30.1.2007 | 21:52
Markaðsvörurnar okkar
Jæja. Af því að Halla er í framboði til formanns KSÍ hefur áhugi minn á sportinu haldist það mikið að ég horfði á annan handboltaleik! (Og fyrir ykkur sem haldið í alvörunni að sumar konur viti ekki að það er munur á handbolta og fótbolta og KSÍ og HSÍ þá lofa ég að ég þekki muninn... - bíð samt spennt eftir færslum víðs vegar á blogginu frá gaurum sem eru handvissir um að það sé líffræðilega og andlega ómögulegt að fá aukinn áhuga á handbolta í gegnum eitthvað sem er að gerast í fótboltanum!)
Leikurinn fannst mér reyndar ekkert sérlega skemmtilegur framan af. Það var ekki fyrr en ca 10 mín voru eftir af venjulegum leiktíma sem ég fór að verða eitthvað spennt. Síðustu 10 mín og framlengingin voru frábærar - fyrir utan síðustu 5 sekúndurnar, eins og gefur að skilja. Hefði verið gaman ef strákarnir hefðu unnið.
Ég spáði mikið í búninga strákanna - eða réttara sagt allar auglýsingarnar á þeim. Strákarnir "okkar" voru með Samskip á rassinum, Herbalife á lærinu, Flugleiðir á mallanum, Skoda/Audi einhversstaðar og eitthvað fleira sem ég man ekki. Ég var fljót að komast að því að það er eins gott að ég er ekki íþróttakona - yrði rekin úr liðinu eins og skot því ég myndi aldrei samþykkja að auglýsa Herbalife og þaðan af síður vera með eitthvað prentað á botninn...
Búningar Dananna voru ekki eins crowded af auglýsingum. Ég sá enga auglýsingu á rassinum á þeim. Hins vegar voru þeir með orðið FAG á erminni. Nú hef ég ekki hugmynd um hvað þetta stendur fyrir í Danaveldi en í Bretlandi er þetta notað yfir rettur og í USA sem skammaryrði yfir homma.
Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Ef ekki væri fyrir þessar auglýsingar þá væri landsliðið sennilega ekki þarna úti.
Landsliðskona (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 09:42
Já ég veit. Engu að síður umhugsunarefni. Ég man reyndar eftir umræðum þegar byrjað var að setja auglýsingar á bossana. Mér finnst líka spurning hvort fyrirtæki séu ekki til í að styrkja stelpurnar og strákana "okkar" án þess að vera með svona massívar auglýsingar á búningunum.
Ég fæ einhvern veginn ekki jákvæða ímynd af Samskipum á bossanum - dettur frekar í hug græðgi...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 31.1.2007 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.