16.4.2007 | 13:56
Karlatímarit
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál var að detta inn um lúguna hjá mér. Tímaritið er gefið út af viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og markmið þess er "að vera vettvangur fyrir fræðilega umræðu í viðskiptafræði og hagfræði".
Í ár var ákveðið að vera með karlatímarit. Ritstjóri blaðsins er karlmaður. Tæknileg ritstjórn er reyndar í höndum konu og hún skemmir svolítið fyrir hinni allt-um-lykjandi karlastemningu. Í ritstjórn eru 3 karlar. Í tímaritinu eru 4 greinar og þær eru allar eftir karla.
Kynjahlutföll í viðskipta- og hagfræðideild HÍ eru nokkuð jöfn. Það er til aragrúi kvenna með viðskiptafræðimenntun í samfélaginu. Get ekki sagt að ég fagni því neitt sérstaklega að fá bara rödd karla inn um lúguna hjá mér.... ég vil fá raddir bæði karla og kvenna.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Ég hins vegar vil fá raddir áhugaverðs fólks, óháð kyni. En það er kannski lummó að hugsa þannig. Veit það ekki.
Sóttust karlarnir kannski einir eftir því að ritstýra og skrifa í blaðið? Eða var eingöngu leitað til karla? Spurning um að kanna það.
Og hvað er karlastemning?
Magnús (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 14:57
Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda. Hvernig væri að konur myndu bara taka sig til og senda inn greinar. Hefurðu kannað kynjahlutfall þeirra sem skrifa í Veru eða tímaritið fyrstu skrefin?
Einar (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 15:03
Ekki veit ég hvaða tilgangi þessi umræða á að þjóna. Það fer sennilega verst í þig að það skildi vera kona í hópnum enda reynirðu að gera sem minnst úr hennar hlutverki. Ég tek undir með þeim sem lögðu athugasemdir á undan mér.
Steinn (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 15:11
Ég er ritstjóri Tímarits um viðskipti og efnahagsmál sem minnst er á hér að ofan. Ég get upplýst að tímaritið hefur engin viðmið varðandi kyn þeirra sem skrifa í ritið heldur eru allar greinar metnar með nafnlausri ritrýni. Ég tek fúslega við öllum nýjum greinum til ritrýningar og vonandi birtingar án þess að kynferði greinarskrifanda hafi þar áhrif. Í tímaritinu hafa auk þess oft birst greinar eftir konur - ég gæti t.d. nefnt Svöfu Grönfeldt núverandi rektor Háskólans í Reykjavík.
Með bestu kveðju
Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:23
Takk fyrir að kíkja við Ásgeir Mætti kannski gauka að ykkur þeirri hugmynd að setja konur í ritstjórnina? Þrátt fyrir kynhlutlausa stefnu er ekki þar með sagt að stefnan leiði til jafnréttis. Kynhlutleysi og að að skoða ekki kynjasjónarhornið getur einnig leitt til "meðvitundarleysis" í jafnréttismálum. Sjónarhorn karla á hvað er áhugavert og hvað ekki getur verið frábrugðið sjónarhorni kvenna. Eintómir karlar í ritstjórn geta því leitt til þess að greinar karla eru metnar og vegnar sem áhugaverðari - eingöngu af þeirri ástæðu að þær tala kannski meira inn í reynsluheim og áhugasvið karla. Er ekki að alhæfa eða segja að þetta sé alltaf svona en hættan er fyrir hendi...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 16:51
Þú misskilur þetta hrapalega Katrín. Það er ekki ritstjórnin sem metur greinarnar heldur fara þær í almenna ritrýningu hjá sérfræðinum á efnissviði greinarinnar. Þetta er einfaldlega þannig að allar greinar sem berast og uppfylla kröfur eru birtar. Þar sem engin ástæða er til að ætla að konur skrifi verri greinar en karlar þá er ásætaðan fyrir því að það eru engar greinar frá konum í blaðinu einfaldlega sú að engin kona hefur sent inn grein.
Hannes (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:08
Ég er mjög hlutlaus um þessi skrif, breytir afskaplega litlu hvort það er karl eða kona sem skrifar svo framarlega að þetta sé okkur hinum venjulega pöpul skiljanlegt, greinarnar eru hvorki verri né betri hver svosem skrifar þær svo lengi að þær séu okkur skiljanlegar, best er að velta því ekki hver skrifar svo lengi sem við náum því sem fjallað er um, svo lengi lærir sem lifir.
Pétur Þór Jónsson, 16.4.2007 kl. 23:33
Ég fæ reglulega, eða fékk, tímaritið Birta inn um lúguna sem var stílað á konur. Aldrei hef ég fengið blað sem er stílað á karlmenn. Mér finnst þetta næstum því vera karlfyrirlitnig hjá þér, ef það er ekki kennmaður eitthverstaðar í spilinu þá er allt ómöuglegt ? Það mætti kannski spyrja sig hvort þú sért kvennremba ?
Siggi (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 23:52
Löngu orðið öllum (nema feminista-genginu hennar) augljóst að hún sé kvennremba. Mér er sama hvaða hlutföll hún finnur í einhverju námi. Staðreyndin er sú að karlmenn eru ennþá ríkjandi í viðskiptum rétt eins og pólitík. Eins og einhver sagði þá er sanngjarnt að konur verði helmingur framboðs áðar en þær taka helming af þeim stöðum sem eru í boði. Feministar krefjast þess reglulega að konur fái helming sæta á Alþingi. Virðist ekki skipta neinu máli hjá þessu fólki að framboð kvenna í pólitík sé undir 1/3. Hvernig er þá hægt að koma á helmings hlutföllum án þess að það sé á kostnað karlmanna?
Feministar eru óbeint að segja að konur séu veikara kynið með því að krefjast þess að þeim sé stytt leiðin í nafni þess að breyta hlutföllum. Alvörfu jafnrétti er að allir séu jafnir sem einstaklingar og að konur þurfi að fara sömu leið í samkeppni eins og allir aðrir. Það er sjálfsagt að hvetja konur til þess að vera duglegari í að taka þátt t.d. í pólitík eða viðskiptum, en allt annað að vera með frekjuskap og krefjast þess að þær fái að klifra upp hraðar fyrir það eitt að hafa leggöng!
Það eru allir komnir með ógeð á þessu helvítis væli og yfirgangi og hjá feministum! Flestar konur eru byrjaðar að skammast sín fyrir það að kynsystur sínar séu ríkjandi í þessari frekjustefnu!
Geiri (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 07:58
Ok - segjum að það sé rétt að enga konur senda inn greinar... þá þarf að spyrja út af hverju það er og reyna að breyta því.... t.d. með hvatningu, fjölga konum í ritsjórn o.s.frv.
Ég vil nú líka meina - og haldið ykkur fast - að það þurfi að breyta uppeldinu... það gengur ekki að árið 2007 sé leikfangabæklingum skipt upp í bleikar og bláar síður þar sem stúlkum er kennt að vera fallegar og þægar prinsessur sem vaska upp og leika með dúkkur á meðan drengjunum er kennt að vera herskáar ofurhetjur sem leika sér með bíla, byggingarsett og spila á trommur! Þetta hefur áhrif á hvernig fólk hegðar sér á fullorðinsárum... og eins og einhver sagði: öllu gamni fylgir einhver alvara... Nú er kók zero búið að vera að auglýsa (í þeim tilgangi að höfða til ungra karlmanna): "af hverju ekki konur og zero skoðanir?"
Kynjakerfið sem við búum í hefur áhrif - á bæði kyn. Hvaðan er þessi hugmynd hjá kók zero sprottin og af hverju eru ungir karlmenn ekki að mótmæla og lýsa því yfir að þeim finnist töff að konur hafi skoðanir? Og hvaða skilaboð fá konur með skoðanir? Prófið bara að lesa athugasemdirnar á blogginu mínu
Það er margt sem þarf að breytast... þar með talið þú.... og já ég líka!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.4.2007 kl. 13:18
Það er nú einfalt að svara því af hverju ungir menn mótmæla ekki zero auglýsingum. Einfaldlega útaf því að þetta eru lélegar og kjánalegar auglýsingar og þeir sem taka mark á þeim eru kjánar líka.
Konur með skoðanir fá ekkert skítkast frekar en karlar. Það eru konur með skrýtnar skoðanir sem fá skítkast, alveg einsog karlar með skrýtnar skoðanir. Svo er það bara staðreynd að strákum finnst skemmtilegra að leika sér með action man og ofurhetjur. Er það verra? Á að neyða stráka til þess að leika sér með dúkkur og testell til þess að... til hvers?
Og hvað með kommentið hér að ofan með stjórn félags kynjafræðinema, hvernig væri að svara því? Er þetta ekki kynjamisrétti í akkúrat þeirri deild sem þykist vinna að útrýmingu téðs misréttis? Hræsni?
Jósep Birgir Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:28
Það er vitað að diet drykkir eru vinsælli hjá konum en köllum. Mér finnst þett flott framtak að einusinni sé verið að reyna stíla dietdrykk á karlmenn. Tími til komin þar sem diet drykkir eru alveg jafn mikið fyrir karla og konur.
Siggi (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:30
Það hefur verið reynt að markaðssetja diet drykki til karla áður - t.d. aðalkeppinauturinn - Pepsi Max. Þó það sé fínt að herja á karlmenn sem markhóp er ekki sama hvernig það er gert. Það er alveg ástæða fyrir því að karlrembuleiðin er valinn... og af hverju frasinn "af hverju ekki konur og zero skoðanir" er valin en ekki "af hverju ekki karlar og zero skoðanir". Konur hafa farið inn á karlasvið (opinbera sviðið - stjórnmál og atvinnulíf) og þetta er varnarviðbragð... hrekja konur tilbaka. Sjá myndbandið sem ég setti inn fyrir ekki svo löngu síðan til að skoða þetta í sögulegu samhengi
Varðandi stjórn í kynjafræðinni þá er bara alls ekki sama kynjahlutfall í kynjafræði og er í viðskiptafræði. Þar sem eru hér um bil bara konur... ja... þá er um fátt annað að ræða. Hvet karla endilega til að fara í kynjafræðina og bjóða sig fram í stjórn
Jósep - finnst þér allt í lagi að neyða stelpur til að vaska upp og drekka te ef þær vilja það ekki... og finnst þér ok að banna þeim strákum sem það vilja gera það? Ef við ætlum að hafa frjálst val þá ákveðum við ekki fyrirfram fyrir börnin - við leyfum þeim að velja sjálf. SKiljú? Svo ættum við líka að undirbúa bæði kyn fyrir foreldrahlutverkið en ekki bara annað kynið... sjáið bara hvaða afleiðingar það hefur... eða er ekki umönnunar- og forsjármál helstu mál feðra í dag???
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.4.2007 kl. 13:48
Jæja jæja. Ekki leggja mér orð í munn. Það er enginn að banna krökkum neitt. En það er hins vegar staðreynd að strákum finnst gaman að hlutum sem stelpum finnst yfirleitt ekki skemmtilegir og öfugt. Það er ekkert sem neytt er uppá neinn, það er bara líffræðileg staðreynd að stelpum finnst oftar skemmtilegra að leika sér með dúkkur og þessháttar hluti sem "undirbúa þær fyrir foreldrahlutverkið".
Hvernig nærðu svo að tengja leik hjá krökkum við umönnunar og forsjármál? Það kemur því ekkert við, enda er verið að vinna að því að breyta þessu. Svona mál gerast ekki yfir nótt og ekki sér undirritaður neina ástæðu til þess að fara að skipta sér af leik krakka, hvort sem þau fíla Barbie eða Action man, eða eru stelpur eða strákar.
Jósep Birgir Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 14:29
Hey, Kata, auglýsingabæklingur fyrir krakka þar sem mismunandi litaval og áherslur eru fyrir drengi og stúlkur. Comon, þú átt að vita af hverju þetta er svona, þú ert jú markaðsfræðingur.
Bleikir litir höfða einfaldlega betur til stúlkna en drengja, alveg eins og bláir litir höfðu betur til drengja - svona er heilahvelin mismunandi hjá kynjunum (þó svo að femínistar hafi bannað það að halda þessari kenningu fram hér á árum áður) - það er einfaldlega engin lækning til við þessu, né heldur er hægt að breyta þessu með valdboði.
Örninn (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 15:20
Mundu Katrín að þú ert á móti kynjamisrétti, ekki hormónamisrétti. Ekki getum við séð til þess að karlmenn fari á túr eða geti eignast börn. Þú tekur væntanlega undir það. Á sama hátt er það eðlislægt hvað ungum stelpum og strákum finnst gaman að gera. Ég kenndi ekki hundinum mínum að hata ketti, hann gerir það samt.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 15:48
Mér finnst bara ekkert merkilegt og ekkert að því að konur og karlar séu mismunandi. Hafi mismunandi áhugamál, vinni mismunandi vinnur, skrifi í mismunandi blöð og lesi mismunandi blöð, leikið með mismunandi leikföng eða hafi bara aðra sýn á lífð.
Mér finnst feministar oft stilla þessari JAFNRÉTTISBARÁTTU upp sem kepni milli karla og kvenna. Hvað eru margir karla hérna og hvað eru margir kvennmenn þarna.......?
Bleiki liturinn sem feministar flagga mikið t.d. hérna á íslandi finnst mér t.d. styrkja þessa ímynd. Stelpur í bleiku á móti strákum í bláu, þau sem tapa eru fúlegg.
Mér finnst soldið erftitt að segja að kynin séu jöfn, ég vill frekar segja að þau séu bæði betri, svona eins og í cherios aulýsingunni.
Bjöggi (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 19:47
Það eru alveg jafn mikil mistök að gera ráð fyrir því að allar stelpur séu eins eða að allir strákar séu eins, eins og að gera ráð fyrir því að kynin séu eins. Það er afar fátt, eða eiginlega bara alls ekki neitt, utan líffræðilegra eiginlega, sem hægt er að benda á að allir af sama kyni eigi sameiginlegt sem þau eiga ekki sameiginlegt með hinu kyninu. Kynskiptir leikfangabæklingar eru hallærislegir og þeir ýta undir kynjamismun. Að gefa krökkum leikföng eftir því af hvaða kyni þau eru og hlægja að þeim ef þau leika sér út fyrir sitt hefðbundna kynhlutverk (eins og margir gera - stríða t.d. strákum sem vilja leika sér með dúkkur) - með því er verið að taka val af krökkunum og þannig er þeim m.a. troðið inn í stöðluð kynhlutverk sem henta bara alls ekki öllum - eiginlega bara fæstum - því eins og einhver sagði - við erum ekki öll eins. Við erum mismunandi einstaklingar, sama af hvaða kyni við erum...
ps. og einu sinni var bleikur strákalitur...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.4.2007 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.