Sjálfstæðir unglingar

Oh hvað ég vona að þetta fari vel... Las viðtal í Fréttablaðinu við unglingana sem voru að mótmæla og fannst þau koma með nokkuð góð rök varðandi það að þau ættu að hafa kosningarétt í málinu. Þau eru komandi kynslóð sem landið skulu erfa. Leiðinlegast fannst mér að sjá að einhver var í því að sletta á þau skyri. Vona að það hafi verið aðrir unglingar - þ.e. þannig að þetta hafi verið jafningar að takast á sín á milli, en ekki fullorðið fólk að reyna að þagga niður í unglingum og berja niður í þeim sjálfstæðar raddir. Þrátt fyrir lagalegt skoðanafrelsi og málfrelsi þá hefur ekki tekist sérstaklega vel að skapa samfélag sem virkilega fagnar ólíkum skoðunum og sjónarmiðum. Fólk sem er ekki nógu hlýðið við ríkjandi skoðanir er mjög fljótt að læra að tilraunir til að berja slíkt niður geta verið ofsafengnar. Það er hópsálin sem blívur... 

Má til með að nefna í þessu samhengi auglýsingu frá Póstinum sem var framan á Fermingarblaði Fréttablaðsins í dag. Textinn hljómaði svona:

Halla fékk 43 skeyti - flest af öllum í bekknum! 

Heillaskeyti á fermingardaginn er persónleg leið til að tjá vináttu og væntumþykju. Sendu skeyti - ...

Þá vita fermingarbörnin það - flest skeyti eru merki um að þau eigi vini og að einhverjum þyki vænt um þau. Grey börnin sem fá fæst skeyti... En þetta eru auðvitað ekki skilaboð barna á milli. Ég geri allavega fastlega ráð fyrir því að markaðsdeildin hjá Póstinum sé fullorðin! En svona ölum við sem sagt upp sjálfstæða einstaklinga með sínar eigin skoðanir. Shocking


mbl.is Yfir 8.500 manns hafa kosið í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér með þessa skeytaauglýsingu, vona að ekkert af fermingarbörnunum í ár fái bara 2 skeyti. Ömurleg auglýsing.

Maja Solla (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Sylvía

ömurlegt að vera etja krökkum svona saman með þessum skeytametingi...nógur er nú metingurinn fyrir á þessari kristilegu hátíðarstund.

Sylvía , 1.4.2007 kl. 08:34

3 identicon

ÞEIR SLETTA SKYRINU sem hafa of mikið af því. (Gamall málsháttur.)

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 11:59

4 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Það er ekki nóg að metast um hver fékk dýrustu utanlandsferðina heldur á nú að metast um hver fékk flest skeyti.

- segir Erla, sem fékk ferð til Köben í útskriftargjöf í tilefni BA-gráðunnar (og hefur enn ekki verið lögð í einelti).  

erlahlyns.blogspot.com, 8.4.2007 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband