Jafnrétti á pappír - af hverju ekki í raunveruleikanum?

Nú er u.þ.b. ár síðan jafnréttislög gengu í gildi og það er tímabært að láta reyna á þau. Í gegnum tíðina hefur kona heyrt ýmislegt skemmtilegt og eitt af því „skemmtilegra“ eru rökin um að hér ríki jafnrétti vegna þess að við erum með jafnréttislög. Sama fólkið og notar þessi rök er hins vegar síður en svo kátt með að kært sé þegar jafnréttislögin eru brotin... Röksemdarfærslan virðist sem sagt vera sú að af því að jafnréttislög séu í gildi þá ríki hér fullkomið jafnrétti á milli kynja og það sé lífsins ómögulegt að brjóta lögin!

Skemmtilegt, eins og ég sagði. Jafnréttislög hafa löngum verið gagnrýnd fyrir að vera mest megnis falleg orð á blaði því lítið fari fyrir því að lögunum sé fylgt og hvað þá að kært sé þegar þau eru brotin. En það er löngu tímabært að láta reyna á þetta. Eftir að Ísland hrundi hefur verið skipað í fjölmargar nefndir og ráð sem ég tel vera klárt brot á jafnréttislögum, þ.e. kynjahlutföllin í nefndunum hafa verið þannig. Þó það sé kvartað og bent á brotið þá er ekkert um að nefndarskipan sé breytt í kjölfarið, hvað þá að passað sé upp á að þetta sé í samræmi við lög í næstu skipan. Þess vegna fagna ég því mjög að Silja Bára skuli hafa tekið það frumkvæði að láta reyna á jafnréttislög varðandi þessa skipun. Takk!

Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að ég er hoppandi kát með að á þetta sé látið reyna. Ég er reyndar algjörlega á því að höfðatölujafnrétti sé engan veginn það sama og jafnrétti kynjanna. Það sést best á því að ef við lítum á stærstu og smæstu einingar samfélagsins, þ.e. landið allt og heimilin, þá er höfðatalan jöfn þar. Konur og karlar byggja landið í ca jöfnu hlutfalli og algengt heimilisform er 1 kona og 1 karl. Samt ríkir hvorki jafnrétti í landinu í heild né inn á heimilum. Vandinn er því mun stærri og víðtækari en höfðatala. 

Höfðatalan skiptir samt einhverju máli. T.d. með því að skipa mestmegnis karla í seðlabankaráð og í stjórnarskrárnefnd eru gefin út þau skilaboð að karlar séu hæfari en konur. Það er hugsunarháttur sem ætti að tilheyra fortíðinni en er því miður ríkjandi í nútíð og fátt sem bendir til að verði víkjandi í framtíð. Undirliggjandi ástæður fyrir þessari skekktu höfðatölu byggja sem sagt á þeirri sömu hugsum og Aristóteles fannst við hæfi á sínum tíma - að karlar ættu að stjórna og konum ætti að vera stjórnað. Þessi hugmyndafræði um völd og yfirráð - að vera efstur í fæðupíramýdanum er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að við sitjum í súpunni núna. Það er ekki nóg að tala um að græðgin hafi verið allsráðandi, það þarf að skoða af hverju tók græðgin yfir og af hverju var hún látin viðgangast? Svörin fást með því að leggja margar hugmyndafræðir saman og skoða samverkandi áhrif þeirra. Ég hef verið að sanka að mér hugmyndum um hvaða hugmyndafræðir hafa unnið saman að þessu - akkúrat í augnablikinu samanstendur listinn af 5 atriðum: Nýfrjálshyggju, kynjakerfinu (karlaveldi), stéttskiptingu, survival instinct og þjóðernishyggju. Þetta hefur reynst vera banvæn blanda fyrir Ísland og megnið af hinum vestræna heimi. Lausnin felst í að taka þetta til gagngerrar endurskoðunar - en hingað til virðumst við ætla að hjakka í sama gamla hjólfarinu - þessu sem kom okkur á hausinn. Eða, við nánari athugun, réttara væri að segja að við séum í bakkgír. Við erum ekki á leiðinni áfram heldur aftur á bak. Vonandi vaknar fólk þó upp fyrr en seinna og verður til í að skipta um gír - og fara áfram. Til þess þarf að skapa hér jafnréttissamfélag - í því felst bæði virðing, réttlæti, sanngirni og jafnræði. Til að við náum þessu þarf að afmá valdatengslin og meta hæfileika og getu beggja kynja, en ekki bara það heldur þarf einnig að meta margbreytileikan og kraftinum sem felst í honum. Einsleitar nefndir og einsleitar lausnir sem byggja á sama gamla tóbakinu eru ekki svarið. Þess vegna vona ég að niðurstaðan verði sú að jafnréttislögum verði framvegis framfylgt!


mbl.is Bankaráð Seðlabanka ólöglega skipað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnupenni

Ég geri ráð fyrir að þú munir taka að þér að láta reyna á lögmæti skipunar stjórnar Nýja Kaupþings þar sem sitja fimm konur og enginn karl.

Stjörnupenni, 17.3.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Rispaðar nafnlausar hljómplötur eru afar hvimleiðar 

http://hugsadu.blog.is/blog/hugsadu/entry/827730/#comments

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.3.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband