Söguleg stund

Ok - ég ætla ekki að halda niður í mér andanum þangað til það verður að veruleika en ef úr rætist að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra og jafnt kynjahlutfall verði í ríkisstjórn þá er það ansi stór söguleg stund.

Það yrði í fyrsta skipti kona sem forsætisráðherra.

Það yrði í fyrsta skipti sem samkynhneigð manneskja væri forsætisráðherra (allavega sem er opinberlega samkynhneigð - getur vel verið að einhver áður hafi ekki þorað að segja frá...)

Það yrði í fyrsta skipti sem jafnt kynjahlutfall yrði á ráðherrum í ríkisstjórn.

Þrjár flugur í einu höggi!!! Þetta er söguleg stund og ánægjulegt að fá góðar fréttir í kreppunni. :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já við konur gerum hlutina með stæl og það mun Jóhanna svo sannarlega gera, ef stjórnarmyndun tekst.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl Katrín.

Og þetta varð, þrjár flugur. Jóhanna er kraftaverkakona.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 1.2.2009 kl. 20:57

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, þetta er ánægjuefni - þó Steingrímur og Össur hafi gerst heldur til gráðugir og hrifsað til sín mörg ráðuneyti - kynjahlutfallið er því 7/5 þegar ráðuneytin eru talin... En jafnt kynjahlutfall í ríkisstjórn, kona sem forsætisráðherra og samkynhneigð að auki er svo sannarlega ánægjulegur áfangasigur!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.2.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband