17.4.2009 | 11:43
Læknar en ekki sölumenn
Verð að segja eins og er að ég er hissa á þessum viðbrögðum frá formanni læknafélagsins. Reyndar var alveg viðbúið að læknar myndu taka þessu persónulega en almenn skynsemi ætti að segja okkur að það er ekki ráðlegt að láta peningalega hagsmuni og veikindi fara saman. Það á við um fleira. Í viðskiptafræðinni er það t.d. kennt að ekki sé ráðlegt að hafa sama manninn í starfi bókara og gjaldkera. Það býður einfaldlega hættunni heim og þýðir ekkert að bókarar og gjaldkerar séu almennt óheiðarlegt fólk. En það getur t.d. þýtt að þegar harðnar í dalnum og fólk er í klemmu þá gæti það freistast til að fiffa aðeins bókhaldið - tímabundið og ætli að laga það seinna, borga tilbaka. Því miður leysist klemman ekki og fyrir rest er fólk komið í aðstæður sem það ætlaði sér aldrei í til að byrja með - en endaði þar samt.
Læknar eru ekkert frábrugðnir öðru fólki og það er ekki gott að láta peningalega hagsmuni og veikindi haldast hönd í hönd. Ef læknar stjórnast ekki af peningalegum hagsmuni ættu þeir að vera sáttir við að þiggja laun fyrir sitt starf mánaðarlega, óháð því hversu marga þeir lækna - eða skera upp. Er það ekki? Sjúklingar geta oft verið á gráu svæði - aðgerð gæti verið góð en hún gæti líka verið óþörf. Í hvora áttina á læknirinn að ráðleggja? Ef læknirinn fær pening fyrir aðra ráðgjöfina en hina ekki - þá... já þá hvað? Ætlar formaður læknafélagsins virkilega að halda því fram að læknar séu svo ómannlegir að peningarnir hafi aldrei áhrif? Margur verður af aurum api... segir gamalt og gott íslenskt máltæki og þá á við um lækna sem aðra. Það er alveg nóg vitað um mannlegt eðli til að vitað sé að það sé óráðlegt að blanda svona hlutum saman. Ef sjúklingur á að geta stólað á óháða og óvilhalla ráðgjöf þá mega peningar og ráðgjöf ekki fara saman.
Önnur dæmi þar sem þetta á við og er kannski nærtækt að nefna eru bankarnir. Bankar sem buðu fólki fjármálaráðgjöf en voru í raun bara að selja. Ráðgjöfin miðaðist ekki einvörðungu út frá hagsmunum viðskiptavinarins heldur að bankinn gæti haft tekjur. Það eru búið að segja margar slíkar sögur frá tímanum fyrir bankahrun
Bottom line er að læknar eru ekki og eiga ekki að vera sölumenn. Þetta er ekki flóknara en það.
Hörð gagnrýni á heilbrigðisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Sæl,
Ég þakka ágætar vangaveltur. Langar fyrst að benda á að Gunnar Ármannsson er framkvæmdastjóri LÍ og lögfræðingur. Formaður LÍ er Birna Jónsdóttir.
Varðandi aura og apa þá veit ég ekki hvort þú hafir aðgang að fleiri "Föstudagsmolum" Gunnars og öðrum skrifum en þar hefur hann einmitt vakið máls á því að í stétt lækna hljóta að vera, líkt og annars staðar, sumir óheiðarlegri en aðrir og að ekki sé hægt að gera ráð fyrir öðru en að einhver "súr ber" sé að finna inn á milli. Þetta var reyndar í öðru samhengi, þ.e. í umræðu um kjör lækna en ekki sjúklinga, en engu að síður má lesa úr þessu að hann er ekki veruleikafirrtur um heilagleika lækna.
Að lokum vil ég minnast á lækna vs. sölumenn. Læknar vinna samkvæmt ákveðnum verkferlum og vinnureglum sem í stuttu máli má (oftast) útskýra þannig að ef sjúklingur er með þessi og þessi einkenni auk þessara og þessara áhættuþátta þá er ýmist ábending fyrir inngripi eða ekki. Þessar ábendingar, og skilyrði fyrir þeim, eru byggðar á gagnreyndum vísindum, þ.e. farið hefur verið yfir þau í stórum rannsóknum og af óháðum faglærðum álitsgjöfum. Ef vafi er fyrir hendi, þ.e. álitamál er um hvort eitthvað inngrip gagnast betur en annað í sérstökum aðstæðum eða aðrir hagsmunir sjúklings eru í húfi t.a.m. vegna aukaverkana, þá er venjan að hafa sjúkling með í ráðum og hann fær auðvitað að taka þátt í ákvarðanatöku.
Þó að þú segir að læknar eiga ekki að vera sölumenn þá eru þeir endanlega aðilarnir sem geta tekið faglega ákvörðun, í samvinnu við sjúklinginn, um rétta meðferð og borið ábyrgð á henni. Ekki ráðherrann eða stjórnandinn sem er að reyna að spara peninga.
Friðrik Thor Sigurbjörnsson, 17.4.2009 kl. 14:27
Sæll Friðrik - og takk fyrir ábendinguna um formanninn vs framkvæmdastjórann.
Ég er alveg sammála þér í því að það er læknirinn sem á að bera endanlega faglega ákvörðun í samráði við sjúklinginn - ekki ráðherrann eða stjórnandinn sem er að reyna að spara peninga. Deili ekki við þig þar :) Hins vegar er ég líka á því að aðgreina eigi peninga og þessa faglegu ákvörðun. Ef að læknirinn á von á umbun fyrir aðgerðir þá fara hagsmunir læknisins, sjúklingsins og heilbrigðiskerfisins ekki endilega saman. Og það þarf ekkert endilega súr epli til. Þetta getur leynst í undirvitund allra, óháð því hvort viðkomandi er súr að upplagi eða ekki...
Ég er reyndar alveg til í að aðgreina aðeins á milli þess að tryggt sé að sjúkrastofnun fái nægjanlega greitt fyrir umönnun sjúklinga - og það er líka hætta á því að ef upphæðin er föst óháð sjúklingum að stofnunin freistist til að vísa fólki frá og meðhöndla sem fæsta - því þá skilar það meiri hagnaði. Hins vegar er ég nokkuð föst fyrir í því að það fer ekki saman að umbuna læknum prívat og persónulega fyrir hverja aðgerð. Það er að mínu viti varasamt. Fagleg ráðgjöf og peningar fara ekki saman.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.4.2009 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.