20.3.2009 | 10:28
Hvað er þjóð?
Ég hef verið að velta fyrir mér hvaða merkingu hugtakið þjóð hefur í hugum fólks. Nú eru auðvitað til skilgreiningar á fyrirbærinu en ég er ekki að spá í hvaða skilgreiningin segir heldur kannski frekar hvaða réttindi og skyldur fylgja því að tilheyra þjóð. Nú er t.d. ljóst að við, íslenska þjóðin, er stórskuldug upp fyrir haus án þess þó endilega að hafa stofnað til þessara skulda sem þjóð. Þ.e. skuldamyndunin fór ekki fram í gegnum ríkið eða ákvarðanir af hálfu hins opinbera heldur mikið til í gegnum einkageirann og í raun örfáa einstaklinga. Við sem þjóð erum samt ábyrg, svona alveg eins og fjölskylda er ábyrg þegar einn meðlimur fjölskyldunnar gamblar öllum eigum fjölskyldunnar í burtu að henni forspurðri. Og nú er kallað eftir samstöðu - samstöðu um að borga. En það á samt ekki að gera eignir þeirra sem komu okkur í skuldafenið upptækar og þess vegna velti ég því fyrir mér hvað er eiginlega þjóð? Ef við eigum að vera ábyrg sem þjóð - eiga þeir þá ekki að vera ábyrgir sem hluti af þjóðinni? Er það ekki hluti af þeirra ábyrgð að skila öllum sínum eignum - þessum sem eru fengnar í gegnum viðskipti sem skilja þjóðina eftir gjaldþrota?
Hvar eru skilin á milli þess að vera einstaklingur og þess að vera hluti af þjóðarheild? Ef þjóðarheildin á að gilda, þ.e. að við eigum að borga - af hverju má þá ekki nota það concept líka yfir eignamennina sem eru búnir að sanka að sér öllum verðmætum á kostnað okkar sem þjóðar? Erum við þjóðin en ekki þeir? Eru þeir einstaklingar sem geta bara gengið í burtu en við þjóð sem getur ekki neitað að borga?
Ég spyr vegna þess að við erum sjálfstæð þjóð og sem slík hljótum við að þurfa að bera ábyrgð á okkur sjálf - líka þegar það þýðir að við erum í djúpum... En á móti kemur að það að tilheyra þjóð hlýtur að fela í sér bæði réttindi og skyldur. Og það kannski felur líka í sér að okkur vantar þá betra kerfi sem gerir okkur kleift að haga okkur eins og þjóð en ekki bara eins og einstaklingar þar sem hver og einn er óupplýst eyland sem veit ekki hvert stefnan liggur og hefur fá sem engin úrræði til að gera eitthvað í því hvort sem er - þangað til kemur að skuldadögum og þá virðist eini valkosturinn vera að borga en samt á eignarétturinn að gilda hjá þeim einstaklingum sem með sanni er hægt að segja að hafi stofnað til skuldanna.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Góðir punktar, góður pistill.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 19:57
Hef ekki spekúlerað í hvernig þjóð hagar sér. Held samt að menning þjóðar fari eftir meðvirknistigi á hverjum tíma. Hvað látum við bjóða okkur?-Hver er menning okkar? Það flýgur hver eins og hann er fiðraður. Ekki satt.?
Þreytandi að vera alltaf að finna upp hjólið....
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 21:07
Já væri gott ef hjólið væri bara fundið upp í eitt skipti fyrir öll... :) En það þarf þá auðvitað að virka!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.3.2009 kl. 22:27
Fallist maður aftur á móti á þá módernísku skilgreiningu að þjóðir séu ímynduð samfélög getur þjóðin sem slík aldrei skuldað eitt né neitt, heldur aðeins einstaklingar, sem eru þá í djúpum skít hver fyrir sig - fyrir utan náttúrulega þá sem eru stungnir af með milljarðana sína.
Historiker, 26.3.2009 kl. 18:17
Já en framkvæmdin er ekki í samræmi við þessa skilgreiningu á þjóð - og þessi skilgreining nægir ekki til að útskýra þá sameiginlega fjárhag þjóðar, eignir og skuldir þjóðar o.s.frv. Réttindi og skyldur skv þjóðerni... ef þjóð er ímyndað fyrirbæri og við erum öll einstaklingar - hvað er þá ríkið og batteríið í kringum það? Hvað kallast þá sá hópur einstaklinga sem sameinast í kringum ríkið? Einhvers staðar á einhverjum level hljótum við að flokkast saman sem hópur en ekki einstaklingar - með réttindi og skyldur sem hópur. Og þá er spurningin hvar eru skilin þarna á milli? Af hverju er hægt að koma fram við þá ríku sem einstaklinga en „þjóðina“ sem hóp sem á að borga?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.3.2009 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.