Samfylkingin og Framsókn - en þó aðallega Framsókn

Hmmm. Það skrýtna við þessa frétt er að það er minnst á Framsókn í fyrirsögn en ekki orð um flokkinn í fréttinni. Ég giska samt á út frá fyrirsögninni að konur sem kusu Framsókn síðast séu á vinstri leið... s.s. annaðhvort að kjósa Samfylkinguna eða VG. Ég má til með að bæta því við... eftir skotið á Framsókn hér fyrir neðan að mér finnst konurnar í Framsókn vera frábærar. Jónína Bjartmarz þar efst á blaði fyrir öfluga framgöngu í jafnréttismálum, þá sérstaklega í vændismálinu. Hún hefur líka staðið sig mjög vel sem umhverfisráðherra og í raun alveg furðulegt að hún skuli ekki hafa verið gerð að ráðherra fyrr. Siv hefur líka sýnt jafnréttismálunum mikinn áhuga og það voru margir femínistar svekktir á sínum tíma þegar hún var ekki gerð að félagsmálaráðherra. Hún er hins vegar að standa sig með prýði sem heilbrigðisráðherra þó að hún fái allt of lítinn tíma í því embætti því verkefnin þar eru of stór og flókin til að geta leyst áður en kjörtímabilið er á enda. Valgerði hef ég áður bloggað um... en hún er að slá í gegn sem utanríkisráðherra!
mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er greinilegt að þið femínistarnir beinið augum ykkar fyrst og fremt að konum sem hægt er að flokka sem efri-millistéttarkonur og þar fyrir ofan. "Jafnréttisslagurinn" gengur semsé útá að koma komum í borgaralegar toppstöður.

En hvað með alþýðukonur? Eru þær einungis lúserar og prump í ykkar augum? Ég hef ég t.h. að hinn femíníski aðall hafi svo mikið sem gjóað glyrnum sínum niður á gólf til fiskverkafólksins, en í þeim hópi eru margar konur.

Jóhannes Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 10:24

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

"Skemmtileg" ályktunarhæfni að segja að það sé augljóst hvert við beinum okkar augum vegna þess að ég tala um 3 kvenkynsráðherra...

Veit ekki alveg í hvaða tilgangi þú reynir að rægja jafnréttisbaráttuna og gera okkur sem stöndum í frontinum upp alls kyns skoðanir... Við höfum gert ansi margt fyrir láglaunakonur - t.d. studdum við konurnar sem fóru í setuverkfall, við skipulögðum Kvennafrídaginn 2005 sem var nú ekki síst fyrir láglaunakonurnar. Við erum í eilífri baráttu til að fá hefðbundin kvennastörf metin til jafnra launa og hefðbundin karlastörf og svo mætti lengi áfram telja. Margar okkar standa í þessari baráttu í sjálfboðavinnu og af hugsjóninni einni saman. Væri gaman að fá að vita frá þér hvað þú hefur gert fyrir láglaunakonurnar í jafnréttismálum - og hvaða augum þú lítur þær. Það er allavega ljóst að þú myndir gera þeim mun meira gagn með því að vera með okkur í liði en ekki á móti.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.3.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband