Bannað

Hlustaði á Þorlák Karlsson úthúða afnámi launaleyndar á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Sumar upphrópanirnar hans voru sérlega skemmtilegar.... "sko ef við afnemum launaleynd þá kannski lækka hátt launaðar konur í launum. Já. Afnám launaleyndar getur hreinlega lækkað laun kvenna". Shocking (ekki orðrétt... en ca). Svo er stærsta syndin af öllu auðvitað að með afnámi launaleyndar að þá er ekki hægt að borga afkastamiklu og hæfu starfsmönnunum miklu, miklu meira en hinum.... Eitthvað svo skrýtið bara að þessir hæfu starfsmenn virðast vera karlmenn í yfirgnæfandi meirihluta! 

Annars væri áhugavert að skoða launamun á milli karla í sama starfi innan sama fyrirtækis. Kannski það myndi virkja karla í baráttunni fyrir afnámi launaleyndar... þegar þeir komast að því að hann Siggi er með miklu hærri laun en þeir... og samt er Siggi ekkert klárari en þeir, ekki hæfari og ekki duglegri... en kannski frekari eða betri vinur stjórans kannski??? Gasp Jú, jú, stundum er Siggi eflaust klárari, duglegri, hæfari og afkastar meiru... en það sem sagt mun stuðla að verri hópanda og allt fer pottþétt til fjandans ef starfsfólki er ekki bannað að tala sín á milli um hvað það er með í laun! 

Alveg afskaplega langar púkanum í mér að segja núna við atvinnurekendur "ykkur var nær!" ... en það er örugglega bannað að segja svoleiðis, eða ætti að vera bannað, rétt eins og það er bannað að banna atvinnurekendum að banna starfsmönnum að segja frá laununum sínum. 

Það eru komin 46 ár síðan lög um jöfn laun fyrir sömu störf voru sett.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og löngu tímabært að fara að fylgja þessum lögum eftir.

Annars ótrúlegur rökstuðningur hjá Þorláki. Jafngóður og allur annar sem maður heyrir.

Laufey Ólafsdóttir, 27.4.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: halkatla

ummmm, hóp-andi skiptir alltaf mismiklu, það er ekki oft sem honum er stofnað í voða af sannleikanum. Einelti á vinnustöðum er nú þegar algengt, varla eykst það svo mjög þó að fólk tali um launin sín.

auk þess skil ég ekki þennan amingjaskap, geta atvinnurekendur ekki staðið á sínu og rökstutt eigin ákvarðanir? Ef fólki líkar ekki launin þá fer það bara annað. Það þýðir ekkert að vera með heimtufrekju ef það er engin innistaða. Þetta vita allir. Ég hef ekki heyrt ein vitræn rök með launaleynd - bara eitthvað sem afsakar þennan aumingjaskap. Það eru ábyggilega til einhver góð rök, en ég hef bara ekki heyrt þau

halkatla, 27.4.2007 kl. 10:32

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég get vel skilið að atvinnurekendum þyki þægilegt að geta haft starfsmenn á mismunandi háum (eða lágum) launum án þess að þurfa að rökstyðja það. Myndi örugglega þykja það afskaplega þægilegt sjálf ef ég væri í þeirri stöðu Hins vegar finnst mér hitt bara vega mun þyngra og vera mikilvægt réttlætis- og mannréttindamál. 

ps. Halkatla... svo ánægð með stefnubreytinguna

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.4.2007 kl. 10:40

4 identicon

Afhverju meika einkarekin fyrirtæki ekki bara haga sýnum launamálum hvernig sem þau vilja ? Skil ekki afhverju það þurfa endilega allir að vita hvaða laun fyrirtæki eru að borga. Ef að fólk er ekki sátt með launin sín fer það bara einhvert annað að vinna og ef það er sátt með launin sín þarf það ekkert að vita hverjir eru með hærri laun bara til þess að verða ósátt með sín laun. 

Bergur (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 14:36

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jájá, Bergur. Eflaust þætti þér bara í fínu lagi að fá minna greitt heldur en konan sem vinnur nákvæmlega sama starf við hliðina á þér... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.4.2007 kl. 14:54

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Og ein spurning Bergur - þegar þú spyrð af hverju einkarekin fyrirtæki mega ekki haga sínum launamálum eins og þau vilja.... ertu nokkuð að spyrja út í af hverju einkarekin fyrirtæki megi ekki brjóta lög?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.4.2007 kl. 14:56

7 Smámynd: Zóphonías

Eins og Nancy Parezo segir þá vilja flestir tengja konur við viðkvæmni og konur sem bíta frá sér eru taldar óforskammaðar frekjur. Líklega sjáum við þennan ótta kvikna núna í þessari umræðu. Auðvitað er launaleynd ekkert nema tímaskekkja og til þess fallin að halda konum niðri í launastiganum. 

Zóphonías, 27.4.2007 kl. 22:17

8 identicon

Eitthvað virðist viðskiptafræðimenntunin hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá þér Katrín.  Eins og þú veist, eða átt að vita, þá vilja atvinnurekendur bara ekkert borga meira en þeir þurfa fyrir aðföng til rekstrarins, þ.m.t. laun til starfsfólks.  Ef karlar eru almennt dýrari starfskraftur, en samt engu betri starfskraftur, en konur, þá væru einfaldlega karlar miklu óarðbærari starfskraftur.  Það leiddi svo til þess að atvinnurekendur réðu frekar konur en karla til starfa, gefur auga leið. 

Ef þú vilt meina að til sé eitthvað sem hægt er að kalla "kynbundinn launamun", þá er tvennt til í stöðunni:

a)konur eru lélegri, og þ.a.l. verðminni starfskraftur en karlar.

b)atvinnurekendur eru bjánar sem sóa peningum í vitleysu, sem aftur skýrir hvers vegna þeim gengur bara alveg þokkalega að reka sín fyrirtæki.

Svo væri náttúrulega hægt að nálgast viðfangsefnið með öðrum hætti en með "kynjagleraugun" á nefinu.  Þá fengist kannski eðlilegri skýring.  Sjálfsagt ekki eins dramatísk, en trúverðugari og vitrænni.  Það gefur auga leið að það er ekki körlum til gagns að verðleggja sig út af markaðnum, þokkalega borguð vinna er betri en atvinnuleysi.

Annars væri líka gagnlegt að hætta að yfirfæra kvennlega eiginleika yfir á viðskiptalífið og launagreiðslur.  Meint samstaða karla um að hygla körlum vegna kynferðis er bara til í hausnum á feministum.  Þetta sést allstaðar.  Mottóið er "stattu þig eða hypjaðu þig" í viðskiptalífinu, ekki einhvert helvítis kellingarvæl. 

Þrándur (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 03:05

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég myndi kannski vilja að þetta væri orðað þannig að fyrirtækjum væri óheimilt að banna fólki að segja frá því hvað það hefur í laun. Annars er það mín reynsla að ótrúlegasta fólk þykist ekki muna hvað það hefur í laun - án þess að um nokkra launaleynd sé að ræða. Ég vinn í háskólaumhverfinu þar sem launamál eru flókin og þar sem allir kennarar fara í gegnum umfangsmikið mat. Reglurnar eru aðgengilegar en flóknar. En okkur er ekki bannað að segja frá því hvað við höfum í laun ef okkur tekst að muna það. Og það er kjarni málsins að það er hægt að rökræða reglurnar sem slíkar en launin ery ekki byggð á geðþóttaákvörðunum, t.d. er hægt að rökræða reglurnar út frá hvort þær mismuni kynjum eins og tilefni eru til að álíta. Þær mismuna kynjum t.d. á þann máta að starfsreynsla er miklu minna metin en rannsóknarstörf og það kemur niður á konum - og öðrum - sem hafa starfsreynslu tengda rannsóknarsviðinu. Dæmi: Hjúkrun, kennsla.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.4.2007 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband