23.3.2007 | 15:50
Íþróttaandinn!
Langar að blogga um svo margt... en á eftir að horfa á Kastljósið með Oddnýju og Heiðrúnu þar sem launamálin voru til umræðu... og er enn að vinna í vændispistlinum... en tek fram að mér finnst ömurlegt hvernig breytingunni var smyglað inn með kynferðisbrotakaflanum... Reyndar á vændið heima í kynferðisbrotakaflanum - en á þá líka að meðhöndla sem slíkt, þ.e. gerandanum (kaupandanum) á að refsa.
En það eru nýjar fréttir af sportinu. Hér er bréf sem FÍ sendi áðan á ÍSÍ og Landssamband hestamanna.
Femínistafélagi Íslands barst ábending vegna nýafstaðins karlakvölds á vegum hestamannafélags sem er aðili að ÍSÍ. Okkur skilst að á karlakvöldinu hafi konur verið keyptar til að bera sig fyrir framan karlahóp. Uppákoma sem þessi er ekki við hæfi íþróttafélags sem vill vera til fyrirmyndar í íslensku samfélagi. Framkoma sem þessi er öllum hlutaðeigandi til minnkunar og dregur úr trúverðugleika ÍSÍ sem íþróttahreyfingar þar sem jafnrétti, virðing og íþróttamannsleg framkoma ætti að vera í heiðri höfð.
ÍSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingar varðandi vændi í tengslum við Olympíuleikana í Aþenu og heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006, auk þess að vera með stefnu í jafnréttismálum og kröfu á aðildarfélög sem sækjast eftir að vera fyrirmyndarfélög um jafnréttisstarf. Ekki verður betur séð en að uppákoma sem þessi sé á skjön við stefnu félagsins og leikur okkur forvitni á að vita til hvaða aðgerða félagið hyggst grípa til að tryggja að stefnunni sé framfylgt. Einnig spyrjum við hvort það sé mögulegt fyrir aðildarfélög ÍSÍ að bera titilinn "fyrirmyndarfélag" þegar uppákomur sem þessar tíðkast á atburðum á þeirra vegum?
Við tökum að lokum undir þá ósk sem birtist í bréfi þeirrar sem kom málinu af stað, þ.e. að óska eftir umræðu um þá staðreynd að slík kvenfyrirlitning þrífst á opinberum skemmtunum innan íþróttahreyfingarinnar, auk þess að óska eftir viðbrögðum frá Landssambandi hestamanna og ÍSÍ.
Hér er linkur á pistil eftir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóra ÍSÍ, um svona uppákomur. Ég er ennþá bjartsýn - og eiginlega bara bjartsýnni en áður - um að ÍSÍ muni taka þetta föstum tökum!
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Jæja nú slær botnin úr öllu. Ég sem var vanur að vera á móti nánast öllu er meira að segja orðinn sammála þér í þessu máli. Þarf að fara gera eitthvað um helgina sem rífur upp hjá mér karlmennskuna.
Manuel (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 18:36
Já - segi sama og Beta - Coke zero er besta leiðin til að tapa skynseminni aftur! Svo er líka til Yorkies - not for girls og Egils Lite...
En gott að þú skulir setja inn athugasemd hér áður en það gerist... og fá okkur Betu báðar til að brosa
ps. Svo finnst mér afskaplega karlmannlegt að vaska upp og fara út með ruslið... ...eða bara að fara út að skokka!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.3.2007 kl. 19:17
frábært bréf!
SM, 23.3.2007 kl. 21:10
spurning
hvað finnst ykkur um að það er að leka í gegn á mínum skjá frægasti barnaperri allra tíma woody allen
engin viðbrögð?
skrítið. ekki sama að vera jón eða séra jón
richard
ps þetta er í fyrsta skipti á bloggi
richard (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:10
Mig langar eiginlega að fá að svara óskari.
Fyrsta málsgrein.
Hestamannafélag sem starfar undir merkjum ÍSÍ heldur umrætt karlakvöld. Ef þetta væri fótboltafélag yrði þetta sent til KSÍ. Það er venja að kvarta til yfirmanns ef þú hefur eitthvað að kvarta yfir. Af hverju ætti ekki sömu reglur að gilda hér.
Seinni málsgrein.
Sjálfur notaði í nokkur ár þessa aðferð, þ.e að benda á karlmennina sem sækja staðina sem fórnarlömbin. Hér er nokkuð sem ég skrifaði fyrir rétt tæpu ári.
"Karlmennirnir ráfa inn á þessa staði oft með skerta dómgreind sökum ölvunar. Þeir meiga teljast heppnir með að sleppa við fyrstu niðurlæginguna. Það eru feministarnir sem bíða í skotgröfum vopnaðar myndavélum og allt hvað eina sem ráðast svo á þessa menn, sem eru ekki einusinni að brjóta lög. Ef þeir eru svo heppnir að sleppa við þær tekur við niðurlægingin þegar þessir menn eru svo féflettir. Oft kostar inn á þessa staði. Þegar þessir menn eru búnir að borga fyrir inngönguna taka við fáklæddar konur sem áreita menn þar til hver einasta króna er horfin. Þá er ætlunarverk konunar lokið og niðurlægður og auralaus maðurinn fær ekkert nema ef til vill kalt bros þegar stúlkurnar ganga framhjá. Karlmaðurinn áttar sig þá á því að áhuginn og samtölin voru allt saman lygar sem sagðar voru til að ná síðustu krónunum úr veski hans. Svo tala feministar alltaf um niðurlæginguna sem kvenmenn verða fyrir"
Á þeim tíma sem þetta var skrifað var ég í alvörunni að meina þetta. En núna finnst mér þetta allt frekar heimskulegt. Ég er samt ekki alveg sammála feministum varðandi strippstaði. En það er einhvernveginn mun meira umburðarlyndi hjá mér núna í garð feminista á þessu sviði. Kannski þú eigir eftir að standa í þessum sporum eftir einhvern tíma.
Manuel (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 00:48
Eitt hvert skiptið las ég þá skýringu frá feminista að kvenfyrirlitning fælist í því að karlar njóti kvenna, að þeir vilji að konur hegði sér með þeim hætta að karlar njóti þess. Út frá þessari skýringu má með sanni segja að ég fyrirlýti konur en ber mikla virðingu fyrir feministum.
Bara til að fyrirbyggja allan miskilning þá skal konum bent á að lesa þetta tvisvar, og feministum ekki sjaldnar en fjórum sinnum.
Annars dapurlegt að sjá Manuel tapa vitinu á netinu, mæli með því að kappinn taki sér góða hvíld frá því að horfa á kvikmyndir með Barbra Streisand í aðalhlutverki.
Þrándur (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 02:12
af hverju getið þið ekki skrifað undir nafni fyrst þetta er svona sjálfsagt mál allt saman?
SM, 24.3.2007 kl. 09:16
Bjánalegt, kjánalegt.
Hef starfað innan ungmenna og íþróttafélaganna í mörg ár og þetta hefur aldrei verið umkvörtunraefni hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir.
Eitt árið hélt ónefnt félag utan af landi kvennakvöld og kom þar karlstrippari frá Hollandi sem vakt mikla lukku. Ári síðar var 50% aukning á fjölda kvenmanna sem þetta kvennakvöld sóttu og var mikið kvartað þegar á daginn kom að enginn stripparinn mætti það sinn. Það má segja að allt hafi orðið vitlaust. Hjá sama félagi hefur tíðkast á karlakvöldum að hafa stundum föngulegar meyjar til þess að skemmta mannskapnum og hefur mælst vel fyrir. Þeir sem hafa ekki kunnað að meta þessi atriði skruppu þá bara á barinn á meðan.
ÍSÍ kemur þetta nákvæmega ekkert við. Þetta eru félög að halda fjáraflanir þar sem meðal annars er áfengi haft um hönd. Ekki íþróttalegt eða hvað? Þetta eru bara fjáraflanir og ekkert annað sem eru vinsælar.
Öllu er nú kvartað undan.
Varðandi kvenfyrirlitningu þá dæma þau ummæli sig sjálf. Yfirgnæfandi hluti þess fólks sem berar sig fyrir fé hefur góðar tekjur og þeir sem þá þjónustu kaupa gera það ekki af fyrirlitningu heldur aðdáun. Þetta eiga sumir erfitt með að skilja.
Góðar stundir
Stefan (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 23:53
,,...þeir sem þá þjónustu kaupa gera það ekki af fyrirlitningu heldur aðdáun." (Stefan)
SM, 25.3.2007 kl. 11:28
"af hverju getið þið ekki skrifað undir nafni fyrst þetta er svona sjálfsagt mál allt saman?" hvaða máli skiptir það?
Jón Þór (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 20:29
Óskar: Er ekki hugsanlegt að ástæðan fyrir því að þú sjáir ekki kvenfyrirlitninguna í þessu sé sú að þú hlustar einfaldlega ekki á konur og heyrir þess vegna ekki hversu niðurlægjandi konum finnst þetta vera? Þú sem karlmaður getur ekki verið viðmiðið varðandi hvað konum finnst niðurlægjandi og hvað ekki... tja, ekki nema í karlaveldi!
Þrándur: Þú ert örugglega að rugla saman sögnunum að njóta og að neyta.
Eyja: Þú mátt bara ráða. Fólk er örugglega að svara sitt á hvað. Netkannanir eru einstaklega ómarktækt fyrirbæri, þ.e.a.s. svörunin við þeim - frekar að þetta sé svona til gamans - eða að fá fólk til að hugsa út frá spurningunum... Ég er reyndar forvitin að sjá hvernig samanburðurinn kemur út í þessari könnun! Staðan núna er sú að karlar mega segja að konur séu konum verstar en konur mega ekki segja að karlar séu konum verstar... sem er auðvitað argasta hræsni...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.3.2007 kl. 20:31
Hef ákveðið að hætta að tjá mig hérna vegna tilvísanna höfundar og stuðningsmanna síðunnar í fasistaklám. Þið getið gargað og vælt eins og ykkur lystir. Þið munuð samt aldrei kæfa elda frelsisins.
Frelsið (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 03:43
Hið heilaga "frelsi" einu sinni enn. Helsi einnar, Frelsi annars. Givemeabreak.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 14:25
Jón Frímann, þrátt fyrir að þú sért tæpast svaraverður get ég ekki látið hjá liggja að kommentera. "Allir hættir að hlusta á ykkur". Hm..allir hverjir? Það má ekki orð koma á pistla hjá vissum konum að það komi ekki karlaskarinn í "frelsisbaráttuhug" að segja skoðanir sínar. Svo ertu ruddalegur í tali.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 14:28
Er enn að bíða eftir svari frá Sylvíu
Jón Þór (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.