Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Lýðræði innan fyrirtækja

Miðað við fjöldann sem búinn er að blogga um þessa frétt af starfsmanninum sem var rekinn frá Toyota eftir að hafa sagt frá misrétti í kjörum starfsmann er óhætt að segja að Toyota hefði varla getað fengið verri auglýsingu á þessum síðustu og verstu... Fréttin er hins vegar kjörið tækifæri til að koma á framfæri pælingu sem ég hef velt fyrir mér í töluverðan tíma og snýr að lýðræði. Þessa dagana tölum við um lýðræði út í eitt. Við viljum stjórnlagaþing, brjóta upp fjór-flokkakerfið, þjóðin vill hafa eitthvað að segja um sín mál. Ég er í raun sammála þessu öllu, er ein af þeim sem vil aukið lýðræði en mig langar líka til að útvíkka hugtakið og skoða rekstrarform fyrirtækja út frá lýðræðishugsjónum. Hlutafélög eru byggð upp sem valdapýramídi. Hluthafafundur er æðsta vald - og það felst n.k. lýðræði í honum en ekki nándar nærri nóg þar sem auðvelt er að mynda valdablokkir þegar einhver hópur krúnkar sig saman. Stjórnin er fámennur hópur og sama á við um forstjóra og framkvæmdastjóra. Það er því í raun fámennur hópur á toppnum sem getur tekið allar mikilvægar ákvarðanir og starfsmenn eru hálfgert aukaatriði. Launaleynd hvílir yfirleitt á launastrúktúr fyrirtækja og það er toppunum í sjálfsvald sett hvað þeir skammta sér í laun. Síðustu árin höfum við einmitt séð að þessi fámenni hópur sem skammtar sjálfum sér eins stóran bita af kökunni og þeim sýnist hefur gerst ansi stórtækur í sjálftökunni. Launabil hefur aukist og laun og hlunnindi eru úr takt bæði við raunverueikann og það sem réttlátt eða sanngjarnt er.

Tilgangurinn með þessari færslu er sem sagt að velta upp þeim möguleika að farið sé í hugmyndavinnu um hvernig mætti auka lýðræði í reynd innan fyrirtækja þar sem starfsfólk væri skilgreindur sem hagsmunahópur sem ætti að hafa eitthvað um málin að segja, þ.e. formlegt vald þó svo að enginn eignarhlutur sé til staðar. Það er ekki nóg að starfsfólk geti kosið með fótunum og skipt um vinnustað ef það er óánægt, sérstaklega þegar um stórfyrirtæki er að ræða.


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband