13.3.2007 | 11:07
Auðveldara fyrir femínista!
Fór á fund FKA í morgun. Svafa Grönfeldt var fyrirlesari og hún sló í gegn eins og ævinlega. Það eru komin um 10 ár síðan ég hlustaði fyrst á Svöfu halda fyrirlestur. Þá sá ég um starfsmannadag í fyrirtækinu sem ég var að vinna hjá og hún kom og var með fyrirlestur á deginum. Sló í gegn þar... að sjálfsögðu.
Anyways - Svafa fjallaði um leiðir til árangurs, að þekkja sjálfan sig og umhverfið. Silja Bára orðaði þetta ágætlega þegar hún sagði að málið væri að kyssa froskinn... Með öðrum orðum. Stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast. Nú, svo má auðvitað skapa sín tækifæri sjálf :) Og herja á aðra um að bjóða tækifæri jafnt til kvenna og karla. Endalausir möguleikar
Svafa kom með margt skemmtilegt - í augnablikinu er þetta í uppáhaldi:
Hamingjan felst í því þegar samræmi er í því sem maður (kona) hugsar, segir og gerir.
Man ekki nákvæmt orðalag en innihaldið var nokkurn veginn svona. Get alveg tekið undir þetta - að vera maður sjálf í heimi þar sem er sífelld pressa um að falla inn í einhver þröngt afmörkuð, stöðluð box þar sem allar konur eiga að vera eins og allir karlar eiga að vera eins - það er hægara sagt en gert. Auðveldara ef kona eða maður er femínisti samt - get alveg vitnað um það
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Já það er hægt að fara í stórt og mikið debat um tungumálið "Hvenær verða allir menn taldir menn" er sungið í Áfram stelpum... Minnir samt að ég hafi verið mjög fljót að ákveða að ég vildi vera talskona FÍ frekar en talsmaður. Ástæðan einfaldlega sú að ég vil vera hún - en ekki hann... burtséð frá því hvort maður sé samheiti yfir bæði konur og karla... Maður er eftir sem áður hann - en mín sjálfsmynd er hún... Íslenska er mjög karllægt tungumál og konur eru mjög oft í hlutverki "hans" en karlar mun sjaldnar í hlutverki "hennar". Konur taka athugasemdarlaust upp starfsheiti eins og ráðherra en karlar verða ekki flugfreyjur eða hjúkrunarkonur... Mér finnst allavega gaman að spá svolítið í þessu og gera konuna sýnilegri. En næsta manneskja sem tekur við af mér hjá FÍ - hún getur ráðið hvort hún verður talskona eða talsmaður - hvort sem hún verður hún eða hann
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.3.2007 kl. 15:21
ps. Meina samt ekki að ég vilja fara í debat við þig... En mér finnst tungumálapælingarnar mjög skemmtilegar!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.3.2007 kl. 15:50
Já - ég reyni yfirleitt að nota kona/karl saman en ekki kona/maður. Stundum er ég samt kærulaus... og stundum að spila með málvitundina um að maður er í flestra hugum karlmaður en hefur ekki sömu tengingu og t.d. orðið manneskja. En point taken - og ég skal passa mig á kæruleysinu
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.