Greinilega stór dagur á morgun!

Á morgun verða 2 mjög áhugaverðir fyrirlestrar upp í Háskóla. Sá fyrri er um  hjónabandið á árunum 1560 - 1720 og sá seinni er um fjöldamorðin á konum í Mexíkó.

*** 

Már Jónsson sagnfræðingur heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í
kvenna- og kynjafræðum, fimmtudaginn 15. mars kl. 12.15 í stofu 132 í Öskju.

Eigi er það gott að maðurinn sé einsamall. Konur í hjónabandi 1560-1720

Giftum konum voru þröngar skorður setta á fyrri öldum. Ekki var skýrt kveðið á um það í lögum að samþykki þeirra þyrfti fyrir ráðahag og eiginmenn réðu að mestu yfir eignum þeirra. Allt að því óhugsandi var að konur gætu fengið skilnað, nema karlinn reyndist getulaus eða héldi framhjá. Í erindinu verða lögformlegar forsendur hjónabands skilgreindar með tilliti til kvenna og tekin dæmi sem sýna hvernig þær tókust á við yfirvöld og eiginmenn í því skyni að ráða nokkru um eigin örlög og liðan.

Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

*****

Marisela Ortiz Rivera heldur erindi um kvennamorðin í Ciudad Juárez fimmtudaginn 15. mars kl. 16.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands í boði Amnesty International og Cervantes-seturs


Marisela Ortiz Rivera mannréttindafrömuður frá Mexíkó flytur erindi 15.
mars kl. 16:00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.  Hún hefur á síðustu sex árum barist ötullega gegn refsileysi vegna kvennamorða í borginni Ciudad Juárez í Norður-Mexíkó, þar sem um 400 konur hafa verið myrtar á hrottalegan hátt á síðustu árum. Fyrirlesturinn er í boði Íslandsdeildar Amnesty International og Cervantes-seturs.

Auk Mariselu Ortiz Rivera mun Jón Múli Árnason, formaður Amnesty International fjalla stuttlega um herferð Amnesty International gegn ofbeldi gegn konum og hleypa næsta hluta herferðarinnar af stokkunum. Loks verður sýnt stutt brot úr heimildarmynd um kvennamorðin í Ciudad Juárez.
Fundarstjóri verður Hólmfríður Garðarsdóttir og túlkun er í höndum Angelicu Cantú.

Marisela Ortiz Rivera hefur barist hetjulega fyrir réttlæti í málum myrtu kvennanna í Ciudad Juárez þrátt fyrir mikið mótlæti. Hún hefur sætt ofsóknum og hótunum vegna baráttu sinnar. Árið 2003 gaf Amnesty International út skyndiaðgerðabeiðni þar sem félagar voru hvattir til að skrifa til stjórnvalda fyrir hennar hönd. Þá höfðu menn elt hana í tveimur bílum og hótað að myrða hana og fjölskyldu hennar ef hún héldi áfram að tala opinskátt um morðin.

Árið 2001 fannst limlest lík hinnar 17 ára Lilia Alejandra García Andrade á yfirgefnu svæði í borginni Ciudad Juárez í Norður-Mexíkó. Marisela Ortiz Rivera var kennari Liliu og hún og móðir stúlkunnar, Norma Andrade, stofnuðu í kjölfarið samtökin Nuestras Hijas de Regreso a Casa til að berjast gegn refsileysi í málum rúmlega 400 kvenna sem hlotið hafa sömu örlög og Lilia Alejandra García Andrade.

Bakgrunnur
Árið 1993 hófst alda morða í borginni Ciudad Juárez, sem ekki sér enn fyrir endann á. 400 konur hafa horfið og fundist síðar myrtar. Óþekktur fjöldi kvenna hefur horfið sporlaust. Flest fórnarlambanna eru stúlkur og konur á aldrinum 13-22 ára og meirihluti þeirra stundar nám eða starfar í verksmiðjum fjölþjóðlegra fyrirtækja í borginni. Fimmtungur kvennanna þurfti að sæta kynferðisofbeldi og/eða limlestingum áður en þær voru myrtar. Morðin á konunum í Ciudad Juárez er því ein hræðilegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis í heiminum. Nær algert refsileysi ríkir í málum kvennanna 400. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband