Háseta vantar á bát

Morgunblaðið 9. nóv 1913

Ráðskona,

annaðhvort roskinn kvenmaður eða ekkja, óskast á stórt húsmóðurslaust heimili. Hún þarf að vera röggsöm, þrifin og dugleg, og treysta sér til þess að annast 4 ára gamla telpu, með móðurlegri umhyggju.

Hátt kaup. Umsóknir hafa enga þýðingu, nema viðkomandi sé gædd þessum nauðsynlegu eiginleikum.

Skriflegar umsóknir merktar "Húsmóðir" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins innan 4. daga.

***

Morgunblaðið, 3. janúar 1960

Skrifstofumaður

Verzlunarfyrirtæki hér í bænum óskar eftir að ráða ungan reglusaman mann, sem getur tekið að sér öll algengt skrifstofustörf ásamt bókhaldi. Hér er um að ræða vel launað framtíðarstarf.

Tilboð óskast sent afgr. Mbl. fyrir 10. jan. n.k. Merkt "Skrifstofumaður - 4363".

***

Morgunblaðið, 4. janúar 1972

Stúlka óskast í vist að Laugarvatni til 15. maí.

*

Barngóð og áreiðanleg kona, helzt við Vesturberg Breiðholti, óskast til að gæta 10 mánaða stúlku á morgnana.

*

Starfsstúlkur óskast nú þegar hálfan daginn, aðallega á sjúkradeild.

*

Starfsstúlkur óskast í veitingahús.

*

Múrverk. Vantar 4-6 múrarar. Gott verk. Mikil vinna.

*

Hafnarfjörður. Karlmaður óskast til verksmiðjustarfa. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Sælgætisgerðin Móna.

*

Bakara vantar við brauðgerðarhús í nágreinni Reykjavíkur.

*

Starfsmaður óskast. Íþróttabandalag Reykjavíkur óskar að ráða duglegan mann til að starfrækja skíðalyftur við Skíðaskálann í Hveradölum svo og til umsjónar og eftirlits með skólanum.

*

Stúlka óskast strax til starfa í veitingahúsi hér í borg. Engin kvöldvinna og frí um helgar.

*

Vanur mælingamaður óskast til starfa sem fyrst.

*

Morgunblaðið 18. janúar 1976

Laghentur maður. Óskum að ráða nú þegar í starf við ýmisskonar smíði og viðhald á vélum og tækjum í verskmiðju vorri. Þarf að vera laghentur maður á járn og helzt einnig tré. Um framtíðarstarf er að ræða.

*

Starfsstúlka óskast til ræstinga.

*

Óskum eftir að ráða stúlku til starfa við launaútreikning og bókhald.

*

Stúlka eða kona óskast til skrifstofustarfa um næstu mánaðarmót. Þarf að hafa æfingu í vélritun og notkun reiknivéla. Sæmilega launað starf.

*

Óskum eftir að ráða vanan jarðýtustjóra nú þegar.  

*

Stýrimann, vélstjóra og háseta vantar á m/b SjólaRE 18 sem fer á þorskanetaveiðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hér er ein auglýsing til, frá því í desember sl. þar sem Kvennaathvarfið auglýsir starf laust og vill aðeins konu:

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/85172/

;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.4.2007 kl. 12:10

2 identicon

Það eru svo sannarlega gild rök fyrir því að kvennaatthvarfið auglýsir einungis eftir konum. Í kvennaathverfið koma til dæmis bara konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi af höndum sambýlismanna og þá er ég að tala um í langflestum tilfellum mjög alvarlegu líkamlegu ofbeldi sem bókstaflega þarf að flýja undan og það í hvelli (þegar neyðin kemur upp). Mér þykir nokkuð augljóst að benda á það að hræddar, niðurlægðar, konur sem hafa verið þolendur mikils ofbeldis (af hendi karlmanns) hljóta að vilja leita verndar hjá konum.

Þannig að minnsta kosti held ég að hlutirnir séu í dag, hins vegar spurning hvort þetta gæti breyst í framtíðinni - með jafnari dreifingu kynjanna og uppbroti á klassísku hlutverki þeirra og svo framvegis. Veit samt ekki hvort það eigi við um þennan málaflokk því hér er um að ræða kvennmenn sem hafa orðið fyrir miklu ofbeldi af hendi karlmanna.

En aftur á móti skv lagabókstafnum sem KA benti á hefði Kvennaathvarfið átt að rökstyðja að einungis var beðið um konu í auglýsinginni, eða hvað? 

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona selfölgeligheder eins og að konu sé þörf í viðkvæmt starf í Kvennaathvarfi er óþarfi að ræða.  En Hjörtur er fundvís á nálina í heystakknum.

Ég brosti nú bara KA að þessum "gömlu" auglýsingum.  Núna eru þær í flottum dulbúningi

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 13:16

4 identicon

Ég verð að segja fyrir mitt leiti þá er ég ekki alveg búinn að meðtaka þessa algera jöfnu verkaskiptingu kynjanna. Ekki misskilja mig, ég er harður stuðningsmaður afnáms kynbundins launamisréttar.

Ég hef það samt einhvernveginn niðurneglt í mína sál að sum störf leysi kvenmenn betur af hendi heldur en karlmenn og öfugt.

Ég myndi til dæmis mikið frekar treysta kvenmanni til þess að passa litlu systur mína, kvenmenn eru einhvernveginn miklu ábyrgðafyllri.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 16:24

5 identicon

Ég sé ekkert athugavert við það að karlmaður starfi hjá Kvennaathvarfinu frekar en á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem veikt fólk fær umönnun. Hvað með þær konur sem eiga syni og leita til Kvennaathvarfsins? Er sonum þeirra úthýst? Af hverju ætti ekki góður karlmaður að vera jafn hæfur og kona að hjálpa konu sem hefur orðið fyrir ofbeldi frá karlmanni? 

Margrét St. Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 17:56

6 identicon

Mér finnst fáránleg sú tilhugsun að vera neitað um starf sem ég tel mig hafa hæfileika til að sinna, eingöngu á þeirri forsendu að ég er kona. Það sama hlýtur að gilda um karlmenn.

Þó ná jafnréttishugsjónirnar ekki lengra en að starfi ljósmóður. Því miður er ég ekki réttsýnni en svo að ég get ekki ímyndað mér karlmann í því starfi.

Unnur Sig (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 18:03

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Þær hjá Kvennaathvarfinu eru sparsamar og vita sem er að konur kosta minna.

Björn Heiðdal, 13.4.2007 kl. 18:42

8 identicon

http://my.break.com/media/view.aspx?ContentID=271558 þið verðið að sjá þetta, þetta er tær snilld, fáránleikinn gerir þetta að mjög fyndnu myndbandi.

Sigfus (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 19:20

9 identicon

Ég þekki 1 af 2 fyrstu "karl-ljósmóðurina" í Danmörku. Þessi ágæti maður var spurður af þáverandi ríkstjórn við útskrift, hvort hann vildi að yrði búið til starfsheitið "Ljósfaðir". Hann svaraði einfaldlega nei, hann var fullkomlega sáttur við að láta kalla sig ljósmæðra-maður eða jordmormand.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 19:34

10 identicon

Ef ég yrði fyrir ofbeldi myndi ég ekki tengja það beint við kyn geranda.
Ég myndi frekar tengja það við persónuna sjálfa, svo og ef ég leitaði mér aðstoðar væri mér sama hver aðstoðaði mig svo lengi sem það er einhver sem treystandi er og veit hvað hann/hún er að gera.

Þessvegna er fáránlegt að halda því fram að konur sem verða fyrir ofbeldi heima fyrir hvort sem er líkamlegu eða andlegu vilji aðeins fá hjálp frá öðrum konum, þá ætti sú regla alveg eins að gilda á spítölum og öðrum stofnunum þessa lands. Því sú kona og já eða karl sem þekkist líka er að flýja ofbeldi af hálfu áhveðins einstaklings en ekki þess kyns eins og það leggur sig.

Eiga t.d engar konur góða og trausta vini sem eru karlmenn og þæt geta leitað til? 

Brynjar (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 13:55

11 identicon

Skrýtið með þig Eyja. Þú kemur þínum skoðunum á framfæri. Svo þegar það kemur annar með mjög gott sjónarmið varðandi umræðuna sem þú virðist ekki vera sammála þá ertu snögg að bæla það niður. En vittu til, með þessari síðustu athugasemd þinni varstu einnig að skjóta niður þínar eigin vangaveltur.


Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband