2.4.2007 | 10:00
Rangar spurningar
Frábær úrslit í Hafnarfirði um helgina! Viðurkenni að ég var ekki bjartsýn á þessa niðurstöðu fyrirfram og hún kom því ánægjulega á óvart. Truflaði meira að segja 24 maraþonið sem hér fór fram um helgina - því við vorum svo spennt að sjá úrslitin. 88 atkvæði eru ekki mikið en þau dugðu...
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur "farið á kostum" síðustu daga. Fyrir nokkrum mánuðum var hann með stórorðar yfirlýsingar um að það væri engin stóriðjustefna í gangi - nú væri þetta allt saman komið í hendur sveitarstjórna. Yfirlýsingin þótti frekar fyndin þá... og ef yfirlýsingar formannsins út af úrslitum laugardagsins eru skoðaðar sést að stóriðjustefnan er "alive and kicking" hjá formanninum. Lýðræðislega kosningin á rétt að duga í 3 ár... þangað til ný bæjarstjórn tekur við!
Formaðurinn fór líka á kostum um helgina þegar hann sagði hastarlega við fréttamann "þetta er röng spurning" þegar hann var spurður út í nýjustu spá Seðlabankans. Er hann ekki fyrrum skólastjóri?
****
Framsóknarformaðurinn toppar þó ekki Frjálslynda flokkinn - sem ætti kannski að íhuga að breyta nafninu sínu í eitthvað þjóðernissinnað... (verst að nafnið Íslandshreyfingin er frátekið - kannski þessir 2 flokkar geti skipst á nöfnum??). Hvað er málið? Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki verið fremstur í baráttunni gegn stóriðjustefnunni... stefnunni sem kallar á allt þetta erlenda vinnuafl sem þeir eru núna svona mikið á móti. Ástæðan fyrir því að hér á landi er svona mikið af erlendu vinnuafli er vegna þess að við höfum kallað eftir því þar sem við önnum ekki öllu því sem hér þarf að gera sjálf. Atvinnuþátttaka fólks af erlendum uppruna er mjög há hér á landi, glæpatíðni er lægri meðal þeirra en hjá Íslendingum...
****
Og svo má ég til með að minnast á eitt í lokin. Ég er fanatísk á reykingar og vona að það takist að útrýma þeim sem fyrst. Ég er hins vegar mótfallin myndbirtingunum sem fyrirhugað er að setja á sígarettupakka. Ég hef keypt karton í fríhöfninni fyrir forfallinn nikótínista og það er hræðilegt að kaupa pakka með þessum helv... merkingum. Myndibirtingarnar eru over the top að mínu mati. Baráttan ætti að fara fram með öðrum leiðum.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Nú hef ég ekki mikið vit á pólitík og finnst stjórnmál yfirleitt heimskuleg og grunnhyggin. En ég held að frjálslyndir séu ekki virkjanasinnar þó þeir séu ekki fremstir í flokki þeirra sem berjast gegn virkjunum, en þeir eru þó mótfallnir stóryðjuframkvæmdum af þeim toga sem nú eru í gangi. Þekki einmitt einn úr frjálslyndum sem hefur verið að reyna að sýna mér ljósið.
Þar sem stjórnmál eru heimskuleg getur umræðan aldrei orðið gáfuleg (já ég er að taka þátt í umræðunni núna¨Kaldhæðni). Þegar einhver bendir á að útlendingar búi oft við bág kjör og mikil félagsleg og samfélagsleg vandræði fara allir upp á tærnar. Ef svo flokkur eins frjálslyndir segja að þeir vilji setja hömlur á innflutning vinnuafls vegna þess að það er auðveldara að leysa vandamálið áður en allt fer úr böndunum eru þeir umsvifalaust dæmdir rasistar.
Verkalýðshreyfingin er ekki og hefur aldrei verið í stakk búin til að sinna öllu því innflutta vinnuafli sem hingað kemur. Þessir menn/konur eru oft að vinna undir taxta og búa í einhverjum kompum. Á meðan við höfum ekki úrræði til að tryggja erlendu fólki réttindi sín, er það ómanneskjulegt að taka á móti þessu fólki vitandi hvað býður margra þeirra. Kannski það sé rasisminn í þessu öllu.
Nú er staðan sú að erlendar vændiskonur geta flutt hingað. Allir eru svo hræddir við að vera stimplaðir rasistar að enginn þorir að setja neinar hömlur á innflytjendur. Kannski að sú hugsun myndi breyta hugarfari fólks til hvað sé rasismi og hvað séu eðlileg úrræði.
Annars er ég ekki stuðningsmaður frjálslyndra. Þeir eru ekkert undanskyldir því að vera heimskulegir.
En mikið kemur mér á óvart að þú sést á móti þessari nýju tillögu um tóbaksvarnir. Hélt einhvernveginn að þú værir fylgjandi hertum reglum og úrræðum yfirvalda í einu og öllu. Kannski að þú sést frjálshyggnari en mig grunaði.
Ps'
Sástu Silfur Egils í gær? Þvílíkt flott innkoma hjá Möggu Pálu um jafnréttismál, þó svo stjórnmálakonurnar hafi auðvitað verið mjög heimskulegar þarna eins og við var að búast af stjórnmálamönnum.
manuel (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:45
Rasismi eru fordómar byggðir á óathuguðu máli. Þar af leiðandi get Frjálslindir ekki verið rasistar þar sem rök þeirra fyrir því að takmarka erlent vinnuafl eru byggðar á því hvernig málin eru að þróast í kringum okkur. Í austurríki liggur við að það séu sér pöbbar fyrir múslima og austur evrópu búa til að drepa hvor aðra. Á tveggja ára fresti eru þar alvarleg uppþot með tileyrandi mann og eignar tjóni. Ofbeldis glæpir milli dana/svía, og aðfluttra araba þar í löndum eru á alvarlegu stígi. (er ekki að kenna aröbunum um það einum, heldur benda á hvað það fer illa saman að blanda þessum menningar heimum í þessu magni í eitt).
Það þarf að hafa hemil á aðfluttum, það er eina leiðin til þess að samfélgið gangi vel, rétt eins og þeir þurfa að hafa hemil á því hversu mikið af "okkur" flytur til þeirra.
sigfus (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:59
Rasismi og útlendingahatur er ekki það sama kæru menn, og stefna frjálslynda flokksins í útlendingamálum var best í höndum Margrétar Sverrisdóttur. Flokkurinn er hinsvegar farinn að lykta illa af fasisma, sem er skylt fyrirbæri en annað. Frjálslyndir ættu auðvitað að skoða þessa stóriðjuafstöðu sína því það er augljóst að meiri iðnaður þýðir meira erlent vinnuafl. Einfalt mál. Hvað varð annars um kvótamálið?
Laufey Ólafsdóttir, 2.4.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.