Í tilefni dagsins

Jæja. Eftir nokkurra vikna sálarstríð um hvort ég ætti að færa mig yfir á moggabloggið dreif ég loksins í því. Nenni samt ekki að færa allar eldri færslur yfir, sé engan tilgang í því en hef link á það undir tenglum. Hér er samt nýjasta færslan af gamla blogginu... Má til með að minna á að í fyrra þegar kynþokkafyllsta konan var valin lenti Solla stirða í 8. sæti - og hún er 8 ára í þáttunum um Latabæ!

Í tilefni dagsins:

Óska öllum bóndum til hamingju með daginn! Nota jafnframt tækifærið og lýsi yfir frati á Rás 2 fyrir val á kynþokkafyllsta karlmanninum. Ég hef oft kvartað yfir þessu áður og vona að Rás 2 hætti sem fyrst að skemma bóndadaginn og konudaginn með þessari vitleysu.

Hvaða merkingu hefur þetta val og af hverju er ríkisfjölmiðill að standa fyrir svona kosningu? Öðrum þræðinum er þessi dagur hlaðinn rómantískum blæ þar sem gert er út á að konur geri eitthvað sætt fyrir maka sína. Ég velti fyrir mér hversu mörgum karlmönnum finnst það sætt ef konan þeirra tekur á móti þeim eftir langan vinnudag og segir að hún hafi nú mikið velt fyrir sér allan daginn hvaða karlmaður henni þætti kynþokkafyllstur og loks hefði hún komist að þeirri niðurstöðu að það væri Gísli Örn, eða hver það er sem er flavor of the day, svo hún hefði hringt í Rás 2 og kosið hann... Smelli svo á karlinn léttum kossi og rétti honum blómvönd eða súkkulaðikassa! Jamm allt blússandi í rómantík - sérstaklega þegar haft er í huga hvað það þýðir að vera kynþokkafullur. Til fullt af klúrum orðum til að lýsa því (sem ég ætla ekki að telja upp því ég er svo siðprúð... ) en orðið hefur kynferðislega merkingu. Þessi árátta að meta fólk út frá útliti, ríðileika og þess háttar smellpassar inn í klámvæðinguna, hlutgervinguna, stjörnudýrkunina... Væri ekki ráð fyrir Rás 2 að láta af þessum sið og fókusa meira á rómantíkina, ástina og virðinguna í tilefni dagsins? Ég væri sátt við það.
mbl.is Gísli Örn valinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Velkomin á moggabloggið. Það er ekkert smágaman að sjá alla kröftugu femínistana í Netheimum. Þetta er góður  undirbúningur þeirra sem ætla sér að ná  völdum í framtíðinni

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.1.2007 kl. 15:06

2 identicon

Mikið er gaman að sjá þig hérna komna í öllu þínu veldi - í sama stjörnukerfi bloggheima og við hin! Hjartanlega velkomin til leiks! Hlakka til að lesa hér hjá þér femíniska pistla um allt milli himins og jarðar...

Guðfríður Lilja (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband