Færsluflokkur: Bloggar
3.7.2007 | 23:29
Alltaf að hjóla...
Fátt betra á sólbrunnum degi en fara í hjólandi í heimsókn til góðra vina Er að uppgötva ýmsa hluti um landann í gegnum hjólatúrana - eins og þetta tvennt:
1. Ótrúlega margir stúta flöskum á gangstéttum. Sama hvort við erum að hjóla í Grafarholtinu, Mosó, Grafararvogi, Árbæ eða niður í bæ - alls staðar eru glerbrot. Ótrúlegt.
2. Öllu ánægjulegra er hversu margir bílstjórar stoppa til að hleypa okkur yfir götur. Undantekning ef ekki er stoppað. Áðan brunaði sendibíll áfram... kannski í vinnunni... en um daginn stoppaði strætó!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 14:31
Finnst þessi bara nokkuð góð...
Áhugaverður fréttavinkill að nota ástralskar forvarnarauglýsingar sem útgangspunkt. Hugmyndafræði auglýsinganna er þó gjörólík. Ég er t.d. ekki hrifin af áströlsku auglýsingunum sem ganga út þau skilaboð að stærðin skipti öllu máli... og að mikill hraði sé merki um lítil typpi. Fyrst þegar ég sá að verið var að tengja auglýsingarnar saman í fréttinni hélt ég að eitthvað sambærilegt væri upp á teningnum hér. Var fegin að sjá að svo var ekki og hefði reyndar verið hissa ef svo hefði verið því Hvíta húsið hefur síðustu ár gert nokkrar frábærar auglýsingar fyrir Umferðarstofu. Hér er t.d. ein sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér.
Með nýju auglýsingunum er verið að tengja saman áhrif umhverfisþátta á hegðun. Loksins. Enginn er eyland og það er skrýtið til þess að hugsa að enn þann dag í dag heldur fólk að við séum ónæm fyrir áreitinu og pressunni í kringum okkur. Ökuníðingum er hampað víða. Nægir að nefna ýmsar bílaauglýsingar sem ganga út á hversu kraftmiklir og hraðskreiðir bílarnir eru, sjónvarpsþætti eins og þá sem sýndir eru á Skjá 1 þessa dagana, hasarmyndir og síðan auðvitað tölvuleikirnir. Auglýsingarnar eru settar upp svipað og tölvuleikur sem breytast síðan í kaldan raunveruleikann, eða réttara sagt, hvernig raunveruleikinn verður kaldur og grár þegar veruleikafirringin er framin í raunveruleikanum.
Hraðinn drepur - getuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.7.2007 | 13:53
Þetta helst...
Finnst tvennt afar áhugavert að skoða úr fréttum undanfarna daga. Annars vegar er það þessi taumlausa bjartsýni á að nú takist loksins að draga eitthvað úr launamun kynjanna á næstu 4 árum. Það hefur gengið óhóflega hægt að minnka launamun fyrir sömu störf og miðað við hægagang síðustu ára eigum við eftir 627 ár í viðbót í að launin verði jöfn. Ég veit ekki alveg hvort ég deili bjartsýni þjóðarinnar með henni. Ég bind reyndar vonir við það að tilkoma Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og afdráttarlausar yfirlýsingar um að launamunurinn verði minnkaður muni skila árangri. Hins vegar sýnist mér einkamarkaðurinn vera tregur í taumi og vilja helst fara sömu leiðir og búið er að fara síðan árið 1961 þegar lög um jöfn laun fyrir sömu störf voru sett - þ.e. helst á að gera sem minnst og bíða bara eftir að þetta komi af sjálfu sér því við erum svo rétthugsandi... en samt sýnir reynslan okkur að það gerist ekkert af sjálfu sér. Vonandi verður launaleynd afnumin og gripið til einhverra róttækra aðgerða að auki.
Hitt sem mér finnst athyglisvert er að ný skoðanakönnun leiddi í ljós að um helmingur þeirra sem eru óánægð með ráðherraval Sjálfstæðisflokksins eru óánægð með að karlarnir skuli sitja svo sem nánast einir um hituna. Af 6 ráðherrum er aðeins 1 kona, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og það er einfaldlega ekki ásættanlegt. Gaman að sjá að margir eru sama sinnis og að Sjálfstæðisflokkurinn bíður álitshnekki fyrir að vera karlaflokkur. Það gefur mér tilefni til bjartsýni! Vona svo bara að flokkurinn taki þessi skilaboð til sín og fari að nýta þann kraft og þá auðlind sem býr í öllum þessum öflugu konum í flokknum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 23:41
Kvennaframboð í Ástralíu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.6.2007 | 15:32
Öðruvísi mér áður brá...
Iceland Express tilkynnti fyrir helgi fyrirætlanir um innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli auk þess að hefja flug til erlendra borga þaðan. Ok - innanlandsflugið er eflaust fín hugmynd. Væri gott að hafa smá samkeppni þar. Hins vegar á ég erfiðara með að skilja yfirlýsingar um flug til útlanda. Nú er mikið rætt um staðsetningu flugvallarins og það ónæði sem af honum hlýst. Ég sé því ekki tilganginn með að "efla" Reykjavíkurflugvöll með þessum hætti. Einnig finnst mér skrýtið að Iceland Express spái ekki í hvaða áhrif þetta hefur á ímynd flugfélagsins.
Annað mál þessu skylt eru umhverfisáhrifin. Ég held að í nánustu framtíð munum við sjá auknar hömlur á flugi og hvatningu um að ferðast minna - styttra og sjaldnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.6.2007 | 15:10
Gaman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.6.2007 | 23:17
Allt í köku... eða klessu
Mér líður eins og ég stundi áhættuíþróttir í augnablikinu. Búin að fljúga tvisvar á hausinn það sem af er sumri... Samt er ég ekki að gera neitt sem er eins hættulegt og Formúlu 1 gaurinn sem ég sá tvisvar í sjónvarpinu í kvöld. Á sama tíma og landinn er í þjóðarátaki gegn ofsaakstri, Sniglarnir henda fyrrverandi formanni úr samtökunum fyrir ofsaakstur og heilbrigðisstarfsfólk gengur gegn umferðarslysum hampar Ríkisjónvarpið íþrótt sem gengur út á ofsaakstur og þeim sem hana stunda sem ofurhetjum... Jamm rökrétt! Ekki nóg með að gaurinn sé "hetja" - hann á afmæli og af því tilefni er hringt í Ungfrú Ísland og hún fengin á staðinn með köku. Er engin PR manneskja í kringum þetta batterí? Á sama tíma og þau eru að reyna að sannfæra þjóðina um að þátttaka í fegurðarsamkeppni sé góður stökkpallur fyrir lífið þá láta þau þá sem er svo ótrúlega "heppin" að vinna poppa upp hjá einhverjum gaur með köku - eins og um fylgdarþjónustu sé að ræða. Er ekki einhver til í að gauka að þeim að það sé ekki rétta leiðin til að afla keppninni virðingar heldur ýti undir að litið sé á keppnina sem gripasýningu og kúgun kvenna?
Og jújú... mér finnst konusýningar fáránlega hallærislegt fyrirbæri sem alvöru þenkjandi þjóð væri búin að dissa fyrir löngu... og er svo sem ánægð á meðan þau skjóta sig í fótinn... en samt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.6.2007 | 12:03
Yrðum við sátt?
Segjum sem svo að einhver ríkisstjórnin myndi ákveða að banna áfengi og klám í Reykjavík í þeim tilgangi að stemma stigu við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í öðrum sveitarfélögum yrði ekki gripið til sömu aðgerða. Segjum sem svo að Reykvíkingar yrðu óánægðir með leiðina sem er valin og ákvæðu í framhaldinu að banna ferðamönnum að koma til Reykjavíkur. Segjum sem svo að í kjölfarið af því birtust fréttir út um allan heim sem segðu að Reykvíkingar bönnuðu ferðamenn í Reykjavík vegna þess að þeir væru ósáttir við að reynt væri að stemma stigu við kynferðisofbeldi gegn börnum.
Værum við sátt við svona fréttaflutning? Þætti okkur hann sanngjarn og lýsandi fyrir ástæður óánægjunnar? Ekki það... Er nokkuð ástæða til að ætla að því sé öðruvísi farið með frumbyggja í Ástralíu þar sem nákvæmlega þetta gerðist?
Frétt af ruv.is:
Fyrst birt: 26.06.2007 14:12Síðast uppfært: 26.06.2007 14:13Ástralía: Frumbyggjar bregðast við áætlun stjórnvalda
Ástralskir frumbyggjar hafa hótað að meina ferðamönnum aðgang að fjallinu Uluru vegna nýrrar áætlunar ástralska stjórnvalda sem stemma á stigu við misnotkun á börnum í samfélögum frumbyggja. Fjallið Uluru er eitt helsta aðdráttaraflið í augum margra sem ferðast um Ástralíu.Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir þarlend yfirvöld kemur fram að misnotkun sé mjög útbreidd í samfélögum frumbyggja. Við það bætist þættir eins og fátækt, áfengis og eiturlyfjaneysla sem auki enn á þennan vanda og þá er einnig fundið að heilbrigðis- og félagsþjónustu innan samfélaganna. Þó sumir frumbyggjaleiðtogar hafi lýst ánægju sinni með tillögur stjórnvalda segja aðrir þær óframkvæmanlegar. Hinir sömu fullyrða að þessar áætlanir séu í raun dulbúin leið ríkisstjórnarinnar til að ná á ný yfirráðum yfir landsvæðum frumbyggjanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2007 | 11:21
Getum betur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.6.2007 | 23:04
Af hverju ekki sérfræðiþekking?
Nú er búið að auglýsa laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Auglýsinguna má lesa hér. Það sem vekur athygli mína er að á sama tíma og í gangi eru auknar kröfur um að þeir sem starfi að jafnréttismálum hafi aflað sér þekkingar á málaflokknum, þá er engin krafa um sérfræðiþekkingu í auglýsingunni. Vona nú samt að þetta þýði ekki að það verði bara einhver ráðinn - með sérþekkingu á bönunum eða eitthvað álíka. Ætla sem sagt að vera bjartsýn þangað til annað kemur í ljós... en finnst það ekki eins faglegt og það ætti að vera að gera ekki kröfu um þekkingu á jafnréttismálum. Er næstum eins og að auglýsa eftir lögfræðingi án lögfræðimenntunar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg