Færsluflokkur: Bloggar
20.7.2007 | 11:02
Á ég að gæta systur minnar?
Las bókina Á ég að gæta systur minnar? í gærkvöldi. Hún fjallar um fjölskyldu sem samanstendur af foreldrum og 3 börnum. Miðjubarnið, Kate, er með bráðahvítblæði og þess vegna var 3. barnið, Anna, búið til. Hún er "hönnunarbarn" og hefur fram að 13 ára lifað sem varahlutur fyrir systur sína. En nú finnst henni nóg komið og hún neitar að gefa systur sinni nýra. Hún fær sér lögfræðing og fer fram á sjálfræði yfir líkama sínum.
Siðferðismálin í bókinni eru bæði áleitin og mörg. Er ok að hanna barn? Velja sérstaklega barn sem passar við veika barnið til að geta notað það sem varahluti? Hvernig verður líf þessa barns og annarra í fjölskyldunni? Á barnið að fara með líkamlegt sjálfræði varðandi svona aðgerðir eða mega foreldrarnir skikka barnið til að gangast undir alls kyns meðferðir og jafnvel líffæragjöf? Höndlar 13 ára barn svona mikla ábyrgð? Hvað með siðanefndir sjúkrahúsa - eiga þær að fjalla eingöngu um meðferðir veika barnsins eða eiga þær líka að fjalla um hlutverk "varahlutarins"?
Bókin var alls ekki eins þung og erfið lesning og ég bjóst við. Hún kafaði heldur ekki eins djúpt undir yfirborðið og ég hafði vænst. En það er samt af nógu að taka. Kannski er það einmitt kostur að hún er ekki erfiðari í lesningu - sérstaklega fyrir foreldra. En hún er mjög áhugaverð og ég mæli hiklaust með henni fyrir alla sem vilja láta pota aðeins í heilann á sér og spá aðeins í allar þessar spurningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2007 | 16:17
Kemur ekki á óvart
Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2007 | 13:56
Góður kinnhestur???
Er kinnhestur einhvern tímann góður? Þeir hjá Bílabúð Benna virðast vera þeirrar skoðunar. Í dag birtist frá þeim heilsíðu auglýsing í Viðskiptablaðinu. Texti auglýsingarinnar er: "Slær þig eins og góður kinnhestur, frá fallegri konu."
Mér finnst alveg stórmerkilegt að þeir vilji tengja ímynd Porsche við ofbeldi - og hefja það upp til skýjanna. Reyndar mjög margt í þessum texta sem er áhugavert að stúdera. Til dæmis þessi glamúruppbygging á ofbeldi. Sem er út í hött. Ofbeldi er ekki glamúr. Punktur. Er ekkert flóknara en það. Síðan er hægt að spá í kinnhestinn sjálfan - kona sem slær karl. Er það meining þeirra hjá Bílabúð Benna að engin ógn felist í kinnhesti frá fallegri konu? Líta þeir á kinnhestinn sem forleik að einhverju öðru?
Anyways... finnst þessi auglýsing gjörsamlega glórulaus og þeim hjá Bílabúð Benna til minnkunnar. Mig langar allavega ekki í Porsche sem lemur! En þig?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
19.7.2007 | 13:43
Einhver í stuðandi tuði?
Stundum velti ég því fyrir mér hvort við ættum ekki að taka þessu blessuðu þjóðarleiðtoga til fyrirmyndar í jafnréttisbaráttunni! Þeir eiga jú að vera þeir hæfustu í jobbið, er það ekki? Erum við ekki með allt of mikla linkind og ættum bara að láta hart mæta hörðu?
Finnst annars Bretar og Bandaríkjamenn vera í einhverju stuðandi tuði þessi misserinn... er verið að reyna að koma á stríði?
Rússar reka fjóra breska ríkiserindreka úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2007 | 10:09
Ha???
Blaðið flytur í dag frétt af konu sem var niðurlægð í strætó af strætóbílstjóranum. Hann skipaði henni að skipta um sæti því brjóstaskoran sem hann sá í baksýnisspeglinum hafði svo truflandi áhrif á hann að hann gat ekki einbeitt sér að akstrinum. Hann kallaði því til hennar, eða öskraði, að því er segir í fréttinni í Blaðinu, að ef hún ekki færði sig myndi hann henda henni út úr vagninum. Konan færði sig en upplifði mikla niðurlægingu við allt þetta. Strætisvagnafyrirtækið ákvað að standa þétt við bakið á strætóbílstjóranum sem var óhæfur til aksturs.
Tveim blaðsíðum framar í Blaðinu er auglýsing frá Kraftvélum. Fyrirsögnin er "Leitaðu til sérfræðinga þegar útsýn skiptir verulegu máli." Myndefnið er jarðýta á strönd og bikiníklæddar konur liggja eins og hráviði allt í kring. Miðað við strætóbílstjórann væri nú kannski betra að selja jarðýtur sem erfitt er að sjá út um? Augljóslega hefðu konurnar svo truflandi áhrif á jarðýtukallana að þeir verði ófærir um að sinna vinnunni sinni. Er það ekki? Erum við annars ekki enn á púritönskum tímum þar sem karlmenn mega ekki sjá í bert hold án þess að verða fyrir verulegum og alvarlegum truflunum á getu og hæfni?
Moral of the story? Best er að setja allar konur í búrkur svo þær trufli ekki karlmenn?
Moral of the story? Af hverju ekki að setja hálfbera karla út um allt svo konur séu ekki einu skrautmunirnir í samfélaginu? (mynd sett með svo fólk geti betur metið þennan móral!)
Moral of the story? Af hverju ekki að hætta hlutgervingu og líkamsáráttu og njóta þess í stað manneskjunnar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
17.7.2007 | 09:12
Slatti af korni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.7.2007 | 09:40
Lærdómur gærdagsins og Jafnréttisstofa
Það tekur tvo og hálfan tíma að setja saman 6 skúffu kommóðu frá IKEA ef 2 vinna verkið. Innifalið í því er samsetning, 1 kaffipása og þrif. Burður og bakverkir ekki talið með!
**
Hlakka ógó mikið til að sjá hvaða kona verður ráðin framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Staðsetning Jafnréttisstofu er líka alltaf til umræðu. Reykjavík eða Akureyri? Skiptar skoðanir á því eins og öðru. Helstu rökin með því að stofan eigi að vera í Reykjavík eru að eitt af hennar hlutverkum er að vinna náið með stjórnsýslunni - og stjórnsýslan er í Reykjavík. Fjarlægðin gerir ekki bara fjöllin blá heldur einnig Jafnréttisstofu erfiðara um vik að vera í hringiðu jafnréttismála. Ég segi allavega fyrir mína parta að samstarfið og samskipti við Jafnréttisstofu hefðu pottþétt orðið meiri ef hún hefði verið í höfuðborginni. Sumir vilja meina að flutningur stofunnar út á land hafi verið liður í að draga úr vægi jafnréttismála - í það minnsta hafi það sýnt að þessi mál eru langt í frá í forgang.
Aðrir vilja meina að stofan sé jafn vel staðsett út á landi og að fólk úti á landi verði fyrir mismunun. Konur úti á landi verði t.d. fyrir tvöfaldri mismunun sem landsbyggðarkonur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (70)
15.7.2007 | 00:35
Karlar, konur og börn - og ég
Alltaf finnast mér svona fyrirsagnir skrýtnar. Má túlka þær annars vegar svo að líf karlmanna séu minna virði en kvenna og barna og hins vegar að það sé karlmannsverk að verja líf kvenna og barna - jafnvel með sínu eigin. Að mínu mati er þetta úreltur hugsunarháttur sem á vel heima í kynjaskiptu karlrembuþjóðfélagi... en á illa heima í jafnréttissinnuðu samfélagi. Miðað við stöðu jafnréttismála er samt kannski ekki skrýtið að þetta lifi enn!
**
Upplýsingaskyldan bendir síðan á lesbók Moggans í dag. Þar erum við stöllur, Auður Magndís og ég, í hlutverki lesara og glápara. Ég er glápari og kem hér um bil til dyranna eins og ég er klædd. Ljósmyndarinn mætti hálftíma of snemma - þegar ég var um það bil að skella mér í sturtu og var enn í jogginggallanum. Ég hljóp upp og skipti um föt en verð að segja að myndin er einkar lýsandi fyrir mig - lítið pjatt og prjál og soldið kaós í gangi. Þegar ljósmyndarinn var farin uppgötvaði ég að ég var enn með stýrurnar í augunum - sést samt ekki á myndinni. Ég er pínku hrifin af svona óreiðumyndum í fjölmiðlum. Þó skiptir öllu meira máli hvað við stöllur höfum að segja - ég um sjónvarpsþættina The L word og Auður Magndís um skaðsemi hlutleysis! Endilega kíkið á...
Konur og börn meðal látinna í Rauðu moskunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.7.2007 | 12:37
Gott
Gott að heyra að dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá síðustu viku hefur verið áfrýjað. Þá er enn von til að réttlætið nái fram að ganga og að íslenskir dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að nauðgun er glæpur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
12.7.2007 | 20:36
Fróðleikur dagsins
Ef fólk er úti allan daginn án þess að nota sólarvörn er hætta á sólbruna.
Það er vont að mæta á síðustu stundu á rangan stað þegar fólk er hjólandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg