Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
18.12.2008 | 00:44
Hugmynd fyrir RUV og stjórnmálamenn
Hugmyndin er: Klukkutímalangur fréttaskýringaþáttur á hverju kvöldi um kreppuna og ég er ekki að meina Kastljósið. Það dugar engan veginn auk þess sem viðtölin eru of stutt. Er meira að hugsa um þátt sem er að hluta til í ætt við Viðtalið sem Bogi Ágústsson sér um, þ.e.a.s. þátt þar sem tími er til að ræða málin og koma bitastæðum upplýsingum og hugmyndum á framfæri. RUV er ríkissjónvarpið og það er ótrúlegt hvað núverandi ástand fær litla athygli miðað við hversu mikil áhrif þetta mun hafa á líf okkar og afkomu um ókomna framtíð. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hafa þáttastjórnendur af báðum kynjum og kynjakvóta á viðmælendum (goes with out saying ætti að standa hér en því miður...). RUV gæti t.d. fengið sérfræðinga til að vera spyrla í stað þess að þeir sitji fyrir svörum. Þannig væri hægt að fá t.d. hagfræðinga til að spyrja Árna Matt út í fjárlögin og þar fram eftir götum. Einhver gaukaði því að mér um daginn að þetta væri algengt fyrirkomulag hjá fjölmiðlum erlendis, t.d. að fá sérfræðinga til að sækja blaðamannafundi fyrir hönd ákveðins fjölmiðils og spyrja réttu spurninganna sem ekki er á færi blaðamanna sem ekki hafa menntun á tilteknu sviði, s.s. hagfræði.
Það er ótrúlegt hvað við fáum litlar upplýsingar og erum í rauninni svelt í allri þessari krísu. Af hverju eru ekki til handhægar upplýsingar um hvernig við stöndum? Ég fór á fund hjá FV&H um daginn. Sá þar glæru um skuldsetningu þjóðarinnar í samanburði við önnur skuldsett lönd, þ.e. í samanburði við þau verst settu. Við vorum ekki bara verst á meðal jafningja, heldur lang, lang, lang verst. Sem sagt, við vorum langt um meira skuldsett en skuldsettustu þjóðir heims. Segi þetta með þeim fyrirvara að það er töluvert síðan ég fór á fundinn og man ekki nákvæmlega hvaða mælikvarðar voru notaðir, en myndin var ískyggileg. Eitt er samt ljóst. Þjóðin þarf að upplifa eignarhald og þátttöku í lausnunum til að okkur langi til að halda áfram að vera þjóð. Þetta er hugmynd fyrir stjórnmálamenn (og sem fyrr ætti auðvitað að vera hægt að setja hér - goes with out saying en...).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 11:48
Kapp er best með...
Las þennan fína pistil eftir Sverri Jakobsson í Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar hann m.a. um að við þurfum að skoða hvað olli því að allar stofnanir sem áttu að grípa í taumana brugðust. Hér er eitt innlegg inn í þá umræðu. Fátt hefur eins mikil áhrif á líf okkar og kyn, einmitt vegna þess að við erum með mjög skýrt afmörkuð kynhlutverk - 2 box, eitt fyrir stráka, annað fyrir stelpur (sem er auðvitað einföldun því það eru nokkur strákabox og nokkur stelpubox). Sú hugmyndafræði og það gildismat sem við lifum eftir er gegnsýrt af þessum kynhlutverkum. Þau þurfum við að skoða, ásamt fleiru. Ég hallast alveg að því að það sé of einfalt að skoða bara kynhlutverkin, það þarf að skoða fleira. Miðpunkturinn snýst samt kannski um völd og yfirráð, alls kyns tvíhyggjuhugsun sem byggir á við vs hin. Læt hér fylgja með pistil sem ég skrifaði fyrir Viðskiptablaðið. Hann birtist þar 1. október - n.b. fyrir bankahrun.
Kapp er best með konum
Um heim allan klóra menn sér í kollinum og velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis. Hvernig var hægt að klúðra fjármálamörkuðum með eins miklum stæl og raun ber vitni? Geir Haarde hafði eftir Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, í viðtali við Ísland í dag á mánudagskvöld að viðbúið væri að svona lagað gerðist einu sinni á hverri öld. Ekki veit ég hvaðan Alan hefur þá speki en hins vegar er ég fullviss um að staða mála væri öðruvísi ef konur hefðu setið til jafns á við karla í fjármálageiranum.
Skortur á drápseðli er kostur
Fjármálageirinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir að vera karllægur. Í æðstu stöðum eru karlmenn og markaðurinn dýrkar þá tegund karlmannsímyndar sem hampað er í leikritinu Hellisbúanum. Samkeppnin er gífurleg og reglan er sú að sá sem á mest dót þegar hann deyr vinnur. Sá sem nær langt í þessum geira verður að hafa almennilegt killer instinct. Skortur á drápseðli hjá konum er einmitt afsökun sem forstjóri hér í borg bar fyrir sig til að réttlæta rýran hlut kvenna í æðstu stjórnunarstöðum.
Með orðum hellisbúans
Staðalímyndin af hellisbúanum er að hann hafi verið bæði heimskur og árásargjarn. Þetta er ekki góð blanda. Það vita allir viti bornir menn; karlar jafnt sem konur. Þess vegna sætir það furðu að hellisbúinn sé talinn eftirsóknarverð fyrirmynd að góðum fjármálamanni. Ár eftir ár höfum við hlustað á þær réttlætingar að karlar séu áhættusæknir og það sé súpergott því hafið sé yfir allan vafa að það muni leiða til framþróunar og ríkidæmis fyrir okkur öll. Að sama skapi er sagt að konur séu áhættufælnar sem sé ávísun á stöðnun, sult og seyru. Með orðum hellisbúans: karlar = gott, konur = vont.
Þetta er þvert á rannsóknir sem sýna að fyrirtæki með jafnt kynjahlutfall skila að jafnaði betri hagnaði en fyrirtæki sem karlar einoka. Hvort sem körlum líkar betur eða ver þá deila þeir þessari jörð með konum. Að neita að deila stjórnarherbergjum og öðrum áhrifastöðum með konum eru hreinlega slæm viðskipti í anda hellisbúans. Það ber ekki vott um góða stjórnunarhæfileika að sjá ekki þá kosti sem helmingur mannkyns hefur yfir að búa. Að viðhalda fjármálastöðugleika í síbreytilegum heimi krefst úthalds, forsjálni og langtímahugsunar. Með öðrum orðum, sú áhættumeðvitund sem haldið er að konum er stór kostur að hafa í ábyrgðarstöðum.
Áhættumeðvitað veðmál
Það er fátt sem hefur eins mikil áhrif á líf okkar og kyn. Sama til hvaða menningarsamfélaga við lítum þá sjáum við mismunandi hlutverk fyrir konur og karla. Sú ævaforna karlmennskuímynd sem er hampað í viðskiptalífinu í dag hefur ekki eingöngu áhrif á þá karla sem reyna að fylgja henni út í ystu æsar. Afleiðingarnar sjást á ástandi heimsmála. Áhættusæknin, græðgin, samkeppnin og hamhlaupið spila stóra rullu. Krafan um að vera sannur karlmaður á forsendum feðraveldis sem byggir á yfirráðum og undirgefni leiðir ekki af sér góða útkomu heldur þvert á móti. Við greiningu á hvað fór úrskeiðis væri einmitt áhugavert að skoða karlmennskuímyndina og hvaða þátt hún á í að svo fór sem fór. Heilmikil þekking er fyrirliggjandi um áhrif kynímynda í kynjafræðinni. Það væri óvitlaust hjá nútímamanninum að grúska meira í þeirri þekkingu og nýta hana. Ég þori að veðja að útkoman verði sú merka uppgötvun að kapp er best með konum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2008 | 10:32
Það er víst bloggið sem blívur...
Hef ekki verið sérstaklega dugleg við að blogga síðan ég færði mig yfir á blogspot - og enn síður eftir að kreppan skall á. Um daginn fór ég á fund með Colleen P. Graffy sem ber þann stutta og látlausa starfstitil: Deputy Assistant Secretary for Public Diplomacy Bureau of European & Eurasian Affairs hjá United States Department of State. Auk mín voru á fundinum bloggararnir Silja Bára Ómarsdóttir, Jón Axel Ólafsson og Reynir Jóhannesson. Fundurinn var hinn skemmtilegasti og kveikti aftur hjá mér löngunina til að blogga. Er búin að hugsa um þetta síðan og ákvað að láta vaða. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að nú get ég sagt vegna fjölda áskorana!. Setti nefnilega inn á facebookið hjá mér í morgun að ég væri að spá í að byrja aftur að blogga og fékk heil 3 viðbrögð á stuttum tíma ;) sem voru öll á einn veg - og þar sem ég er einstaklega hlýðin að eðlisfari er bloggið hér með aftur komið í loftið - auglýsingalaust, að sjálfsögðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg