Vildi ég gæti kosið

Frábærar fréttir að loksins eru komin merki um að Hillary ætlar í forsetaframboð. Það er löngu tímabært að kona verði forseti þessa wanna-be heimsveldis. Kannski lýðræðið aukist í kjölfarið :) Það er aldrei að vita. Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni þar sem nú geta demókratar ekki aðeins valið á milli hvítra karla og konu heldur stendur valið á milli konu, blökkumanns og hvítra karla... Hef stundum heyrt því fleygt að Bandaríkin séu hugsanlega tilbúin til að fá blökkumann sem forseta en ekki konu. Sorglegt ef satt er því auðvitað á embættið að vera opið fólki af báðum kynjum, öllum kynþáttum, o.s.frv. 

Jafnréttisbaráttan í Bandaríkjunum hófst þegar 2 kjarnakonur, þær Elisabeth Cady Stanton og Lucretia Mott fóru til Bretlands til að tala máli blökkumanna á fundi andstæðinga þrælahalds. Þegar þær voru komnar til Bretlands fengu þær ekki að tala á ráðstefnunni af því að þær voru konur. Þar með rann upp fyrir þeim ljós að eitthvað þyrfti að gera í málefnum kvenna. Þetta var árið 1840. Átta árum síðar var haldinn fundur í Seneca Falls sem sendi frá sér Declaration of Sentiments”, sem innihélt kröfur um mannréttindi konum til handa.

Réttindabarátta kvenna og minnihlutahópa er samofin á mörgum stigum, eins og þetta dæmi sýnir.


mbl.is Hillary Clinton hyggur á forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://images.hugi.is/kynlif/107388.jpg

Indeed. 

Andrea (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Einmitt. Og ég sem hélt að Hugi væri barnavefur... svo er fólk að furða sig á því að enn sé í gangi barátta fyrir jafnrétti kynjanna. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.1.2007 kl. 22:15

3 identicon

Þú ert svo æðislega bitur. =D

Hættu svo að vilja banna klám. Þér kemur ekkert við hvað aðrir gera í sínum frítíma, kei? 

" Og ég sem hélt að Hugi væri barnavefur..."

Það er reyndar 14 ára aldurstakmark inn á áhugamálið sem þessi mynd er á. Þú ættir að venja þig á að kynna þér málin áður en þú opnar á þér kjaftinn. 

Andrea (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 22:21

4 identicon

Þú ert svo æðislega bitur. =D

Hættu svo að vilja banna klám. Þér kemur ekkert við hvað aðrir gera í sínum frítíma, kei? 

" Og ég sem hélt að Hugi væri barnavefur..."

Það er reyndar 14 ára aldurstakmark inn á áhugamálið sem þessi mynd er á. Þú ættir að venja þig á að kynna þér málin áður en þú opnar á þér kjaftinn. 

Andrea (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það er auðvitað miklu betra að vera bara þæg og góð...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.1.2007 kl. 22:26

6 identicon

Afsakið? Kanntu ekki að rökræða?

Nei, hvernig læt ég? *slæ mig á ennið*  

...Feministar kunna ekki að rökræða.

Andrea (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 22:33

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Almennilegar rökræður einkennast af kurteisi og allavega oggulitlu af mannasiðum. Ef þú vilt rökræða getur þú íhugað að 14 ára aldurstakmark þýðir ennþá að Hugi er fyrir börn því lagalega er fólk börn til 18 ára aldurs. Myndin sem þú linkar á orðar klámvæðinguna og þau skilaboð sem konum eru gefnar um hlutverk sitt einstaklega vel. Getur vel verið að þú sért sátt við að vera metin út frá þessum eiginleikum eða finnist það ennþá fyndið en ég get fullvissað þig um að þegar fólk fullorðnast og fer að skilja merkinguna á bak við þá breytist það. 

Ef þig langar til að skoða hvað það merkir að vera þæg og góð þá mæli ég með þessari síðu.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.1.2007 kl. 22:40

8 identicon

HAHAHAHAHAHA!

Þú ert heimskari en ég hélt. Vaaar að meina að Hugi er ekkert "síða fyrir börn". Aldurstakmarkið er kannski 14, en það er ekkert aldurstakmark við hversu fullorðinn þú mátt vera. Hugi er ekki barnasíða. Fact of the day.

 Auk þess sendi ég þér bara linkinn á þessa mynd þar sem ég vissi að þú tækir vel í þetta. Kanntu ekki að þakka fyrir þig? Annað dæmi um hvað femistar eru kurteisir og skemmtilegir...

 "Myndin sem þú linkar á orðar klámvæðinguna og þau skilaboð sem konum eru gefnar um hlutverk sitt einstaklega vel."

Mig langar endilega að fá að vita eitt. Hvað hefuru á móti klámi? Hvað er svona 'hryllilegt' við klám? (Hvernig sem þú orðar það) 

"Getur vel verið að þú sért sátt við að vera metin út frá þessum eiginleikum eða finnist það ennþá fyndið en ég get fullvissað þig um að þegar fólk fullorðnast og fer að skilja merkinguna á bak við þá breytist það. "

Bíddu...Hvernig færðu það út úr þessu að ég vilji vera metin út frá þessum eiginleikum? Og ertu að segja að allir verði feministar þegar það fullorðnist?  Og fari að hata klámvæðinguna? Jesús.

Andrea (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 22:48

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já eðlilega lendir kona í vandræðum þegar hún mætir rökræðusnilld sem þessari... Hugi var stofnaður á sínum tíma með það að markmiði að höfða til ungs fólk - aðallega unglinga. Skv upplýsingum á Huga eru flestir notendur núna á aldrinum 15-28 ára. 

Hér er annars sú skilgreining á klámi vs erótík sem ég kann best við:

“Klám tengir kynlíf og/eða kynfæri við niðurlægingu eða misnotkun þannig að það virðist afsaka, styðja eða ýta undir þess konar hegðun.

Erótík er kynferðislega örvandi efni sem er laust við kynjamismunun, kynþáttafordóma og fordóma gegn samkynhneigðum og sett þannig fram að virðing er borin fyrir öllum þeim manneskjum og dýrum sem sýnd eru”.

Hvað er það annars sem þér líkar við klám? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.1.2007 kl. 22:59

10 identicon

Er þá 28 ára gamlir aðilar börn? Vá, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.

 “Klám tengir kynlíf og/eða kynfæri við niðurlægingu eða misnotkun þannig að það virðist afsaka, styðja eða ýta undir þess konar hegðun"

Niðurlægingu? Hvar sérð þú niðurlægingu í klámi? Þú veist að aðilarnir sem leika í klámmyndum og svona gera það af því þeir vilja það og fá borgað fyrir það?

Misnotkun? Þetta sem ég sagði að ofan + Mér sýnist þeir aðilar sem eru í þessu bara njóta þess nokkuð mikið.

"Hvað er það annars sem þér líkar við klám? "

1. Það er skemmtilegt.

2. Örvar mann kynferðislega (allavega mig og margar aðara milljónir manna).

3. Líka ágæt leið til að drepa tímann ef manni leiðist.

Andrea (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 23:09

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

"Mér sýnist þeir aðilar sem eru í þessu bara njóta þess nokkuð mikið."

Þú gerir þér grein fyrir að þetta er leikið efni, er það ekki? Annars er til fullt af klámi þar sem sársaukinn sést mjög vel.

Fyrir tæpum 2 árum var til sölu klámblað í Pennanum. Á forsíðunni var fyrirsögnin "Women as pets. Amazing photos inside" Myndin sem fylgdi var af konu með hundaól yfir andlitið og hálsinn. Karlmannshendi var að rétta hendi hundakex. Er þetta örvandi og skemmtilegt efni?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.1.2007 kl. 23:14

12 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Leiðrétting - Karlmannshendi var að rétta henni hundakex á þetta að sjálfsögðu að vera... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.1.2007 kl. 23:16

13 identicon

Hættu með þessa útúrsnúninga, plís.

 "Þú gerir þér grein fyrir að þetta er leikið efni, er það ekki?"

Jú. Þú gerir þér líka grein fyrir því að ég horfi ekkert endilega alltaf á leikið klám, er það ekki? Nei. Þú gætir ekki vitað neitt um það, of course.

 Það eru til síður með svona...ekta stöffi. Þar sem fólk setur inn myndir og/eða myndbönd af sjálfum sér og einhverjum öðrum í kynlífsathöfnum.

"Fyrir tæpum 2 árum var til sölu klámblað í Pennanum. Á forsíðunni var fyrirsögnin "Women as pets. Amazing photos inside" Myndin sem fylgdi var af konu með hundaól yfir andlitið og hálsinn. Karlmannshendi var að rétta hendi hundakex."

Hvar sérðu mig minnast á svona domination eitthvað? Hvergi. Og þótt að ÞÉR finnist það viðbjóður, þá gildir ekki það sama um alla.

" Er þetta örvandi og skemmtilegt efni?"

Sumum finnst það. Sumum ekki. Sem betur fer hafa ekki allir sömu skoðanir og þú. Gaman. 

Andrea (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 23:20

14 identicon

Hillary verður kosinn næsti forseti Bandaríkjanna og það á eftir að koma mjög vel út, ekki af því að hún er kona heldur út af sjónarmiðum hennar, og reynslu í hvítahúsinu.

Og það er gott að sjá að Katrín Anna er búin að fækka öllu klámi í heiminum niður í bara það efni sem snýr að niðurlægingu. Þá kemur það á daginn að ég á ekkert klám ;)

sigfus (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 332503

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband