Jæja, spennan búin

Jæja, þá er komið á hreint að Framtíðarlandið fer ekki fram. Ég er búin að bíða spennt eftir niðurstöðunni í allt kvöld. Ég bjóst við að fleiri myndu taka þátt í kosningunni en raun bar vitni. Greinilegt að bara þau "eldheitu" hafa mætt. Áhugavert að sjá hvað var mjótt á munum.

Á heimasíðu Framtíðarlandsins er pistill eftir Ósk Vilhjálmsdóttur. Þar segir hún:

"Það eru skiptar skoðanir um framboð. Svo er einnig innan stjórnar Framtíðarlandsins enda er hún skipuð fjölbreyttum hópi fólks. En það þótti rétt og í anda lýðræðis að kynna þessar framboðshugmyndir fyrir félögum Framtíðarlandsins á opnum fundi í Kornhlöðunni fimmtudaginn fyrsta febrúar og að boða síðan til félagsfundar á Hótel Loftleiðum þar sem félagar fá sjálfir að kjósa hvaða leið þeir vilji fara. Það er ljóst að framboðsleiðin verður ekki farin nema hún hljóti afgerandi stuðning félaga Framtíðarlandsins."

Miðað við kröfu um að 2/3 þurfi að samþykkja framboð, umræðuna undanfarna daga og að skiptar skoðanir eru í stjórninni kemur niðurstaðan ekki á óvart. Nýtt framboð felur í sér áhættu og eðlilegt að sumir séu hræddir við að framboð styrki núverandi stjórn í sessi - þessa sem hefur komið stóriðustefnunni í framkvæmd. Þess vegna hallast ég að því að ef til framboðs hefði komið hefði það þurft að vera hægra megin. Það eru engir valkostir í boði fyrir fólk sem er hægra megin en er á móti stóriðjustefnunni á meðan vinstra fólkið hefur valkosti. 

Nú verður fróðlegt að sjá í framhaldinu hvort framboðshópurinn býður sig samt sem áður fram - bara ekki í nafni Framtíðarlandsins.  Miðað við alla þá grósku sem er búin að vera í umræðu um ný framboð væri leitt að sjá þau öll detta upp fyrir. Ætli Margrét Sverris verði sú eina sem fer fram með nýjan lista?


mbl.is Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband