heimilisofbeldi sé í raun kynbundið, þegar staðreyndir segja allt aðra sögu.

Kannski að í framhaldi af þessum staðreyndum átti Elísabet R. sig á því að "bara konur geta stöðvað ofbeldi gegn börnum", þær "hætti að kenna öðrum um, það leysi ekkert" og að konur "horfist í augu við stöðuna eins og hún er".

Annars verð ég að hrósa Katrínu fyrir réttsýni og sanngirni þegar hún tekur fram að rétt væri að tala um að SUMIR karlar nauðga. Fræðingurinn sem skrifaði ritgerð með heitinu "af hverju nauðga karlar" hefði betur leitað álits hjá henni um nafngift á ritgerðinni.

Þrándur (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 01:56

27 Smámynd: Pétur Henry Petersen

"Hvað ef sagt er að sumir afar, pabbar, stjúppabbar, eiginmenn og þar fram eftir götum beiti kynferðisofbeldi... ber það líka vott um kala til karla, svona eins og þú skilur þessi orð?"

bætt við sumir 

Döhhh, nei auðvitað ekki, það ber engann vott um kala til karla heldur er staðreynd. Svo sakarðu mig um að skilja ekki umræðuna.....

Ég var einfaldlega að benda á að vinir nauðga ekki, heldur kunningjar eða semi-ókunnugir og að ef að einhver nauðgar þá er hann ekki vinur (skv skilgreiningu orðsins). Það að segja að karlkyns vinir séu hættan, ber ekki vott um óeðlilegan þankagang gagnvart körlum, nákværa orð hér væru kunningjar. Þetta er frekar einfalt og túlkun þín á orðum mínum er beinlínis ærumeiðandi. Það að láta sér detta í hug að einhver haldi að umræða um kynferðisofbeldi beri vott um kala til karla, er mjög móðgandi og óvitrænt.

Svo notaði ég ekki orðið kala heldur vara og vonandi ekki kalda, svo það er ekki eins og þú hafir rétt eftir heldur. 

Þú vilt greinilega ekki biðjast afsökunar á orðum þínum, sem er að mínu áliti mjög alvarleg. Þú um það.

Niðurstaða mín: Yðar málflutningur er beinlínis skaðlegur jafnrétti kynjanna, þú ert því hluti af vandamálinu frekar en lausnin.  

Pétur Henry Petersen, 27.4.2007 kl. 10:30

28 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Pétur - vonandi hættir þolandinn að líta á viðkomandi sem vin eftir ofbeldið. En áður en hann nauðgar getur hann vel verið vinur... skil ekki af hverju það er svo erfitt fyrir þig að skilja það... 

Helgi, skh og allir hinir... það er ekki eins og konur hafi aldrei varann á sér... lesið endilega innleggið frá Sóley þar sem hún útskýrir þetta vel. Það felst frelsisskerðing í ógninni við ofbeldi - frelsisskerðing sem karlmenn verða ekki fyrir. Fyrir nokkrum vikum setti Sóley inn auglýsingu sem gerð var til forvarnar áfengisneyslu - þar var mynd af liggjandi konu og sagt að í einhverjum ákveðnum hluta nauðgana kæmi áfengi við sögu. Nú kemur áfengi við sögu hjá bæði þolanda og nauðgara oft á tíðum. Mynduð þið sætta ykkur við auglýsingu þar sem væri mynd af karlmanni og slagorðið væri "neysla áfengis getur leitt til þess að þið nauðgið"???

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.4.2007 kl. 10:36

29 Smámynd: Pétur Henry Petersen

takk fyrir þetta skh, það er bara eins og bloggmóðir sjái ekki þennan einfalda punkt..... heldur kýs hún heldur að líta á alla karlmenn sem jafna ógn. Kíkinn fyrir blinda augað. 

Pétur Henry Petersen, 29.4.2007 kl. 13:49

30 identicon

Þessi komment um að þeir sem nauðgi geti ekki verið vinir kvennanna finnst mér ótrúleg. Eiga konur sem sagt að sjá utan á þeim karlmönnum sem þær telja vini sína að þeir séu það ekki í raun og veru? Auðvitað veit konan það ekki fyrr en eftir á að þessi vinur eða vinir séu ekki raunverulegir vinir. En það er ekki hægt að ætlast til þess að að konurnar viti það fyrirfram. Þær telja þessa menn vera vini sína, það er allt sem skiptir máli.

Guðrún Beta (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband